Morgunblaðið - 06.02.1973, Side 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973
West Ham Utd.
WEST HA01 UNITED: Félagiö var stofnaö
árið 1900. Leikvangur þess er Upton Park
sem rúmar um 42 þúsund áhorfendur. -
Meöaltals^öldi áhorfenda á síöasta keppn-
istímabili var 30.004. Metfjöldi áhorfenda
á heimavelli er 41.546 en það var er félag-
ið mætti Manchester United 29. marz
1969. Framkvæmdastjóri félagsins er Ron
Greenwood. Helztu sigrar West Ham eru:
Sigurvegarar í 2. deild 1958, Bikarmeist-
arar 1964. Sigurvegarar í Evrópubikar-
keppni bikarhafa 1965. Félagið komst í 2.
deild árið 1919 og í 1. deild árið 1923. -
Féll í 2. deild árið 1932 og var í henni allt
til ársins 1958 en síðan hefur það verið í
1. deild. Stærsti sigur West Ham er 8:0
yfir Rotherham United í 2. deildar keppn-
inni 1957 og mesti ósigurinn er 0:10 gegn
Tottenham Hotspurs árið 1904. Búningur
félagsins er fjólubláar skyrtur með bláum
ermum, hvítar buxur og hvítir sokkar. -
Gælunafn félagsins er: ,,Hamrarnir“.
tekin í Mexikó 1968, erMoore var að koma þangað, eft
ir að hafa verið stungið í svartholið.
Eftir atvikuim hefur frammi
staða West Ham United
í ensku 1. deildar keppninni
í vetur verið með ágætum. Fá
ir bjuggust við þvi að liðið
myndi blanda sér i barátt-
una um efsta sætið i ár, en
þegar þetta er skrifað
er West Ham í sjöunda sæti
og hefur unnið marga frækna
sigra í vetur.
Ekki leikur á tveimur tung
um að frægasti leikmað-
ur liðsins er fyrirliði þess,
Botoby Moore, og má mikið
vera ef hann er ekki þekkt-
asti knattspyrnumaður heims.
Og vísí þykir að Moore sé
alla vega ríkasti knatt-
spyrnumaður i heimi og þarf
hann ekki að kvíða framtíð-
inni, þegar hann leggur
skóna á hilltuna. Hann er nú
31 árs að aldri, og á örugg-
lega eftir mörg ár í kna*tt-
spyrnunni, a.m.k. telur hann
svo sjáltfur. Enskir biaða-
menn hafa reyndar sagt að
dagar hans sem eins bezta
knattspyrnumanns Bret-
iandseyja séu taldir, og að
sir Alf Ramsey þurfti
að finna sér nýjan mann í
hans stöðu fyrir loka-
átök heimsmeistarakeppninn
ar 1974.
Bobby Moore var aðeins 17
ára þegar hann fór að leika
með aðalliði West Ham. Það
var árið 1958. Snemma vakti
hnn á sér athygli fyrir ein-
stæðan dugnað sinn og knatt
leikni, auk þess sem
hann þótti metnaðargjam
meö afbrigðum. Hann ætiaði
sér að verða bezti knatt
spymumaður Englands og
honum tókst það. Þegar svo
var komið bj'Uggust flestir
við að stóru félögunum
myndi takast að ná honum
frá West Ham, en Moore sagð
ist kunna vel við sig þar, og
sat sem fastast.
Það er sagt að milijónir
manna viti hver Bobby
Moore sé, en aðeins fá-
ir þekki hann. Hann þykir
dulur í skapi, og er einn
þeirra fáu ensku knatt-
spymumanna sem ekki er
fús tii þess að ræða við blaða
menn hvenær sem er. Sálarró
hans og jafnvægi þótti koma
hvað bezt fram er hann var
handtekinn í Cokrmbia, er
hann var þar á ferð með
enska landsliðinu, skömmu áð
ur en lokakeppni sið-
ustu heimsmeistarakeppni
hófst. Moore var sakaður um
gimsteinaþjófnað og sat í tugt
húsi í tvo daga. Síðar kom í
Ijós að hann var með öllu
saklaus, Mow» tók öllu til-
standinu sem varð út af at-
burði þessum með miklu jafn
aðargeði, og enginn gat
merkt á honum þegar hann
lék með enska liðinu i keppn
inni, að neitt óvenjulegt
hefði átt sér stað.
1 West Ham liðinu eru
nokkrir aðrir leikmenn sem
vakið hafa mikla athygli, þótt
þeir faili nokikuð í skuggann
fyrir Moore. Meðal þessara
leikmanna er Bermudamaður
inn Clyde Best, sem er einn
af fáum blökkumönnuim sem
komizt hafa það langt í knatt
spyrnunni að fá atvinnu-
mannasamning í Eng-
landi. Best hefur leikið fjöl-
manga landsleiki með
Bermudamönnum, og um ára-
bil hefur hann verið einn
marksæknasti leikmaður
West Ham. Þá er Bryan Rob
son þekktur leikmaður
og gerði garðinn frægan er
hann lék með Newcastle.
Samvinna þeirra Moore,
Best og Robson þykir með af
brigðum góð, en hún hefur þó
orðið tiil þess að nokkrir aðr
ir leikmenn liðsins finnst
framhjá þeim gengið, og að
þeir faíli í skuggann. Varð
þessi gagnrýni þeirra orðin
það hávær i vetur, að fram-
kvæmdastjóri West Ham
gerði nokkrar stöðubreyting
ar hjá liðinu. Virtust þær
hreinsa andrúmsloftið og hef
ur West Ham gengið
betur eftir en áður.
Lið West Ham United hef-
ur verið þannig skipað í flest
um leikjunum i vetur:
Nr 1 Bob Ferguson: Hefur
leikið sjö landsleiki fyr-
ir Skotland. Var keyptur til
West Ham frá Kilmarnock í
Skotlandi árið 1967 fyrir um
15 mill'j. kr., sem var þá met-
greiðsla fyrir markvörð í
ensku knattspymunni. Upp
á síðkastið hefur Ferguson
átt nokkuð eijfitt uppdráttar
með West-Ham liðinu og
orðið að láta stöðu sína
nokkruim sinnum til hins
unga og efniiega Peter Grot-
ier;
Nr 2 John McDowell: Hef-
ur leikið einn unglingalands-
leik fyrir Engiand, og það
var leikurinn sem vakti veru
lega aöiygii á honum og varð
til þess að hann fékk
atvinnusamning hjá West
Ham. McDowelI er „uppal-
inn“ hjá féiaginu, og hefur
leikið með varaliðum þess og
ungiingaliðum frá árinu 1967.
Nr 3 Frank Lampard: Lék
fyrst með West Ham ár-
ið 1967. Fótbrotnaði ári síð-
ar, og átti nokkuð lenigi í
meiðstum. Eigi að síður hef-
ur hann leikið um 160 leiki
með félaginu. Lampard hef-
ur leikið fimm unglingalands
leiki fyrir England.
Nr 4 Billy Bonds: Var kjör
inn leikmaður ársins í féiag-
inu 1971. Var keyptur til
West Ham fyrir um 10 millj.
kr. frá Charlton Athletic ár-
ið 1967, og hefur leikið tvo
unglingalandsleikí fyrir Eng
land.
Nr 5 Xommy Taylor: Nafni
hins fræga leikmanns Mari-
chester United sem fórst í
flugslysi við Múnchen 1958.
Kom til West Ham frá Ori-
ent fyrir tveimur árum og
varð félagið að greiða fyrir
hann 20 milij. kr. Er einn
þeirra leikmanna sem standa
mjög nærri enska landslið
inu.
Nr 6 Bobby Moore: Fyrir
liði West Ham. Hefur leikið
98 landsleiki fyrir England
og hefur verið með í að
vinna alta titla nema meist-
aratitíl með liði sínu. Lék
fyrst sem atvinnumaður árið
1958. Kjörinn knattspymu
maður ársins 1963 og 1964.
Hefur ieikdð á sjötta hundr-
að leiki með West Ham.
Nr 7 Kevln Lock: Á að
baki tvo unglingalandsileiki
með enska liðinu. Korrast í að
aHið West Ham á s.l. ári, en
lék áður með skólaliðum.
Nr 8 Clyde Best: Var mark
hæsti leitanaður West Ham á
sJ. ári, en til félagsins kom
hann frá Bermuda árið 1968
og á hann marga iandsleiki
að baki með Bermudaliðinu.
Best er einn af fáum blökku
mönnum sem náð hafa veru-
legum árangri í knattspyrnu.
Nr 9 Pat Holland: Vinnu-
hestur West-Ham liðsins, en
með félaginu hefur hann leik
ið allan sinn feril sem knatt
spyrnumaður. Hann undirrit
aði atvinnumannasamning ár
ið 1969, en hafði toomið til fé-
lagsins frá skólaliði árið
1967.
Nr. 10 Trevor Brooking:
Kom td West Ham árið 1965
og fékk sinn skóla hjá féLag
inu. Gerðisit atvinnumaður ár
ið 1967 og hefur leikið um
160 íeiki með félaginu.
Nr 11 Bryan Bobson: Var
keyptur til West Ham frá
Newcastle fyrir ári og varð
félagið að greiða fyrir hann
um 30 millj. kr. Gælunafn
hans er „Poppí“ sökum þess
hve gaman hann hefur
af poptónlist. Hann var mark
hæsti leikmaður Newcastie í
tvö ár í röð, og er nú mark-
hæsti leikmaður West Ham á
þessu keppnistímabili.
Nr 12 CMve Charles:
Blökkumaður. Kom til West
Ham árið 1968 og gerðist at-
vinnumaður árl siðar. Lék
með Montreal Olympics í
Kanada suimarið 1971.
Tommy Taylor á þarna í höggi við tvo þekkta Arsenal leik-
menn, þá Frank McLintock og Ray Kennedy.
Clyde Best er elnn aí' fátun blökkumönnum sem hafa spjar-
að slg i atvlnnuknattspyrnu nni. Þama á hann í höggi við
Frank Mun ro í Wolves.