Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1973
Eliszabet Ferrars:
Samíeríls i dstiriain
Hann seildist aftur eftii
handleggnum á henni.
Hún stökk út að veggnum og
hann missti af henni. Hún náði
að skarðinu í grjótveggnum og
vonaði næstum að geta komizt
gegnum það, þegar hann náði tii3
hennar aftur. En um leið og
hann náði í hana, tók hún að
æpa. Henni fannst, að ef hún
bara æpti nógu hátt, mundi fað
ít hennar heyra tiil hennar, og
verða var við komu Kevins. En
það hræðilega var, að sjálf vissi
hún ekki, hvort óp hennar
giumdu um allt nágrennið, eða
voru bara hljóðlausar stunur í
hálsinum á henni. Hún vissi
ekki einu sinni, hversu oft hún
æpti, áður en Kevin sló hana
aftur. En um leið og hún féli,
hljóp hann áfram og í áttina tii
hússins.
15. kafli.
Rakel reis á fætur með erfiðis
munum. Myrkrið iðaði fyrir aug
um hennar og hún varð hissa
þegar hendur hennar og fætur
gerðu eins og þeim var skipað.
Hún var fremur máttlaus en
ómeidd, ef frá var talinn verk-
urinn i ökklanum, sem hún
hafði snúið á hlaupunum. Hún
haltraði að steinveggnum, hall-
aði sér upp að honum og hlust-
aði á óreglulegan andardráttinn
í sjáifri sér.
En þegar hún ætlaði að
klifra yfir vegginn, heyrði hún
hávaða frá húsinu. Það var æpt,
en síðan var bakdyrahurðinni
hrundið upp og Kevin kom
hlaupandi út. Hún sá hann
greinilega i birtunni frá dyrun-
um, en svo hvarf hann út í
dimman garðinn.
Eki hann kom ekki í áttina til
hennar. Hann stefndi út á veg-
inn. Hún var miður sín af ótta
við það, sem kynni að hafa gerzt
í húsinu. Hún brölti niður af
veggnum og hafði haltrað
fyrstu skrefin að húsinu, þegar
tveir menn komu í ljós í birt-
unni I dyrunum og hún sá að
annar var faðir hennar.
Hún kallaði til hans. Hann
stóð stífbeinn og vissi ekki,
hvaðan kallið kom, en svo kom
hann hlaupandi til hennar.
Hinn maðurinn kom á eftir
honum. Það var Neil Dalziel.
Hann var lafmóður og þerraði
varimar á vasaklút.
Paul lagði handlegginn um
Rakel, en sagði svo ávítandi:
— Sagði ég þér kannski ekki,
að þú ættir ekki að vera að
þjóta út og láta mig ekki vita,
hvert þú færir! Ég ætlaði alveg
vitlaus að verða af áhyggjum,
þegar ég sá, að þú varst ekki
inni. Hven. fórstu? Er allit i lagi
með þig? Hvers vegna fórstu?
Orðin streymdu af vörum hans
eins og uppbót fyrir það, sem
hann hafði orðið að þola. En
svo við fyrsta skrefið að húsinu
aftur, sagði hann: — Þú ert
meidd!
— Já, ég sneri á mér ökkl
ann. Það er ekki neitt. Hvað
gerði Kevin?
— Hann barði og var komiinn
inn, áður en ég gat stððvað
hann, sagði Paul, — og sagði
mér að hann ætlaði að „gera
upp“ við mig, eins og hann kall-
aði það. En sem betur fór, tók
það hann dálítinn tíma að segja
mér það, og svo var Dalziel
þama fyrir. Hann sneri sér að
honum. — Ég er nú ekki far-
inn að þakka yður fyrir hjálp-
ina. Ég vil helzt ekki hugsa um,
hvað hefði getað orðið, ef þér
hefðuð ekki komið.
Dalziel tók fram í fyrir hon-
um: — Þér ættuð að hringja í
lögregluna.
— Já, auðvitað, sagði Paul.
— Strax. En hann hélt enn ut-
an um Rakel, þangað til þau
komu að húsinu, en fór svo aft-
ur að ávíta hana og spyrja hvar
hún hefði verið.
— Ég fór til að spyrja Brian
um það, sem frú Meredith var
að segja.
— Þú áttir að segja mér frá
því, en ekki vera að fara út
ein. Ég hefði getað farið með
þér.
Dalziel hafði ekki beðið þess,
að Paul lyki máli sínu, heldur
haldið áfram, og þegar Paul og
Rakel komu gegnum eldhúsið
fram í forstofuna, var hann þeg
ar kominn í símann. Þegar Rak-
el leit á hann, sá hún blóðlit á
vasaklútnum, sem hann hélt
upp að öðru munmvikinu.
Hún sá einnig andlitið á
sjálfri sér í speglinum á veggn-
um. Það var fölt og önnur kinn-
in tekirn að bólgna upp. Hún
snertl kinnina og fann, að hún
var aum, en ekki verulega sár.
En höndin á henni var verr út-
leikin. Hún hafði mikið hruflazt
og var auk þess útötuð í mold
og ofurlítið blæddi úr hennd.
Paul hafði hlaupið upp eftir
sótthreinsunarmeðulum og um-
búðum, og skipaði henni að setj
ast niður — hann vær: alveg
að koma til að búa um höndina.
Dalziel hafði lokið símtalinu og
horfði nú fram hjá Rakel í speg
iiirnn, og brosti með öðru munn
vikinu um leið og hann þerraði
hitt með vasaklútnum.
Hún brosti á móti — Álíka
skakkt. — Jæja, við sluppum að
minnsta kosti allvel frá þessu.
— Það gerði Kevin bara lika,
er ég hræddur um.
— Ég er fegln, sagði hún . . .
að hann er ekki lengur héma.
— Það er bara þetta. . . sagði
Dalziel, en tók sig svo á, eims og
hann vissi ekki, hvernig hann
ætti að halda áfam. — Nú,
jæja, lögreglan ætti að eiga auð
velt með að ná í hann héðan af.
— Það er bara þetta. . . að
hann gæti komið aftur, lauk
Rakel við setninguna fyrir hann.
í þýáingu
Páls Skúlasonar.
— Hafið engar áhyggjur af
því, sagði hann. Lögreglan sér
um það.
— Hann hélt raunverulega,
að pabbi hefði átt einhvern þátt
í morði systur hans, sagði hún
og varð nú aftur hiissa á þessu.
Paul kom niður stigann með
sáraumbúðakassa. — Og senni-
lega trúir líka allt þorpið því.
Paul Harwicke, ófreskjan mikla
sagði hann og reyndi að gera að
gamni sínu, en það tókst ekki
melra en svo. — Jæja, nú skul-
um við athuga þessar hruflur.
Já, og þér lika, hr. Dalziel. Sem
fyrirhugað fómardýr, skammast
ég mín næstum fyriir að hafa
sioppið aleinn, en að mininsta
kosti get ég hjálpað ykkur og
gefið ykkur eitt glas til að
hressa ykkur á — ef það er við-
eigandi, eins og á stendur. Ég
hef það nú alltaf óþægilega á
meðvitundinni, að þegar svona
stendur á, sé vaninn að gefa
sjúklingnum te, en ég veit
alveg, hvemig ég mundi bregð-
ast við ef einhver ætlaði að faxa
að gefa mér það, og einhver
viskílögg væri til 1 húsinu.
Þannig blaðraði hann áfram og
reyndi að hafa hemiil á taugum
sinum, meðan hann batt sár
hinna, frammi í eldhúsinu.
Síðan fóru þau inn í setustof-
una og hann kom með viskíið.
— Jæja, þetta hreinsar að
minnsta kostl loftið að nokkru
leyti, sagði hann. Þessi ofsi i
piltinum stafaði að minnsta
kosti af djúpri sannfæringu, og
ef hann heldur, að ég hafi myrt
systur hans, þá hefur hann að
minnsta kosti ekki gert það
sjálfur. Og þá hefur hann ekki
heldur átt sök á hvarfi ungfrú
Dalziel. Annars var það heppi-
legt fyrir mig, að hann skyldi
ekki hafa aldur fyriir byssu-
leyfi. Við skulum vona, að hann
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Um daginn og veginn
Ó.S. skrifar:
„Þátturinn „Um daginn og
veginn" er oft mjög góður —
hefur reyndar verið eitt bezta
útvarpsefnið.
Þar er rætt um málefni lið-
andi stundar, sem erindi eiga
til alls þorra fólks.
Mig langar til þess að koma
þvi á framfæri við þá sem hlut
eiga að máli, hvort ekki sé hægt
að ætla þættinum rúman tirna,
áður en sjónvarp byrjar klukk
an átta að kveldi. Síðast byrj-
aði þátturinn til dæmis þegar
klukkuna vantaði átta mínútur
í átta og var ekki hálfnaður
þegar fréttir hófust í sjónvarp-
inu, en þær vilja allir sjá og
heyra.
Þetta mætti laga með því að
láta þáttinn byrja fyrr, en láta
þá heldur annað bíða, þar sem
þessi þáttur er aðeins á dag-
skrá einu sinni í viku.
Virðingarfyllst,
Ó.S.“
Velvakandi vili taka undir
tilmæli Ó.S. og bæta þvl við,
að hæglega mætti hafa tilkyun-
ingalestur, sem nú er að lokn-
um fréttum á öðrum tíma.
0 „Létt verk að verja
góðan málstað“
Pétur Sigurgeirsson skrifar:
„Skammt er nú stórra
högga á millii á Iandhelgiisdeil-
unni. — Þjóðin fylgist óskipt
með þessu mikla máli. Menn,
jafnt til sjávar og sveita, hafa
opin augu og eyru fyrir öllu,
sem er að gerast. Hér er mál,
sem oss snertir öll mjög mikið.
Það var eigi iitil frétt, þegar
þau tíðindi gerðust 19. mal s.l.,
að brezkir toganaskipstjórar
sigldu allir togurum sínum út
fyrir 50 mílumar, og sögðust
gefast upp við að fiska innan
þeirra, fengju þeir ekki her-
skipavemd. Svo hörmulega
hefir til tekizt, að sú vemd var
látin í té, — og þess vegna hef
ir deilan harðnað til muna.
En sú ákvörðun brezku skip
stjóranna að hverfa af miðun-
um sýnir glöggt, að varðskip-
in okkar og landhelgisgæzlan
hafa borið sigur úr býtum í við
ureigninni. — Frá sjónarmiði
leikmamns er sannarlega
ástæða til þess, að árangursrík
framimistaða Xandhelgisgæzl-
unmar sé þökkuð og á hana
minnzt með virðingu og aðdá-
un til þeirra manna, sem þar
eiga hlut að máli. Þessi varzla
varðskipanna okkar er vissu-
lega mikil þrekraun og hið
mesta vandaverk. Vér sjáum
það bezt nú, þegar litlu varð-
skipin okkar eiga að gæta land
helginnar og við er að eiga
þau stóru herskip, sem nú
fylgja brezku togurunum. En
þá minnist ég þess, sem Guð-
mundur Kjæmested skipherra
sagði, er hann lagði fyrst af
stað til þessarar atlögu: „Það
er ávallt létt verk að verja
góðan málstað."
Akureyri, 22. maí,
Pétur Sigurgeirsson."
0 „Ein útkeyrð“
„Kæri Velvakandi!
Um daginn fór ég á bílasýn-
inguna, sem haldin var sællar
minningar. Þangað fór ég með
mín tvö börn mér við lær.
Hvort tveggja var, að ég komst
ekki, án þess að hafa þau með,
og svo hitt, að auðvitað vildu
þau endilega fara á bílasýn-
ingu. Ekki höfðum við
verið þar lengi þegar krakkaim
ir voru orðnir þreyttir og leið-
ir. Síðan hófst æðisgenginn elt
ingaleikur við þau um sýnimg-
arsalina, sem auðvitað lauk
með þvi að ég týndi þeim báð
um. Vegna þess datt mér í hug,
að á svona stórum sýningum
væri nauðsynlegt að hafa
bamagæzlu. Tilkostnaðurinn
þyrfti alls ekki að vera
miki]], en hugsið ykkur þasg-
indin, bæði fyrir foreldra og
þá sem að sýningunum stamda.
Tvær til þrjár manneskjur og
eitthvað af leikföngum vaari
það, sem til þyrfti, og svo auð-
vitað húsnæðið.
Væri þessi háttur tekinn upp
hér, en svona fyritrbæri eru al-
geng i nágrannalöndum, er ég
viss um, að sýningamar yrðu
bæði meira aðlaðandi og á-
nægjulegri, bæði fyrir gesti og
gestgjafa.
Ég verð að bæta því við, að
ég treysti mér alls ekki til að
fara á sýninguna í Laugardal,
eimis og mig langar þó til að
sjá hana, nema ég geti komið
bömunum fyrir á meðan.
Ein útkeyrð."
Námskeið fyrii
handavinnukennara
verður haldið í Norræna húsinu á vegum Handa-
vinnukennarafélags Islands og Norræna hússins
dagana 5. og 6. júní nk.
Kennari verður RUTH HENRIKSSON, lektor frá
Helsingfors. Einnig verður sýning á ýmsum gögnum
Jtil handavinnukennslu.
Þátttaka tilkynnist til Auðar Halldórsdóttur í síma
84475 kl. 9—11 f. h., og gefur hún nánari upplýs-
ingar.
Handavinnukennarafélag fslands Norræna húsið.
NORJVBNA HÖSIÐ POHJOLAN XMO NORDENS HL5
Skrifstofuhúsnœði
Til leigu nú þegar skrifstofuhúsnæði í nýju húsi
við Borgartún. Stærð um 190 ferm. Næg bílastæði.
Upplýsingar í símum 34619 og 12370.