Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 197» 31 4 A I> j óðleikhúsið: Furðuverkið — frum sýning í Grindavík V erðlagsst j óri: Leigubílstjórar þurfa ekki að bíða Á MORGUN, laugardaginn 17. ntarz, frumsýnir Þjóðleikhúsið barnaleikritið Furðuverkið í Festi í Grindavík kl. 3 e.h. og er J>að i f.vTsta sinn, sem frum- sýning- Þjóðleikliússins fer fram utan Reykjavíkur. Furðuverkið er ætlað sem far- andsýning, sem sniðin er fyrir litil leiksvið, og verður því ein- göngu sýnt utan Reykjavíkur til að byrja með. Höfundur og leikstjóri Furðu- verksins er Kristín Magnús Guðbjartsdóttir, sem einnig er ein af leikendum, en aðrir leik- endur eru Herdís Þorvaldsdótt- ir, Halla Guðmundsdóttir og Sigmundur Ó. Arngrímsson. Ljóð og lög við leikritið hafa þeir Árni Elvar og Hrafn Páls- son samið, en búninga og tjöld teiknaði Birgir Engilberts. Þá aðstoðaði Örnólfur Thorlacíus við samninga á texta, og bak- grunn leiksviðsins önnuðust nemendur úr Myndlistarskólan- um. Furðuverkið fjallar um sköp- un jarðarinnar, þar sem stiklað er á stóru og fyrsta skrefið af hverjum þætti í sköpunarsög- unni tekinn fyrir, en lýkur síð- an á steinaldarmönnum. Að sögn ieikstjóra Furðu- verksins, er leikritið ekki bund- ið við ákveðinn texta, eins og hingað tii hefur tíðkazt, en ætl- unin er að fá áhorfendur til að taka þátt í leiknum, sem hefur það í för með sér, að leikendur geta farið sínar eigin leiðir i leiknum. — Að visu höfum við samið handrit, en I því er urm- ull af spurningarmerkjum, sagði Kristin. — Það er markmið Þjóðleik- hússins að ná til áhorfenda með öllum tiltækum ráðum, og þvi á leikrit ekki endilega að vera bundið við svið Þjóðleikhússins, sagði Sveinn Einarsson, Þjóð- leikhússtjóri í tilefni frumsýn- ingarinnar. Sveinn sagði einnig, að hér væri um tilraun að ræða, og að áformað væri að halda fleiri slikar sýningar ef vel tekst til nú. — Dýrmætur Framhald af bls. 2. sig hækkanir á innlendum og erlendum efnivörum, gengis- breytingar og hækkanir á þeirfi orku, sem iðnaðurinn notar, án þess að fá þetta leiðrétt í verð- lagningu framleiðsluvara sinna. Erlendir keppinautar okkar, hér á landi, hafa fengið allar þessar hækkanir sjálfkrafa. Oft heyrist sagt, að þetta tal um verðlagsmál sé óþarft, iðn- aðurinn njóti svo mikillar toll- verndar, að honum sé vel borg- ið. Ég vil benda á það, að í fyrsta lagi hefur íslenzkur iðnaður ekki beðið um þessa tollavernd, óg í öðru lagi það, — að íslenzk- ur iðnaður hefur ekki fengið að njóta þeirrar tollverndar, sem tekjutollar rikissjóðs hafa skap að honum, í orði kveðnu. Það eina jákvæða við tollverndina er það, að hún hefur stundum bjarg að iðnaðinum, þegar gengið hef- ur verið rangt skráð. Það eina, sem íslenzkur iðnað- ur fer fram á, og hefur jafnan farið fram á, er jafnrétti, jafn- rétti við aðra innlenda atvinnu- vegi, og jafnrétti og jöfn að- staða við erlenda keppinauta." MORGUNBLAÐINU hefur bor izt fréttatilkynning frá verðlags- stjóra út af taxta leigubifreiða, og fer hún hér á eftir: Þar sem ýmsir hafa misskilið þá fréttatilkynningu um taxta leigubifreiða, er send var blöðum þann 26. febrúar, á þann hátt, að leiigubílstjórar ættu að biða ótak- markað og endurgjaldslaust eft- ir viðskiptavini, skal það tekið fram, að þeim er heimilt að setja gjaldmælinn við, þegar komið ér á kvaðningarstað, en þá sýn- ir mælirinn kr. 6.00. Það, sem mælirinn kann að sýna umfram. þetta, þegar viðskiptavinur kem- ur í bifreiðina, er greiðsla fyrir bið. Þar sem getið er um bæja- mörk, þá er ábt við gjaklskipti- mörk, sem markast við linu, sem hugsast dregin við tiltekna staði hvers bæjarfélags eða kauptúns, og eru þau tilgreind í gjaldskrár- bók leigubifreiða. Úr einu atriði Furðuver!«.sins. Herdis Þorvaldsdóttir og Sigmund- ur í frumugervi. Ljósm. Kr. Ben. Tilkynning til þeirra söluskattsgreiöenda, sem gert hafa skil á söluskatti einu sinni á ári. Þeir gjaldendur, sem hafa smávægilegan rekstur með höndum og hafa heimild til að skila söluskatti einu sinni á ári, skulu nú í marz gera skil á sölu- skatti vegna starfsemi í janúar og febrúar. Er þetta gert vegna álagningar viðlagagjalds á söluskatts- stofn frá og með 1. marz sl. Gjalddagi skattsins er 15. marz. Þeir, sem ekki hafa fengið sendar áritaðar sölu- skattsskýrslur, geta fengið þær hjá skattstjórum, innheimtumönnum eða umboðsmönnum þeirra. Fjármálaráðuneytið, 14. marz 1973. Fyrir ungu herrunu □ FERMINGARFÖT - 4 STÆRÐIR FALLEGIR LITIR - FALLEG SNIÐ □ FERMINGARSKYRTUR □ FLAUELISSLAUFUR - BINOI □ STAKAR TERYLENE & ULLARBUXUR □ BAGGY-BUXUR □ SPORTBUXUR ALLSKONAR DENIM - FLAUEL - BURSTAÐ DENIM □ PEYSUR - BOLIR - BELTI O. M. FL. UTSOLUMARKAÐURINN A II. HÆÐ LAUGAVEGI 66. ENNÞÁ ER HÆGT AÐ FÁ ÖTRÚLEGA GÓÐAR VORUR Á HREINT ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI. EINNIG ER HÆT AÐ FÁ STAKAR TERYLENE- & ULLAR BUXUR í LITLUM NÚMERUM SVO OG SKYRTUR - PEYSUR O. FL. m KARNABÆR oun PanrER rj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.