Alþýðublaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1958 íilþýðablaSið Alþ\jöublciðib Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ri tstj órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusínai: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Heigi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdótt i r. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Viðíai við Martin Larsen, iekfor: Tilraunir með kjarnavopn FRÁ því er skýrt í fréttum þessa dagana, að heim^ráð- stefna gegn tilraunum með kjarnorkuvopn, sé um það bil að hefjast austur í Japan. FuH ástæða er til að vekja at- hygli almennings um, gervallan heim á þessari samkomu, því að tilraunir með kjarnorku- og vetnisvopn ’hafa að undanförnu varpað miklum skugga yfir heimsbvggðina. Stórveldin hafa keppzt við framleiðslu gereyðingarefna á sama tuna og rætt hefur verið hvað ákafast um varanlegan írið og afvopnun. Þetta kapphlaup stórþjóðanna hlýtur að vekja ugg með öllum hugsandi mönnum um\ heim allan. Mannkynssagan vitnar ekki með því, að forráðamönnum hervelda sé treystandi til að ráða yfir sprengiefni, sem eytt gptur heil þjóðiönd að verklegum. og náttúrlegum verð- mæturn. i . 1 í ii Þetta er þó ekki öll sagan, þótt svo geti orðið, ef ó- hlutvandur og ofsafenginn stjórnandi situr við stýrisvöl í kjarnorkuveldi. Tilraunirnar sjálfar geta að dómi vís- indaínþnna !haft hiirar al'^arlegustu a^leiðingar fyrir mannlif og gróður. Hættan á hvers konar lömun og skemmd af völdum hinna geislavirku efna, er úr læðingi leysast við tilraunasprengingar, er yfirvofandi, og vís- indamenn fara ekkert í launkofa með þá skoðun sína, að þannig geti nútíðin lagt helfjötur á framtíðina. Því eru tilraunirnar sjálfar styrjöld, ekki einungis hættu- legur leikur með eld, sem orðið getur óstöðvandi, heldur beinlínis stríð gegn eðlilegri þróun og þroska, heilbrigði og lífi. í sömu fréttum og sagt var frá ráðstefnunni gegn til- raunum mieð kjarnorku- tog vetnisvopn var skýrt frá skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, er haft hef- ur þessi mál með höndum. í skýrslunni er sérstaklega varað við framhaldi þessara tilrauna og hiklaust talið, að af þeim stafi hætta fyrir allt miann.kyn. Geislavirk efni valda þessari auknu hættu. Ætti þessi skýrsla nefndarinnar að verða stjórnmálamönnum verðug áminning, því að Sam,einuðu þjóðirnar voru til þess stofnaðar að auka frið og velgengni í heiminum og kenna þjóðunum að vinna saman að þessu verkefni. Annars er fullkomlega kominn tími til, að stjóni- málamcnn Ieggi meira upp úr áliti, skoðunum og álykt- unum vísintlamanna. Hvers virði er menntun, lærdóm- ur, vísindalegar rannsóknir og niðurstöður, ef misvitrir stjórnmálamenn geta hunzað þær árum saman og tekið ákvarðanir, er stríða gegn þeim? Þegar til kastanna kemur, verður mannkynið jafnan að byggja líf sitt á þeim grunni, sem mannleg hugsun, þrautseigja á vís- índasviði og rannsóknir, Ieggur hverju sinni. Þetta hefur þó aldrei verið eins þýðingarmikið og nú. Almennir borgarar í öllum löndum ættu því að taka höndum sam- an og knýja stjórnmálamennina til að hæt.ta þeim ótta- lega leik, sem tilraunir með kjarnavopn eru. Mótmælín gegn tilraunum með hin banvænu vopn hafa sífellt verið að magnast. Þannig hefur verið ritað um. mál- Ið í mör.g heimsblöðin í sambandi við ráðstefnuna í Tokio, og hafa ýmis merk blöð lagt hinn bezta skerf til mótmjæl- anna. Er það góðs viti, því að sterkt almenningsálit í þess- um efnum er næsta þýðingarmikið. Og þótt pólitísk blöð, sem bundin eru af flokkum í kjarnorkuveldunum, fari sér enn hægt í fordæmingu tilraunanna, munu þau ekki geta setið hjá til lengdar, þegar hin merkari blöðin leggjast ein- diregið á sveif mjeð þeim vísndamönnum, er vara við til- raununum. íslendingar mega sín lítils í samtökum stórveldanna, en rödd íslands á að vera skýr og hiklaus í þessum efnum. Smáþjóðir geta einmitt bundizt samtökum innan Samein- uðju þjóðanna um að styðja vísindamenn í fordæmingu þeirra á tilraunum með gereyðingarvopn. Þannig geta ís- lendingar lagt lóð á þá vog, sem miðar að meira öryggi, friði og menningu. ÉG GERI ráð fyrir að það sé í rauninni lítil kurteisi við er- lendan mann að láta uppskátt að við kynni og samræður gleymist manni brátt uppruni hans og muni ekki annað en hann sé innlendur og það í þeim skilningi, sem beztur verður lagður á það orð. En þá er skárr að vera sakaður ura ókurteisi en hreinskilni og því verður Martin Larsen að láta sér lynda þennan formála að stuttu spjalli okkar; einnig það, að ég titla hann hvorki lektor né ’herra þótt hann sé vel að öllum titlum kominn, — mundi kalla hann Martein Lárusson ef mér þætti það ekki tilgerð, og ef mér þætti ekki einu gilda þótt sá maður beri danskt nafn, sem er svo gagníslenzkur að jafnvel íslenzkur afdalagæðing ur og hann sk.'lja hvor annan eins og þeir væru fóstraðir í skjóli sömu fjalla. Sir Craigie raulaði fyrir mig rímnastöku íslenzka, er fundum okkar bar saman hjá Snæbirni vestur í bæ, — var hún dýrt kveðin og flúruð kenningum og hafði hann sjálfur orkt, en aldrei heyrði ég hann orðaðan við ís- ltenzka hestamennsku og sé þó blessuð minning hans. Martin Larsen er því sá eini útlend- ingur, sem mér vitanlega hefur gerzt svo íslenzkur að honum hefur bæði íslenzkur stuðla- sláttur og hófasláttur í blóð runnið. „Nú varð því ekki heldur lengur á frfest slegið, — ég fyrír áhrifum af hljómkynngi' þeirra. Nú hef ég valið nokkra kafla úr Eddunum og gefið út undir nafninu „Guder, Helte og Godtfolk“, og í undirbún- ingi hef ég útgáfu á smásagna- saf.ni frá miðöldum, en það eru íslendingaþættir, færðir í nú- tímaform“. Og það kemur á daginn, að hann hefur fleira og mfeira í undirbúningl „Jú, þeir Stefán Pétursson fyrrverandi ritstjóri og Martin Larsen Skúli Þórðarson sagnfræðing- ur vinna að útgáfu ritgerða- safns efti'r Barða heitinn Guð- mundsson, og það hefur komið til mála að ég þýddi að minnsta kosti fyrra bindlð á dönsku. varð að halda hingað og eiga Eins og kunnugt er hafði Barði hér sumar“, segir Martin- Lar- ^ heitinn sérstæðar skoðanir, sen. „Ég hafði ekki séð landið , varðandi margt í forsögu og hingað x sex ar.“ Hvenær komstu fyrst? „Ég á tvo afmælisdaga, þenn an venjulega og annan óvenju- legri, en ákaflega eðlilegan engu að síður. Sem sé danskan og íslenzkan. íslenzka fæðing- ardaginn minn bar upp á 26. febrúar 1946, og síðan er bað minn annar afmælisdagur. Svo hvarf ég héðan sumarið. 1951, skrapp hingað í sumarleyfi mínu árið eftir, og loks er ég kominn hingað aftur ti’l stuttr- ar dvalar, Tveir mánuðir, þótt á sumri séu, — það er ekki neitt .... “ Áður en hann fæddist íslendingur og gerðist sendi- kennari við háskólann, hafði j hann þó fengizt við íslenzk jfræði, meðal annars vakið um nætur vi'ð þýðingu Eddukvæða á danska tungu. Vakti um næt fornsögu lslendinga og ís- lenzkra bókmennta og er margt mjög athyglisvert í kenningum hans, þótt um sé deilt. Mér er það eihstök ánægja að vinna- að útbreiðslu verka hans, því Barði var góður v.inur minn og réyndist mér sem öðrum hinn bezti drengur. Hann átti það að vísu til að skamma mig fyrir það, að ég skyldi vera danskur, en það gerðií hann að- eins þegar hann þurfti að finna útrás nokkru af sínu mikla og viðkvæma skapi, en þetta var honum nærtæk og hentug á- stæða og ekkert annað rneihti hann með því. Barði Guðmunds son var ekki meðalmaður í neinu og þá má ekki Verða að fyrnist yfir rannsóknir hans .og niðurstöður“. En það eru ekki eingöngu íslenzkar fornbókmenntir og sagnfræð.leg rit, sem Martin ur þangað til hann hafði unnið Larsen hefur þýdd á sitt móður það afrek, sem ekki á sér neina hliðstæðu í þýðingu fornbók- mennta vorra á ferlent mál, — honum var nefnilega ekki nóg að halda frumbragarháttum, heldur stuðlum og höfuðstöf- um á réttum stöðum. Þannig þýddi hann öll Eddukvæðin og gaf út með skýringum í tveim bindum. Heldurðu að danskir lesend- ui’ njóti höfuðstafahneiging- anna og stuðlahreimsins? „Ekki þannig að þeir geri sér fyllilega greín fyrir . þess- um háþroskasérkennum brag- menntarinnar Æem slíkum; hins vegar fer ekki hjá því að hver sem les hlýtur að verða mál, því vart mun nokkur hafa kynnt þjóð sinni betur íslenzkar nútímabókmenntir en hann. „Fyrsta nútímaskáldverivifí sem ég þýddi var bók G'uð- mundar Baníelssonar, „Á bökk um Bolafijóts,“ og mörg síðan. Nú er önnur skáldsaga hans „Blindingsleikur“ að korq^ út á þýzku. — 'Eitt Qí það atriði ■ í því sam- bandi, sem mig langar til að> benda á, — leið íslenzkra ru'Þ tímaskáldverka út í hinn stóra heim hefur undanteknihgarlít- ið legið yfir Danmörku, hvoiít sem sú för hefur orðið löng eða skömm, og það er skoðun . mm að svo muni verða enn vta. skeið. Ég held því að hentugt væri að vinná sem mest að þ’Á að fá slík yerk þýdd og .geím út á dönsku, og það mur.iti ekki vera úr vegi* að verja til þess nokkru fé. Hvernig væri að stofna sjóð í því skyni, —- eins kon.ar útflutningssjóð. Mundi ó'hyggílegar að greiðæ Útflutningsmeðlag og styrk 1:A markaðsleitar fyrir íslenzknr bókmenntir en aðrar útflut.n- ingsafurðir landsmanna?“ Ég geri það að uppástungm minni að lagður verði nokkiu' innflutníngstollur á er'Jend kvikmyndablöð, glæpasögur og annað þess háttar er notaður verði til slíkrar sjóðsstofirun- ar, og Martin Larsen samþykk ir það og me'ra getum við eM-;t gert þeirri hugmynd til fra'.m- kvæmda í bili. Og fyrst talið berst að íslenzkum nútíma- skáldum verður mér að spyrja hvernig honum mundi þykja að koma til íslands þegar atóxA kveðskapurinn hefur gengið að ferskeytlunni dauðri og jep.p- inn flæmt erlent góðhestakýa í útlegð til Þýzkalands. Plann svarar ekki strax og það er al- vara í rödd hans og svip, þf.gar hann segir: „Við skulum vona að !>að verði aldrei aldauða sem is- lenzkast er á íslandi“. Qg .em\ segir hann eftir nokkra .þög.n: ,,Ég vona að ég eigi eftir að> koma hingað oft, ferðast nm landið bæði ríðandi! og gangf andi ... og heyra íslendinga tala .... segja frá. Ég get hl'usti- að á það tímunum saman a5 heyra þá segja frá, hlustað Qg lifað mig inn í krynjandi náá.'ls- ins og blæbrigði. Þetta er mér beinlín's nauðsyn um leið og mér er ,það nautn ... “ Og svo hefur Martin Larsen, lektor við . menntaskólann í Hellerup í Ðanmörku yfir þá. setningu, sem honum er hugi- stæðust í sumardvöl á íslandi; orð afdalabóndans og klírkjn- smiðsins í ,,Atómstöð“ Kiljans: „Maðurinn er það jarðardýr,. sem ríður hrossi og heíui’ guð ... “ L. G. • óskast nú þegar að Sólvangi, Hafnarfirði, Upplýsingar í síma 50281,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.