Morgunblaðið - 16.03.1973, Síða 2

Morgunblaðið - 16.03.1973, Síða 2
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1973 Sýnikennslan endaði með hnífsstungu Á SKEMMTISTÖÐUM gefst mönniim oftast tækifæri tii að g-ieyma nm stund hinu dag- lega amstri — en í Þórskaffi í fyrrakvöld var meðal gesta 23ja ára gamall maður sem var svo hugfanginn af starfi sínu, að hann hóf að sýna borðfélögum sínum helztu handbrögðin og leikni sína. En þar sem maðurinn er neta- gerðarmaður að atvinnu, þótti honum heppilegra að hafa áhald í höndunum við þessa sýnikennslu og dró því upp vasahníf sinn og mundaði hann. En í því snaraðist að borðinu 27 ára gamall sjómað- ur, og vildi fá sér þar sæti. Ekki var það borðfélögunum að skapi og reyndu þeir því að hrekja hann burt. Tók hann því ilia og sló til neta- gerðarmannsins, sem auðvitað bar hönd fyrir höfuð sér. En svo óheppilega vildi til, að það var einmitt höndin sem hélt á hnífnum og skarst því sjó- maðurinn nokkuð á handlegg. Og innan tíðar var sjómaður- inn kominn upp á slysadeild, þar sem gert var að sári hans og saumuð nokkur spor, en netagerðarmaðurinn var þá kominn niður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Og lýkur hér að segja frá sýnikennslu neta- gerðarmannsins. 'mmm Sjúkraflug þyrlna Davíð Scheving Thorsteinsson setur kaupstefnuna. Dýrmætum aðlögunar- tíma hefur verið sóað — sagði Davíð Scheving Thor- steinsson við setningu Kaup- stefnunnar fslenzkur fatnaður TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæzl- unnar og Slysavarnafélagsins, fór í gærmorgun að bænum Ing- unnarstöðum í Brynjudal i Kjós og sótti þangað húsmóðurina, sem var í barnsnauð. Var hún flutt til Reykjavíkur á fæðingar deild Landspitalans. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu, var þyrlan feng- in til þessara flutninga, þar sem læknirinn á Reykjalundi taldi 111 fært að bænum, jafnvel á fjalla bil með drifi á öllum hjólum, vegna aurbleytu, auk þess, sem Brynjudalsá var nær ófær vegna vatnavaxta. Á sunnudaginn sótti þyrla varnarliðsins slasaðan sjómann í Stykkishólm og flutti hann til Reykjavíkur, þar sem hann var lagður inn í Borgarspítalann. Þetta var 24 ára gamall Reyk- víkingur, sem hafði slasazt kvöld ið áður, er löndunarbarki úr dælu í vélskipinu Hinrik KÓ slitn aði og lenti á höfði hans. Var þyrla varnarliðsins fengin til þessa flutnings, þar sem flug- völlurinn í Stykkishólmi var ó- fær vegna aurbleytu og þyrlan GNÁ var i vitaleiðangri á SA- landi. KAUPSTEFNAN íslenzkur fatn aður var sett i gær í félagsheim ilinu á Seltjarnarnesi. Varafor- maður Félags íslenzkra iðnrek- sátba'tillagan í Laxárdei 'uinmi samþykkt „verður firamvegis ekki hægt að ráðast í neiinar virikjanir faBvatma nema byrja á því að greiða baendum, sem við þau búa, sem svaira r amdvirði jarðanina í „9kaðiabæt:uír“,“ segir bl'aðið og bætir við: „Af ótita við þetta hefur þegar veirið hætt við vir'kj um Svartár i Skagafirði og rafimagnssikoirtur blasir við Skag- fírðingum á siama hátt og ibúum Ijaxáirvinkj'uinarsvæðisins. Raf- magmisþörf þeinra áitti að full- nægja í biii með því að legigja límu frá Akureyri til Skagafjarð- ar og veita Laxámafmaigni vest- ur. Það þarf ekiki Skýringa við, að ekkert rafmiaign verður fyrir hendi til að láta þá Mn/u flytja. Framhald á bls. 12 enda, Davíð Scheving Thorsteins son flutti ræðu við setningu kaupstefnunnar og gat þess m. a. að þrjú ár væru nú liðin frá því er fsland gekk í EFTA og að iðnrekendur hefðu samþykkt inngönguna að fengnum loforð- um um lagfæringar í skattamál- um, tollamálum, verðlagsmálum, lánsfjármálum og tæknimálum. Sum atriði hefðu verið lagfærð nokkuð, en mjög skorti á að mörgum grundvallarskilyrðum væri fullnægt fyrir iðnþrónn hér á landi. Davíð sagði: „Þar sem fyrstu ár aðlögunar að tollfrjáls um markaði eru vissulega mikii- vægust, finnst mér að dýrmæt- um tíma, — tíma, sem aldrei kemur aftur, hafi verið sóað.“ Davið Scheving Thorsteinsson tók síðan dæmi máli sínu til stuðnings: „Tollur og söluskattur i tolli af vélum og tækjum iðnaðarins eru samtals rúm 22%, sem þýðir að vélakostur okkar er nærri fjórðungi dýrari en vélakostur keppinauta okkar erlendis, því þar eru tollar af vélum til iðnað- ar, að sjálfsögðu, óþekkt fyrir- brigði. Þetta er mál, sem hefði átt að vera búið að lagfæra fyrir löngu. Slík mismunun á milli okkar og erlendra keppinauta okkar er óþolandi og mun hafa hættulegar afleiðingar fyrir ís- lenzkt þjóðfélag, ef þessu verð- ur ekki kippt í lag án frekari tafa.“ Þá sagði Davið: „Síðan haustið 1970 hafa verið settar á nokkrar svokallaðar verðstöðvanir. Ég segi „svokall- aðar verðstöðvanir“, af því að aldrei hefur verið um raunveru- lega stöðvun á verði að ræða. Þessar verðstöðvanir ná ekki til sjávarafurða, þær ná ekki nema að nokkru leyti til landbúnaðar- afurða, þær ná ekki til innfluttra vara, sem fá að hækka eftir verðlagi i heimalandi sínu, og þær ná, að litlu leyti, til opin- berrar þjónustu og skatta. Þær Kafa svo til eingöngu bitnað á íslenzkum iðnaði og þjónustu, sem m.a. hefur orðið að taka a Framhald á bls. 31. Aðeins einn með loðnu í GÆRKVÖLDI halði aðeins einn loðnubátur tilkynnt nm afla frá miðnætti í fyrrinótt og ern það mikil viðbrigði, þar eð í fyrradag bárust á land 8 til 9 þúsund iestir, en þessi eini bátur var með 350 lestir, sem hann fékk á austursvæðinu og var hann á leið til hafnar á Aiistfjörðum. Báturinn var Fífill. 1 Amdrés Finnibogiaswi hjá loðnu nefmd sagði að lilk\gast væri ástæðiain sú að bræl-s^ var fram efflir inótitu í fyrriinótt^ en i gær var þó veöur baitnandi. Voniiir stóðu til að úr rættist í nótf. Ongþveiti í orku- málum Norðlendinga Lýsing „Verkamannsins“ á orkustefnu Magnúsar Kj artanssonar HARKALEG árás á Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, og stefnu hans í raforkumál- um Norðlendinga, kemur fram í forystugrein nýútkom- ins tölublaðs af „Verkamann- inum“ á Akureyri, sem er málgagn Björns Jónssonar, alþm. og forseta ASÍ. Segir blaðið, að framundan sé „al- gjört öngþveiti og vandræða- ástand í raforkumálum Norð- lendinga“ og með öllu se óvíst hvenær þær fyrirætlan- ir Magnúsar Kjartanssonar rætist, að virkjað verði við Sigöldu og „því síður er nokkru hægt að spá um það, hvenær lína verður lögð yfir hálendið“. ,,Verka'maöuirinri‘‘ segir, að raf m'agmsslkortur blasi við, jafiirve' þótt ekki sé uim truflainiir eða bilanir á Laxáivir'kjuin a*ð ræða. Segir blaðið, að aiger óvissa riiki uim hvort eða hvenær ný virkj- un við Laxá tafei til starfa. Verði Átta sovézkir njósnarar hér? Skýrsla komin út í Bretlandi um n jósna- starfsemi Sovétríkjanna á Vesturlöndum VIÐ sovézka sendiráðið á ís- landi vom átta af 35 starfs- mönnum þess viðriðnir njósn- ir eða Ieyniþ.iónustustörf i árslok 1972, að því er danski blaðamaðurinn Mogens Aun- ing segir í frétt í Berlingske Tidende sl. mánudag. Auning hyggir frétt sína á nýútkom- inni skýrslu virtrar og óháðr- ar stofnunar í Bretlandi — Institute for the study of conflict — sem gert hefur yfirgrij>smestii úttekt á njósnastarfsemi Sovétríkjanna á Vestiirlöndum hin síðari ár. Samkvæmt skýrslunni er áætlað að um 72% skráðra sovéakra sendiráðamianina í vestrænum höfuðborgum séu viðriðnir njósnir og léyni- þjónustustörf af einhverju tagi. Hafa Sovétríkin stöðugt aukið þennan þátt í „utan- ríkisþjónustu" sinni, þrátt fyrir aukna hláku í samskipt- um Austurs og Vesturs. Sam- kvæmt frétt Berlingske Tid- ende er 61 af 95 starfsmöon- um sovézka sendiráðsins í Noregi leyniþjónustumenn, 44 af 142 í Svíþjóð, 54 af 219 í Finnlandi, 48 af 91 i Dan- mörku og 8 af 35 sendiráðs- starfsmönnum á Islandi. Sam- kvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins hér voru hims vegar í febrúar sl. 28 sovézkir starfsmenn skráðir á Islandi, þar af 11 beinlínis starfandi vfð send'iráðið sjálft, en auik þess eru margir þessara manna með eíginkonur sínar með sér. í einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá AP-fréttastof- unni er þess getið, að við gerð þessarar skýrslu hafi verið tilkvaddir nokkrir fremstu sérfræðingar Bret- lands í málefnum Sovétríkj- anna og kommúnisma — svo sem Leonard Scharpiro, prófessor við The London School of Economics, Hugh Seton-Watson við Lundúna- háskóla og J. Adams Watson, fyrrum sendiherra Breta á Kúbu. EinnLg var Brig. W.F.K. Thompson, herméla- fréttaritari Daily Telegraph meðal ráðgjafa. Höfundar skýrslumnar kom ust að þeirri niðurstöðu að sovézk hugtök eins og „að draga úr spennu" og „frið- samleg sambúð" þýddu í raun harðnandi baráttu gegn auðvaldslöndum með öllum tili'tækum ráðum, öðrum en styrjöld, sérstaklega þó á sviði undirróðurs og njósna. Athugun stofmunarinnar náði til allra landa Vestur-Evrópu sem eiga aðild að Atlantshafs- bandailagiiruu — að umdanskild- um Bretlandi og Beiigíu, þar eð bæði þessi lönd væru til- tölulega „hrein“ á þessu sviði eftir að hafa vísað fjölda soivézkra sendiráðsstarfs- manna úr landi fyrir mokkru. í skýrslunni segir ennfrem- ur, að í öðrum Nato-ríkjum Vestur-Evrópu, séu njósnarar um 45% af öllum sovézkum borgurum sem fengi-ð hafa landvistarleyfi — þ.e. sendi- ráðsstarfsmenn, verzlumar- fuiilitrúar, starfsmenn Aero- flot, blaðamenn og starfsmenn alþjóðastofnana. Séu hins vegar aðeins sendiráðsmenn taldir hækikli hlutfalll njósnara í 72%. Heiidartala opimberra sov- ézkra starfsmanna í V- Evrópu hefur á síðustu 10 ár- um aukizt um 50% — segir í skýrslunni eða úr 1485 í 2.146 oig meira en helmingur hærri tölunnar er sagður starfa á vegum KGB — leyni- þjónustunnar — og GRU ______ njósnadeildar hersims. „Sovétmenn stunda njósnir á Vesturlöndum í mun ríkari mæli en Vesturlöndin gætu nokkru sinmi gert í Sovétrikj- unum,“ segir skýrslan. Hlut- föllin milili opinberra sovézkra starfsmanna á Vesturlondum og vestrænna mótherja þeirra í Moskvu eru sögð vera 6 á móti 1 — Sovétríkjunum í vil. Auk þess mjóta Sovétrík- in svo aðstoðar austuir- evrópskra leyniþjónusta og Kúbu við þessa iðju, Skýrslan skilgreinir nokk- uð tilgang og starfsaðiferðir sovézku leyniþjónustunnar og í henni er að finma saman- þjappaðar upplýsingar um allt sem vltað er um starfs- semi sovézku leyniþjónust- unnar í hver ju einstökiu landi í Vestur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.