Morgunblaðið - 18.05.1973, Side 12
12
MORGUNBJLAtHÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1973
N-Kórea fær
aðild að WHO
Genf, 17. maí. AP.
ÁRSÞING Alþjóða-heilbrigðis-
málastefnunarinnar — WHO —
samþykkti i Genf i dag, að Norð
ur-Kórea skykli verða 138. aðild-
arríki hennar. Opnar það N-Kór-
eu aðgang að öðrum sérsamtök-
um Sameinuðu þjóðanna og er
skref í þá átt, að rildð fái á-
heyrnarfulltrúa hjá S.Þ.
Tillaga um aðild N Kóreu var
borin fram af hálfu 35 kommún-
ískra og óháðra rikja og féllu at
kvæði svo, að 56 riki greiddu at-
kvæði með aðiid en 41 var á
móti. Fulltrúar 22 rikja sátu hjá.
TUlaga Suður-Kóreu og 27 ann-
I arra ríkja, þar á meðal Japons,
Bandaríkjanna og Vestur Evrópu
| ríkjanna, um að freste ákvörðun
um aðild N-Kóreu til næsta árs
var felíld með 59 atkvæðum gegn
52.
Fuliltrúi S-Kóreu hafði skorað
á þingið að freste ákvörðun
vegna þeirra viðræðna, sem nú
hefðu hafizt milld Suður- og Norð
ur-Kóreu um samskipti ríkjanna
í framtíðinni. Færði hann þau
rök fyrir beiðni sinni, að gefa
ætti Kóreurikjunum tíma til að
finna lausn á málum síinum og
sagði, að á næsta ári mætti
vænta merkra tíðinda þar að lút-
andi.
Watergate:
Yfirheyrslun-
um sjónvarpað
Waisihimgton, 17. maí. AP-NTB
RANNSÓKNARNEFND sjö
öldungadeildarþingmanna banda
ríska þingsins hóf í dag yfir-
heyrsiur vegna Watergatemáls-
ins og annarra mála, er varða
kosningabaráttuna í Bandaríkj-
unum á síðasta ári.
Fylgdust miilljóniir manna með
því á sjónvarpsskermum, sem
fram fór. í salnurn þar sem yfdr-
heyrslurnar fara fram, er rúm
Viðgerð
á Skylab
frestað
Kennedyhöfða, 17. maí. AP.
I DAG var ákveðið að fresta til
25. maí fyrirhngaðri geimferð
bandarisku geimfaranna Charles
Conrads, Josephs P. Kerwins og
Pauis J. Weitz tii viðgerða á Sky
lab-rannsóknarstöðinni. Er nú
gert ráð fyrir að þeim félögnm
verði skotið út í geiminn ki.
13.02 GMT föstudaginn 25. mai
og þeir hafi þá með sér viðgerð-
artæki og hlíf til að festa á sól-
tkjöld stöðvarinnar.
Fresturinn gefur geimförun-
um tíma til aukinnar þjálfunar
fyrir þetta vandasama verkefni.
Honum varð við komið vegna
þess, að frá Kennedyhöfða tókst
að snúa rannsóknarstöðinni þann
ig að einungis önnur hlið hennar
sneri að sólu. I.ækkar þannig hita
stigið í stöðinni.
fyrir 300 áheyrendur og komust
þar að færri en viildu — fólk
var farið að steinda i biðröð
smemma morguns tiQ að tryggja
sér sæti.
Um tvö huindruð fréttamenn,
bandarískir og erlendlr, fylgjast
með yfirheyrsQumiuim, en búizt
er við að þær verði mjög svo
víðtækar og muná standa fnam
á næsta vetur.
Rannisióknamiefndinni, sem
sikipuð er fjóruim þingmönnum
demókrata og þremur úr flokki
repúblikana, stjóimar Sam J.
Erwin, 76 ára sérfræðingur
í stjómarisikrárrétti. Verksvið
nefndairinnar er að raninsaka
Watergate-málið og staðhæfing-
ar um póiiitísikar njósnir, fjár-
rriáiahn eyksli og ömwur brögð,
seim beitt hiafi verið í síðustu
kosnim giatoaráttu.
Erwim sagði, þegar nefndin hóf
sitörf i dag, að l’jóst væri, að
kosningabaráttan hieifði í veru-
legirm mæW einikennzt af ýmiss
konar óiögile'guim og siðlausum
aðgerðum.
Fyrsti miaðurinn, sem mefndim
yfirheyrði, var Robert C. Odie,
skrifstofustjóri kosninganefndar
Nixoms, forseta (nefndarinnar,
sean vamn að endurkjöri forset-
ans), og var hamm fyrst og
fromst spurður um skipulag og
stjórmarhætti inman niafndarinn-
air. Kom fram, að Odle hafði
ráðið til starfa í'yrir nefndina
og siðar rekið James W. Mc-
Cord, eirnn þeirra, sem dæmdur
var fyrir þátttöku í Waitiergate-
innbrotinu, en Odíe neitaði af-
dráttarliaiust að hafa átt niokk-
urn to.'ut að þvi máli.
Vilja takmarka
völd forsetans
Washington, 17. maí. AP.
UTANRÍKISMÁEANEFND öld-
ungadeildar bandaríska þingsins
samþykkti i dag með 15 atkvæð-
urn gegn engu frumvarp, sem
gerir ráð fyrir að takmörkuð
verði völd forseta Bar.daríkj-
anna í styrjöld.
Er þetta í annað sinn, sem
nefndim tekur afstöðu tii þessa
frumvarps, sem lagt var fyrst
fram í fyrra af Jacob K. Javits,
republiQcana frá New York og 57
öldungadeildarþingmönnum öðr-
um.
Samkvæmt þvi skal forseti
Bandaríkjanna hafa til þess heim
lld, án samþykkis þingsins, að
nota bandarískt herWð í aðeins
þrjátíu daga til þess að brjóta
á bak aftur árás eða hótun um
árás á bandarískar hersveitir eða
landsvæði — og til þess að
bjarga Bandaríkjamönnum, sem
eru í hættu staddir erlendis eða
á hafi úti.
Tekið er fram, að frumvarpið
nái ekki til „yfirstandandi fjand-
skapar“ og getur það þvi, að
sögn Javits, ekki orðið til þess
að stöðva loftárásimar á Kambó-
d'iu. Hins vegar gæti það, ef sam
þykkt væri í öldungadeildinni,
komið í veg fyrir endurtekna
hemaðaríhlutun Bandarikjanna í
Vietnam eða Laos án san.þykkis
bandariska þingsins.
Undirnefnd utanríkismála-
nefndar fulltrúadeildarinnar hef-
ur samþykkt svipað framvarp,
en þar er gert ráð fyrir 120 dög
um í stað 30.
Mynd þessi var tekin suður á Kennedyliöfða á Floridaskaga 14. maí sl., þegar Satúrnus-eldflaug
in, sem flutti Skylab-rannsóknarstöðina út í geiminn, hófst á ioft.
V estur-Þ»ýzkaland:
Nýr form. þingflokks
Kristilegra demókrata
Bonn, 17. maí. — NTB
ÞINGFLOKKUR Kristilegra
demókrata í Vestur-Þýzka-
landi hefir kjörið dr. Karl
Carstens formann sinn í stað
Rainers Barzels, sem sagði af
sér á dögunum, er meirihluti
þingflokksins hafði að engu
vilja hans í atkvæðagreiðslu
á sambandsþinginu.
Dr. Carstens er 58 ára að
aldri, lögfræðmgur að mennt og
Milano, 17. maí AP.
I MORGIJN sprakk stór hand-
sprengja við inngang aðalstöðva
lögregliinnar í Milano með þeim
afleiðingum, að tvær manneskj-
ur biðu bana og a.m.k. tólf
manns hliitu meiðsli.
Gerðist þetta í þantn mund,
er innanríkisráðherra Ítalíu,
Mariano Rurnor, ók frá bygg-
ingunni ásamt lögreglustjóran-
um í borginnii, Eösdo Zanda
Loy. Þeir höfðu ásamit allmörg-
um emtoættiemönnum verið við-
staddir mininingarathöfin um
lögreglustjórann, Luigi Cala-
bresi, sem skotinn var til bana
fyrir utan hús sitt 17. maí sl.
ár.
Hafði Ca'abresi unnið að
rannsókn á öfgasamtökum
vinstr'manna í Milano og dauða
hins v'nstr'sinnaða útgefanda
G'anv'acomo Feltrinelli, — en
lík hans eða leifar þess höfðu
fur>d:zt í néerenni Miiano og
Spassky vann
Dortmund, 17. maí AP.
BORIS Spassky iék fyrsta
leikinn í öðru þýzka alþjóða-
skákniótinu, sem hófst í Dort
mnnd í ilag. Hann sigraði
Bretann, Raymond D. Keene,
í fyrstu umferð í 23 leikjiun.
Paul Kerez frá Sovétríkjun-
um tekur einnig þátt i þessu
móti og er vísast talið, að
þeir Spassky verði þar sig-
urvegarar.
hefur veniið rá ðuneytásst j ó r i
bæði í forsætisráðuineytiinu og
utenirikiisráðuneyitliinu. Hann
hlaut við atkvæðagreiiðsilu 131
atkvæði en Richard Von
Wedzsáoker 58 atkvæði og Ger-
hard Schröder, fyrrum utan-
ríkisráðherra 26 atkvæði.
Kjör Carstens kom mjög
á óvart i Boinn, að því er NTB
hermir — höfðu stjórnmála-
fréttariitarar veðjað á Schröder.
Dr. Carstens er kaþólsikrar trú-
ar, kemur frá Bremen og var
sagði lögreglan, að dauða hans
hefði sentniilegasí borið að hönd-
um við tflraun til að taka raf-
magn af stórum svæðum í
Milano.
Öfgasinnar gáfu Calabresi
sök á dauða anarkista að nafni
Giuseppe PineUd, sem stökk út
um glugga á þriðju hæð lög-
reglustöðvarinmr, þegar hann
var þar í yfirheyrslu.
Sprengingin í dag varð rétt i
því, að bifreið inmanríkisráðherr-
ans og lögreglustjót'ans ók frá
húsimu og munaði aðeins fáein-
um metrum, að húm hæfði bíl-
inn. Svæðið umhverfis lögreglu-
stöðina var samstundis girt af
og miðaldra maður einn hand-
tekinn.
Sprenigingin olli miklum
Skemmdum bæði á inngangi
lögreglustöðvarinnar og næsta
nágrenni.
kjörinn á þing í síðusrtiu kosn-
ingum.
Barzel hefur tidkynnt, að hann
mund ekkli gefa kosit á sér sem
formiaður flokks Kristilegra
demókrata eftir tandsfundlinn
sem fyrirhugaðúr er um miiðjan
júnii. Er taMð, að varaformiaður
flokksins, Helmuth Kohl, komi
eiinna helzt tii greina sem eftir-
maður Barzells.
Kissinger
sakaður um
símahleranir
og fréttaleka
Washington, 17. maí AP.
IIAFT er eftir fyrrverandi starfs
niönnum bandariska öryggisráðs
ins, að Henry A. Kissinger, ráð-
gja.fi Nixons, forseta, liafi sjálf-
ur fyrirskipað, að sinitöi ýmissa
náinna aðstoðarmanna sinna og
biaðamanna va-ni hleruð. Hafi
þetta gerzt á þeim tima, sem
Kissinger sjálfur hafi lielzt stað-
ið fyrlr þvi, að leka fréttum til
fjölmiðla.
Kissinger hefur tvívegis vísað
á bug staðlausum staðhæfing-
um spurninigum fréttamianna
um, hvort hanm hafi fyrirskipað
síimahleranir. Hinsvegar hefur
hann viðurkennt að hafa rætt
við J. Edgar Hoover yfirmann
aliríkislögTeglunnar (FBI) um
fréttaleka og leiðir til að koma
í veg fyrir þá.
Heimildir þessarar fréttar
herma, að Kíssinger hafi sér-
staklega látið hlera simtöl
tveggja fréttamanna, sem hann
sjálfur veiitti mikilsverðar upp-
lýsingar, þeirra Marvin Kalbs
frá CBS og Henry Brandonis frá
Sunday Times í London.
Auglýsing
frá lögreglunni í Keflavík
Allmikið af óskilamunum, einkum reiðhjólum, eru
í vörzlum lögreglunnar í Keflavík. Fyrirhugað er
opinbert uppboð á munum þessum á næstunni.
Þeim, er telja kunna til eignar á óskilamununum,
skal því bent á að snúa sér til lögreglunnar fyrir
26. maí 1973, og gefst þeim þá kostur á að skoða
munina, sanna eignarheimild sína, ef því er að
skipta, og fá muni sína afhenta.
Keflavík, 16. maí 1973.
Lögreglan í Keflavík.
Sprengjutilræöi i Milano:
Tveir fórust
og tólf hlutu meiðsl