Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 1
ublaöi Grefid tit af AlþýðufioklziiLiim. .¦- 1920 Mánudaginn 9. ágúst. 179. tölubl. Stríðinu afstýrt? Khöfn, 8. ágúst. Frá London er sfmað að Hender- son (aðalforingi enskra verka- manna) hafi skorað á öli verka- mannafélög að láta opinberlega í Ijósi óánægju sína yfir þvf, að bandamenn fari í strið við Rússa 'til þess að hjálpa Pólveijum. Svar rússnesku verklýðs- stjórnarinnar. Rússneska Sovjetstjórnin (verk- lýðsstjórnin) hefir svarað banda-j mönnum því, að hún gæfi sendi- nefnd sinni í London fult umboð til þess að semja frið við þá. En segist sjáif muni semja frið við Pólverja með þeim kostum, að hún viðurkenni sjálfstæði Póllands, -en rússneska sóknin haldi áfram, unz hin pólska sendinefnd komi aftur til Rússa með fult umboð til þess að undirrita friðarsamningana, þar eð Póllandsmáiin verði að vera utkljáð áður en fundurmn hefjist 'i London. Samningarnir milli Breta og <Kamenef-Krasin nefndarinnar hafa orðið til þess, að Krasin og Ka- menef sendast skeytum á við Moskva og vilja Bretar fá svar ?fyrir suánudaginn (8. ág.). Bandamenn halda fnnd. Bandamenn halda fund í Folke- stone (í Englandi) sunnudag (8. ág.) til þess að ræða um póisku málin. Skilyrði Pðllands. Frá Varsjá er sfmað að PóIIand -setji þau skilyrði fyrir því, að byrja nú þegar á friðarsamningunum, að Rússland viðurkenni fullveldi þess og blandi sér ekki á nokkurn hátt í innanlandsmál þess. Pólverjar veita viðnám. Aðstaða pólska hersins er nú betri en áður. Ánsturríki hlutlaust. v Frá Vín er símað að Austurríki lýsi hlutleysi sínu í rússnesk-pólska stríðinu. Friðarsamningar llússa og Finna oyrja í 4. sinn. Símað er frá Stokkhólmi að friðarsamningarnir snilli Finna og Rússa séu enn byrjaðir í Dorpat. Khöfn, 8. ágúst sfðd. Pólverjar »ðja aftur um frið. Frá Varsjá er símað að pólska stjórnin hafl á ný shúið sér til sovjetstjórnarinnar og beðið hana um að stöðva strfðið. Enski flotinn. Frá London er símað að Eystra- saltsflotann brezka eigi að hafa tii taks og að Svartahafsflotinn eigi ef tii vill að hafa samvinnu við Wrangel. Litháar og bolsivíkar. Frá Kownó er sfmað að friðar- samningur Litháa og Rússá (bolsi- víka) hafi hlotið fullnaðarsumþykt og að bolsivíkar haldi á brott úr Iandinu með lið sitt. letiir Pýskaland upp^síj órnmálasamband viö bolsivíka? í Khöfn, 8. ágúst. . Simons, utanrfkisráðherra Þjóðverja, hefir iýst yfir áð óhjákvæmi- ^egt sé að Þjóðverjar taki upp stjórnmálasamband við bolsivíka. YatnsgrautarmiskimnsemL Eítir Ólaf Friðriksson.' Það þótti tíðundum sæta um daginn, þegar það fréttist, að landsstjórnin væri búin að víkja Bjarna, sýslumanni Dalamanna, frá embætti, eða setja hann af, eins og það er vanalega kallað í dagiegu tali. En tfðindin lágu ekki í þvf að Bjarni hefði hagað sér þannig, að afsetning hlyti að verða afleiðing- in, því drykkjuskapur hans er þjóðkunnur. Heldur þótti það tið- indi, áð landsstjórnin skyldi nú Soks eftir fimm ára embættistið Bjarna, láta koma frávikningu þá, sem átti að hafa komið strax eft- ir að hann varð sýslumaður. Það er alkunna, að ecgum manni datt í hug að Bjarni væri hæfur til þess að verða syslumað- ur, og að allir vita, að orsökin til þess að hann fékk Daiasýslu, var það, að hann var mágur þáverandi ráðherra, Einars Arn- órssonar. Hafa sumir, sem þykjast þekkja skaplyndi Einars, getið þess til, að meira muni hafa ráð- ið hjá ho'num, strákskaparhvatirn- ar, gamanið, að setja óhæfan drykkjumann í sýslumannsembætti -— heldur en löngunin til þess að verða mági sínum að liði. Senni- legasta orsökin til þess að Bjarni fékk sýsluna, er þó það, að Einar hafi verið hræddur um að hann þyrfti að gefa honum að éta yfir veturinn, og þess vegna hleypt honum á iandssjóðinn. Hvers vegna hefur Bjarna ekki verið vikið frá fyrir löngu, og hvers vegna er ekki öðrum em- bættismönnum, sem eru alóhæfir til þess að gegna starfi sínu, sök- um drykkjuskapar, vikið úr em- bættiA Svarið er: það þykir „synd" að gera það, ýmist vegna mann- anna sjálfra, sem þá ef til vill era góðmenni eins og Bjarni Dalai fyrverandi sýslumaður, eða þá að* 1,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.