Alþýðublaðið - 15.08.1958, Page 7

Alþýðublaðið - 15.08.1958, Page 7
Föstudagur 15. ágúst 1953 AlþýðublaSið "S Spjalláð við grískan menntaskólakennara: s r* j| W i I Í Írf' £ . SOTIRIOS HALIASAS, menntaskólakennari frá Grikk landi, hefur dvalizt hér á landi í sex mánuði. Alþýðublaðið átti stutt samtal við hann áður en hann hvarf á brotf og lét Fiann hið bezta af veru sinni hérlendis. — Mér hafðí ekki komið til liugar, að ísland, landið norð- Ur við heimskaut, værj svona ■sólríkt land, sagði Sotirios. — Alla þessa mánuði hefur verið stöðugt sólskin, jafnt á Akur- eyri sem í Reykjavík. Ef til vi'll er ekki ætíð svo mikil só’ sem nú, sagði hann, — en þá get ég verið þakklátur og sagl mjeð sanni, að íslenzk sói hafi verið mér gestrisin eins og fólkið. FÉKK ÍSLENZKAN NÁMSSTYR-K — Í-Aþenu var auglýstur til umsóknar námsstyrkur frá ís- lenzka menntamálaráðuneyt- ínu. Starfsfólk í gríska ráðu- neytinu benti mér á þennan styrk og (hvatti mig til að sækja um hann. Ég hafði mik- inn áhuga á íslandi og gat því vel hugsað mér að fara hingað tii að læra íslenzku. Ég sendi umsókn og fékk styrkinn. Nokkrar bsekur Kiljans hafa verið þýddar á 'grísku og ég ha'fði kynnzf fornbókmenntum ykkar. Þess vegna kom, ég hing að með nokkurri eftirvæntingu ©g mig langar tii að segja, a3 ég varð hrifinn af þjóðinni, fólkið er einlægt og gestrisið. Sotirios dvaldist á Akureyri nokkurn tíma í suraar og kom í Mývatnssveit. Hann lýs ir yf- ir ánægju sinni með dvölina þar og bendir á, að hreinlætið á Akureyri, blámi himinsins og náttúrufegurðin bæti okkur fullkomlega upp1 skógleysið. — Litir fjallanna og myndir hraunsins eru ykkar skógar- rjóður, afdrep og yndi, sagði hann. AÞENA TEKUR STAKKASKIPTUM Er við víkjum málinu að Grikklandi, segir Sotirios. að þar hafi orðið störstíga'r fram- farir á síðastliðnum árum. Aþena er ekki langur forn- minjasafn, heídur stórborg, ssm færist í nútíma horf og telur meira en eina milljón í- búa. Þangað liggur mikill straumur ferðamanna, sem veita landsmönnum góðar tekj ur. Lands'ag í Gr.ikklandi þyk- ir fagurt og gríska baðströnd- in er rómuð. Sotirios Haliassas. GRIKKLAND OG ÍSLAND Þér væri eflaust annað ofar i huga en borgarþys og bað- strönd, ef þú sætir andspænis arískum mtnntamanni. Hann skilur hvað við erum að fara og segir, að grískar fornbók- menntir séu í hávegum hafð- ar í Grikklandi eins og íslend ingasögur hjá okkur. Hómer, Sófókles, Euripides ög Æiskill- Os og margir fleiri eru lesnir í æðri skólum Grikklands, segir Sotirios, en þess er að gæta, að mikill munur er á forngrísku og nútímamálinu. Gamla málið er kennt í háskólum, en „forn- sögum“ Grikkja hefur verið snúið á nútímamál. — Við erum stoltir af forn- bókmenntum. okkar, segir So- tirios, og á því sviði finn ég, að bjcðir okkar eiga margt sam- eiginlegt. Þó a3 langt sé á milli landanna, þá eru ýmis þjóðar- einkenni sviplík hjá íslending um og Grikkjum. Dagblöð í Grikklandi hafa iðuiega á síð- sOSKíO ustu árum birt greinar Og frá sagnir um Island og íslend- inga. Þau hafa fvlgzt með af- stöðu ykkar í alþjóðiegum deilumálum og við Grikkir er- um íslendingum þakklátir. Eins og íslendingar berum við í brjósti ríka tilfinningu frels- is. Fornar bókmenntir og frels- isþrá tengja þjóðir okkar sam- an. Þegar við irr,prum á vánda- máli Kýpurbúa, kveðst. Soti.r- ios aðains vilja segja það per- sónulega skoðun sína, að Kýp- ur ætti að tilheyra Grikklandi. íbúar eyjarinnar eru Grikkir að miklum meirihluta. Kýpur hefur frá örófi alda byggzt frá GrikMandli. Fiyrir því sýnist mér réttlátt, að eyjan tilheyri Grikkjum, segir Sotirios, en vill ekki fara frekar út í þá sálma. Hann kærir sig ekki um að ræða nánar um Kýpurvanda málið, en ítrekar enn ánægju sína yfir dvölinni hér á landi þetta hálfa ár. Hann biður A.l- þýðublaðið að færa öllum' vin- um sínum kveðjur og þakkir og óskar íslendingum alira heilla. Hann kveðst hafa ful.1- an hug á að koma aftur tU ís- lands og heitir því að bera landi og þjóð vei söguna þegar heim kemur og stuðla að nánari kynnum þessara tveggja srná- þjóða sitt í hvoru horni álfunn- ar. Losun hefst. Síldin reynist feit og falleg. — Ljósm. — u. 15 kennarar í náms- dvöl í Danmörku NÝLEGA FÓRU 15 íslenzk ir kennarar utan í boði Nor ræna félagsins og kennarasam takanna í Danmörku Hér er um þriggja vikna ókeypis námsdvöl að ræða. Fyrst dvelja kennararnir í Kaupmannahöfn í 3 daga, og' ferðast nokkuð um Sjáland, síðan verður hálfsmánaðar dvöl í Sönderborg á Suður Jótlandi os þá ferðast um Jót land. Að lokum búa svo ís lenzku kennararnir hjá starfs systkinum sínum í Kaup- mannahöfn um viku tíma og verða þá heimsóttir skólar og ýmsar aðrar menntastofnanir í Kaupmannahöfn og nágrenni. Hinn 29. ágúst býður danska menntamálaráðuneytið ís lenzku kennurunum ásamt fleirj gestum til skilnaðarhófs en laugardaginn 30. ágúst verð ur svo haldið heimleiðis með m.s. Gullfossi. Fararstjóri er Guðbröndur Magnússon, kennari á .Siglu firði. ] Heimamaður spurði: — Hrvers vegna komið þið ekki í land, farið upp í hérað og skemmtið ykkur? Skipstjórinn .’sneri sér snögglega við og svaraði: Þegar ég er á síld, þá ®r ég á síld. Litlu síðar stóð skipstjórinn í stýrishúsinu og síðustu orðin hljóma enn við eyru: SLEPPIÐ STRÁKAR. AÐ FRAMAN, — u. Slóreignaskaftur Framhalð af 1„ slBn. hlut þeirra "í hlutafélögum. — Segir í dómnum ,að sú regla standist ekki, heldur skuli leggja sannvirði hlutabréfanna íil grundvallar (þ. e. meta þau). Báðír aðilar hafa áfrýjað mál inu til hæstaréttar. En verði dómurinn staðfestur í hæsta- rétti verður að endurskoða á- lagninguna að því er snertir álagningu á eignarhiut rnanna í hlutáfélögum'. S s s s s s s s s s c s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ] s s ísSenzk og erlend úrvalsíióð: effir Þérberg þorSarson. Hjá Gróttu svarrar sjórinn við sorfin þarasker. I útsynningum dimmar drunur dryngja í eyru mér. Þar fórust eitt sinn átján með allt í grænan sjó. Brimið svali við svörtusker. Sofðu, korríró. Oft heyrast óhljóð útvið Gróttusker. A kvöldin stiginn kynjadans, kveðið og leikið sér. S S S •S s ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s •S s s s s •S s s ,s •S s s Á s s s Verkefnin bíða UNDANFARIÐ hef.r mönn- um orðið tíðrætt um erfiðleika, sem að þjóðinni steðja, sérstak lega í fjárhags- og atvinnu- málum. Dýrtíðln eykst, krónan verður verðminni, óvissa og kvíði hefir gripið marga, og sumir tala um hrun. Að sjálf- sögðu er þetta allt hinum að kenna — kröfurnar eru svo margar og miklar — aðeitns ekki til vor sjálfra. — Því verður ekki neitað, að við ýmsa erLðleika er að stríða — en er það ekki alltaf svo?, aðeins misjafnlega mikla — og til hvers eru þei'r — nema til þess að vinna bug á og til að læra af þeim. — Á sama tíma og margir ! leggja árar í bát — og láta hverjum degJ nægja sína þján- ingu, er lífsnauðsyn að hafizt sé handa um nýjar áætlanir, nýjar framkvæmdir, enda eru I verkefnin á íslandi óþrjótandi', I blasa bókstaflega hvarvetna I við — og um nokkur þeirra mun grein þessi fjaila. — Oft hef.tf' verið talað um að nota hverahitann, gufu, vatn og leir til lækninga — og hefir nú á seinni árum komizt nokk- ur skriður á það mál, t. d. er Heilsuhæli N. F. í. í Hvera- gerði ágætt spor í rétta átt. Jónas Kristjánsson læknir á míklar þakkir skilið fyrir fórn fúst brautryðjendastarf og mun þjóðin seint geta fullþakk að þessum síunga hugsjóna- manni mikil og merkileg störf í þágu þjóðarilnnar. Vísindaleg rannsókn á heilsu mætti hverahitans hefir eklú ennþá far;ð fram hér á landi — enda þótt nokkrar athugan- :r hafi verið gerðar þ. á. m. sl. sumar er nokkrir þýzkir vís- indamenn voru hér þeúrra er- inda. Um þessar mundir eru hér þrír vdsindamenn frá Háskól- anum í Giessen í Þýzkalandi 11 frekari athugana og ráða- gerða. Ölkeldurnar eru sérstak iega á dagskrá í þetta skipti. Þegar fyrir liggja nægileg gögn um gagnsemi hverahitans til lækninga mun hafizt handa um að útvega fé til fram- kvæmda. — Reisa þarf heilsu- hæli í Hveragerði, sem full- nægir öllum kröfum og í alla staði sambærilegt víð 'hliðstæð ar stofnanir á baðstöðum er- lendis. Fj'rsta heilsuhælið ætti að geta tekið 60 manns — fyrir utaii starfsfólk. Þegar nokkur reynsla er fengin með fyrsta heilsuhælið, verður vonandi ekki langt að bíða, að fleiri heilsuhæli og önnur nauðsyn- leg mannvirkl verði reist. ■— Hveragerði er að mínu viti tU- | valinn staður fyrlr lasburða og heilsuveilt fólk á öllum aldrl. ^ Hitinn er næg!legur, og ég trúi því, að lækningamáttur sé í hverunum, skjólsamt og fagurt umhverfi. — Vegalengdin frá Reykjavík er aðeins 47 km. og til annarra merklsstaða sunn- anlands þeim mun styttra en frá Reykjavík. Ferðamenn munu líka leggja leið sína til Hveragerðis meira en hipgað til, þagar þar hefir verið reist hótel sem fullnægýr öllum ströngustu nútíma kröí- um. Verða þeir ekki allir er- lendis frá, heldur munu margir íslendingar vilja dvelja í Hveragerði sér til heilsubótar og hressingar bæðJ vetur c>g sumur, þegar öH skilvrði til þess að veita þeim fullkomna þjónustu verða fyrit hendi. I Hveragerði býr duglegt og fram.takssamt fólk —- og unír vel sínu. — En verkefnin eru meiri en víðast hvar annars staðar og nauðsynlegt fjár- rþagn til ýmissa mikilsverðra framkvæmda vantar oft og tið um. Verður áreiðanleg!a unnt að fá það, þegar heilsuhælin hafa verið reist. Á Suðurlandi eru helztu orkuverin Sogsvirkjanir — enda er vatnsaflið mikið, en. að mestu ónotað. Talað hefur ver- ið um stórvirkjun við Þiórsá og viðbótarvirkjanir við Sogáð — en þetta allt á lengra í land en ella, nema hafizt verði handa um, grundvailar fram- kvæmdina, að fullgera höfn í Þorlákshöfn. Frambald á 8, siðu. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.