Morgunblaðið - 06.02.1973, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.02.1973, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1973 Kristinn Jörundsson skorar í ieik Ármanns og IR. Nr. 14 hjá Ármanni er B,jörn Christense n og hæg'ra megin við Kristin er Jón Sigurðsson. 17 stiga sigur í R - inga — yfir Armenningum íslandsmeistarar ÍR virðast óstöðvandi um þessar mundir. Á sunnudag'skvöldið léku þeir gegn Ármanni, og þar sem það er reynslan af leikjum þessara liða undanfarin ár, þá var bú- izt við spennandi viðureign. Ketta fór þó á annan veg. ÍR- ingar sigruðu með 17 stiga mun, og lengi vel leit út fyrir mun meiri sigur ÍR. Fyrri hálfleikurjnn var í einu orði sagt glæsilegur hjá iR. Mað ur á mann vörnin var hreint frá bær, og ekki var sóknarleikur- inn síðri. Hraðaupphlaupin virt ust ganga upp af sjálfu sér, og hittnin var stórgóð. IR komst strax í 10:4. og þegar átta mín. voru liðnar af leiknum var stað- an orðih 21:6, og raunar búið að gera út um leikinn. En ÍR-ing- ar voru ekkert á því að slaka á strax, þeir héldu áfram að auka forskot sitt, og i háifleik var slaðan orðin 49:23. Síðari hálfleikurinn var gjör- ólíkur hinum fyrri. Ármenning- ar sem voru algjörlega yfirspil aðir i fyrri hálfleiknum, voru þá mun friskari, en ÍR-ingar virtust búnir að eyða mesta púðrinu, og liðið lék ekki eins vel. Þó var ÍR með 31 stigs forskot þegar sjö mín. voru til leiksloka 78:47, en lokamínútur leiksins voru Ár menningar sterkari og minnk- uðu muninn jafnt og þétt. Loka- tölur urðu 91:74. Anton Bjarnason var lang bezti maður vallarins í þessum leik, og var hreint frábær. Þó hann sé til þess að gera nýkom- inn i liðið, þá er hann orðinn potturinn og pannan i hraða- upphlaupum liðsins, og fjöl- breytnin í leik liðsins hefur auk izt mjög við komu hans. Að öðru leyti sýndi liðið í heild mjög góð an leik, og verður ekki sigrað auðveldlega ef það leikur svona áfram. Birgir Jakobsson iék nú með að nýju, hann var að visu aðeins varamaður, og kom inn á í síðari hálfleik, en sýndi þó að hann' er ekki langt frá sínu gamla formi. Sem fyrr var það Jón Sigurðs son sem sýndi beztan leik Ár- menninga, og var mjög góður. Aðrir voru talsvert frá sínu bezta, nema e.t.v. Jón Björg vinsson sem sótti sig talsvert er á leikinn leið, og var ágætur. Það hefur verið talsvert um það talað í vetur, að lið Ármanns ætti að geta miklu meira en það sýnir, og er þetta enn í fuilu gildi — því miður. Stighæstir: ÍR: Kristinn Jör- son 17, Anton Bjarnason 13. undsson, 27, Agnar Fríðriks- Ármann: Jón Sig. 28, Jón Björg vinsson 14. Leikinn dæmdu Erlendur Ey- steinsson og Bjarni Gunnars. gk. Það mun vera nær einsdaemi i körfuboltaleik hérlendis, að 92 stig skuli ekki nægja liði til sig- urs. Þetta gerðist þó um helgina þegar UMFN og ÍS mættust. ÍS sigraði í leiknum með 102 stig- um gegn 92, og mun þetta vera eitt mesta skor i einum leik í íslandsmótinu um árabil. Alls skoruðu 11 einstaklingar 13 stig eða meira í þessum leik, og einn ig það er mjög óvenjulegt. GÓÐ HITTNI Langskyttur beggja liðanna, sérstaklega UMFN, voru held- ur betur á skotskónum í fyrri hálfleiknum. Allir virtust geta skorað með langskotum, en þess ber þó að geta, að varnir lið- anna reyndu lítið að koma i veg fyrir langskotin, en lögðu þeim mun meiri áherzlu á að gæta andstæðinganna undir körf- unum. Þar var ieikið afar fast á báða bóga, og mikið um vill- ur þar. FORUSTA UMFN UMFN tók þegar forustuna í leiknum, þegar hinn vaxandi mið herji þeirra Gunnar Þorvarðs- son skoraði fjögur fyrstu stig- in. Leikur ÍS var mjög hikandi í byrjun, en UMFN fékk hins vegar „óskastart" og staðan eft- ir fjórar mín. var 14:6, og stuttu síðar 18:9. Minnstur var munur- inn um miðjan hálfleikinn þrjú stig eða 23:20 fyrir UMFN, en mestur fimm mín. fyrir lok hálf- leiksins 40:29, og virtist þá flest benda til þess að ÍS væri að gefa sig. En með dugnaði mikl- um tókst þeim að minnka mun- inn niður í þrjú stig fyrir hálf- leik, og þá var staðan 54:51 fyr ir UMFN, sem er meira skor en maður á að venjast. ÍS KEMST YFIR Segja má að byrjun síðari hálf ieiksins hafi verið mjög örlaga- rik fyrir UMFN. Þeir virtust ekki almennilega átta sig strax, og þegar nokkrar mín. voru liðn ar af hálfleiknum tókst IS að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum, og staðan varð 66:63 fyrir ÍS. Ekki tókst þeim þó að ná atgerandi forustu, og þegar hálfleikurinn var hálfnaður voru Njarðvíkingarnir komn- ir yfir á ný, og staðan var 71:70. — En sú dýrð stóð ekki lengi. Næstu 12 stig skoraði ÍS, og þar með gerðu þeir reyndar út um leikinn. Á þessu tímabili lék UMFN liðið mjög óvarlega í sókninni, og ÍS-vörnin hirti hverja sendingu þeirra af fætur annarri, og strax á eftir lá boltinn i körfu UMFN. Þótt UMFN reyndi ákaft á lokamín. leiksins að rétta sinn hlut, tókst það ekki. Þeir komu muninum að vísu niður í fimm stig 86:91, en lengra fóru þeir ekki, og ÍS sigraði siðan með hinni óvenju- legu stigatölu 102:92. — Þa ðer augljóst, þrátt fyr- ir þetta tap, að lið UMFN er í stöðugri framför þessa dagana, þótt enn sé liðið talsvert mis- tækt. Þá háir það liðinu einn- ig, að breiddin er lítil, það eru fimm menn sem skera sig tals- vert úr, en næstu leikmenn eru mun slakari. Þessir fimm sem eru David Davany, Hilmar Hafsteins son. Gunnar Þorvarðsson, Brynjar Sigmundsson og Einar Bjarm Gunnar og Smá.ri Kristinsson berjast um frákast und- ir körfu UMFN. Nr. 8 hiá ÍS er Jón Indriðason. Guðmundsson áttu allir góðan leik að þessu sinni. Brynjar var þó þeirra beztur, „Okkar Koi- beinn“ eins og Bogi Þorsteins- son fyrrv. form. K.K.Í. orðaði það. Hann er geysilega snögg- ur leikmaður, góður I vöminni, og hittir vel. Þá er það liðinu ómetanlegur styrkur að hafa fengið David með, en hann er mjög sterkur leikmaður, jafnt í vörn og sókn. Báðir miðherjarnir, Gunnar og Einar eru i framför, og Hilmar sem er mikil skytta, er traustur leik- maður sem þó mætti skjóta meira. — Með stama áframhaldi þarf liðið engu að kviða, en þó aö leikir tapist þarf ekki endi- iega alltaf að kenna það dómur um, það er enn talsvert í leik iiðsins sem þarf lagfæringar við. Að vísu geta dómarar ávallt Framhald á bls. 38 92 st. dugðu ekki UMFN því ÍS skoraði 102 stig Þórislausir töpuðu Valsmenn Þórir Magnússon lék ekki með Val um helgina þegar lið ið lék við HSK. Þörir meidd- Ist nýlega á æfiugn, og er frekar ólíklegt að hann leiki meira með í þessu móti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu gifur- legt áfall það er fyrir liðið, það kom vel fram í leik Vals og HSK. Stefán Bjarkason skoraði fyr.stu körfu leiksins, og var það í eina skipti i leiknum sem Valur hafði yfir. Þegar aðeins sjö mlLn. voru búnar af leiknum var staðan orðin 18:5 fyrir HSK, og ljóst að þeir ætlluðu sér ekkert nema tvö stig út úr þessari viðureign. Vörn HSK liðsins var mjög sterk. og það var hún öðru íremur sem grundvallaði sig- ur liðsins að þessu sinni. Val'simenn náðu þó að jaína leikinn talsvert, og í hálf- leik var staðan 34:31 fyrir HSK, og frekar hafði maður það á tilfinn'ngunni að Val- ur myndi sigra. Þegar 6 mín voru liönar af síðari hálfleik var staðan 46:45 fyrir HSK, og næstu 10 stig skoruðu Skarphéðins menn og þar með var sigur- inn tryggður. Leiknum lauk með fremur óvæntum si.gri þeirra 70:61. Það kom vel í ljós í þess- um ieík hve gífuriega mikil- vægur Þórir er VaMiðinu. Þar við bættist að þjálfari þeirra Óiafur Thoriaeius var ekiki með liðið að þessu sinni, en hann er við störf í Vest- mannaeyjum. Þetta tvennt virtist verða til þess að brjóta liðið niður, og það var , heild langt frá sínu bezta. Etóki er þetta þó sagt til þess að gera lítið úr frammi- stöðu HSK. Það lið kemur manni sífelit á óvart, og er næstum hægt að fullyrða að ldðið sé búið að tryggja áiframhaldandi veru sína í 1. deiild. í þessum leik var það ungur piltur Ólafur Jóhanns son sem var langbezti maður liðsins, og átti stjörnuieik. Þá átti Bjarni Þorkelsson mjög góðan leik, og sömu sögu er að segja um Gunnar Jóakimsson og Þröst Guð- mundsson. 1 Valsliðinu var Kári Marí.sson langbeztur, og Stefán Bjarkason var ágæt- ur. Þá var Torfi Magnússon þokkalegur meðan hans naut við en hann varð að yfir- gefa völlinn með 5 viiilur. Stigliæstir: HSK: Ólafur Jóhannsson, Bjami Þorkeis- son 15. Valur: Kári Marísson 14. Stefán Bjarkason 16. Leikinn dæmdu Sigurður Halldórsson og Bjarni Gunnar. gk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.