Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 3
I ALÞiYÐUBLAÐiÐ 3 U :: Yanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 71(5 eða 880. :: :: prnrn í iissíai. Þeir sem lesa daglega og leggja trúnað á lygasögur íslenskra og útlendra auðvaldsblaða um Bolsi- víka og stjórn þeirra í Rússlandi og ástandið þar, hljóta að ímynda sér að börnin í slíku landi hljóti að þjást voðalega. Það er að vísu merkilegt að auðvaldsblöðin skuli aldrei hafa minst á það atriði, þvi ekki væri það síst ástæða til að vera á móti Bolsivíkum ef þeir færu eins djöfullega að ráði sínu við varnarlaus börnin, sem auðvaldsblöðin herma að þeir fari að við alla aðra þar í landi en flokksbræður sína. En þau hafa auðsjáanlega ekki treyst sér til þess, og engann þann ftirðar á því, sem sannar fregnirTtiefir af ástandinu þar. Til að gefa mönnum hugmynd um meðferð Sovjetstjórnarinnar á börn- unum skal þýtt viðtal við sænska konu Signe Janson, sem nýkomin er heim frá Rússlandi. Henni segist svo frá: Börnunum líður betur en öllum öðrum í Rússlandi og hið mikla starf sem Sovjetstjórnin hefir af hendi leyst í þeirra þágu er hreint og beint undravert. í öllum stærri bæjum og borgum hefir verið komið á fót barnabústöðum (Kind- ergarten) og barnahælum og þar að auki opinberum barnamatstofum, 1 Moskva er 131 þess háttar barnamatstofur og matast þar dag- lega 400 000 börn. Það eru börn á aldrinum 1 —16 ára og matur- inn sem þeim er gefinn bæði mik- ill og góður. Veik börn á aldrin- um frá 1—3 ára fá næga mjólk og annan venjulegan barnamat. Stálpuð börn fá á hverjum degi súpu, einn heitan rétt að auki og te eða kaífi. Sérstakur eftirlits- oiaður er kosinn í verksmiðjunum °g settur við hverja matstöð og ^ellur það starf venjulega í hlut- skifti kvenna þeirra er vinna í verksmiðjunum. Hver eftirlitsmað- Ur rækir starf sitt í viku, en þá tekur annar við. Þar að auki ferð- ast læknadeild á milli stöðvanna er rannsakar heilsufar barnanna oinu sinni á mánuði. Á matstöðum þessum borða alt frá 300—4500 börn. Yfir sumarmánuðina hafa á mat- stöðunum verið stofnaðir barna- klúbbar, þar sem börnin læra á margskonar hljóðfæri (Rússar eru hijómelskir með afbrigðum). Þar að auki fá börnin bækur til lestr- ar og verkfæri til að gera þeim sjálfum leikföng með. Þar að auki eru haldnir sérstakir hljómleikar fyrir börnin, sérstök kvöld, sem þeim eru sagðar sögur og æfintýri og auk þess er oft farið með þau í skemtiferðir til fegurstu staða umhverfis. Eg sá sjálf með eigin augum fjöldan allan af þessum stöðum og get því af eigin reynd borið um hve frábærlega vel þeim er fyrir komið. (Frh.) lítlenðar fréttir. Stærsta loftskeytastoðin í heimi er sú sem Frakkar hafa nýlokið við að reisa í Lafayette nálægt Bordeaux í suðvesturhluta Frakftlands. Hún á að geta sent Ioftskeyti 20 þús. kílómetra, en það er meira en kringum hálfan hnöttinn, og komast Frakkar með stöð þessari í samband við ailar loftskeytastöðvar á jörðinni. Mikl ar eru framfarir mannanna mætti segja, ef framfarirnar yrðu til þess að gera þjóðunum auðveldara að lifa, en sem kunnugt er verða margar uppfundingar, með núver- andi fyrirkomulagi þjóðfélagsins, aðeins til þess að auðga einstaka menn (og það ekk-i einu sinni upp- fundingamennina), í stað þess að verða til gagns fyrir almenning. En þetta breytist með sigri jafn- aðarstefnunnar. JPýzkir yerkamenn tilRíisslands. Um miðjan fyrra mánuð fóru 200 þýzkir verkamenn (um Stettin og Reval) til Rússlands. Voru þeir flestir málmsmiðir sem hafa fengið atvinnu við járnbrautarvagnasmiðj- ur í Koloma, sem er 120 rastir frá Moskva. í ráði var að um mánaðamótin júlí—ág. færu alls um 2000 þýzkir verkamenn (alt þaulæfðir iðnaðarmenn) til Rúss- lands, og eru þeir allir ráðnir hjá so vjet- stj órnum (verklýðsráðsstj órn- um). Jafnframt átti að fara þýzk sendinefnd, til þess að kynna sér kjör þau og aðbúð er verklýðs- stjórnin rússneska veitti þessum mönnum. Eftirtektaverð Tiðurkenning á rússneska verkamanna- iýðveldinu. Nýlega hélt SimoH utanríkisráð- herra Þjóðverja, sem ekki er jafn- aðarmaður, eftirtektaverða ræðu um Rússland. Sagði hann, að Þýzkaland hefði enga ástæðu til að fara með Sovjetstjórnina eins og úrþvætti. vegna þess að stjórn- araðferð hennar félli ekki í þeirra kram. Ráðuneytið skoðaði það sem væri að gerast austurfrá með öðr- um augum en alment væri. Hann þekti sjálfur Tschitscherin utan- ríkisráðherra Rússa, og væri ekki einn þeirra, sem væri þeirrar skoð- unar að alt væri á ringulreið í Rússlandi. Áreiðanlegar fiéttir sönnuðu það, að bolsivíkar stæðu fyrir stórkostlegum endurreisnar- verkum, sem Þýzkalandi mundi henta bezt að taka sér til lyrir- myndar. Þeim fjölgar altaf meðal erlendra stjórnmálamanna, sem viðurkenna verk og hæfileika verkamannalýð- ríkisins rússneska. Pýzkaland kaupir verzlunar- flota sinn af Bretum. Að því er fregnir segja frá Hamborg, eru Bretar fúsir til þess, að selja Þjóðverjum aftur verzlun- arflota þeirra. Þýzku útgerðarfé- lögin hafa fengið tilkynningu um þetta frá stjórninni og tilboð um að semja um málið. Cfullfundur í Brazilíu. Gull hefir nýlega fundist £ Bonfim í Bahíaríki í Brasiliu. Stríðsskuldir í Ástralíu. Styrjaldarkostnaður Ástralíu einnar er 313 milj. sterlingspunda. um 8 miljarðar króna). Pingvallaflug. Frank Fredrick- son flýgur í dag til Þingvalla med Skúla Skúlason blaðritara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.