Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGCli 16. MARZ 1973 11 und á þetta og þetta mörg- um vikum. Svo sitja menn yfir kaffi- bollum í þægiiegri dagstofu og segja vwá og svaka mað- ur. En í þetta dæmi vantar ýmislegt. Það vantar t.d. að þessir aurar fást með þvi að hvíldartíminn er ekki nema 3 4 tímair á sólarhring. Það vantar að „hálaunamenn" sjá kannski ekki fjölskyldur sín- ar svo vikum skiptir. Það vant ar að þeir þurfa oft að vera að í svo ofboðslegu frosti og veðrum að það er ekki nokk- ur leið að Mæða af sér kuld- ann. Þegar maður situr i hlýrri stofu er ógemingur að gera sér grein fyrir því hvernig það er að standa svefnvana úti á dekki í hávaðaroki og sjógangi, þegar kuldinn nist- ir merg og bein og þurfa með regludegu millibili að brjóta ísinn sem Meðst utan á sjó- fötin. Það er ekki nærri víst að allir teldu það nokkur hundruð þúsunda virði. Ég held að það hafi verið eitthvað á þessa leið sem ég hugsaði þar sem ég hékk úti við borðstokkinn og það var við tilhugsunina um ak- an þennan kulda að ég hrökk upp við að ég var sjálfur orð inn gegnkaldur. Klukkan var að verða þrjú svo ég rölti niður til að deggja mig. Klukkan mun hafa verið um fimm þegar einhver kom þjótandi niður og hrópaði óg- urlegri röddu: KLÁRIR. Um það bil sem ég áttaði mig á því að einhver hafði verið að segja eitthvað var nótin að renna út. Ég tróð mér í skyndi í stígvélin og ullar- peysuna og prilaði upp í brúna. Inn af kortaklefanum lá Kristinn enn og hraut fer- lega, en þar sem vesalingur- inn hafði vakað alla nóttina áður við að framkal'la mynd- ir, svo hann kæmist í þessa ferð, þá var ákveðið að láta hann i friði þar til við sæj- um hvort eitthvað kæmi upp. Það var eins gott að við leyfðum honum að sofa, því nótin kom upp tóm. Þetta hef ur líkléga verið óvenju slung in loðna, því margir bátanna í kringum okkur höfðu einnig kastað og með sama árangri. En allt er þegar þrennt er og búmmin urðu ekki fleiri. Þegar var orðið vel bjart fann Eggert góða torfu með fisksjánni og þá var handa gangur i öskjunni. Nótin fór út í snatri, hringurinn var keyrður og svo var híft. 1 þetta skipti slapp hún ekki. Dælunni var skelit útbyrð- is, oní nótina og svo byrjaði loðnan að streyma upp og oni iest.aim-ar. Meðan deeiain gekk, tylltu menn sér og fengu sér sígarettu eða í pípu og á þeim klukkutíma eða svo sem við sátum þarna, runnu um 170 tonn ofan i lestamar. Nú virtist sem Eggert og áhöfnin va<u komin í víga- hug því þaS> ieið ekki á löngu áður en afti r var kastað og sú torfa átti sér ekki undan- komu auðið fremur en hin fyrri. Og þar með var þess- um hluta veiðiferðarinnar lokið. Óskar Halldórsson var nú töluvert iægri á sjónum en á útleiðinni og það pusaði yf- ir þilíarið þegar hann var kominn á ferð. Það var létt í mönrium og það var spjailað og hlegið í lúkarnum. Þeir voru á leið heim af miðunum, eina ferðina enn. Óli Tynes. Hér er allt að fyllast og menn fylgjast ánægðir með Ioðnustraunmum. :>:e: ' ■ ■ J Það voru nokkur skip i kringum okkur, m.a. Þorsteinn RE-303, sem var orðinn vei hlaðinn. (Ljósm. Kristinn Benediktsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.