Morgunblaðið - 08.04.1973, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRlL 1973
Eliszabet Ferrars:
Samísríls i dsirisnra
ar ég kom þangað. Og svo var
ég þar þangað til við fórum í
morgun — um klukkan ellefu.
Og svo ókum við beint hingað.
— Þakka yður fyrir, sagði
Greed. Þetta er allt mjög greini-
legt og getur orðið að miklu
gagni. En nú þætti mér vænt um,
að þér vilduð biðja frú Dalziel
að koma hingað inn.
Roderick stirðnaði í sætinu og
vandræðasvipurinn hvarf af hon
um. — Er það nauðsynlegt? Hún
hefur komizt afskaplega úr jafn
vægi.
— Þér getið verið viðstaddur, ef
þér viljið, sagði Creed. — Ég
býst ekki við að þurfa að tefja
hana lengi.
— Ég skil. Jæja, ég skal vita,
hvað henni finnst um þetta. Rod
erick stóð upp og gekk út.
Meðan Creed beið eftir Jane,
tók hann upp myndina og at-
hugaði vandlega hlæjandi and-
litið á Margot Dalziel. Lagleg
kona, hugsaði hann, og mesta
furða, að hún skyldi aldrei hafa
gifzt. Það hefði varla getað staf-
að af skorti á tækifærum. Hon-
um datt í hug, að hann þyrfti
að ná sér í eintak af þessu tíma
riti, sem hún stýrði og
vita, hvort hann gæti fundið þar
nokkrar bendingar um, hvers
konar efni hún skrifaði. En
sennilega væri það allt ofar hans
skilningi, þjóðíélagsfræði eða
þess háttar. Það mundi kannski
bara rugla fyrir honum. Hann
lagði myndina frá sér aftur, um
leið og Jane kom inn.
Hún gekk hratt að stólnum,
sem Roderick var nýbúinn að
yfirgefa, settist á brúnina á hon
um, krosslagði armana á borð-
inu, sendi Creed bros, sem hon-
um fannst fullglaðlegt, eins og
á stóð, og sagði léttilega: — Jæja,
hér er ég, fulltrúi. Annars vill
svo til, að þér þekkið líklega
móður mína, frú Meredith.
Þetta sló Creed út af laginu.
Vissulega þekkti hann frú Mere
dith, sem var einhver hræðileg-
asti friðdómari, sem hann hafði
nokkum tíma komizt I kynni
við. Harðneskjukvenmaður, sem
leit út í dómarasætinu rétt eins
og hún vildi helzt senda menn
í þræJkunarvinnu, jafnvel bil-
stjóra, sem hefði lagt bíl sín-
um ljóslausum. En þrátt fyrir
þetta útlit sitt var hún gædd um
burðarlyndi, sem Creed fannst
með ólíkindum. Ef hún hafði til
meðferðar óbetranlegan drykkju
mann, eða vændiskonu, sem var
kærð um mannaveiðar, eða
mann, sem stóð ekki í skilum með
lífeyri til konunnar, sem hann
var hlaupinn frá, allt þetta virt-
ist fylla frú Meredith þakklæti
fyrir að vera ekki svona sjálf.
En þó aðeins suma daga. Aðra
daga gat hún verið harðvitugri
en fiestir. En þetta var allt
óreglubundið og Creed hafði
aidrei getað botnað í því.
— Já, ég þekki frú Meredith,
sagði hann dauflega. — En vild
uð þér segja mér, hvenær þér
sáuð ungfrú Dalziel síðast.
— Æ, það er ævalangt síð-
an, sagði Jane. — Sjálfsagt einar
þrjár vikur. Hún bauð okkur
Roderick með sér i leikhúsið.
Hún hélt þessu áfram og hann
lét hana halda áfram að ímynda
sér, að hann bókstaflega tæki
ekki eftir því, að ég væri til. En
á meðan á þessu öllu stóð, vor-
um við sama sem trúlofuð — ef
það er þá rétta orðið. Því að í
rauninni vorum við aldrei trú-
lofuð. Við fórum bara og gift-
um okkur. Brosið hvarf af
henni. — Mér finnst það hálf-
ómerkilegt af okkur núna.
— Og þér sáuð ekki ungfrú
Dalziel og töluðuð ekki einu
sinni við hana í síma, eftir að
hún kom frá Genf á föstudag-
inn?
— Nei, sagði Jane.
— Hvernig stóð á þvi?
— Nú, ég var farin heim til mín.
Ég varð að segja foreldrum mín
um frá giftingunni.
— Ég skil. Og voruð þér svo
heirna yfir alla helgina?
— Já, að mestu leyti.
— Hvað eigið þér við með þvi?
— Bara það, að ég komst þang
að nú ekki fyrr en um klukkan
sjö á föstudagskvöld. Ég slapp
ekki úr vinnunni fyrr en fimm,
svo fór ég frá Waterloo kl. 5.40,
og pabbi hitti mig á stöðinni með
bilinn, svo að ég kom ekki heim
fyrr en um kl. 7. Og við fórum
strax að borða og ég sagði
pabba og mömmu að ég
væri gift Roderick, og hefði beð
ið hann að koma þangað næsta
dag, og sem betur fór brugðust
þau ekkert illa við þessu. Svo
fór ég í bað, og hvort sem þér
trúið því eða ekki, þá Var vatn
ið næstum ískalt, eins og það er
reyndar oftast, því að ef ofninn
er kyntur, þá sýður það. Þér
munduð nú halda, að nú á dög-
um mundi fólk gera eitthvað við
svona lagað. Mér finnst engin
dyggð að lifa við óþægindi, enda
þótt mamma sýnist stundum
halda, að . . .
Creed greip fram í:
Og svo næsta dag?
— Næsta dag kom Roderick,
sagði hún.
— En áður en hann kom?
Hann kom ekki fyrr en seinni-
partinn, var það?
Hún flýtti sér að grípa hendi
fyrir munninn.
— Nei, sagði hún og lét hönd-
ina síga. — Hann kom i te.
K'lulklkan um háilffiimm, held ég.
Og svo vorum við hjá foreldr-
um mínum það sem eftir var dags
ins. Roderick snerist eitthvað
fyrir mömmu og talaði svo lengi
um fjármál við pabba, og þeim
kom ágætlega saman. Ég hef
aldrei verið jafn hamingjusöm á
ævinni. En nú . . . nú . . .
— Voruð þér heima allan dag-
inn þangað til maðurinn yðar
kom?
— Já, nema hvað ég tók bíl-
inn oig fór í svolítinn skottúr um
morguninn. Ég fór dálítið i búð-
ir fyrir mömmu 1 Falford.
— Ég skil. Þakka yður fyrir.
— Var það ekki fleira? spurði
hún, en var svo fljót að standa
upp og fara út, að Creed rétt
náði að biðja hana að senda ung
frú Hardwicke inn.
Hann sneri sér að Gower, þeg-
ar hún var farin út og sagði: —
Þetta er skritið, finnst þér ekki,
Jim? Hún kunni eitthvað ekki
við þessar síðustu spurningar.
Hvað leggurðu upp úr þvi?
— Kannski hef ur mamma henn
ar ekki vitað, að hún tók bíl-
inn, og hún sé hrædd um, að við
segjum frá því, sagði Gower.
— Eða vegna þess, að
hún hafi í rauninni ekki vitað,
hvað Dalziel hafðist að fyrripart
inn, þangað til hann kom í te-
drykkjuna?
— Kynni að vera, sagði Gow-
er og kinkaði kolli.
— Hvað finnst þér — hefði
hann getað etið hádegisverð á
þessum tíma, sem hann sagði í
Eustonstræti og komizt svo alla
leið hingað — níutíu mílur —
snúið svo aftur til Falford
og heim til Merediths og náð
þangað fyrir klukkan hálffimm?
í þýóingu
Pál$ Skúlasonar.
— Nei, sagði Gower, — og aUs
ekki ef hann hefur komið með
ungfrú Dalziel hingað með sér,
kálað henni og losað sig við lík-
ið.
— Jæja, hún hefur nú einhvern
veginn komizt hingað og enn vit
um við ekki hvernig, sagði
Creed.
— En hafi það verið þannig,
sagði Gower. — Þá getur það
ekki hafa verið hún, sem tók
mjólkurflöskuna um morguninn.
— Nei, sagði Creed.
Gower hleypti brúnum, seild-
ist eftir ljósmyndinni og dró
hana að sér.
— Þú ert orðinn viss um það
með sjálfum þér, að hún sé dauð?
sagði hann og horfði á brosandi
andlit konunnar.
ICECROSS-platan er komin í verzlanir.
Sendum um land allt. Sími 23491.
Pósthólf 131, Garðahreppi.
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
£ Sædýrasafnið
Margra barna móðir i Álf-
heimum skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Margir hafa haft orð á því,
að lítið sé um skemmtanir við
hæfi barna hér í Reykjavík og
nágrenni og vil ég taka undir
það. Helzt er um að ræða
bamasýningar kvikmyndahús-
anna, svo og þau fáu barnaleik
rit, sem sett eru upp á vetri
hverjum. Það er ólán að senda
krakkaskinnin í þrjúbíó sunnu-
dag eftir sunnudag, en skríls-
lætin, sem þar eru látin við-
gangast eru sízt við hæfi lítilla
barna, jafnvel ekki þó að for-
eldrarnir séu með.
Það varð því mikið ánægju-
efni þegar skátar i Hafnarfirði
tóku sig til og opnuðu Sædýra
safnið, sem nú er reyndar að
verða vísir að dýragarði. Mér
finnst, að þama hafi verið gerð
mjög svo virðingarverð tilraun,
og sem ekki má vanmeta. Ef
vel ætti að vera þyrfti þó að
búa miklu betur að þessari
stofnun og finnst mér að sveit-
arfélögin á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu ættu að standa sameig-
inlega að rekstri hennar, að
einhverju leyti. Þetta svæði
mætti gera miklu betur úr
garði, auðvitað með einhverj-
um tilkostnaði, en væri þá
ekki eðlilegt að þessir aðilar
gerðu það.
Það er gaman að fara með
börn í Sædýrasafnið og lofa
þeim að sjá lifandi dýr. Börn,
sem búa í þéttbýli hafa ekki
mörg tækifæri til þess. Þess
vegna vil ég hvetja þá, sem
geta haft áhrif á málið, til þess
að stuðla að eflingu þessarar
ánægjulegu starfsemi.
Margra barna móðir í Álf-
heimum“.
0 Ljóð dagsins
Ljóðelskur maður hringdi til
Velvakanda. Sagðist hann vera
mjög ánægður með „ljóð dags-
ins“, sem lesið er fyrir hádegis-
fréttir alla virka daga. Hinsveg
ar sagðist hann vera mjög
óánægður með þann tíma, sem
valinn hefur verið; sjálfur hefði
hann til dæmis nauman tíma
til þess að skreppa heim og
borða og hlusta á fréttir og
væri þá ekki í neinu „stuði“
til þess að hlusta á ljóðalestur.
Til þess að hafa gagn og gam-
an af slíku þyrfti ró og næði.
Sá ljóðelski heldur, að það
muni vera miklu betra ef ljóða
lesturinn væri að loknum fyrri
kvöldfréttum eða þá fyrir eða
eftir seinni kvöldfréttir. Þá
væri komin ró á mannskapinn
og hægt að hafa meira gaman
af þessum dagskrárlið, sem
heyrzt hefui að væri dýrkeypt
ur i meira lagi.
0 Hvaðan kom gullaugað
í mótmælavikunni?
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Laugavegi 82, hringdi vegna
bréfs Erlu Sigurðardóttur, um
lélegar kartöflur, sem birtist
hér í dálkunum fyrir stuttu,
vildi hún benda á það, að ein-
mitt í þeirri frægu viku, sem
reykvískar húsmæður mót-
mæltu verðhækkunum, þá brá
svo við að dýrindis kartöflur af
gullaugaætt komu í verzlanir.
Þá hafði sá sjaldséði varning-
ur ekki sézt síðan einhvern
tíma s.l. haust og þá í mýflugu
mynd. Ingibjörg sagðist hafa
spurt verzlunarstjórann í búð,
sem hún verzlar í að staðaldri,
hvort mikið hefði komið af
gullauganu, en þá kom á dag-
inn að um það bil hálfur viku-
skammturinn hefði verið af
þeirri tegund, en hinn helming
urinn hefði verið rauður. Síð-
an hafa auðvitað ekki sézt
nema rauðar kartöflur.
Kannski var það einskær til-
viljun, að þessar góðu kartöfl-
ur komu fram í dagsljósið ein-
mitt á þessum tíma. Þvi ge<ta
menn velt fyrir sér. En þarna
kemur þó s ljós, að til eru í
landinu betri kartöflur en einka
sölunni þóknast að útdeila alla
jafna, og verður það að teljast
einkar athyglisvert.
En hér með er það komið í
annála, að íslendingar áttu kost
á ætum kartöflum eina viku i
marzmánuði anno domini 1973.
ah nviinn heimi
Þér Iserió nýtt tungumál á 60 tímu
m
Tungumólanámskeió á hljomplötum eóa
segulbondum tii heimanáms:
A-fborgunarskilmálar