Morgunblaðið - 08.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNTMUÐAGUR 8. APRlL 1973 17 i i Dr. Bjarni Jónsson, yfirlæknir: Enn um hjúkrunarspítala I MORGUNBLAÐINU þann 24. marz sl. er frásögn af fundi borgarstjómar þann 15. miarz, en þar var til um- ræðu stækkun Borgarspítalans. Yar þar líka rætt um sjúkrahús fyrir lamgl-egusjúklinga og minnzt á að- stoð við aldraða. Nú sýndst mér að sumir borgar- fulltrúar blandi saman aðstoð .yið aldraða og hjúkrunarspitala, Það eru tvedr óskyldir hlutir, annars vegar er fólk, sesm fyrir aldurs sakir og elli- hrumJeika getur ekki staðið eitt, en á hjúkrunarspítala er fólk á öllum aldri. Ég las þesisa frásögn með athy.gli. Vistun hjúkrunarsjúkliiniga hefir lengi verdð vandamál i þessum bæ. Og þegiar dr. Friðrik Einarsson kvað upp úr með þörfina á samastsað fyr- ir hjúkrunarsjúkltnga gat óg ekki stillt mig um að taka undir og benda jafnframt á einfalda og ódýra leið til þess að bæta úr þeim skorti. Á nefnduim borgarstjórnarfundi talaði formaður heilbrigðisráðs borg- arinnar, tjlfar Þórðarson, um fyrir- hu.gaða stækkun Borgarspitala. Er þar um að ræða „B-álmu", sem full- búin getur væntanlega rúmað 200 sjúklinga. Sú framkvæmd á að kosta 800 milljónir eða 4 milljónir á sjúkra- rúm. En til þess að hægt sé að nýta þá álmu á sama hátt og önmur rúm Borgarspítalans i dag, vantar aukn- ingu á þjónustudeildum. Þarf þá fyrst að byggja „G-álmu“ fyrir þær og eir ætlað, að hún kosti 700 millj- ónir. Samaniagður kostnaður beggja deilda er þá 1500 milljómir. Það þýðir, að hvert af þessum 200 rúmum kost- ar í raun TVz milljón krónur og eru þó vandamái hjúkrunarsjúkiinga jafnóleyst. I frásögn Morgunblaðsdns er haft eftir Úlfari Þórðarsyni: „Enda þótt allir séu sammála um, að rétt sé að spara sem mest, þá held ég að engimn geti virkilega haldið því fr-am, að rétt sé að bygigja sjúkrahús fyrir þá peninga, sem sparast kymnu á þvi að byggja lélega fyrir langlegusjúkl- ingia.“ Nú hefur Reykjavikurbong byggt hjúkrunarspítala við Grensásveig. I grein minni í Morgunblaðinu tók ég mið af byggingarkostnaði þess spít- ala og komst að þeirri niðurstöðu, að mismunur á kostnaði við dvöl 100 sjúklinga í hjúkrumarspítala og kostn áði í þremur aðalsjúknahúsum á Reykjavíkursvæðinu, mymdi á tveim- ur árum jafngilda kostnaði við bygg- ingu 230 rúma hjúkrunardeilda í sama flokki og Grensásspítalimm er. Er það lélegur spítali? Ekki trúi ég því, em.þar hefir heilbrigðisráð borg- arinnar væntanlega skýr svör og af- dráttarlaus á takteinum. Emm er haft eftir úlfari _ Þórðar- syni: „Og það er alrangt, að þjón- usta og kostnaður henni samfama geti verið mimni á lamigleguspítölum en öðrum. Þvert á móti þarf að kosta máklu meiru til við þjónustuna.“ Reykjavikurborg rekur fullkom- inn spítala i Fossvogi eftir okkar hætti, hjúkrumardeild við Baróns- stig og aðra við Skólavörðustiig í spitaia Hvíta bandsins, Kostnaður við Hvíta bands deildina er ætlaður kr. 1700,00 á legudag, kostnaðor við deildiina á Bamósstíg er ætlaður kr. 1900,00, an við spítalann í Fossvogi kr. 5.100.00. Hér sýnist eitthvað stamgast á. Ég fæ ekki betur séð en bongaarfull- trúinn gangi á svig við staðreyndir, sem honum eiga að vera tiltækar. Ég gat þess í fyrri grein minni, að fyrir 200 milljómir mætti byggja hjúkrunardeild fyrir 200 sjúklinga, ef miðað væri við byggingarkostnað Grensásdeildarinnar og reka hana fyrir þriðjung af ’því, sem Borgar- Dr. Bjarni -Jönsson spítalinn kostar á legudag, ef miðað er við kostnað á hjúkrunardeildum bor-garinnar. Með slíkri byggimigu myndi efcki einasta leysast vandi hjúkrunarsjúklinga heldur og spítala vandræðin, því þá myndu losna meira en 100 rúm á spítölunum þremur, Borgarspítaia, Landakotsspítala og Landspitala. 200 miUjónir er mikið fé en þó við- ráðanleg upphæð. 1500 milljónir er nokkuð stór biti að kyngja. Væri hjúkr-unarspitalinin byggður fljótlega — og lausn á þeim málum þolir ekki bið —, þá gæfist heilbriigðisyfirvöld- um svigrúm til þess að leggja niður fyrir sér hvernig ætti að haga næsta áfanga í spítalaimálum og hvar ætti að taka fé til þeirra fram'kvæmda. Ég held að heppilegast væri að byggja hjúkrunardeildir við aila spít alana þrjá, t. d. 100 rúm við hvern spítala, hafa mot af kjama þeirra og starfsliði fyrir þær deildir, en að óbreyttu er ekki landrými til þeirra framkvæma nema í Fossvogi. Mér skilst að leitað hafi verið ráðu meytis erlendra manna um spítaila- þörf á Islandi og sé álit þeirra, að sæmilega sé séð fyrir þörfinni eins og er, nema rými fyrir langlegusjúkl- inga. Hvort þeir ætla þeim nógu stór an hiut skal látið ósagt, en þær upp- lýsingar eru í höndum heilbrigðis- yfirvalda. Það er svo, að enginn finm- ur hvar skórinn kreppir nema sá sem hefir hann á fætinum og ekki er vist, að þjóðfélagshættir séu að öllu eins hér á lamdi og í þeim löndum, sem ráðgjafarnir eru upprunnir. Fyrir hálfri öld var ekki þörf hér á hjúkrunarspítölum, þeir sjúklingar sem nú eru vistaðir á þeim, lágu heima. Það var hægt þá og datt eng- um annað i hug. Nú eru fá heimili á landin-u, sem geta haft langlegu- sjúklinga og er það svo alkunnugt, að ekki þarf að eyða að því orðum. Þjóðfélagsbyggimgin hefir breytzt. Hvort hún hefir gerhreytzt eins í öðrum löndum álfunnar skortir mig þekkingu til þess að dæma um. Vér erum haldnir vanmeta- kennd á þííssu landi. Kannski eru það leifar af því, að erlendir memm voru herraþjóð hér í meira en sex hundr- uð ár, en mér finnst, að sáðasta hálfa öld hefði átt að losa oss undan þeirri áþján, því vér höfum sýnt, að eftir að vér stugguðum herraþjóðinni frá, hefir oss vegnað vel. Nú' í mörg ár hefir mikill fjöldi æskufólks stundað nám við menntastofnanir stórvelda, sumt hvað við beztu skóla veraldar og komið heim með góðan forða af þekkingu, sem ætti að nýtast oss til afreka. En hvað gerist. Vanmeta- kenndin hefir undirtökin. Vér leitum til útlenzkra um hl-uti, sem vér get um betu-r leyst sjálfir o'*, tökum kjaft-shöggin ai þekkiin'garskortá þeirra á íslenzkum staðháttum, rétt eims og frá selstöðukaupmönnum liðinma alda. Mér finnst, að annaðhvort eig- um vér að gera: að nota þekkingu þessara manna, láta þá reyna sig við verkefni þau, sem vér þurfum að leysa og vaxa með vandanum, el'leg- ar að vér eigum að hætta að eyða fjármumum vorum og tíma þeirra í nám við erlendar menntastofnanir. Löndun (Ljósm. Kr. Ben.) arandstöðunnar um framgang málsins, en sýknt og heilagt tönglast á því, að hún, ríkis- stjórnin, væri að gera þetta og hitt, í stað þess að halda þannig á málum, að með sanni væri hægt að segja, að um væri að ræða stefnu íslendinga allra. Á undirbúningsfundi Hafrétt- arráðstefnunnar í júlí 1971 kom strax í ljós, að sú stefna á vax- andi fylgi að fagma, að strand- ríki ráði yfir víðáttumikilli land- helgi, og Suður-Ameríkuríki verja nú, eins og kunnugt er, 200 sjómílna landhelgi sína. Aðr- ar þjóðir hafa fetað í fótsporið, og nú síðast hafa Ghana, Paki- stam, Suður-Víetnam og Marokko helgað sér stærri landhelgi en þau áður vörðu. Landgrunmskenningin er að sigra, og ekki verður lengur um það deilt, að Bjarni Benedikts son valdi rétta tímann, er hann ákvað að láta til skarar skriða vorið 1970. Hitt er annað mál, að svo óhönduglega hefur margt verið gert í landhelgismálinu af hálfu þeirrar vandræða ríkis- stjórnar, sem á íslandi situr, að sigur vinnst síðar en ella hefði orðið, og væntanlega ekki fyrr en aðrir menn taka við stjórn landsins en þeir, sem nú þykjast stjórna, án þess þó að stjórna nokkrum hlut. Það vinnur enginn sitt dauðastríð Þótt Bretar séu þrautseig þjóð og hafi hvergi gefizt upp fyrr en stríð þeirra var tapað, er barátta þeirra nú við okkur íslendinga vonlaus. Þeir geta þvælzt fyrir um sinn af þeirri einu ástæðu, að grátleg mistök hafa verið gerð við framkvæmd 'landhelgisútfærslunnar, máls- meðferð og kynningu málsins. En þeir geta ekki sigrað, af þeirri einföldu ástæðu, að það vinnur enginn sitt dauðastríð. Þegar Bretar létu af nýlendu- stefnu sinni eftir styrjöldina vissu þeir ofurvel, að engu lýð- ræðisríki mundi lengur líðast að reka nýlendustefnu. Það geta einræðisriki nútimans ein gert. Þeir sýndu þá stjórnvizku að pakka saman og „gefa“ nýlend- unum frelsi. Þeir aðstoðuðu þær meira að segja margar hverjar og skildu víða betur við en önn- ur nýlenduveldi, sem þá hrökkl- uðust burt úr sinum gömlu ný- lendum. Bretar biðu þess þá ekki, að almenningsálit og al- þjóðalög hrektu þá í burtu, held- ur urðu fyrri til. Hér reka Bretar hins vegar þveröfuga stefnu. Þeir gerðu það í fyrra þorskastríði og gera enn. Þeii* vita, áð þeir verða að hverfa úr íslenzkri fiskveiðiland helgi, en þeir ætla þó ekki að gera það fyrr en i fulla hnef- ana. — Eða svo virðist a.m.k. vera á þessari stundu. Ráðlegging til Breta Ekki er hægt að gefa Bretum nein betri ráð en þau, sjálfra þeirra vegna, að setjast nú nið- ur og semja við Islendinga. Semja með það fyrir^augum, að koma þegar I stað i veg fyrir þá rányrkju, sem brezkir togarar stunda, hindia átök, sem hvern dag geta orðið, og tryggja Islend ingum full og óskoruð yfirráð yfir 50 mílunum nú og land- grunninu öllu síðar, eftir því sem alþjóðareglum miðar fram. 1 samningagerðinni við Belga sýndu Islendingar fyllstu sann- girni og þá samninga má styðj- ast við. Á því leikur enginn vafi, að Bretar hafa haft þau áhrif á Vestur-Þjóðverja, að þeir hafa ekki gengið til þess samkomu- lags, sem unnt er að ná. Bretar vita sem er, að þegar Þjóðverjar hafa samið, verða þeir að semja líka, því að þeim verður ekki stætt á því til langframa að stunda hér einir ólöglegar veið- ar. Þeir ættu nú að sýna sömu stjórnvizku og þeir gerðu, þegar nýlendustefnan var dauð í vit- und þjóðanna. Þeir ættu að hafa frumkvæðið að samkomulagi og hverfa héðan burt með þeirri sæmd, sem enn er hugsanleg, í stað þess að verða að hrökklast í burt ærulausir. Eins og tréhestar 1 blaði Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Þjóðúlfi, birt- ist grein eftir Hannibal Valdi- marsson, þar sem hann m.a. fjall ar um það, hvort við Islendingar eigum að mæta fyrir dómstóln- um i Haag. Þar segir hann m.a.: „Enginn má binda sig við fyrir framskoðanir í sliku stórmáli og ég trúi því ekki, að neinn íslenzk ur stjórnmálaflokkur hagi sér eins og tréhestur i slíku örlagji- máli. En það er algjör lágmarks- krafa, að þeir, sem ekki vilja láta túlka málstað Islands i Haag, færi fyrir þvi skýr rök, hvers vegna málstað okkar sé betur borgið með því að láta auðu stólana eina tala.“ Hannibal Valdimarsson vandar samstarfsflokkum sínum ekki kveðjurnar eða meðráðherrun- um. Þeir heita á hans máli tré- hestar, því að þeir hafa þegar „bundið sig við fyrirframskoð- anir“ í málinu. Kannski er Hannibal líka að svara fyrir sig, en Lúðvík Jósepsson lét birta í málgagni sínu grein, þar sem m.a. sagði: „Er ekki annað að sjá en að Björn og Karvel stefni að þvl að koma henni (ríkisstjórninni) á kné . . . Og nú hefur annar af ráðherrum flokksins, sem jafn- framt er formaður hans, bitið höfuðið af skömminni. Hann hefur tekið afstöðu með stjórn- arandstöðunni, en gegn rikis- stjórninni í landhelgismálinu og er því samþykkur að af hálfu íslendinga verði mætt fyrir Haagdómstólnum og vald hans til að skammta klendingum land helgi þar með viðurkennt." Það er sem sagt ekkert lát á skeytunum, sem ráðherrarnir senda sín á milli, og oft hitta þau i mark. Skammirnar kunna þeir, þótt þeir kunni ekki að stjórna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.