Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 8. JÚLÍ 1973 17 ar. Að visu var það svo um margar aídir eftir að ísland byggðist, að Kaupmannahöfn var úrskeiðis fyrir Islendinga. Lærðir menn isilenzkir sóttu einkum menntun sína til Eng- lands og meginlandsins, en að öðru leyti voru samskiptin mest við Noreg. Þegar kom fram um alda- mótin 1500 fóru Islendlngar að heimsækja Kaupmanna- höfn æ oftar og eftir þvi sem árin og aldirnar liðu tengd'st Kaupmannahöfn æ meir is- lenzkri sögu. 1 næstum 5 aldir var Ííaup mannahöfn höfuðborg ísiands. Þar gerðust veigam'k ir þættir íslénzkrar sögu. Þorri ísiend nga, sem sóttu menntun til útlanda fóru til Kaupmannahafinar til náms. Þeir voru ófáir þeir ungu ts- lendingar, sem sigldu til Kaup mannahafnar fuflir eft'rvænt- ingar og tiihlökkunar til að reyna krafta sína við nám og störf. Mörgum tókst það, m þeir ætluðu sér og efldust að viti og þroska. Aðra giey(,\i stórborgin með sínum freist- ingum og saga þeirra varð ekki löng. Þegar haft er i huga að blómi ungra menntamanna á Islandi um aldaraðir, hvort sem þeir urðu stjórnmála- menn, visindamenn, skáld eða aðrir listamenn, námu í Kaup- mannahöfn og lifðu þar og störfuðu í iengri eða skemmri tima, þá er það vel skiljanlegt, hve stóran sess Kaupmanna- höfn skipar í sögu og bók- menntum íslands. íslendingur, sem áhuga hefur á sögu og Framhald á bls. 31. Sjaldan hafa meiri au- fúsugestir gist Reykjavík Ræða Birgis ísl. Gunnarssonar, borgarstjóra, í veizlu borgarstjórnar Reykjavíkur í gær Yðar hátign, Mangrét drottn ing önnur, yðar konunglega tign, prins Henrik af Dan- mörku. Hr. forseti íslands, virðulega forsetafrú. Góðir gestir. Borgarstjórn Reykjavíkur og Reykvíkingar allir fagna af öllu hjarta komu yðar hátign ar til borgarinnar og ég von- ast til að þessa daga, sem yðar hátiign hefur dvalizt hér í Reykjavík, hafið þér mátt san.n færast um, að sjaldan hafa meiri aufúsugestir gist Reykjavik en nú, þegar henn ar hátign, drottning Danmerk ur og hans konunglega tign, prins Henrik, sækja okkur heim. Við Islendingar lítum á hina dönsku þjóð sem okkar nón- ustu vinaþjóð og við Reykvik ingar lítum á Kaupmannahöfn sem okkar nánasta vinabæ. Samstarf milli höfuðborga okkar er gott og borgarstjórn Reykjavikur litur á borgar- stjórn Kaupmannahafnar sem sinn nánasta samstarfsaðila um flest það, sem að borgar- stjórnarmálum lýtur og sækja þarf reynslu og þekkingu til annars staðar frá. Við höfum gott og lifandi samband við borgarstjórn Kaupmannahafnar og fulltrú- ar borganna á hinum ýmsu sviðum borgarmála hittast oft til að ráða ráðum sínum, ým ist einir sér eða á sameiginleg um fundum með fulltrúum höf uðborga annarra Norðurlanda. Frá vinum okkar í Kaup- mannahöfn höfum við fengið mörg góð ráð og leiðbeining ar, sem við erum þakklátir fyrir. Það er ekkert nýtt að ís- lendingar sæki sér fróðl^Tk og þekkingu til Kaupmannahafn Borgarstjórahjónin taka á móti Margréti drottningu og manni hennar við Kjarvalsstaði. í huig, að núverandi ríkisstjórn fái ráðið við þann vanda. Ekki einu sinni ráðherrunum sjálf- um. * Arangurinn úti á landi Eims og kunnugt er, setti Við- rei.snarstjómin sér það markmið að styrkja atvinnurekstur um land allt og leiitast við að stemma stigu við óeðlilegum fóiksfI utn in g um til Suðvestur- landsins. Atvinnujöfnunarsjóð- ur var settur á laggirnar og hon um séð fyrir verulegum fjár- framlögum, meðal annars af skattgreiðslum álverksmiðjunn- ar í Straumsvík. Fjárhagur sveit arfélaiga var styrktur með hlut deild þeiirra í söluskattsgreiðisl- um, og margháttaðar opiinberar framkvæmdir úti á landi voru stórauknar, bæði á sviði vega- mála, skólamála, heilbrigðismáia og svo framvegis. Landshluta- áætlanir voru gerðar, og á erf- iðieikaárun'um undir lok 7. ára- tugarins voru atvinmumálanefnd ir settar á fót og fjár aflað til þýð i ngarm i kil la framkvæmda, sem viða björguðu atvinnulífi heilia byggðarlaga. Hér var byggðastefna.n að verki, og hún bar verulegan árangur. Því er ekki að neiita, að áfmm hefur verið haldið á sömu braut, ynda hefði engri ríkis- stjórn haldizt uppi að hverfa frá þessari uppbyggingar- stefnu, enda eru þeir sjóðir nú orðnir öflugiir, sem Viðreismar- stjómin setti á laggirnar og þurfti að afla alls fjár til. Hitt er aftur á móti stað- reynd, að verkefnin, sem óleyst eru víða um land, eru enn gif- urlega mikii, bæði að því er atvinnuöryggi varðar, samgong- ur, heilbriigðisþjónustu, skóla- mál o.s.frv. Kannski má segja, að þetta sé ekki óeðlilegt, þar sem eimungis er rúmur áratug- ur liðinm síðan skipuiega var hafizt handa í þessum efnum og sú stefna tók að ryðja sér tiil rúms, sem nú er almennt nefnd byggðastefnan, þ.e.a.s. almenn- ur skiiningur á því, að stórátak yrði að gera til að bæta lifs- kjörin úti á landi og treysta atvinnuöryggið. Uggvænleg stefnubreyting En þó að fjárveitimgar úr At- vinnujöfnunarsjóði, sem nú heit ir raunar Byggðasjóður, hafi haldið áfram og raunar aukizt eftir þvi, sem sjóðurinn hefur styrkzt, er hitt uggvænlegt, að algjör stefnubreytinig hefur orð ið að því er vairðar hið opin- bera fjármálavald. Viðreisnar- stjórnin stefndli að þvi að tak- marka miðstjórniarvaldið í Reykjavík og efla fjármálavald landsbyggðarinnar, en vinstri stjómiin hefur lagt megináherkliu á að flytja sem mest af fjár- málavaldi þjóðarheildiarjnnar til höfuðstöðva siinma í stjórnarráð inu. Þetta hefur auðvitað ver- ið gert að kröfu kommúnista, sem telja, að vinstri sinnuð stjómvödd eigi að halda öllum þráðum í sinni hemdi, þvi að þau ein séu fær um það að halda hyggitega á málum, þau eigi að leiða alþýðuna, sem ekki sjái fótum sínum forráð. Sem betur fer gerir fólkið um land allt sér grein fyrir því, hve uggvænleg þessi þróun er, og þær raddir verða æ hávær ari, sem krefjast þess, að af þessari braut verði snúið og fjármálavald aukið á ný í hinum ýrnsu byggðum um land all't. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur haft um það forustu að und- irbúa ítarlega stefn u í byggðar- málum, sem grundval'iast á fylistu andstöðu við þá þróun, sem átt hefur sér stað síðustu tvö ár. Þessi stefna miðar að því að stórauka sjálfsforræði borgaranna í hinum dreifðu byggðum. Það verður meginverkefni þeirrar rikisstjórnar, sem Sjálf- stæðisflokkucrinn næst á aðild að, að hrinda þeirri stefiniu í framkvæmd til hagsbóta fyrir lamdslýð allan, þvi að sjálfstæð ismenn í Reykjavík gera sér grein fyricr því engu síður en það fólk, sem úti á landi býr, að nauðsyn ber tiil að stemma stiigu við fólksfl'Utnm'gum ti'I Reykjavíkur, og fölkið úti á landi verður að lifa við jafn góð kjör og þeir, sem búsetu hafa á Suðvesturlandi. Willy Brandt og landhelgin Willy Bramdt, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, er væntanlegur til íslands, og þar mun hann ræða um landhelgisdeiluna. Þetta eru góð tíðindi. Ef til viiil eir Willy Brandt nú áhri'famesti stjórnmálamaður veraldarinnar. Hann hefur farið nýjar braut- ir, og honum hefur tekizt það ótrúlega að opna dyr til aust- urs, þanmiig að gamlir höfuð- fjendur geta nú ræðzt við. Stefna hans hefur i rauninni verið ofur einföld. Hann hefur sagt: Vesturveldin verða að halda vöku sinni. Þau mega hvergi slaka á vörnum sínum. Þau verða að standa saman sem órofa heild. En um leið og ráða mönnum í Kreml er þetta ljóst, á að hefja við þá samnimgavið- ræður um gagnkvæma afvopn- un og takmörkun vígbúnaðar. Ilver sem árangurinn af þess ari stefnu kann að verða um það er lýkur, er hitt ljóst, að þegar hefur tekizt að koma á samningaviðræðum, og þær ein ar út af fyrir sig eru auðvitað mikiilvægar. En þetta frum- kvæði Wil'ly Brand'ts hefur styrkt har.n svo, að enginn mað ur er valdameiri í samtökum vestrænna þjóða, Atiantshafs- bandalaginu en einmitt hann. Þá er þess að gæta, að Vest- ur-Þjóðverjar hafa yfirleitt ver ið okkur íslendingum vinsam- legir, þegar við höfum þurft að gæta viðskipfcahagsmuna okkar á meginlandjnu. Og enginm efi er á því, að þeir vilja sem skjót asta lausm landhelgisdeiiunnar, ekki sízt kanslarinn sjálf- ur. Raunar vonuðu menn, að samkomiulag myndi takast þeg- ar fyrir rúmri viku, er þýzkiir sendimenn komu hingað ti'l iands. En vera má að Wiliy Brandt hafi frá upphafi ætlað sér að leysa deiluna sjálfur, er hann kemur. Hitt er held- ur ekki ólíklegt, að fyrir hon- um vaki að leitast við að haga málum svo, að eiinnig verði unnt að ræða á ný formlega við Breta og hafi því talið, að rétt væri að láta enn nokkrar vikur Mða til þess að reyna á þolriif þeirra. í sjónvarpsþætti fyrra þriðju dag upplýsti Geir Hallgrimsson, varaformaður Sjálfstæð'isflokks ins, að 12 13 bandalags- riki okkiar í Atiantshafsbanda- laginu styddu okkur gegn Bret um í lamdhelgisdeilunni. Þesisi umimæli hafa nú verið staðfest aif Friðjóni Guðröðarsyni', sem segir, að Luns aðalritari NATO, hafi beinlinis gefið þá yfirlýs- ingu, að gremja í garð Breta værii almenn meðal aðiidarríkja NATO og teldi hann, að við ætt um 12—13 bandamenm, er styddu þá kröfu okkar, að Bret ar hyrfu á brott með herskip sín úr islenzkri fiskveiðilög- sögu. Þannig hefur komið á dag inn, að það var rétt stefna, sem mörkuð var af stjórnarandstöðu og ríkisstjóm i sameiningu (að vxsu með andstöðu kommúnista fyrst í stað), að kæra mál okk- air fyrir AtJantshafsixmdalaginu og fá það í lið með okkur. Áhrif þeirrar ráðstöfunar eru þegar orðin miki'l, og því hiliir nú und ir lausn deilumálanna. xrlns konm með skipi sínu Dannebrog.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.