Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 6
t 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1973
Tvö ný sérsambönd ÍSÍ
— Björn Lárusson formaður Lyftingasambandsins
— Eysteinn Þorvaldsson formaður Júdósambandsins
ÍÞessir aðilar stóOu að stoímm
UM síðnHtiiðna helgi voru enn
Btofnuð tvö ný sérsambönd inn-
an ISf, Lyftingasamband fslands
og Judosamband íslands. Bæði
þingin vom haldin í húsakynn-
um ISf í Laugardal.
Gísii Halldórssoin, forseti fSl,
stýrðd báðum þinguinuim. Hann
minnti á þá jákvæðu reynslu
sem feingin væri af starfsemi
sérsambanda og lét í ljós von
sína um að stofnun þessiara nýju
sérsambanda yrði til eflingar og
framdráttar viðkomandi iþrótta-
greinum. Hann kvað einnxg
ánægjulegt að minnast ágætrar
frammistöðu íslenzkra lyltinga-
manna á undanförnum árum og
minn.ti á í því sambandi þátt-
töku Islands í Olympíuleikunum
1968 og 1972, svo og að ísland
hefði hlotið Norðurlandameist-
aratitil í lyftingum unglinga á
síðastliðnu ári. Þetta benti til
þess að hér á landi væri fyrir
hendi góður efniviður.
Viðvíkjandi stofnun Judösam-
bandsins gat fO'rseti fSí sérstak-
lega um störf Japananna pró-
fessors Kobayashi og Yamamoto
við kennslu og þjálfun í þessari
íþró'. iagrein hér á landi undan-
farin ár, en svo sem kunnugt
er, væri judo mjög tseknileg
íþróttagrein.
Stofnþing Judosambandsins
samþykkti að senda báðum
framangreindum aðilum kveðj-
ur og þakkir fyrir störf þeirra
á undanförinum árum. Hermann
Guðmundsson, íramkvæmda-
stjóri fSf, lagði fram lagafrum-
vörp fyrir sérsamböndin en
þingritari var Sigurður Magnús-
son.
LYFTINGASAMBANÐ
ÍSLANDS (LSÍ)
Þessir aðilar stóðu að stofnun
sambandsins:
íþróttabandalag Reykjavíkur
íþróttabandalag Aknainess
íþró!t taban dalag Suðumesja
Héraðssamband S-Þinigeyinga
fþróttabandalag Haínarfjarðar
írþóttabandala.g KefLavikur
fþróttabandalag Vestmanna-
eyja
Ungmennasamiband Eyja-
fjarðar.
í fyrstu stjórn Lyftingasam-
bandsins voru kjörnir: Formað-
ur Bjöm R. Lárusson og með-
stjómendur Agnar Gústavsson,
Sigtryggur Siguirðsson, Krist-
mundur Baldursson og Finnur
Karlsson.
JUDOSAMBAND
ÍSLANDS (JSf)
sambandsin s:
íþróittaibandalag Reykjavíkur
fþróttabandalag Keflavikur
íþróttabandalag Suðumesja
íþróttabaindalag Akraaress
Un.gmeinnasamband Kjalar-
nesþings
Hénaðssamband S-Þiingeyiniga
íþróttabandalag Hafnar-
fjarðar.
í fyrstu stjórn Judosambaaids-
ins voru kjömir: formaður Ey-
isteinn Þorvaldsson og með-
hannsson, Þórhallur Stigsson,
Jón Ögmundur Þormóðsson og
Óttar Halldórsson.
Með stofnun þessara tveggja
sérsambanda eru sérsamböndin
alls 14 að tölu fyrir þessar
iþróttagreiinar: knattspymu,
handknattleik, sund, frjálsíþrótt-
ir, skiði, gliímu, golf, körfu-
knattleik, fimleika, badmirrton,
blak, borðtenms, lyftiingar og
judio.
stjómeindur Sigurður H. Jó-
FiUItrúitr á stofnþingi Judosannbands Islands. I fremstu röð eru þeir Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri fSf, Gísli Halldórsson, forseti ISÍ og Sigurð ur Jóhannsson, einn af braut-
ryðjendum íþróttarinnar hérlendis. f efstu röð er Sveinn Björnsson, varaforseti fSI. Iængst til
vinstri og næstur honum í efstu röð er Eysteinn Þorvaldsson, ný-kjörinn formaður Judosambands
ins.
Fnlltrúar á stofnþingi Lyftinga sambands íslands. Fyrir miðju i fremstu röð er Gisii Halldórsson,
forseti ÍSÍ og lengst til hægri er Hermann Guðmundsson, fram kvæmdastjóri ÍSÍ. — Formaður
hins nýstofnaða sambands, Björn Lárusson, er þriðji frá vinstri í efstu röð.
- IS - UMFN
Framhald af bls. 40
haft sín áhrif á gang leikja, en
hvort svo hefur verið að þessu
sinni skal af skiljanlegum ástæð
um ósagt látið.
fS liðið, þetta lið sem byrjaði
mótið svo vel og ógnaði þá bæði
KR og ÍR, hefur brugðizt veru-
lega það sem af er mótinu. Að
vísu sýndi liðið góða kafla
í þessum leik, en þess á milli
komu kaflar sem ekki eiga að
koma hjá svo sterku liði. Þeir
mættu í þessum leik mun meiri
mótspyrnu en þeir hafa reiknað
með fyrirfram, en það hefur ekk
ert lið lengur efni á að vanmeta
UMFN. Aðalstyrkleikur fS ligg
ur í hinum sterku miðherjum
liðsins, sem eru allra manna iðn
astir í fráköstum, og sókn-
arleikur liðsins byggist að veru
legu leyti á því að koma boltan-
um inn á þá.
Nú í þessum ieik, þegar Bjarni
Gunnar brást að ýmsu leyti þá
tók hinn aðalmiðherjinn Stefán
Hallgrímsson við, og átti sinn
bezta ieik með liðinu í vetur. —
Albert Guðmundsson, Ingi Stef-
ánsson, Steinn Sveinsson voru
ailir svipaðir að getu í þessum
leik, en Jón Indriðason átti mun
betri ieik, sinn bezta í langan
tíma, sérstaklega undir lokin.
Jón er enn að vissu leyti einum
of ,,villtur“ leikmaður, og það
þarf hann að lagfæra. Hann
þarf að geta sýnt meiri rósemi
á viðeigandi augnablikum.
STUTTU
Laugardagur 3. marz.
ÍS:UMFN 102:92 (51:54).
BEZTU MENN
fS: Stefán Ilallgrímsson, Jón
Indriðason, Fritz Heineman.
UMFN: Brynjar Sigmunds-
son, David Davany, Gunnar
Þorvarðarson.
SITGHÆSTIR
fS: Jón Indriðason 19, Stefán
Hallgrímsson 18. Bjarni Gunn-
ar, Albert Guðmundsson og Ingi
Stefánsson 14 hvor.
UMFN: Gunnar Þorvarðar-
son 23, David Davany 21, Brynj
ar Sigmundsson 15, Hilmar Haf-
steinsson og Einar Guðmunds-
son 13 hvor.
BROTTVÍSUN AF VELLI:
ÍS: Fritz Heineman, Jónas
Haraldsson.
UMFN: Brynjar Sigmundsson,
Gunnar Þorvarðarson, David
Davany, Haukur Guðmundsson.
ViHur á lið: ÍS: 17. UMFN: 33.
Leikinn dæmdu Erlendur Ey-
steinsson og Gylfí Kristjánsson.
gk.
Landsliðið valið
Guðjón Magnússon eini nýliðinn
Einn nýliði verður í ís-
lenzka handknattleiksiands
liðinu sem mætir Sovétmönn-
um i Laugardalshöllinni á
fimmtudaginn. Það er hinn
ungi og bráðefnilegi leikmað-
ur úr Víkingi, Guðjón Magn-
ússon.
Landsliðsnefndin tilkynnti
í gær val á landsliðinu og
teflir því fram óbreyttu liði
frá pressuleiknum á dögun-
um, að því undanskildu að
Björgvin B.jörgvinsson kem-
nr inn í stað Mágnúsar Sig-
urðssonar. Björgvin hafði
upphaflega verið valinn i
Iandsliðið sem lék gegn
pressuliðinu, en gat ekki
tekið þátt í leiknum.
Landsliðið verður því
þannig skipað:
Markverðir
Hjalti Einarsson, FH
Birgir Finnbogason, FH
Aðrir leikmenn:
Geir Hallstelnsson, FH
Auðunn Óskarsson, FH
Ólafur H. Jónsson. Val
Gunnsteinn Skúlason, Val
Ágúst Ögmundsson, Val
Sigurbergur Sigsteinss. Fram
Axel Axelsson, Fram
Einar Magnússon, Víkingi
Guðjón Magnússon, Víkingi
Fyrri landsleikurinn við
Sovétmenn hefst kl. 20.30 á
fimmtudagskvöldið, og á laug
ardag mætast landsliðin aftur
í Laugardalshöllinni, og hefst
sá leikur kl. 15.00.
Mörg mót framundan
á dagskrá sundfólks
SUNDSAMBAND íslands og
Sundráð Reykjavíkur hafa nú
gengið frá mótaskrá keppnis-
tímabilsiins og má af því marka
að mikið verður um að vera hjá
sundfólkinu. Stærstu verkefni
þess á árinn eru lanilskeppni við
Ira, sem fram fer í Dublin dag-
ana 23. og 24. marz nk. og þátt-
taka í átta landa keppni, sem
fram fer í Sviss dagana 21. og
22. júlí nk. Þá er einnig á dag-
skrá Norðurlandameistaramót
fullorðinna, sem fram fer í Osló
og heimsmeistaramót, sem fram
fer í Júgóslavíu.
Fyrsta meiri háttar mótið,
sem fram fer hér inmankmds er
Bikarkeppnin, sem háð verður
dagan.a 16., 17. og 18. marz nk.,
en meistaramótið fer fram dag-
ana 11., 14. og 15. júllí.
Mótaskráin lítur annars þann-
ig út:
28. janúar: Uniglingamieistara-
mót Reykjavíkur.
14. febrúar: Sundmót ÍR.
7. marz: Sundmót Ármanns.
13. marz: Meistaramót Reykja-
víkur í sundknattleik, úrslit. Aðr
ir leikdagar eru 31. jan., 8., 16.
og 25. febr., 5. og 13. marz.
16., 17. og 18. marz: Bikar-
keppni Sumdsambands fslands.
23. —24. marz: Sundlandskeppmi
íriands og íslands.
16. apríl: Sigurgeirsmót í sund
knattleik. Aðrir leikdagar eru 4.
og 10. aprí'l.
29. apríl: Uniglingamót ÍR.
27. miaí: Sumdmót Ægis.
17. júmí: Þjóðhátíðarmót í
Laugardalslaug.
19. júní: Sumdmót KR.
24. júmí: Unglimgamót Ár-
miámns.
í júní: Meistaramót íslands í
aundknattleik.
30. júní til 1. júlí: Sundmeist-
aramót Reykjavíkur.
11., 14. og 15. júlí: Sumdmeist-
aramót íslands.
21.—22. júlí: Átta landa keppmi
í Sviss. Þátttökulönd eru: Beligía,
ísland, ísrael, Noregur, Skot-
land, Spánn, Sviss og Wales. —
Hvert liand sendir einn kepp-
anda í hverja greim.
9.—11. ágúst: Norðurianda-
meistaramót fulorðinma í Osló.
9.—11. ágúst: Umglimgameiist-
aramót Evrópu í Leeds í Eng-
landi.
1.—9. sept.: Heimsmeistaramót
í sundi í Júgóslavíu.
15.—16. sept.: Unglingameist-
aramót íslands, enn óstaðsiett.
13. nóv.: Unglinigamót KR.
5. des.: Haustmót í sundknatt-
leik, úrslit.
12. ágúst: Uniglimgamót Ægis.
ÍSLANDSMÓTH)
1. DEILD
Einax Magnússon —
markhafstur í 1. deild.
STAÐAN í I. deild íslandsmóts-
ins er nú þessi:
FH 9 7 1 1 184:161 15
Valur 8 6 0 2 170:130 12
Vikingur 10 5 2 3 221:205 12
Fram 8 5 1 2 154:140 11
ÍR 8 5 0 3 161:145 10
Ármann 8 2 1 5 140:171 5
Haukar 9 1 2 6 154:173 4
KR 10 0 1 9 171:230 1
Markhæ.stu l'eikmenn!rnir eru
eftirtaldir:
Einar Magnússon, Víkingi 68
Geir Hallsteinssom, FH 65
Haukur Ottesen, KR 49
Brynjólfur Markússon, ÍR 48
Bergur Guðnason, Val 46
Ingólfur Óskarsson, Fram 46
Bjöirn Pétursson, KR 44
Ólafur Ólafsson, Haukum 44
Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 39
Vilberg Sigtryggssom, Á 39
Guðjón Magnússon, Víking: 38
Viðar Símonarson, FH 33
Hörður Kristinsson, Á 32