Morgunblaðið - 24.01.1973, Page 15
15»
MORGÚNBLAÐÍÉ), MIÐVÍKÚDAGUÉ. 24. JANÚAR 1973
HAMFARIRNAR I VESTMANNAEYJUM
og þarf ekki mikið hugiftynda
flug til að ímynda sér, hví-
lík skelfing hefði brotizt út.
ef fólkið hefði séð fram á að
það væri innikróað og kæm-
ist hvergi.
— Einhvem veginn datt okk
ur fljótlega í hug að opna
útvarpið, segir Trausfi.
— Þaðan tóku fljötlega að
berast tilkynningar frá Al-
maimavömum. í>ær róuðu
mann mikið. Við vorum ekki
ein, allir vildu hjálpa okk-
ur og það var verið að gera
allt, sem í mannlegu valdi
stóð til að koma okkur til
hjálpar.
Aðspurð um, hvort þau
færu aftur heim, játuðu þau
því mjög afdráttarlaixst.
Við erum mjög þreytt,
sagði Elsa. — Þetta var mikil
eldraun og kannski finnur
maður það bezt eftir á. En ég
vil minnast á frábært starf
Almannavama, sú stofnun
hefur svo ekki verður
um villzt sannað notagildi
sitt í þessum hörmungum.
— Við vitum ekki hvað við
eigum að vera bjartsýn og
búast við því að icomast fljótt
heim, sögðu þau. — Jarð-
fræðingar eru jafnvel á því,
að kaupstaðurinn geti slopp-
ið. En maður veit aldrei. En
skrítið var að sigla frá Eyj-
um í nótt. Við sáum þar
myndast nýtt Iandslag, nýjar
hæðír og hólar höfðu hrann-
azt upp; sýnin tii eldanna var
stórkostleg og ógleyman-
leg.
Þau fjögur eru öll borin
og barnfædd í Vestmannaeyj
um. •— Við förum heim um
leið og kólnar, sögðu þau í
kór. — En auðvitað höfum
við áhyggjur af því, hvort
við komumst heim. En þama
er allt okkar. Þarna er okk-
ar líf. Ef við getuni ekki far-
ið’ heim höfum við verið slit-
in upp með rótum á mjög
sársaukafullan og miskunnar
lausan hátt.
Þarna voru og þrjú börn
þeirra, þau Árni Sigurðsson,
sjö ára, Trausti Traustason,
sjö ára og María Traustadótt
ir, tólf ára.
Bömin virtust áhyggju
laus og hýr og létu biðina
ekki á sig fá, dunduðu við
að kríta á töfluna og gæla
við kött Trausta, Mjallhvíti,
sem drengurinn hafði ekki
getað hugsað sér að skilja
eftir.
Þeir Árnl og Trausti voru
í náttfötunum sinum innan
undir útiflíkum, og þeim
hafði tekizt að taka með sér
dálitið af klæðnaði að heim-
an.
Á töfluna höfðu börn-
int teiknað myndir, svo sem
af spúandi fjalli og brenn-
andi hestum, en Trausti sagði
um leið og hann útskýrði
myndirnar, að nokkrir hest-
ar hefðu brunnið í námunda
við gosstaðinn.
Bömin sögðust hafa orðið
eilitið hrædd, þegar þau
voru vakin um nöttina, og
ekki þorað að horfa of mik-
ið á eidgasið er út kom.
—. Það var svo mikill háv-
aði og stundum spýttust litl-
ir steinar framan í mig, sum
ir í augun, svo ég var bara
fegin að komast í burtu —
sagði Maria alvarlega.
Trausti harmaði það mik-
ið,; að þau systkinin hefðu
orðið að skilja hamstr-
ana sína eftir heima, og gull-
fiskinn hennar Maríu. — En
við ætlum að flýta okk-
ur heim til að huga að þeim
— sagði Trausti.
A meðan við töluðum við
börnin, kum starfsmaður
Sigurjónssonar og fað'r Adoífs Sigurjón Eiríksson.
Fjölskjlda Adolfs
Rauða krossinn inn og til-
kynnti fjölskyldum bam-
anna, að tekizt hefði að út-
vega þeim samastað í borg-
inni. Við þá frétt urðu allir
glaðir, en Trausti spurði ef-
ins á svip, hvorí hann mætti
örugglega hafa hana Mjall-
hvíti með. Honum var sam-
stundis sagt, að hún væri vel
komin, og þá fyrst gladdist
hann með hinum.
Borgarsjúkrahúsið
Á Borgai-spitalann voru
fluttir sautján þeirra sjúkl-
inga, sem lágu á sjúkrahús-
inu i Vestmannaeyjum. Við
hittum dr. Friðrik Einarsson,
yfirlækni að máli og hann
sagði læknana mótfallna því,
að blaðamenn ræddu við
sjúklingana að svo stöddu,
enda væru flestir aldraðir og
margir í talsverðu uppnámi.
Dr. Friðrik sagði, að það
hefði ekki verið þægilegt fyr
ir sjúkrahúsið að taka fyrir-
varalaust á móti 17 manns,
þar sem einnig væri neyðar-
vakt á spitalanum þessa vik-
una. Hins vegar hefði þetta
blessazt og myndi gera það
og þeir sjúklingar yrðu send
ir heim, sem forsvaranlegt
væri, ef nauðsynlegt yrði að
taka á móti fleirum. Alltaf
gætu komið einhver eftirköst
hjá fölkinu, og því væri bezt
að vera við öllu búinn. Dr.
Friðrik máttum við svo ekki
tefja lerigur, þar sem hann
sat einmitt á fundi varðandi
þetta mál meðal lækna og yf
irmanna sjúkrahússins.
Stýrimannaskólinn
Fyrir utan Stýrimanna-
skólann var líf og fjör og
þar hafði nýlega rennt
í hlað rúta frá Guðtmundi
Jónassyni og von var á ann-
arri. Um sjö hundruð manns
að minnsta kosti höfðu þá
koinið í skólann. Guðrún
skólana og ekið fólkinu end
urgjaldslauist, nemendur Stýri
mannaskólans hafa þá ekki
síður lagt fratn • sinn
hlut, þeir annast þarna um
framreiðslu á smurðu brauði,
kökum og kaffi og ávöxtum,
•lón Árnason, skólastjóri Arbæjarskóla og Bagnar Guð-
niundsson yfirkennari.
Sveinsdóttir, hjúkrunarkona,
sagði að margir hefðu boðið
fram aðstoð sína, vildu skjóta
skjólshúsi yfir Vestmannaey
inga, sem ættu hér ekki ást-
vini, bílstjórar af bilastöðv-
um hefðu skipt sér niður á
eins og hver viil og auk þess
hafa þeir, sem ráða yfir bíl-
um, verið tii taks að aka
fólki.
Hjónin Pétur Guðjónsson
og Lilja Sigfúsdóttir voru
nýkomin til bæjarins og
dessy og Trausti, Sigurður og Elsa.
höfðu ásamt ýmsuim ættingj-
um dvalið um stund hjá bróð
ur Lilju í Þorlákshöfn, að sjó
ferðinni frá Eyjum lokinni.
Hjá þeim var Sigurður Jóels
son, sjómaður, sem sagði að
fjölskylda sín væri komin á
undan sér.
Það kemur í ijós að þau
Pétur og Lilja búa i Kirkju
bæ n, eða í 150—200 metra
fjarlægð frá eldstöðvunum.
— Ég vaknaði við drunur,
segir Lilja. — Fyrst hélt ég
þær kæmu frá flugvél. Siðan
sá ég eldsbjarma og blossa og
fór að aögæta þetta nánar
og þá sá ég eldsúlurnar teygj
ast tugi metra upp í
loft Mínar fyrstu hugsanir
voru hvað eiginlega væri að
gerast. Og segi þetta við Pét-
ur. En Pétur lætur aldrei
neitt á sig bíta og segir hinn
■ rólegasti — O, ætli þeir séu
ekki bara að brenna sinu
þarna.
— En ég kteddi mig nú,
heldur Lilja áfram og drun-
urnar voru sífellt að áger-
ast og við urðum svo hrædd,
að við vöktum hitt föTkið i
húsinu og hlupum síðan nið-
ur á lögreglustöð. Þá hefur
klukkan verið um hálf þrjú.
Þá voru þeir að kalla upp
Almannavarnir, varðskip og
hvaðeina. Ég var ólýsanlega
hrædd, ég skamimast min ekki
fyrir að játa það. Ég vinn á
spitalanum og fór þangað, en
þurfti ekki að aðstoða og því
fórum við niður á bryggju
og fengum far með „Amari“
til Þorlákshafnar. Það má
geta nærri, hvernig okkur
varð við, þegar við heyrð-
um þær fréttir, að Kirkjubæt
I væri farinn undir hraunið.
Við lofuðum guð fyrir, þeg-
ar það reyndist ekki rétt. —
Maður verður að tifa í von-
inni, segir Pétur. — Og ég
læt ekkert á. mi.g fá. Ég. er
bjártsýnn á, að við komumst
heirn aftur. En það er sár til
hugsun, að þá verði kofinn
e.t.v. farinn undir hraunlð,
með öllu sem í honum er.
Kannski maður reyni að
grafa hann undan .. .-. . en
það gæti nú orðið hart und.
ir hendi.
Þau hjónin verða hjá dö.fct
ur sinni i Kópavogi, en Pét-
ur tök fram að hann færi affl .
ur við fyrsta tækifærí./— En
auðvitað getum við ékki lok
að augunum fyrir því, að ef
myndast hryggur þárna, eða
ég tala nú ekki uim ef ffer að
gjósa á fleiri stöðum, þá get-
ur allt gerzt.
— Það hefur oft verið
hnýtt í Almannavamir, se.gÍT
Sigurður. En þær brugðu
skjótt við í nótt. Þetta gekk
allt undra fljótt fyrir sig og
allir, sem að stóðu eiga þakk
ir skilið fyrir. Og svo þessi
mikla hlýja, sem mætir okk-
ur í höfuðstaðnum er mikils
virði og ógleymanleg.
Systir Lii.ju, Marta bætir
við; — í gærkvölidi háttuðum
við róleg. Þetta var eins og
hver annar dagur og ekkert
benti til að neitt væri i að-
sigi. Nú erum við — sólar-
hring síðar, — eins og flótta
fólkið sem við eruim að sjá í
sjónvarpi og blöðum, og allt-
af hefur maður talið þetta
svo fjarlægt og nánast að
það komi manni ekki við.
Einmitt þess vegna kunnum
við alveg sérstaklega vel að
meta ailan þann vináttuvott
og hjálpfýsi sem okkur hef-
ur verið sýnd í þessum raun
Árbæjarskóli
1 Árbæjarskóla voru nem-
endur að hjálpa til við að
stafla dýnum í vörubíla. Það
Framhald af bls. 20.