Morgunblaðið - 08.07.1973, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚJL.Í 1973
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltriil
Fréttastjórl
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
hf. Arvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
FUdgosinu í Vestmannaeyj-
um er nú lokið að dómi
vísindamanna. Þar með er á
enda ein harðasta viðureign,
sem íslendingar hafa háð við
náttúruöflin. Enn er mönn-
um í fersku minni, er jarð-
eldarnir brutust út aðfarar-
nótt 23. janúar sl. og heilt
bæjarfélag fluttist á einni
nóttu t^l höfuðborgarinnar.
Björgunarstörfin gengu frá
öndverðu mjög vel og raunar
framar öllum vonum, þó að
ýmislegt hafi að sjálfsögðu
gengið úrskeiðis; hjá því er
naumast unnt að komast,
þegar slíkar hamfarir eiga
sér stað. í fyrstu mæddi mest
á almannavörnum og Rauða
krossi íslands, en Vestmanna
eyingar sjálfir báru þó hita
og þunga dagsins.
Þessi grimmilega viðureign
virðist nú vera á enda og
Vestmannaeyingar eru þegar
farnir að flytjast á nýjan
leik til heimabyggðar sinn-
ar. Ef að líkum lætur mun
ekki líða á löngu þar til hjól
atvinnu- og menningarlífs
fara að snúast þar aftur af
fullum krafti. Frá upphafi
voru menn staðráðnir í því
að byggja eyjarnar áfram í
þeirri vissu, að él styttu upp
um síðir.
Óvissan um lengd gossins
og þá eyðileggingu, sem það
hefði í för með sér, gerði
mönnum vitaskuld erfitt um
vik að taka ákvarðanir um,
hvemig við skyldi bregðast.
En samhliða því, sem verð-
mæti voru flutt frá Heima-
ey til lands var háð hörð bar-
átta til þess að verja eignir
og mannvirki í kaupstaðnum
sjálfum. í þeim efnum hefur
vakið einna mesta athygli
þrotlaust starf vísinda- og
handverksmanna við að hefta
framrás hraunsins með vatns
kælingu. Kælingin hefur án
nokkurs vafa komið að miklu
gagni og vísindamenn full-
yrða, að án hennar hefði
hraunið runnið í höfnina. I
þessu efni hefur því verið
unnið frækilegt afrek.
Gosið var ekki einungis
áfall fyrir íbúa Vestmanna-
eyja, heldur þjóðina alla.
Vestmannaeyjar hafa verið
ein mikilvægasta verstöð
landsins og framleitt tæplega
níu af hundraði allra út-
flutningsverðmætanna. Hér
var því um gífurlegt áfall að
ræða, og þar við bætist kostn-
aður við björgunarstörfin og
enduruppbyggingu kaupstað-
arins, sem nú er hafin.
Eflaust líður nokkur tími
þar til lífið verður komið í
fastar skorður í Vestmanna-
eyjum á nýjan leik. Mörg,
viðamikil og erfið verkefni
blasa við því fólki, sem smám
saman flytzt aftur til heima-
byggðar sinnar. Stór hluti
íbúðarhúsnæðisins hefur orð-
ið bráð eyðileggingaraflanna.
Af þeim sökum hefur verið
skipulagt nýtt 700 íbúða
hverfi, þar sem miðað er við,
að uppbyggingin geti átt sér
stað á mjög skömmum tíma.
Þá bíður það verkefni að
reisa að nýju þau atvinnu-
fyrirtæki, er eyðilögðust. Og
raunar eru nú þegar uppi
áform um endurbyggingu
þeirra. Nú er gert ráð fyrir,
að 20 til 30 bátar verði gerðir
út og leggi upp í Vestmanna-
eyjum næsta vetur. Um leið
kemur starfsfólk í fisk-
vinnslustöðvarnar, frystihús
og fiskimjölsverksmiðju og
önnur þjónustufyrirtæki,
sem útgerðinni fylgja. Margs
kyns þjónustustarfsemi verð-
ur því að koma á fót á nýjan
leik til þess að atvinnulífið
geti gengið snurðulaust fyr-
ir sig.
Enn stafar nokkur hætta
af banvænu gasi; af þeim
sökum verður erfitt fyrst
um sinn fyrir fjölskyldur að
flytjast út aftur. Þá er einn-
ig ljóst, að kennsla verður
takmörkuð fyrir börn og
unglinga fyrsta kastið. Engu
að síður gera bæjaryfirvöld
nú ráð fyrir, að 70% íbúanna
verði komnir aftur að ári.
Sennilega mun því ekki líða
á löngu þar til íbúatalan
verður komin í sama horf og
fyrrum. Endurbyggingin verð
ur því að fara fram skjótt
og örugglega.
Nýja hraunið, sem rann í
sjó fram hefur bætt hafnar-
skilyrði frá því sem áður var.
Og nú eru Vestmannaeying-
ar farnir að nota vikurinn,
sem upp kom í gosinu; hann
hefur þegar verið notaður
við vegarlagningu í nýju
íbúðarhverfi. Síðan verður
vikurinn notaður við flug-
vallargerð, en stækkun flug-
vallarins er nú í undirbún-
ingi. Samgöngumál Vest-
mannaieyja hafa jafnan ver-
ið einhver erfiðustu við-
fangsefni byggðarlagsins. Og
mikið veltur á, að þau verði
í góðu horfi, þegar uppbygg-
ingin er hafin. Góðar og
greiðar samgöngur eru án
nokkurs vafa ein megin
undirstaða endurreisnarstarfs
ins; þeim málum verður því
að gefa sérstakan gaum.
Gostíminn hefur verið
mörgum þrekraun, en nú
standa fyrir dyrum nýir tím-
ar, sem vissulega krefjast
mikilla átaka. Mest er um
vert, að fólkið, sem þess ósk-
ar, geti sem fyrst snúið til
heimabyggðarinnar á nýjan
leik og atvinnulífið og út-
gerðin verði enn sem fyrr
hin styrka stoð í efnahagslífi
þjóðarinnar.
ENDURUPPBYGGING
VESTMANNAEYJA HAFIN
*
Reykjavíkurbréf !
---- Laugardagur 7. júlí--
Gífurlegar tekjur
Siðastliðin tvö ár hafa út-
flutningistekjur íslendinga vax-
ið meira en nokkurn gat ómð
fyrir. Verðlag sjávarafurða hef
ur hækkað jafnt og þétt, og nú
er svo komið, að það hetfur jafn
vel meira en þrefaldazt frá þvi
sem var á eríiðle'kaárunum fyr
ir tæplega hálfum áratug. Verð
á fiskblokk í Bandaríkjunum
var þá t.d. komið niður undir
20 oent, en er nú komið yfir 60
cent. En hér er um að
ræða þá útflutningsvöru, sem
eimna mesta þýðingu hefur.
Segja má, að þessi verðlags-
þróun sé ævintýri likust. Hér
er um að ræða uppgrip, sem
aldrei áður hafa þekkzt í sögu
lands og þjóðar, því að afla-
brögð hafa einnig verið góð og
sjávarútvegurinn því skilað
þjóðarheildiinni miklu meiri
auði en nokkru sinni áður.
Þótt útflutningsverð sjávaraf-
urða hafi að sjálfsögðu grund-
vallarþýðingu, nægir það ekki
eitt. Þróttmikill rekstur útgerð-
ar og fiskvinnslu hefur einnig
grundv.^ larþýð'ngu. Og þótt oft
hafi árað erfiðlega fyrir
islenzk atvinnufyrirtæki, er
það staðreynd, að í sjávarút-
vegi er einkarekstuxinn öflug-
astur. Þar hefur hver athafna-
maðurinn af öðrum sýnt
og sannað, að hann er fær um
að veita íslenzku atvinnulífi
forustu. Og á sviði útgerðarmála
hafa einnig verið stofnuð fjöl-
mörg félög, ýmist nokkurra ein
staklinga eða fjölmenn fé-
lög, þar sem almenninguf hef-
ur lagt hönd á plóginn.
Það er ekki sizt vegna at-
hafna þessa fólks, sem þjóðin
öil býr nú við góð lífskjör og
heildartekjur þjóðarinnar eru
jafn miklar og raun ber vitni.
Það kemur því sannarlega úr
hörðustu átt, þegar kona nokk-
ur ræðst í Ríkisútvarpinu að
stétt útvegsmanna og reynir að
læða því inn í hugi hama í
tíma þeitrra, að sú stétt sé til
einna mestrar óþurftar. Þetta
framferði hefur raunar þegar
hlotið þá fordæmingu, sem það
veirðskuldar.
En hvernig
endast þær?
En hvemig endast þess-
ar geysimiklu tekjur, sem þjóð-
inni áskotnast? Von er að menn
spyrji, því að deginum Ijósara
er, að hin mikla aukning heild-
artekna þjóðarinnar, sem dæmv
var nefnt um hér að framan,
kemur ekki fram sem kjarabót
alþýðu. Um það er að vísu deilt,
hvort kaupmáttur launa hafi
aukizt eða minnkað að undan-
förnu. Stjómarsinnar birta
kaupmátt timakaupsins til sann
indamerkis um bætta afkomu,
en gæta þess þó vendilega að
minnast ekki á loforðin um, að
vmnutímastytting og lenging or
lofs kæmd til viðbótar þeím
kjarabótum, sem heitið var. En
myndin lítur auðvitað allt öðru
visi út, ef t.d. er miðað við dag-
vinnukaup hverrar viku i stað
þess ,að deila vikukaupinu nið-
ur á færri stundir en áður var
gert.
Annars er sannleikurinn
sá, að hver og einn metur það
fyrir sig, hvort kjör hams hafi
batnað eða rýrnað, eða þá hve
mifclu sá munurinn nemur, hvað
sem opinberar tölur segja. Og
hætt er því við þvi, að mörgum
manninum finnist hann komast
ver af nú en t.d. fyrir hálfu
ári, ef miðað er við sama vinnu-
framlag nú og þá. Hitt er svo
annað mál, að geysimikil eftir-
spurn er eftir vinnuafli og flest
ir afla sér verulegra tekna með
mikilli yfirvinnu. Þess
vegna er mikið fé i umferð og
vissulega er mikið framkvæmt,
þótt iangt sé frá að
framkvæmdaaukning sé í neinu
samræmi við hina gífur-
legu aukningu þjóðartekraa. Á
sumum sviðum er raunar um
samdrátt að ræða, þvi að ríkis-
valdið neyðist til að skera nið
ur opinberar framkvæmdir,
þrátt fyrir mikla og vaxandi
skattheimtu. Og nú er komið í
ljós skv. opinberum skýrslum, að
hagvöxturinn er minni, mitt í
góðærinu en hann var áður en
stefnu núverandi ríkisistjórnar
tók að gæta!
Einkenni
óðaverðbólgu
Málsvarar ríkisstjórnarinnar
guma af þvi, að mikið sé fram-
kvæmt og vi'lja eigna sér það.
Þeir viðurkenna að vísu, að all-
ir framkvæmdasjóðir séu þurr
ausnrr og skuldahalinn skipti
jafnvel milljörðum. En lítið á
bjartsýnina, segja þeir, allir vilja
framkvæma og það scm fyrst.
Og þótt við höfum nú svikið
síðasta loforðið, þebta um íækk-
un vaxtanna, með þvi að stór-
hækka þá, er ekkert lát á ásókn
í framkvæmdafé.
En er þetta vottur um heil-
brigt efnatagsástand éða sér-
staka bjartsýni manna? Það er
a.m.k. ekki vottur um trú
á traust stjórnarfar eða festu í
efnahagsmálum.
Sannleikurinn er sá, að alliir,
sem vettlingi geta valdið, vilja
ráðstafa fjármunum sínum eins
fljótt og kostur er. Menn kepp
ast við að koma peningum sínum
í „grjót“ eða aðra fasta fjár-
muni, þvi að þeir sjá þá elia
bremna upp í bádi óðaverðbólgu.
Fasteignasalar fullyrða, að
söluverð ibúðarhúsnæðis á
Reykjavikursvæðinu hafi
hvorki meira né minna en tvö-
faldazt i valdatíð núverandi rik-
iisstjórnar. Og húsnæðiskostn-
aður fjölmargra fjölisikyldna
er nú þungbærari en áður hef-
ur þekkzt.
Þá er þess að gæta, að af-
koma flestra iðnaðar- og þjón-
ustufyrirtækja versnar nú
hröðum skrefum, og mörg draga
þau saman seglin. Hins vegar
bjargar hið háa útflutningsverð
lag sjávarútveginum, hve lengi
sem það helzt nú.
Þegar málin eru skoðuð
í heild, blasir þess vegna við
upplausn og stjórnileyisi, sem
engin dæmi eru til um áðuir.
Magnús Kjartansson, iðnaðar-
ráðherra, lýsti því átakanlega á
Alþimgi í desember s.l., að slíkt
upplausnarástand og stöðugar
gengiisífelliingar væru megin und
irrót ístöðuleysiis manna, af
brotahneigðar og rófleysis. Sjáilf
sagt hefur hann nokkuð tiil sins
máls, en öriögin eru kaldhæð-
in. Hann ber nú ábyrgð á þvi,
að einmitt það ástand, sem hann
varaði við með svo eftirminni-
legum hætti, magnast með
hverri vikunni sem líður, og
engum dettur víst lengur
Á Miðbakka þegar Margrét 2. og Henrik i