Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 2
2 - i Æfgp-eií^Iga, blaösins er í Alþýðuhúsinu við iagóifsstræti og Hverfisgötu. Sími Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. það er ,synd" vegna konu þeirra og barna, foreldra, tengdaforeldra eða annara náinna ættingja, sem þá eru „valinkunt sæmdarfólk". Með öðrum orðum: Það er fyr- ir tóma vatnsgrautarmiskunnsemi og ekkert annað. Vatnsgrautar- miskunnsemi, sem er misskilin mannúð, en annað verður það ekki kaliað, að láta mann halda áfram að gegna stöðu fyrir þjóðfélagið, þó hann sé ómögulegur til þess, alt af tómri miskunn við konu hans eða ættingja. Slík „miskunn" er glæpur gagnvart almenningi og okkar unga, fullvalda ríki. Það má segja, að það sé hart fyrir konu sýslumanns eða læknis ef manni hennar er vikið frá em- bætti, því ekkert hefur íión til þess unnið að maður hennar sé sviftur tekjum, og þar með hún sjálf. En samt þarf það að ske, ef ekki á alt að sökkva hér í stjórnleysi. Enda slíkum konum ekki vandara um en verkamanna- konum. Það eru víst fáir atvinnu- rekendur, sem, þegar þeir reka menn úr vinnu af því þeim þykir meiri hagur í þvi að taka aðra, sem hugsa um það, hvað bágt sé fyrir konurnar að rnenh þeirra verða atvinnulausir. Bjarni hefur verið settur af, og það er gott, að svo miklu leyti sem seint er betra en aldrei. En hvers á Bjarni að gjalda, að róa einn? Setji stjórnin ekki líka taf- arlaust af sýslumann Sunnmýlinga, Sigurjón Markússon, þá vitum við það, að Bjarni hefur verið settur af, af því stjórnin hefur beinlínis ekki komist hjá þvf, en ekki af því, að nú ætti vatnsgrauturinn að þverra. Svo að segja í hverri viku eru greinar í blöðunum, þar sem ver- ið er að fárast yfir því hve verka- lýðurinn vinni illa, og hvað hann sé agalaus og heimtufrekur um kaup. En hvernig geta menn feng- ið sig til þess að skrifa slíkt, þeg- ALÞYÐUBLAÐIÐ ar menn athuga stjórnleysið á stjórn landsins. Hvaðan kemur spillingin? Hvað á vatnsgrautarroiskunn. semin lengi að vera landinu til svívirðingar? Dm dnQiDD 09 veginn. Skipakomnr. Bs. Gylfi kom frá Englandi á iaugardaginn, hlað- inn kolum. I gær kom e.s. Dollart frá Ham- borg með salt. Frá Danmörku kom skonnortan Ellen með ýms- ar vörur til kaupmanna. Botnía er væntanleg hingað í dag. Draupnir fór í gær á fiski- veiðar. Hann hefir um nokkurn tíma legið hér um kyrt. Crullt’oss fer í dag kl. 8. Kem- ur við í Vestmannaeyjum. Samningnr hefir verið endur- nýaður milli Sjómannafélags Rvk. og h.f. Eimskipafélags íslands. Eftir þeim hækkar kaup fullgildra háseta um 41 kr. á mánuði. — Samningurinn er gerður til nýárs. Borgbjerg og frú eru aftur kom- in úr íörinni austur í Fljótshlíð. Carvo horjinn. „Svarta höndin“ stelur 2 milj. dollara virði af djásnum konu hans. Er heimsins mesti söngvari myrtur? Síðari hluta fyrra mánaðar barst sú fregn frá Ameríku að hinn heimsfrægi söngvari Enrico Caruso væri algerlega tíndur. Fyrir nokkrn sfðan stal hið ill- ræmda bófafélag: „Svarta höndin", djásnum frá konu Carusos fyrir 2 milj. dollara (hún hefir sýniiega átt dálítið af þeim), og litlu síðar var reynt að myrða hinn fræga mann, í smáþorpi einu í Banda- ríkjunum. En það mishepnaðist. Mönoum man spurn: Hvað hefir Caruso unnið sér til sakar? Því er auðsvarað. Hahn er ít- ali og hefir komist í ónáð „Svörtu haadarinnar", og er frá þeim degi griðiaus á jörðu hér. „Svarta höndin" er miskunar- laus, þegar hún leggur einhvern í einelti, og því standa menn á öndinni yfir hvarfi söngvarans og vænta þess fastlega, að leit lög- reglunnar, sem þegar er hsfin, beri góðan árangur. Um miðjan fyrri mánuð steig Caruso upp í járnbrautarvagn f New York og ætiaði beina leið tií Chikago til þess að syngja þar fyrst f veislu og síðan á söngleik. Menn biðu á járnbrautarstöðinni I Chikago, reiðubúnir til þess að taka á móti söngvargnum. Lestin kom, en Caruso fanst hvergi og brautarþjónarnir mintust þess ekki að hafa séð hann á leiðinni. Nú varð uppi fótur og fit, og ekki batnaði, þegar það var stað- fest, að hann hefði farið upp § vagninn í New York og lagst til hvílu í svefnvagniaum. Myrtur? Um Ameríku þvera og endi- langa gengur spurningin: Er Car- uso myrtur? Símfregn frá New York segir, að ekki sé ólíklegt, að „Svarta höndin" hafi veitt hann og falift hann, til þess að geta neytt fé út úr konu hans. Þessi tilgáta þyk- ir mjög sennileg, því söngvarinn hefir safnað auði, sem sagt er að nema muni 10 milj. doll. (um 65. milj. kr.) Kona Caruso taugaveikluð. Eftir djásnatapið og morðtil- raunina hefir kona Caruso verið á spftala vegna taugaveiklunar, og veit hún ekkert um hvarf bónda sfns. Óttast menn að hún missi vitið, ef hún fréttir það. Ymsir geta þess til, að sagan muni ekki eins alvarleg og í fljótu bragði virðist, og stinga upp á því að Caruso, sem er langt frá því að vera kvennhatari, hafi stungið af með einhverri blóma- rós meðan kona hans er á spít- alanum. Muni hann áður Iangt lfður koma sjálfkrafa í leitirnar. En hvað sem því líður, þá er hinn heimskunni söngvari gersaiw lega horfinn almenningi. 11 Kl. 5“-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.