Morgunblaðið - 27.03.1973, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.03.1973, Qupperneq 8
5ö MOR(;U'NBÍ.AF>IÍ->, ÞRÍÐJÚDAGÚR 27. MARZ 1973 BariUta um fráka«t í leik ÍR og: HSK. iR-ingrur nr. fi er Agnar Friðriksson, leikmaður nr. 4 hjá HSK er Gunnar Bjarnason, en á milli þeirra eru þeir Guðmundur Svavarsson og Birkir Þor- kelsson. ÍR - HSK: KR - Valur: Gömlu jaxlarnir tryggðu sigurinn KR sigraði Val í 1. deild um helgina, og losuðu sig þar með við erfiða hindrun í leið sinni að endurheimtun íslandsmeist- aratitilsins frá ÍR. I»að er sýnt að leikur KR og ÍR verður leik urinn sem allt byggist á varð- andi úrslit þessa móts en þó eiga KR-ingar eftir að leika við Ármann, og það er ekki fyrir fram unninn leikur hjá þeim. Leikur KR og Vals var mjög góður fyrir margra hluta sakir, enda bæði liðin í góðri æfingu um þessar mundir. Bæði liðin byrjuðu með maður gegn manni í vörninni, og tilþrif sóknar- manna beggja liða gegn vörnun um létu ekki á sér standa. Skor að var i gríð og erg, því hittni leikmanna beggja liða var mjög góð. Jafnt var 10:10 og stuttu síðar 14:14, en á 13. mín. hálf- leiksins hafði Valur forustu 23:18. Næstu mín voru mjög slakar hjá Valsliðinu, þeir höfðu að vísu eftir vel útfærð- ar leikfléttur tækifæri á að skora, en tókst ekki úir auðveld ustu færum. T.d. var Kári Marís son landsliðsbakvörður einn með boltann undir körfu KR eftir að Valur hafði „splúndr- að“ vörninni, en ekki tókst hon uf að hnoða boltanum rétta leið. KR-ingar héldu hins vegar höfði og tókst að ná forustunni á ný, en staðan var rétt fyrir hálfleik 32:29 þeim í vil. En Val ur missti þá ekki frá sér, og i hálfleik var staðan jöfn 37:37. Sama baráttan var framan af síðari hálfleiknum og þegar hann var rétt hálfnaður var staðan jöfn 54:54. Þá kom stór- góður kafli hjá KR, bæði í vöm og sókn, og hinir reyndu „jaxlar“ Kolbeinn, Kjristinn og Gunnar skoruðu næstu 10 stig leiksins. Þessi kafli gerði út um leikinn. Valsmenn gerðu harða hríð að KR-ingum til að jafna metin en þeir létu sig ekki og sigruðu með 87:80. Kolbeinn var í banastuði í þessum leik, sífellt að, og ávallt fljótur að notfæra sér vitleysur andstæðingsins. Þá vair hann drjúgur í hraðaupphiaupunum. Kristinn Stefánsson var dálítið furðulegur í þessum leik. I vöm inni var hann sem klettur að venju, og átti þar einnig nær öll fráköst en í sóknarleiknum voru honum mjög mislagðair hendur, og gerði ljótar skyssur. Það var eins og þar færi allt annar mað- ur en sá sem stóð sig svo vei í vörninni. Kristinn verður greini lega að leggja meiri rækt við sóknarleikinn. Þórir Magnússon var í stuði af og til i þessum leik, en hann var í sérstakri gæzlu KR-inga og átti lengst af óhægt um vik. Jóhannes bróðir hans slapp vel frá þessum leik, og sýnir nú framfarir að segja má með hverj um leik. Hafsteinn Guðmunds- son átti mjög góðan leik, og það var eiginlega í einu skiptin sem Kristinn Stefánsson fór halioka í vöminni þegar Hafsteinn sneri á hann. Efnilegur piltur Haf- steinn. Kolbeinn skoraði langmest fyr ir KR, 31 stig, og Þórir hafði eiginlega meiri yfirburði í skor- un hjá Val, hann skoraði 37 stig. gk. * Atök, en síðan yfirburðasigur Umkringdur KR-ingum stekkur Þórir Magnússon upp og skorar. IR sigraói HSK eins og búast mátti við, þegar liðin lékn síð- ari leik sinn í 1. deild, en sá sigur var ekki unninn átaka- laust. HSK veitti verðuga mót- spymu, og það var fyrst undir lok fyrri háifieiks að ÍR náði umtalsverðri forustu. Strax í byr.jun síðari hálfleiksins var svo Ijóst hvert stefndi, og ÍR tryggði sér þá yfirburðastöðu. Fyrri hálfleikurinn byrjaði með mikilli skothríð, og virtust aliir leikmenn beggja liða geta skorað þegar þeim sýndist. Leikurinn var hnífjafn, t.d. var jafnt 4:4 — 6:6, — 8:8 — 10:10 o.s.frv. allt upp í 18:18, og þeg ar 12 mín. voru búnar var stað an enn jöfn, nú 26:26. Þegar hér var komið sögu voru iR-ingar farnir að beita pressuvörn, og bar hún oft árangur, en því mið- ur fyrir ÍR-inga oft þann árang ur einan að HSK komst í auð- velda stöðu við körfu þeirra og skoraði. Það má segja að þetta hafi verið pressa með gati. ÍR tókst þó að ná umtalsverðri for- ustu fyrir leikhlé, og staðan þá var 46:36. var einn inn á af hinum „stóru“ og hann sá um að bilið minnk- aði ekki. ÍR hélt líka út leik- inn sinu 20 stiga forskoti og leikurinn endaði með 91 stigi IR gegn 71 stigi HSK. Birgir Jakobsson var einna beztur ÍR-inga í þessum leik og þeir Anton og Einar Stgfússon áttu góðan leik gegn sínum gömlu félögum. Kristinn og Agnar voru mjög þokkalegir. Bræðumir Birkir og Bjami Þorkelssynir voru beztu menn HSK í þessum leik, og þótt þungir séu þá eru þeir mjög s'yngir leikmenn. Ólafur Jó- hannsson var ágætur. Stighæstir hjá ÍR voru Birg- ir með 21 stig, og Agnar með 18. — Birkir skoraði mest fyrir HSK 16 stig, Ólafur 14. Sfk- HSK - UMFN: UMFN marði sigur Strax eftir 5 mín. leik í síð- ari hálfleik var iR búið að fá 20 stiga forustu, staðan var 60:40, og öll spenna í þessum leik fokin út í veður og vind. Varnarleikur IR var mjög góður þessar mín. og átti HSK ekki svar við honum. Einar Ólafsson þjálfari IR gat nú leyft sér að nota varamennina, enda fóru þeir að týnast inn á hver á fæt- ur öðrum. Vöktu þeir misjafn- lega mikla athygli, Sigurjón Thoroddsen einna mesta fyrir góðan leik, enda er þar á ferð ir.ni mikið efni. Birgir Jakobsson Dregið hjá KSÍ DREGIÐ hefur verið í bílahapp- drætti KSl hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Vinningsnúmerið var innsiglað, þar sem nokkur uppgjör eru enn ókomin til sam- bandsins. Eru þeir aðilar sem en hafa ekki skilað, beðnir að senda uppgjör stnax, svo urmt verði að birta vinningsnúmerið. HSK og UMFN háðu grimmi- lega baráttu í síðari leik sínum um heigina. UMFN sigraði í fyrri leik liðanna með litlum mun og nú endurtóku þeir það, og sigr- uðu með einu stigi sem skorað var í leikslok. Er UMFN þar með komið með 10 stig, og mega þeir vel við sinn hlut una. Fáir hafa senniiega reiknað með því að þeir myndu ná svo langt, en David Davany hefur reynzt lið- inu mjög vel, og veigengni þess er ekki hvað sízt honum að þakka. Að þessu sinni stóð hann sig mjög vel, og skoraði 40 stig. Liðin voru yfir á víxl allan fyrri hálfleikinn, og var strax ljóst að þetta yrði mikill bar- áttuleikur. HSK var yfir 25:22 þegar sjö mín. voru eftir af hálf- leiknum, en þá skoraði UMFN 13 stig í röð og komst því yfir 35:25. I hálfleik hafði UMFN for ustu 37:30. Fijótiega í byrjun síðari iiálf- leiks tókst HSK að komast yfir í 42:41. Þeir höfðu svo yfir næstu mínútur og höfðu t.d. yfir 48:43. Þá kom góður kafli hjá UMFN, og á einni mín. skor- uðu þeir fjögur stig og minnk- uðu muninn í eitt stig 48:47. En Birkir Þorkelsson var ekki af baki dottinn og skoraði næstu fjögur stig fyrir HSK. HSK var svo síðan yfir áfram, þótt aldrei munaði miklu. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. HSK var þá búið að missa þá Birki Þorkelsson og Þröst útaf með 5 villur, og þegar Birkir fór útaf voru 3 mín. eftir og HSK með 73:67 forustu. Stuttu síðar, eða þegar 2 mín. voru eftir var HSK enn yfir, nú var staðan 76:71, og sigurinn virtist í höfn. En David Davany var ekki aldeilis á því að gefast upp, og skoraði nú 8 stig í bunu, á meðan HSK skoraði aðeins tvö stig. Var þá leikurinn alveg á enda, og UMFN með 79:78 forustu. Jón Helgason bætti tveim stig- um við fyrir UMFN, en Þórður Óskarsson átti síðasta orðið í þessari viðureign með körfu 3 sek. fyrir leikslok. UMFN sigr- aði því, með aðeins einu stigi 81:80. Enn einu sinni geta Njarðvík ingar þakkað David Davany fyr ir sigur. Hann var hreint frá- bær í þessum leik, og enginn réð neitt við hann. 40 urðu stig- in hans, og fráköstin voru mjög mörg. Leikur David nú var allt annar og betri en um s.l. helgi, og var þetta stórleikur af hans hálfu. Aðrir leikmenn voru mjög jafnir en mér fannst Hilmar Haf steinsson komast mjög vel frá þessum leik. Birkir Þorkelsson átti mjög góð an leik með HSK, og það var sorglegt fyrir liðið að missa hann út af með 5 villur. Og ekki bætti það úr skák þegar Þröstur fékk reisupassann stuttu síðar, því þessir tveir menn ásamt Ólafi Jó hannssyni höfðu verið uppistað- an í HSK liðinu. Ef Birkis hefði notið við leikinn á enda er ég á því að HSK hefði tekið stigin í þessum leik þótt skiljanlega sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. David skoraði eins og fyrr sagði 40 stig og var langstiga- hæstur í liði UMFN, en fyrir HSK skoraði Þröstur mest eða 21 stig, og Birkir skoraði 20. grk. Leikfr 24. marz 1073 1 X 2IHHH Birmingham — Coventry / 3 - 0 C. Palace — West Ham Z / 3 Ipswich — Everton z 0 / Leeds’ — Wolves X 0 - 0 Leicester — Stoke / z - / Manch. City — Arsenal z 1 - % Newcastle — Chelsea X ) ) Sheffield Utd — Derby / 3 - 1 W.B.A. — Southampton X ) - 1 Luton — Bristol City z / - 3 Middlesbro — Aston Villa X ) 1 Q.P.R. — Blackpool i V O 1 með 11 POTTURINN hjá Islonzkum get- raunum var í annað skiptið í röð rúmlega 500 þúsund krómur. Einin seðill kom fram með 11 rétta og vax sá úr Reykjavík. Handhafi hans hlýtiur 351.000 kr. i vinmimg. 11 voru svo með 10 rétta og hljóta þeir 13.600 kr. í vinmimig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.