Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 15,00 kr eintakið. TVTáttúruhamfarirnar í Vest- mannaeyjum og afleið- ingar þeirra eru mikið áfall fyrir íbúana í þessari þrótt- miklu verstöð — en þær eru þó ekki síður þjóðaráfall. Á sjötta þúsund manns hafa verið flutt brott frá einni blómlegustu byggð á íslandi. Verstöð, sem er ein megin undirstaða vetrarvertíðar og að talsverðu leyti loðnuveiða, er gersamlega lömuð. Gífur- leg verðmæti eru í yfirvof- andi hættu. Enginn veit, hve- nær eða hvort Vestmanna- eyjar byggjast á ný. Öll eig- um við þá von, en enginn get- ur sagt fyrir um framvindu þeirra miklu hamfara, sem þar geisa. Frammi fyrir slíkum vanda verður íslenzka þjóðin að standa sameinuð og með sam eiginlegu átaki að vinna upp það, sem tapazt hefur og tapast mun vegna hamfar- anna í Eyjum. Er óhætt að fullyrða, að enginn íslend- mannaeyingum í fyrrinótt er eldgosið hófst og brottflutn- ingur íbúanna. Þá hefur ekki síður vakið athygli, hve vel almannavamakerfið hefur reynzt í þessari fyrstu þol- raun þess. Ekki er úr vegi að minn- ast þess nú, að almannavarn- ir voru upp teknar hérlendis í fyrsta sinn á árinu 1961 fyrir frumkvæði Jóhanns Hafstein, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra um skeið. Þá var sú ráðstöf- un mjög gagnrýnd og ekki síður nokkrum árum seinna, þegar lögum um almanna- varnir var breytt með það fyrir augum, að þær væru einnig hugsaðar sem varnir gegn náttúruhamförum. Um margra ára skeið hafa fjár- framlög til almannavarna verið harðlega gagnrýnd á þær raddir heyrist aftur a Alþingi íslendinga að leggja eigi almannavarnir niður. Svo vandað undirbúnings- starf hefur verið unnið á veg- um almannavarna, að ítarleg áætlun var til um brottflutn- ing íbúa Vestmannaeyja í því tilviki, að til náttúru- hamfara kæmi. Nú hefur sú áætlun staðizt í raun á þann veg, að íbúar 5000 manna kaupstaðar voru fluttir á brott á örfáum klukkutím- um. Þótt frammistaða almanna- varna og allra þeirra, sem unnið hafa að því að aðstoða við fólksflutningana frá Vesfmannaeyjum sé sérstakt ánægjuefni, eru það þó fyrst og fremst hinar alvarlegu horfur í Vestmannaeyjum, sem horfast verður í augu við nú. Augljóst er, að Vest- ÞJÓÐARAFALL ingur mun telja eftir sér að leggja sin skerf af mörkum í þessum efnum. Eins og vikið var að í for- ystugrein síðdegisútgáfu Morgunblaðsins í gær, var hið fyrsta, sem í hugann kom, aðdáun á þeirri stillingu og hugrekki, sem gætti hjá Vest þingi og tillögur gerðar um takmörkun þeirra. Nú er komið í ljós, að rétt var ráðið, er almannavarnir voru settar á stofn og það sem meira er, þær hafa með svo óumdeilanlegum hætti sannað gildi sitt í fyrstu prófraun, að óhugsandi er að mannaeyjar hafa svo mikla þýðingu fyrir íslenzkt at- vinnulíf, að það er meiri háttar fjárhagslegt áfall fyr- ir þjóðina, ef verstöðin þar lamast í langan tíma. Þegar þetta er ritað, er ekkert kom- ið fram. sem bendir til þess, að hraunstraumurinn muni leggja kaupstaðinn í auðn. Hins vegar eru vaxandi á- hyggjtvr yfir því, að höfnin í Vestmannaeyjum kunni að lokast af völdum eldgossins og hraunstraumsins. í lengstu lög verður að vona, að svo fari ekki, enda mundi það lama útgerð og fiskvinnslu í Eyjunum um ófyrirsjáanlega framtíð. Að vónum beindist athygli manna fyrst og fremst að því, hvort takast mætti að flytja fólkið 1 kaupstaðnum brott án þess að manntjón yrði af völdum hamfaranna. Nú þegar það hefur tekizt með slíkum myndarbrag, ligg ur næst fyrir að kanna hið efnahagslega áfall, sem þjóð- in hefur orðið fyrir á einni svipstundu og hvort og þá með hverjum hætti unnt er að hefja sem fyrst útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyj- um á ný. Þeir spurningum verður ekki svarað nú. Við fögnum því, að giftusamlega tókst til um fólksflutninga og að al- mannavarnir hafa sannað gildi sitt. Við horfumst í augu við þá staðreynd. að þjóðin hefur orðið fyrir miklu en sérstæðu áfalli. Við hljótum að taka því og snúa bökum saman um að vinna upp það tjón, sem orðið er. EFXIR BJÖRN JÓHANNSSON ELDGOS í Helgafelli í Vestmanna- eyjum! í fyrstu var erfitt að trúa því, að um alvöru væri að ræða. En fljótlega tóku hjól Morgunblaðsins að snúast. Klukkan var rétt um tvö. Byrjað var á því að panta tvær flu.g- vélar til Eyja, ræsa út blaðamenn og ljósmyndara til fararinnar. í annarri vélinni fóru Árni Johnsen, blaðamað- ur, og Kristinn Benediktsson, ijós- myndari. Þeir lentu i Eyjum. H n flugvélin fór með Elírnu Páimadótt- ur, blaðamann og Ólaf K. Magnús- son, ljósmyndara. Sú vél flaug yfir Eyjamar og myndir voru teknir af elidisumbrotuntum. Þegar fréttin barst var búið að prenta rúm 10 þúsund eintök af biað- inu, allir famir úr setjarasai oig af ritstjórn. Magnús Finnsson blaða- maður, sem verið hafði á innlendri fréttavakt og farið heim undir kl. 1, var kvaddur út aftur til að afla frétta og ráðstafamir voru gerðar til að fá setjara og umbrotsmenn í prentsmiðjuna. Ætlunin var, að Morg unblaðið hefði fréttina um eldgosið á þriðjuidagsmorgun. Unnið var af flýti að afla upplýs- inga, skrifa fréttina og ganga frá til prentunar. Prentvélin var stöðvuð. Þá höifðu verið prentuð 16 þúsund ein- tök af 40 þúsund. Þetta gekk vonutn framar, en eins og ætið þegar mikiir atburðir gerast tók síminn að hringja frá útlöndum og skeyti að berast með beiðni um fréttir og myndir — frá fjölmörgum blöðum og fréttastofum í ýmsum löndum. Það er ekki ætíð auðvelt að sýna hjálpsemi á slíkum stundum, þegar koma verður eigin blaði í prentun hið fyrsta, þegar hver mín- úta skiptir máli, því smátt og smátt missir afgreíðslan af börnunum, sem bera út snemma á morgnana, og ferðum út um land. Blaðið var tilbú ð til prentunar að nýju skömmu fyrir kl. 5 uim morg- uninn. Um þær mundir kom flugvél- in frá Vestmannaeyjum með Elinu og Óla K. Fyrstu myndirnar af eld- gosinu voru komnar. Freistingin var mikil. Átti að seinka blaðinu enn um sinn tii að hafa „scoop mynd ársins"? Það tekur sinn tíma að framkalla og kopiera myndir óg íá af þeim gerð myndamót. Nei, það var ekki unnt að biða með blaðið lengur. Það var ekk til neins að gefa út enn glæsi- legra blað, sem lesendur femgju ekki i hendur fyrr en undir kvöld. Þau voru stúrin á svip, Blín og Óli K. Myndamót — vel á minnzt. Ekki má gieyma þeirri hiið málsims. Auð- vitað varð einnig að kveðja út menn í myndamótagerðina. Loksins fór prentvélin af stað — lesendur Morgunblaðsins fengu einir fréttina urn eldgos ð í blaði g#nu strax um morguninn. En það var til lítils að sitja inni með fyrstu myndirnar af eldgosimu í Eyjum, ef lesendur gætu ekki séð þær. Það var þvi ákveðið að gefa út aukablað um hádegisbilið. Stefnt var að 12 síðna blaði — auiglýsmgalausu — aðeins með fréttum og myndum frá Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjavík. Aukablað upp á he lar 12 síður er ekkert smáræði, hvorki fyrir rit- stjórn, prentsmiðju, myndamótagerð eða afgreiðslu. Þar þarf að samræma margra manna störf. Þá kemur sinerp an og reynslan til góða. Það varð að kveðja út lið í öllum þessum deild- um. Það þurfti að afla frétta, mynda oig viðtala, jafnt fiá Eyjum, sem Þor- lákshöfn og Reykjavik. Og ennþá höfðu aiukizt beiðnir erliendis frá um aðstoð — þeim varð einn'g að sinna eftir beztu getu. Moriguinblaðsmenn tóku til óspilltra málanna, hver á sinu sviði. Gísli J. Ástþórsson, sem nýlega kom aftur til starfa á Morgiunbliaðinu, tók að sér að teikna upp bliaðið og ákveða útlit þess. Arnór Ragnarsson sneri sér af krafti að umbroti í prent- smiðjunn . Smátt og smátt tók efnið og myndirnar að streyma inn. Film- ur bárust í morgunsárið frá Kristni, Árna og Sigurgeiri Jónassyni, ljós- myndara Mbi. í Eyjum. Síðasti skamimturinn barst frá Birní Vigni Sgurpálssyni og Sveini Þormóðs- syni, sem fóru til Þorlákshafnar til að taka á móti Eyjabúum þar. Er á þriðj udagsmorguni.nin leið jókst spennan, óttinn við taifir — vinnuálagið margfaldaðist er „dead- line“ náligaðist. Utanaðkomandi fóiki hefð sjáifsagt fundizt það vera kom- ið á geðveikraspítala þegar kltukkan var farin að gainga ellefu. En þrátt fyrir handaganginn var þó „system í galskapet". Aukablað MorgunbiaAsins var kom ið í prentvélina upp úr hádegi — skömmu síðar tók hún að snúast. Þriðjudaginn 23. janúar 1973 kom Morgunbiaðið út í þremiur útgáfum. En það var ekki til setuinnar boðið. Það varð áð snúa sér að næsta verk- ef.ni — miðv kudagsblaði Morgun- blaðsóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.