Morgunblaðið - 02.06.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.06.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 300,00 kr. hf. Arvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjðrn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. ¥ viðræðum þeirra Nixons og Pompidous, sem lauk i Reykjavík í gær, lagði Frakk landsforseti megin áherzlu á, að Bandaríkjamenn mættu ekki, með einhliða aðgerðum draga úr herafla sínum í Evrópu og vakti hann athygli Nixons á þeim hættum, sem því væru samfara. Jafnframt mun Frakklandsforseti hafa sett fram þá skoðun við Nix- on, að ef um samdrátt her- afla í Evrópu yrði að ræða, yrði hann að gerast samtímis bæði í A- og V-Evrópu. Þessi yfirlýsing Pompidous er afar athyglisverð vegna þess, að Frakkar hafa síðustu árin ekki tekið þátt í varnarsam- starfinu innan Atlantshafs- bandalagsins og þeir hafa haft forystu fyrir þeim Evr- ópubúum, sem hafa talið áhrif Bandaríkjanna vera alltof mikil. En frammi fyrir vaxandi kröfum í Bandaríkjunum um heimköllun heraflans legg- ur Pompidou nú megin- áberzlu á þetta atriði. Hann er ekki eini evrópski stjórn- málamaðurinn, sem það ger- ir. Friðarverðlaunahafi Nób- els, Willy Brandt, kanslari, sem hefur mótað og fylgt fram þeirri stefnu friðsam- legrar sambúðar í Evrópu, sem öllum er kunn, hefur jafnan lagt á það megin áherzlu, að ekki verði dregið úr herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Ástæðan er sú, að Brandt gerir sér grein fyrir því, að tilvist þessa herafla í V-Evrópu og aðild að At- lantshafsbandalaginu er for- senda fyrir því, að austur- stefna hans heppnist. Með bandaríska herinn í Evrópu að bakhjalli hefur Brandt þann styrkleika, sem til þarf í samningum við A-Evrópu- ríkin. Þegar afstaða þessara tveggja evrópsku stjórnmála- leiðtoga, Brandts og Pompi- dous, er skoðuð verður þeim mun furðulegri sú af- staða talsmanna íslenzku ríkisstjórnarinnar, að ísland geti siglt eitt á báti, riftað samningum við Bandaríkin um vamir landsins og sagt sig úr Atlantshafsbandalag- inu. Stórveldin tvö í Evr- ópu, Frakkland og V-Þýzka- land telja, að þeim sé um megn að tryggja öryggi sitt án bandarísks herafla í Evr- ópu. Leiðtogar þessara ríkja, eru bersýnilega þeirrar skoð- unar, að jafnvel þótt sambúð- in við Sovétríkin hafi batn- að, sé ekki á neitt hættandi í þeim efnum. En hér uppi á íslandi sitja ráðherrar á valdastólum, sem virðast vera þeirrar skoðunar, að þessi fámenna þjóð í Norð- ur-Atlantshafi, þurfi ekkert að óttast, jafnvel þótt haf- svæðið í kringum okkur sé krökkt af rússneskum kaf- bátum og herskipum og rússn eskar herflugvélar séu stöð- ugt á sveimi í kringum landið. Þessir menn virðast gjörsamlega vera búnir að gleyma því, að við íslend- ingar höfum reynslu af hlut- leysi og hún er sú, að hlut- leysi er engin stoð. Fyrir sérhverja þjóð er slæmt, þegar til forystu hennar hafa valizt menn, sem ekki hafa nægilega yfir- sýn til þess að gera sér grein fyrir því, hverjir hagsmunir þjóðarinnar eru, menn, sem ekki hafa kjark, þor og dug til þess að veita þjóðinni for- ystu, en láta í þess stað ber- ast með straumlænu, eins og stjómlaust rekald. Þegar svo er komið, er tími til kominn fyrir þá, sem vilja spyxna við fótum að taka höndum sam- an. Það er hryggileg stað- reynd, að íslenzka þjóðin á sér enga forystu í dag. Við- brögð einstakra ráðherra, og þá ekki sízt forsætisráðherra, við þeim alvarlegu atburðum, sem gerzt hafa á fiskimiðun- um í kringum landið, hafa verið á þann veg, að veitast í vaxandi mæli að Atlants- hafsbandalaginu. Skylt er að geta þess, að í þeim efnum sker Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra sig úr. Hann hefur undirstrikað það, að landhelgismál og aðild okkar að Atlantshafbandalaginu eru tvö óskyld málefni. Hinir alvarlegu árekstrar á fiskimiðunum knýja á um, að þegar í stað verði fundin bráðabirgðalausn, sem tryggi okkur vaxandi hlutdeild í afl- anutn á íslandsmiðum, þar til 50 sjómílna fiskveiðilögsaga okkar hefur náð fullri viður- kenningu á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Forsenda fyrir slíku bráða- birgðasamkomulagi er að brezki flotinn hafi sig á brott af miðunum. En þess verður að vænta, að viðræður íslenzku ráð- herranna við Nixon og Pompidou, hafi opnað augu þeirra fyrir því, að þeir eru ekki einir í heiminum, ís- lenzka þjóðin getur ekki lok- að augunum fyrir því, sem gerist í kringum okkur. Hags munir okkar í bráð og lengd krefjast þess, að ísland sé að- ili að Atlantshafsbandalaginu og varnir landsins verði áfram tryggðar. Stjómmála- menn geta komizt upp með ábyrgðarleysi í innanlands- málum, en sá óábyrgi leikur með utanríkismál þjóðarinn- ar, sem þessi ríkisstjóm hef- ur stundað er forkastanleg- ur og getur haft hinar af- drifaríkustu afleiðingar. AFSTAÐA BRANDTS 0G P0MPID0US Ingólfur Jónsson: Koma forsetanna gæti orðið málstað íslands til góðs Fundur forsetanna Nixons og Pompidous í Reykjavík vakti mikla athygii. Fullyrða má, að forsetamir voru ánægð ir mieð fundarstaðinn og alla aðstöðu, sem þeir fengu á fs- landi. ísland er í þjóðbraut millli Evrópu og Vesturheims. Landið er því tilvalinn ráð- stefnu- og fundastaður er- lendra aðila, austan hafs og vestan. Búast má við, að ferðamannastraumur til lands ins aukist mikið vegna ýmiss konar fundahalda. Þörf er á því að halda áfram, eins og gert hefur verið, að vinna skipulega að ferðamálum til þess að geta veitt móttöku ört vaxandi ferðamannaf jölda. Gjaldeyristekjur íslendinga af ferðamönnum hafa verið mikl ar síðustu ár og munu fara ört vaxandi, ef rétt er á mál- um haldið. XXX Koma forsetanna Nixons og Pompidous til Reykjavíkur gaf stjómvöldum fslands gott tækifæri til þess að ræða við þá, m. a. um landhelgismálið. Verður að vænta þess, að tækifærið hafi verið notað eins og bezt mátti verða. Fund ur Pompidous og íslenzkra ráðamanna á skrifstofu for- seta fslands var aðeins 20 mín útur. Á svo stuttum tíma er ekki unnt að rökræða mikil- væg mál. Sá stutti tími hefur farið að mestu leyti til þess að fullnægja formsatriðum. E. t. v. hefur tækifæri gefizt til frekari viðræðna í kvöld- verðarboði forseta íslajnds. Ástæða var til þess að rök- ræða við Frakklandsforseta, sem er valdamikill í NATO og Efnahagsbandalagi Evrópu um landhelgismálið og samn- inga íslands við EBE. Samn- ingur íslands við Efnahags- bandalagið hefur ekki enn komið til framkvæmda — um innflutning á islenzkum sjáv- arafurðum, Vonandi hafa is- lenzk stjómvöld farið þess á leit við Frakklandsforseta, að hann beitti sér fyrir þvi, að samningurinn við EBE taki strax gildi að fuMu. Einnig, að forsetinn gerist talsmaður ís- lands í landhelgismálimu. Eng- inn vafi er á því, að forseti Frakklands gæti haft mikil og heillavænleg áhrif á gang þessara mála. XXX Fundurimn með Nixon for- seta á skrifstofu forseta Is- lands, stóð í 50 mínútur. Á þeim fundi var landhelgismál ið nokkuð rætt, og tekið fram að loknum fundi, að frekari umræður gætu átt sér stað i kvöldverðarboði forseta Is- lands á Bessastöðum. Island hefur haft nána samvinnu við Bandarikin í meira en 3 ára- tugi, eða frá því að banda- riskur her kom til íslands i síðustu heimsstyrjöld. Banda- ríkin voru fyrst allra þjóða til þess að viðurkenna full- veldi íslands 1944. Var það i samræmi við yfirlýsta stefnu Bandaríkjamanna, að viður- kenna rétt smáþjóða til sjálf- stæðis og frelsis. Varnarsamn ingurinn, sem íslendingar gerðu við Bandarikin 1951 er einnig í samræmi við frelsis- hugsjón og yfirlýsta stefnu lýðræðisþjóða. Á sömu for- sendum gengu Islendingar í Atlantshafsbandalagið 1949, vamarbandalag vestrænna þjóða. Vissulega var það ánægjulegt, að forsetamir skyldu hittiast hér á landi til viðræðna um mikilsverðustu mái. Sérstaklega var koma þeirra kærkomin vegna þess vanda, sem íslendingar eiga nú við að stríða. fslendingar hafa fært út landhelgina af brýnni nauðsyn, þar eð afli á íslandsmiðum fer stöðugt minnkandi. Nú veiðist mest af ungfiski. Fullvaxinn þorsk ur fæst örsjaldan í seinini tíð og 10 ára fiskur sést ekki leng ur. Fyrir fáum árum var tal- ið hæfilegt að veiða á fslands miðum allt að 700 þús. tonn árlega. í skýrslu, sem gefin var út á sl. ári af Norðaustur- Atlantshafsnefndinni, er talið nauðsynlegt að minnka veiði í Norðaustur-Atlantshafi um 50%. Eftir að sú skýrsla kom út, hafa sérfræðingar talið, að nauðsynlegt sé að minnka veiðina ennþá meira til þess að bjarga stofninum. Það er því ljóst, að sá fiskur, sem Ingólfur Jónsson hæfilegt er að veiða á íslands miðum er ekki fyrir stærri veiðiflota en þann, sem fslend ingar hafa yfir að ráða. Brét- ar stunda veiðar í islenzkri landhelgi undir herskipavemd. Bretar eru brotlegir við stofn skrá Atlantshafsbandalagsins. fslendingar hafa kært Breta fyrir Atlantshafsbandalaginu. Einnig er sjálfsagt að kæra of beldi þeirrá fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. XXX Báðir forsetarnir Nixon og Pompidou eru eftir íslands- ferðina, kunnugri málefnum íslands, en þeir áður voru. E. t. v. var ekki ástæða til þess að ætla, að forsetaimir gæfu íslendingum ákveðin lof orð um stuðning, áður en þeir fóru. Jafnvel þótt þeir hefðu ákveðið með sjálfum sér að vinna fyrir málstað íslands. Ætla verður, að forsetamir Nixon og Pompidou viti full- vel, eftir viðræður við ís- lenzka ráðamenn, hvers íslend ingar vænta af þeim persónu lega, NATO-þjóðum og Örygg isráðinu. Það er ákveðin krafa allra íslendinga, að Bretar fari með herskipin út úr íslenzkri landhelgi. Það verður að harma þau mistök, að for- menn stjórnarandstöðuflokk- anna fengu ekki tækifæri til þess að ræða við forsetana og leggja áherzlu á, og und- irstrika margt af því, sem is- lenzk stjórnvöld höfðu við þá sagt.. Hefði það gefið viðræð- ununi fyllri blæ og staðfest, að íslendingar eru einhuga í landhelgismálinu. XXX Atlantshafsráðið verður, samkvæmt stofnskrá Atlants- hafsbanda 1 agsins að fylgjast með því, hvort valdniðaiu er beitt gegn NATO-ríki. Atflants hafsráðið getur ekki hjá þvl komizt að taka í taumana, þegar brezki flotinn fer inn í islenzka landhelgi til þess að vernda lögbrjóta. öryggisráð Sameiinuðu þjóðanna verður að skerast I leikinn, verði mál ið ekki leyst á annan hátt. Nix on Bandaríkjaforseti kemst ekki hjá þvi, að láta að sér kveða í málinu, ef þörf kref- ur og beita sér fyrir farsæilli lausn þess. Bandaríkin hafa með samningum við Islend- inga tekið að sér vamir ís- lands. Islendingar munu krefj ast verndar samkvæmt varnar samningnum við Bandaríkin, gegn ofbeldi Breta, ef nauð- syn krefur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.