Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ .s. Gullfoss fer héðan í ílsag-, mánudag 9. ágúst kl, 8 síðdegis, áleiðis lil Kaupmannahafnar. Kemur við í Vestmanna- eyjum vegna pósts og farþega og Peterhead í Scotlandi. H.f. Bimskipafólag• íslands. Eltimór er kominn til bæjarins. Til sýnis á Steinbryggjunni í dag. Hann er ItolaíggildLi. Pantanir mótteknar á skrifstofum O cTSatan S (Bísen og Sigurjóns SÍáíurss. Xoli konunpr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konunqs. (Frh.). Haíiur hafði aftur á móti til- Imeigingu til þess, að rannsaka alt niður í kjölinn. Og hið fyrsta ■er hann varð að glíma við, voru trúarkreddurnar. Þær hafði Ed •wrrd aldrei verið að fást um. Hann fór f kirkju, að sumu leyti vegna þess, að það var siður, og að sumu leyti vegna þess, að mærin er hann ætlaði að ganga að eiga, kaus helzt að sjá hann vel klæddan koma með sér þang- að, sem hljómleikar vbru og blóm, og hún hitti kunningja sína, sem líka voru vel klædd, Og Edward íanst það vitfirring, að ungur maður hætti þessum sið, vegna þess að hann trúði því ekki að Jónas hefði verið í kviði hvalsins. En þeim hafði fyrst lent saman fyrir alvöru, þegar Hallur fór að efast um heldrimanna-trúrækni bróður síns. Edward var dauð- skelfdur yfir bókum þeim sem Hallur las, og enn þá skelfdari varð hann við hugmyndirnar, sem Hallur kom með heim frá skól- anum. Engan haíði dreymt um aðrar eins hugmyndir fyrir 8 ár- um, þegar Edward var þar. Eng- inn hafði þá heldur gert vísur, sem hæddust að skólanum og iðjuleysi auðmannanna. Um þetta leyti fekk Warner gamli „slag“ og Edward tók við uámurekstrinum. Á þremur árum aflaði hann sér fullkomins álits námurekanda á því máli, og því varð ekki að eilífu breytt. Tak- /mark námueiganda var að kaupa vinnuna ódýrt og að ná upp sem mestum kolum á sem stystum tíma og selja kolin til áreiðan- legra kaupenda fyrir svo hátt verð sem unt var. Ef einhver náma gaf góðan arð, var hún ágæt. En að tala um það, að einhver vinnuaðferð gerði verka- mennina, sem að kolanáminu unnu, að ræflum, var fyrirlitlegt og ósvífið. Edward hafði undrandi og með andúð hlustað á bróður sinn, þegar hann sagðist ætla að nota sumarleyfið til þess að vinna erf- -ðisvi nnu og rannsaka þannig iðn- aðartyrirkomulagið. En þegar hann hafði hugsað sig betur um, komst hann að þeirri niðurstöðu, að þetta væri kannske ekki svo galið. Það gæti vel farið svo, að Hallur fyndi ekki það, sem hann leitaði að. Og þegar hann vann með höndunum gat vel skeð, að eitthvað af höfuðórum hans hyrfu honum úr huga. En tilraunin hafði reynst öðru- vísi, en Edward vonaði. Hallur hafði ekki komist að þeirri niður- stöðu, að verkamennirnir væru ó- stýrilátir, Iatir og ósanngjarnir, og yrðu því að verá þrælbundnir. Þvert á móti, hann var sjálfur orðinn óstýrilátur — málsvari hinna lötu og ósanngjörnu, hvatn- ingamaður, óvinur vina sinna og verzlunarsambanda fjölskyldu sinnar. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. AlþýdubladiÖ er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. r a sem vill vera viss um að verka- lýðurinn lesi augiýsingar sínar, verður að auglýsa í Alþýðublað- inu, sem ér eign verkalýðsins og gefið út af honum. IVýr frakki á 4 ára gaml- an dreng til sölu og sýnis á af- greiðslu blaðsins. Alþbl. kostar i kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.