Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1973 17 Heimsókn til Bremerhaven(II): Þjóðverja, erum við reiðu búnir að fallast á ivilnanir Islendingum til handa. Aftur á móti teljum við, og þar erum við sennilega á önd verðum meiði, að Islending- ar séu ekki færir um að hag nýta sér á sem hagkvæmast- an hátt hina stækkuðu land- helgi. Það er ekki hægt með tilliti til þess ástands, sem rikir í matvælaiðnaði og mat vælaöflun i heiminum að láta viðgangast, að það aflamagn sem óhætt er að veiða, sé ekki veitt. Nú er ein hel/ta röksemd Islendinga sú, að ofveiði eigi sér stað við Island og þess vegna sé útfærslan nauðsyn- leg til verndunar fiskstofn- unum. Þetta er m.a. stutt af íslenzkum og erlendum vís- indamönnum. Hver er yðar skoðun á þe.ssari röksemda- færslu? Þeir vísindamenn, sem eru okkur ráðgefandi, hafa kom- izt að því, að aðeins fisk- stofnarnir í t.d. Barentshafi eru nýttir á hagkvæmasta hátt, (optimal). Hins vegar eru fiskstofnarnir við ís- land ekki nýttir á hagkvæm- asta hátt. Þetta hafa okkar visindamenn staðfest. Þarna stendur þvi fullyrðing á móti fullyrðingu. Hins vegar er það mín skoðun, að þetta sé sameiginlegt vandamál. Is- lendingar og Þjóðverjar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Við viljum allir, að fiskstofnarnir séu verndað- ir og nýttir á sem hagkvæm- astan hátt fyrir alla aðila. Ef vísindamenn á alþjóðleg- um vettvangi komast að því að grípa verði til einhverra verndunarráðstafana, þá Framhald á bls. 21 fyrir utan 3, 4 eða 12 sjó- milna fiskveiðilögsögu Is- lands. Það hafa aldrei allan þennan tíma verið neinar efa semdir um, að okkar áliti, að svæðið þar fyrir utan væri opið haf og öllum frjálst til veiða. Aðgerðir, sem miða að því að skerða athafna- svæði hinna einstöku þjóða, verða að vera gerðar sam- eiginlega af öllum þeim þjóðum, sem hlut eiga að máli. Þetta er okkar grund- vallarafstaða. Frá upphoði í Bremerhaven. Við þetta bætist hin laga- lega hlið, og þar erum við á öndverðum meiði. Við telj um, að samkomulagi hafi ver ið náð með samningunum frá 1961. Hvort þessir samning- ar eru nauðungarsamningar, getum við ekki fjallað um. Það er hiutverk alþjóðadóm- stólsins í Haag. Hins vegar hefðurn við getað komizt að samkomulagi i núverandi deilu á grundvelli þessa samnings. Við viðurkennum og virðum sérstöðu Islands. Undanfarin ár hefur mik- il vísindaleg gagnasöfnun átt sér stað á alþjóðlegum vett- vangi, til að mynda um, í hvernig ásigkomulagi fisk- stofnarnir og veiðisvæð- in eru. Þetta var ekki mögu legt 20—30 árum fyrr. Nú get um við, og höfum reyndar gert i Norð-vestur-Atlants- hafsnefndinni, takmarkað aflamagn með kvótum. Þann- ig hefðum við einnig í þess- ari deilu getað valið sameig- inlega leið. Út frá sjónarmiði Rolf Hagemann telst til hörðustu andstæðinga Islend inga í landhelgismálinu hér i Þýzkalandi. Hann er for- stjóri félags þýzkra togara- eigenda, en sem kunnugt er, þá eru það aðallega togarafé lögin, sem telja sig verða illi lega fyrir barðinu á út- færslu íslenzku landhelginn- ar. Eftirfarandi viðtal átti of anritaður við Hagemann í Bremerhaven fyrir skömmu. Hver er grundvallaraf- staða yðar í landhelgisdeil- unni? Þjóðverjar hafa ásamt Eng lendingum og fleiri þjóðum veitt við ísland yfir 100 ár Agúst Kinarsson „Það er aldrei of seintu Erlendur Sveinsson: „L0GHEREN" Á ÖÐRUM degi (miðvikudag- inn 14. miarz) dönsku kvik- myndavikunnar var Lþgneren á dagskrá, mynd gerð af Knud Leif Thomsen eftir samnefndri sögu Martin A. Hansen. Lþgneren er eina myndin á ágætri dagskrá kvikmyndavikunnar, sem hér hefur verið sýnd áður (mánu- dagsmynd í ágúst 1971). Sú sýning gaf tilefni til að halda að s'tthvað annað væri feng- izt við í danskri kvikmynda- gerð heldur en „sengekant“- myndir svonefndar, enda hef- ur það komið greinilega í ljós nú, þegar Lagneren stendur ekki stök eins og þá, líkust hrópandanum í eyðimörkinni, heldur er sýnd i samihengi með því, sem forvitnilegast hlýtur að teljast í danskri kvikmyndagerð nú á síðustu árum. Hafi aðstandendur kvik myndavikunnar því þökk fyr- ir þetta menningarframtak, sem vonandi verður þess vald- andi, að við fáum eftirleiðis að kynnast því sem bezt verð ur kvikmyndað i Danmörku i framtíðinni. Höfundur myndarinnar, Knud Leif Thomsen, er fædd- ur árið 1924. Árið 1953 byrj- aði hann að gera kvikmyndir. Fyrsta sjálfstæða leikna kvik- mynd hans var „Einvígið“ (Duellen) árið 1962. Síðan kamu „Sjálfsmorðsskólinn" 1966 og einnig sama ár „Tlne“ eftir sögu Hermans Bang. Ár- ið 1966 „Eitur", þar sem hann réðst að hinu frjálsa kynlífi þess tíma, sem kom honum fyrir sjónir sem siðferðileg spilling. Árið 1967 gerði hann gamanleikinn „Þrír menn fyr- ir tröll“ og árið 1968 kom svo „Svona eru þau öll“, tilbrigði við uppáhaldsv ðfangefni hans, þrihyrning ástarinnar. En snúum okkur nú að Lygar- anum frá 1970. Því miður hefur undirritað- ur aðeins gluggað lauslega i bók Martins A. Hansen, svo að hér getur ekki orðið neinn samanburður að gagni á mynd og bók með það fyrir auigum að dæma hvernig tek- izt haf að yfirfæra bókina í kvifcmyndabúning, en hitt leynir sér ekki að Lþgneren er kvikmyndun á bókmennta- verki. Það kemur m.a. fram í því, að hinir sjónrænu mögu lleikar kvikmyndamálsins eru lítið nýttir, heldur byggist myndin að mestu á samtölun- um. Hún rís hæst í þeim t.d. þegar Johannes Vig, kennar- inn og djákninn á Sandey og Alexander tæknifræðingur, sem verður að dveljast vetr- arlangt á eyjunni, ræðast við eitt sinn. 1 samtali þeirra lýst- ur tve mur lófsskoðunum sam an, lífsskoðunum, sem varða okku.r öll: Undirgefni við náttúruna og hroka svokall- aðrar heilbrigðrar skynsemi. Annars fjallar myndin um möguleikann á því, að vera heill, góð mianneskja, og sjálfs blekkinguna, sem sífellt blind- ar mat manns á sjálfum sér. Sögusviðið er afmarkað: Mannlíf á eyjunni Sandey, sem slitin er úr sambandi við umheiminn vegna isa mestan hluta vetrar. Kennarinn, Jo- hannes Vig, býr einn með hundi sínum, Pierrot, en hef- ur annars nokkuð náið sam- band við íbúa eyjunnar, enda annast hann helgistundir í kirkjunni, þegar prestur kemst ekki til messu. Það er þvi hann sem leiðir okkur inn í mannlíf staðarins. Þungamiðja sögunnar er sam- band Johannesar við Anne- mari, sem er trúlofuð Oluf. Qluf er viðs fjarri handan íss- ins þennan vetur og kemur ekki fyrr en isinn tekur að leysa Johannes elskar Anne- mari á laun og án vitundar Önnumari. Það reynir þvi mjög á persónustyrk Johann- esar þegar hann verður þess áskynja, að Annemari á orðið vingott við tæknifræðinginn og hyggst skilja við Oluf, þeg- ar hann kemur til baka. Það er ekki ástæða til að rekja efn; myndarinnar frekar hér, enda ráðiegra fyrir þá, sem áhuga hafa á því og misst hafa af myndinni, að lesa bók- ina. Meginkostir kvikmyndatök- unnar koma fram í næ-mni fyrir umhverfinu, einkum náttúrulýsingu: Vorleysingar, þar sem gróðurinn er að brjótast upp á milli snjóbreið- anna, nærmyndir af stlgvél- DÖNSK KVIK- MYNDA- VIKA um vaðandi aur, allt þetta gefur góða tilfinnimgu fyrir samlífi Johannesar við náttúr una og þeim snara þætti, sem náttúran er í lifi fólksins á Sandey. Kvikmyndatökumað- urinn nefnist Claus Loof. Hins vegar hefur honuim og Knud Leif Thomsen ekki tek- izt eins vel með kvikmyndun h.ns sálræna sambands per- sónanna, enda erfitt að kvik- mynda jafn huglæga sögu og Lþgneren er. Kemur þetta einkum í ljós í ofskynjunar- atriðum og draumum, sem falla utan við stíl myndarinn- ar. Klippingin er tæplega not- uð til annars en að tengja myndina saman. Tónlistin gegnir aftur á móti mikliu hlutverki í mynd- inni. Stundum freistast maður til að halda, að henni hafi verið ætlaður of stþr hlutur. Notuð er tónlist eftir Bach, Mozart, Beethoven og Bartok. Það fer annars mjög vel á þvi að láta draumóramanninn og fagurkerann lifa í heimi klassískrar tónlistar. Eft.r- minnilegt er atriðið með Jo- hannesi einum eftir samtal hans og tæknifræðingsins, þar sem tæknifræðingurinn ásak- ar Johannes fyr'r að flýja raunveruleikann og Johannea svarar á móti með því að spyrja, hver ákveði hvað sé raunveruleiki? Eftir að tækni- fræðingurinn er farinn, setur Johannes lokaþátt 7. sinfóníu Beethovens á fóninn og stjórnar honum af ölluim kröftum til að jafna sig á tauigum. Annar þátturinn úr 3. pianókonsert Bartoks er einnig áhrifamikill í mjög vel uppbyggðum endi myndarinn- ar, þar sem hljóðið nýtur sín á dramatískan hátt. Johann- Frainhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.