Alþýðublaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaSið Miðvikudagur 13. ágúst 1953 UETTVAMtt* MOS/AtS BENEDIKT FRÁ HOFTEIGl er mikill fræðimaður, skemmti íegur rithöfuntiur þegar honum tekst bezt upp og hamhleypa i afköstum. Hann hefur skrifað Eiðasögu á einu ári eða svo. Ég las þessa bók að mestu um síð- ustu helgi. Ég fór að hugsa um það, að enn er íslendingseðlið samt við sig: Bóndamaður að austan, fer ekki að fást við rit- störf að neinu ráði fyrr en eftir miðjan aldur, söguskoðari, sem hvergi virðist koma að tómum kofunum, ágætur rithöfundur, en hættir til að láta hugmynda- flugið, drauminn, ráða meiru en ísköld vísindi. Islendingar hafa alltaf haft dálæti á slíkum höf- undum. Mér datt í hug við lest- ur þessarar miklu bókar: Þetta hefði vafizt fyrir hinum svoköll uðu fræðímönnum. SONUR DÓMARANS, kvik- myndin, sem Bæjarbíó í Hafn- arfirði hefur sýnt undanfarið, er einstök að efni og gerð. Saga llennar fjallar um réttlætistil- finninguna og það er gert á á- hrifaríkari hátt en ég man eftir að hafi áður verið sýnd í kvik- myn.íum. Auk þess er öll gerð kvikm.yndarinnar þannig, að á- hrif hennar magnast án þess þó að ofleikið sé eða sviðsetning of mögnuð. ÉG HYGG að fleirum reynist það ógleymanlegt en mér, þegar sonur dómarans kemur heim og gerir uppreisnina gegn föður sínum eftir að hann kemst að því, að framar fær hann ekki að gert til að færa þeim rnanni, Benedikt frá Hofteigi og Eiðasaga hans. Ævintýri bóndamannsins af Jökuldal. Sonur dómarans. — Ó- gleymanleg kvikmynd. Drykkjumannaheimilin og starf Guðmundar Jóhannssonar. sem faðir hans hefur dæmt sak- lausan, fullt réttlæti. Sýnd hmn ar eilífu réttlætistilfinningar í unga piltinum verður vaiúa bet- ur gerð. AA-SAMTÖKIN og Bláa bandið hafa unnið mikið björg- unar- og líknarstarf í Reykja- vík. Heimili þessara samtaka við Flókagötu heíur hjálpað mörgum, sem ofurseldir hafa verið ofnautn áfengisins. Nú hafa þau sett á stofn annað heimili við hliðina á hinu og er það ætlað drykkjusjúkum konum, en björgunarstarf fyrir þær hefur verið mikið vanda- mál. HÉR í REYKJAVÍK eru fleiri ofdrykkjukonur en menn grunar, heimili í rústum af þeim sökum og börn á vonarvöl. Það hefur varla verið hægt að hafa karla og konur saman í heirniii Bláa bandsins og lepgi undan- farið hefur verið stefnt að því að koma upp sérstöku heimíii fyrir þær. Það hefur nú tekizt. Þeir menn, sem þarna liafa lagt fram starf sitt, eiga þakkir skil- ið, ekki aðeins frá þeim, sem njóta þess á einn eða annan hátt, heldur og frá öllum al- menningi. MARGIR MENN hafa staðið að þessu starfi, en enginn eins og Guðmundur Jóhannsson, for stöðumaður heimilisins. Hann er ekki aðeins forstöðumaður beggja heimilanna, heldur heíur hann og mikil afskipti af upp- tökuheimilinu að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þetta er mikið starf og miklu erfiðara en menn vita almennt. Sumir menn vinna aðeins vegna launa sinna, aðrir starfa af hugsjón og launin eru þeim aukaatriði. ÞANNIG ER Guðmund.ur ,Tó- hannsson. Ég efast um að nokk- ur maður í Rvík gegni erfið- ara starfi en hann, því að þegar einstaklingur nær ekki þeim ár- angri, sem vonast er eftir í hjálparstarfi, reynist það per- sónulegur ósigur þess, sem stjórnar starfinu — og ósigrarn ir eru margir í baráttunni við Bakkus og ömurlegt að hafa kynni af mörgum heimilúm, sem hann hefur lagt í rústir. Hannes á horninu ufsísinn FÁTT hefur vakið jafnmikla athygli í heimsfréttum að und- anförnu og för „Nautilus", hins bandaríska kjarnorkuknúða kafbáts undir þvera íshettu norðurheimskautsins. Var fyr- irætlan þessari haldið vand- lega leyndri unz tekizt hafði að framkvæma hana og þvkir förin hið mesta afrek og líkleg til að marka- tímamót í sögu siglinganna, á borð við það er eimknúin skip sigldu fyrst yfir Atlantshaf. Ferðasaga bátsins er i fám orðumi sú, að hann hélt úr höfn í Pearl Harhor á Hawai þann 23. júlf og hélt norður með Am. eríku að vestanverðu til Alaska og síðan inn undir íshettuna frá Pins Barrow á Alaska; sigldi yfir norðurskautið klukk an 4.15 aðfaranótt mánudags- ins 4. ágúst, sveigði þá nokkuð í vestur og kom undan íshett- unni, þar sem jaðar hennar skagar lengst suður og skammt undan Grænlandsströnd að ffiorgni þriðjudagsins 5. ágúst. Hafði hann þá siglt 3144 kiló- ffietra leið undir ísnum á 96 S s s s s s s ,Y s s s s ;> í. s, i. klukkustundum. Stytzt ofan- sjávarleið frá Tokyo til Lund- úna er 17 920 km, en sé þessi leið farin, eru það ekki nema 10 080 km. Varðandi hernaðarlega þýð- ingu þessa afreks má benda á að ún stenaur norðurströnd Sovétríkjanna opin fyrir flug- skeytaskothríð frá kafbátum, þar sem hún nýtur nú ekki lengur skjaldvarnar íshettunn ar. Auk þess verður kafbátum ekki grandað úr lofti eða ofan-. sjávar frá á meðan þeir eru undir ísnum, og skapast þar nýtt varnarvandamál. Vísindalegur árangur þessar ar fyrstu ferðar undir íshett- unni er mun meiri en búizt var við. Hafið undir ísnum er til dæmis mun dýpra en haldið var og ísinn yfirleitt þykkari. Á sjálfu skautinu er dýptir, til dæmis 4693 metrar og íshettan allt að hundrað metrar. Kaf- bátsforinginn, W. R. Anderson, hefur látið svo um mæl+ að siglingafræðilega hafi ferðin verið hinn mesti glæfraleikur, þar sem smávægileg leiðar- kurne reikningsvilla gæti hæglega orðið til þess að farkosturinn sigldi sífellt í hringi undir ís- breiðunni, — og kæmist ekki Út. Hafdýpið undir ísnum hefði yfirleitt ekkert verið rannsak- að, og því hefðu kafbátsmenn átt á hættu að neðansjávarfjall garðar lokuðu leið þeirra, eða þá að báturinn rækist skyndi- lsga á „sker“. Dýpið undir ís- breiðunni reyndist þó yfirleitt mun meira en búizt hafði verið við, en samt sem áður var þar mjög misdjúpt, og fór kafbát- urinn yfir marga fjallgarða, sem stóðu þó ekki svo hátt að sök væri að. í náinni framtíð verður það því mesta vanda- málið að finna örugga tækni og tæki til að halda stefnu og leiðum undir ísnum, þar sem hvorki seguláttavitar né gyró- áttavitar koma þar að r.otum. Hins vegar er það mikill kost- ur við þessa neðansjávarleið, að þar gætir hvorki, veðra né sjóa. Þess ber að geta, að áður hafa venjulegir kafbátar siglt nokkuð inn undir ísbreiðuna, Leið Nautilus undir ísnum. en ekki er þar um nein afrek \ þessu hliðstæð að ræða. I kring ; um 1920 undirbjó Wilkins aö- míráll för með kafbát undir ís- breiðuna; hafði kafbátur sá verið tekinn af Þjóðverjum í styrjaldarlökin fyrr, en Wil- kins lét breyta honum með til- liti til fararinnar og skírði far- kost þann „Nautilus", — en það nafn hafði hann úr sögu eftir Jules Verne, þar sem lýst er slíkri siglingu. För þessa ,,Nautilusar“ varð þó aldrei meira en undirbúningurinn, vegna tæknilegra örðugleika, sem ekki urðu yfirstignir þá, og lauk svo að Wilkms lét sökkva kafbát sínum skammt út frá Bergen í Noregi. Þegar leiðartækniörðugleik- arnir hafa verið yfirstignir má gera ráð fyrir, — ef ekki fer allt í kaldakol vegna styrjalda, — að flutningar hefjist með kafbátum þessa leið, bæði vegna þess að hún verður þá öruggari og fyrir það hve skemmri hún er ofansjávarleið um. Og síðast en ekki sízt, — slíkir flutningar yrðu mun hættuminni á styrialdartínnim en ofansjávarflutninga r, þar sem íshettan mundi verja kaf- bátana frá öllum árásurn flug- véla og venjulegra herskipa. amiioaraivmsia Reglusamur ungur maður getur fengið framtíðarát- vinnu við bókhald og önnur skrifstofustörf hjá opinberu fyrirtaeki. Rík áherzla er lögð á reglusemi og stundvísi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendizt blað inu í síðasta lagi n.k. laugardag. Merkt: „Framtíð“. í nokkrar fólksbifreiðir, ennfremur jeppabifreið og Dodge Weapon bifreið með snili. Framangreindar bifreiðir verða til sýnis fimmtud. 14. þ. m. kl 1 til 3, að Skúlatúni 4. Tilboðin verða onnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. — Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarliðseigna. á eldhúsi verður heiíur matur ekki framreiddur næstu 6 vikurnar. — Kaffi, kökur, smurt brauð og ísréttir, framreitt eins og venjulega. HRESSINGARSKÁLINN. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ■ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s L ar - keppa á Íþrótíaleikvanginum í Laugardal í kvöld og hefst íeikurinn kl. S. Dómari: Guðbjörn Jónsson. Aðgöngumiðar seldir á eftirtöldum stöðum: Aðgöngumiðasöl u íþróttavallarins kl. 1 — 6, Bókabúð Lárusar Blöndal, vesturveri kl. 9—6, Bóabúð Helgafells, Laugaveg 100 kl. 9—6 og úr bifreiðum hjá Laugardalsleikvanginum frá kl. 6. Verð aðgöngumiðanna: Stúkustæti kr. 40,00, stæði kr. 20,00, Barnamiðar kr. 5,00. Nofið forsölurnar og kaupið miða tímanlega. Nefndin. y s s s s s s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.