Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 21

Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1973 21 Gisli Guðmundsson: Ferðaspjall Flókalundur. — Gististaðurinn hefur verið stækkaður mikið síðan þessi mynd var tekin. BLÁSKÓGASKOKK nefnist eitt merkilegt fyrirtæki, er skaut upp koliinum fyrir ári síðan, sjálfsaigt mjög heilsu- samlegt, ekki sízt fyrir þá, sem yfirleitt flytja skrokkinn á sér á milli staða á 4 hjólum og svæla pakka af sígarettum á dag. Er ég las fyrst um þetta hástemmdar greinar fannst mér, að þarna hefðu einhverjir afreksmenn heldur betur tekið til hendinni, fært stórt lands- svæði úr stað um eina 30—40 km. Bláskógar eru nefnilega í alveg öfuga átt frá Þingvöll- urn, maður ekur uim þá, þá far in er Uxahryggjaleið. Nú átti ég fastlega von á því, að ör- nefinaspekingar okkar létu til sín taka og leiðréttu þessa firru en svo fór ekki, þeir hafa þaigað þunnu_ hljóði. Meira að segja hann Árni Böðvarsson, sem eitt sinn notaði útvarps- þáttinn Daglegt mál til sliks, hefur þagað. Nú um daginn fór þetta fjöldaskokk fram í annað sinn með miklum lúðrablæstri i blöðum og fjálglegum lýsing- um eftir á. I Morgunblaðinu þann 3. 7. las ég þessa klausu: „ . . . . mikil var gfleði manna er komið var að völlunum fyr ir ofan Laugarvatn — stöldr- uðu ýmsir nokkuð lengi við í þessari Bláskógavin." Þarna skilst mér, að átt sé við Laug- arvatnsvelli, sem eru um 13 km frá Laugarvatni og þaðan eru einir 35 km til þess svæð- is, er nefnist Bláskógar. Geri aðrir betur. Það ættu vissu- lega ekki að verða nein vand- ræði að breyta' um nafm á þessu skokki, mætti kenma það við Gjábakka, Reyðar- barm eða Laugarvatn, hvar Iþróttakennaraskólinn á heima. Svo mætti einnig nefna það Káraskokk, því að fram- an við Reyðarbarm er Kára- hella hvar hann Kárii Sölmumd arson sat fyrir Brennu-Flosa er hann reið frá hinu sögu- lega þinghaldi. Mikill garpur var Kári 6g því ekki leiðum að líkjast. Gistiliúsiö Flókaltindur í Vatnsfirði á Barðaströnd er að mínu áliti eln þarfasta fram kvæmd í hótelmálum okkar á umdanförnum árum, því að það bætir úr mjög brýnni þörf í þessum landshluta. Hóteldð býður nú upp á ágæta gist- ingu fyrir allt að 40 manns og Barðstrendingafélagið á heið- ur og þakkir skilið fyrir að hafa staðið fyrir þessari þörfu framkvæmd. Það átthagafélag byggði einnig Bjarkarlund í Reykhólasveit á sínum tima. Vatnsfjörðurinn er fagur, eims og Flóka fannst forðum, oig hann laðar til sín ferðafólk til hvíldar og hressingar. Auk þess býður hann upp á ýmis- legt forvitnilegt, einkanlega fyrir þá, sem enmþá kunna og vilja nota fætuma til að færa sig úr stað. út með firðinum að austan er Hörgsnes, sér- kenmilega fagurt landsvæði, sem komið hefur til tals að friðlýsa. Vestan fjarðarins í nágrenni Brjánslækjar eru merktir steimgervingar S surtarbrandslögum og þar eru éinnig Flókatóptir, ógreinileg- ar rústir, taldar leifarnar af skála Hrafna-Flóka. Inn af firðinum er mikill dalur með veiðisælu vatni og víðlendum birkiskógi, skreyttum reyni- trjám á dreif. Vestar er Penn- imgsdalur (Pennudalur), afar djúpur og viða fagurlega gró- inn. Þeim, sem þykir gaman að príla upp á fjöll og horfa yfir landið fríða vil ég benda á Lónfell, það er hægt að aka upp á fjallgarðinn og þaðan er gangam á fellið auðveld og virði margra svitadropa í fögru veðri. Nú orðið aka flestir um í eigin bílum og fyrir þá er Flókalundur tilvalin bæki- stöð tiil lengri eða skemmri ökuferða um Vestfirði, þvi að hamn stendur þarna á kross- götum. Þá er fyrst að nefna ferð út á Bjargtanga (100 km), sú leið er nú fær öllum bílum. Látrabjarg mun vera mesti bergveggur i heimi og fuglalifið þar er heillandi. Sé farin gönguferð meðfram brúninni er betra að stíga til jarðar með gát, því að lund- inn á þarna mikil völumdar- hús, neðanjarðar. Jeppafær leið er niður í Keflavík við austurenda bjargsins og vert er að benda á hliðarveg hjá bænum Hvalskeri suður á Rauðasand, eitt fegursta byggðarlag okkar fagra lands. Önnur dagsferð er til Arn- arfjarðar, bezt að aka þá fyrst til Patreksfjarðar og um Mikladal til Tálknafjarðar. Hann er vinalegur og gróður- sæll og þar er hægt að fara í sundlaug, einnig skemmtileg- an sundpoll. Svo liggur leiðin yfir fjallveginn Hálfdán (mik- ill útsýnisstaður) til Bíldu- dals við Arnarfjörð (rismest- ur af öllum Vestfjörðum) og þaðan út Ketildali sumnan fjarðarins, alla leið að Selár- dal. Þessi leið er seinfarin en fær öllum bílum. Til baka er síðan haldið frá Bíldudal inn um Suðurfirði, upp Nordal og á Vestfjarðaveg rétt norðam við Helluskarð. Nyrztur af Suðurfjörðum er Geirþjófs- fjörður, hann er afar fagur og þar er Einhamar hvar Gísli Súrsson var veginn. Þangað er ekki akfært. Vegurinn frá Flókalundi til Isafjarðar (140 km) er nú orð inn það góður að ferðin tekur ekki nema 4—5 stundir og er þvi hægt að fara fram og til baka á einum degi. Á Isafirði er gisting á Hótel Mánakaffi og eimnig Hjálpræðishernum en lítið er um fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn í kauptúnum- um á fjörðunum. Á Þ ngeyri mun þó vera frambærilegur veitingastaður og ég vil vekja athygli á vegi, sem liggur upp á Sandfell fyrir ofan það kauptún, og er þaðan foriáta útsýni yfir h'mn fagra Dýra- fjörð. Þeim ferðamönnum, sem hafa i huga að heimsækja Vestfirði, ráðlegig ég eindreg- ið að aka fyrst til Stykkis- hólms en þar er mjög vinsælt sumarhótel. Hringferð um Jökul er sjálfsögð ef tími er tliil og síðan að fara með flóabátnum Baldri til Brjáns- lækjar. Heimferðin frá Vestfjörðum yrði þá frá Flókalundi austur um fjöll og firði til Bjarkar- lundar og þaðan suður Dali. Úr Dölum suður er nú komin mý og foryitnileg leið, ekið vestur Skógaströnd og suður um Heydal til Hniappadals og Mýra. Þessi leið er um 25 km lengri en sú venjulega suður Bröttubrekku og mun ég gera henni nánari sk!l síðar. i ■ ■ i ■ ■ n ■irnrf ■■■■■■■■■■■ í KVIKMYNDA HÚSUNUM IHIHHlHm Laugarásbíó: „ÞÚSUND DAGAR ÖNNU BOLEYN41 Leikstjóri: Charles Jarrott Handrit: Bridget Boland & John Hale Tónlist: George Delerue Kvikmyndataka: Arthur Ibbetkon, B.S.C. Framleiðandi: Hal B. Wallis Hér segir af hjúskap þeirra Hiin.rilks VIII og Önmu Boleym.. Stjörnubíó: „EASY RIDER44 Handrit: Peter Fonda, Dennis Hopper, Terry Southern Myndataka: Laszlo Kovaks Framleiðandi: Peter Fonda Leikstjóri: Dennis Hopper Nýja bíó: „SMAMORÐ44 Handrit: Jules Feffer Myndataka: Gordon Willis Tónlis: Fred Kam Tveir ungir Bandaríkja- ríkjamenn ferðast um landið á mótorhjólum og eru drepn ir af tveimur löggæzlumönn- um, sem ekki lízt á útlit þeirra. Klipping: Howard Kuper- man Framlelðandi: Jack Brodsky Leikstjóri: Alan Arkin Patsy reynir að ná ástum Alfreðs og vekja hann til lífs ins, en leyniskytta drepur haina. Síðar feitair Alfreð og fjölskylda Patsiyar í fótspor leyrn iskyttuinniar. Steinunn Sig- urðardóttir ★★ Margt er gott um önnu: Góður leikur, eiinkum hjá Burton og tónlistin Anthony Quayle (Wolsey kardínáli). — Litrík og falleg og tónlistin frábær. Hins vegar er hún nokkuð langdregin og skortir áhrifamátt. ★★ Hinar mikLu vimisældir Easy Rider stöfuðu fremur af því að hún kom fram á hent- u-gu augnabliki en af því að hún væri frábærlega góð. — Þetta er mynd eftir unga og hressa stráka, krydduð fyrir- taks poppmúsík. En það er bara ekki nóg að vera un-gur og hress. Jack Nicholson er dásamlega skemmtilegur sem George Hansen. ★★★ Mjög kvikindisleg kvikmynd, spre-nighlægileg og grátleg eins og vitleysingarnir sem hún fjallar um. Lýsing- arnar á þeim eru sterkasta hliðin og leikstjóran-um má óska til hamingju. Þótt Smá morð eigi fylilsta rétt á sér sem slik, verða þa-u í heild a-ð teljast nokkuð yfirborðskennd. Sæbjörn Valdimar Valdimarsson Jörgensen ★★★ Ástamál þessa dæma I lausa konungs ,gerast orðið all hversdagsleg. En frábær leik ur þeirra Burtons og Bujold, ásamt snjöllu handriti, gera myndina mjög svo áhugaverða jafnvel eftirminnilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.