Morgunblaðið - 08.07.1973, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JULl 1973
23
— Vísindamenn
— í Kiel
Framh. af bls. 10
ins við Island væri slæmt, m.a.
af því að Grænlandsþorskurinn
kæmi ekki lengur á miðin og
yrði úr að bæta. En nú er að-
eins rætt í skýrslunni um full-
nýtimgu á stofninum við Island.
— 1 sinum skýrslum fyrir ár-
ið 1972 segja þeir að kúrfan yfir
veiiðarnar sé stöðug og að þeir
telji að fiskurimn sé ekki eins
háður veiðisókn sem talið hafi
verið, útskýrðu l’iffræðingarnir
þrír. En þeir nefna ekki að fiski-
skipin eru að verða afkastameiri
og hlutfallistalan af smáfiskinum
fer vaxandi i aflanum. í>ó að
heildarveiðin sé svipuð, þá mætti
kannski alit eins vel ná henni
með hluta af fiskveiðiflotanum.
f>að sem verið er að gera, er
þvi ákaflega óhagkvæmt efna-
hagslega.
1 upphafi þessamr greinar
komu fram helztu atriðin, sem
fram komu í samtalinu við líf-
fræðingana um rök þeirra með
málstað Islendiinga. — Við leggj
um ekki fram neima vísindalega
vinnu málinu til stuðnings, en
getum gagnrýnt og lagt mat á
það sem gert hefur verið ann-
ars staðar, svo sem í skýrslum
frá Hamborg, Alþjóðlegu haf-
rannsóknastofnuninni, hjá Norð-
ur-Atlantshafsnefndinni og í ís-
lenzkum greinargerðum, sögðu
þeir. Aðferðir okkar eru óbeinar,
því við sjáum ekki sjálfir fisk-
inn eða aðstæðurnar. En ef vís-
indamenn biðu eftir síðustu úr-
vinnslu allra gagna til að segja
sitt álit, þá væru miðin orðin of-
veidd, þegar loksins væri sannað
að þau væru það. Margir þýzkir
sjávarllffræðingar halda því
fram, að eingöngu alþjóðlegar
rannsóknaniðurstöður séu rétt-
lætanlegar. Við erum ekki á
sama máli, því a'llar alþjóðlegar
rannsóknaniðurstöður hafa kom-
ið of seint. Þýzkir vísindamenn
hafa áður sagt, að slíkar aðferð-
ir séu ekki nógu góðar, en þeg-
ar þýzkir fiskveiðihagsmunir
eiga i hlut, þá segja þeir að ekk-
ert sé hægt að sanna i þessu
xnáli.
Og ungu vísindamenniirmir út-
skýrðu hagsmumahlið málsins. I
Þýzkalandi eru allar fiskveiðar
og viðskipti með fisk í höndum
þriggja til fjögurra stórfyrir-
tækja: Unilever, Oetker, Jakobs
og Pickenpack, sem til samans
eiga 95 togara, og mynda með
sér sölusambönd. Rök þessara
fyrirtækja gegn útfærslu ís-
lenzlcu fiskveiðilögsögunnar eru
þau, að með henni verði Þýzka-
land fyriir miklu tjóni. En þetta
telja vísindamennirnir fjarstæðu.
Það tjón, sem þýzkur fiskiðnað-
ur hafi orðið fyrir, sé óháð út-
færslu fiskveiðilandhelgiinnar víð
Island í 50 mílur. Tjónið hafi orð
ið vegna hagræðingar i iðnaðin-
um og fisksölunni í Þýzkalandi
sjálfu. — Við teljum, að við þurf
um ekki á því að halda að veiða
imnam 50 mílna linunnar við Is-
land, en að Islendingar séu því
háðir. Sumir okkar tóku upp
þessa baráttu af því við teljum
að við getum vel verið án þess,
en íslendiingar ekki og höfum
samúð með málstað íslendinga,
sögðu þeir.
ÍSLENDINGAR FÆRIR UM
AÐ GÆTA FISKIMIÐANNA
— Við teljum, að hvert land
eigi að nýta sitt eigið landgrunn
og fiskimn yfir því og við höf-
um ekki rétt til að nýta land-
grunn Islendmga. Það sama giild
ir fyrir aðrar þjóðir, eins og
Afríkuríkin og Suður-Ameriku-
rítein. Sumir fiskifræðiingar hér
segja að Islendingar geti ekki
ftálnýtt fiskiimiðin sin. En því
skyldum við hafa rétt til þess?
Landgrunnið er hluti af landimu,
og ef hægt er að leyfa öðrum
þjóðum að veiða þar, þá ættu
þær að greiða fyrir það. En
fyrst og fremst á ekfci að ofnýta
auðlindir sjávarins og verði ekki
komið einhverri reglu á þá nýt-
ingu fljótt, þá verða þær mjög
ilila farnar á fáum árum. Þammig
er nú komið, að sé fisk að finna
einhvers staðar, þá kemur þang-
að allur fliskveiðifloti heimsins,
um leið og uppurimn er afli ann
ars staðar. Og hafi land ekki
rétt til að vernda fiskimiðin
kringum sitt eigið land, þá getur
það engann. AlCt of erfitt reynist
og seinvirkt að gera það með al-
þjóðlegum hætti. Og við teljum
að Islendingar séu færir um að
hafa stjórn á verndun fiskimið-
anna hjá sér, bæði gagnvart eig-
in skipum og annarra þjóða.
— Þið getið ekki beðið eftir
aiþjóðaráðstefnu til að ákvarða
málið, sögðu þeir félagar enn-
fremur. — Viða um heim hafa
miðin verið algerlega hreinsuð
upp, þegar séð varð fyrir að ein-
hvern tíma teæmi að því alð kvóta
kerfi yrði á komið. Þanniig fór
t.d. í Barentshafi, að Sovétflot-
inn mokaði upp eims miklu af
fiski og hann gat síðustr. 2 árin,
til að fá sem mest út úr kvóta-
kerfinu. Það er hægt að eyði-
leggja fiskstofnana mjög fljótt.
— Við erum þvi sem sagt mót-
fallnir að senda fiskiskip okkar
inn fyrir 50 mílna fiskveiðimörk
ykkar. Og við láum ekki íslenzku
varðskipunum, þó að þau reyni
að verja Islenzku fiskveiðiland-
helgima, sögðu þessir þrír ungu,
þýzku sjávarlíffræði'igar.
Stuðningur þessara vísinda-
mamma við hafraninsóknastofnun
iina í Kiel, er okkur íslendingum
mikilvægur, svo og öll fáanleg
kynning á okkar málstað. Þar
mun nú siðan í haust hafa stað-
ið opið boð til íslenzks vísinda-
manns um að halda fyrirlestur
í Kiel. Allt slíkt er málstaðnum
mikilvægara en svo að það megi
undir höfuð leggjast. — E. Pá.
öllum þeim sem minntust mín á 80 ára afmæíinu 22. 6.
sendi ég hjartans þakkir. — Lifið heil.
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Sérhœð
Til solu 5 ára fm sérhæð i Kópavogi ásamt 50 fm inn
byggðum bílskúr.
Höfum einnig til sölu góðar íbúðir við Grettisgötu og Fífu-
hvammsveg, Hraunbæ og fleira.
FASTEIGIMAMIÐSTÖÐIN,
Hafnirstræti 11, sími 20424 og 14120.
Norðurá
VEIÐIFÉLAG NORÐURÁR í Borgarfirði auglýsir
hér með eftir tilboðum í veiðirétt í Norðurá frá og
með 1974.
Tilboð skulu hafa borizt á skrifstofu Jónasar A.
Aðalsteinssonar, hrl., Laufásvegi 12 í Reykjavík
fyrir kl. 17.00 hinn 1. ágúst n.k. og munu þau til-
boð, sem berast, opnuð þar kl. 17.15 sama dag.
Allar nánari upplýsingar, þar á meðal um fyrir-
hugaðan leigutíma, veitir undirritaður.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
F. h. Veiðifélags Norðurár,
JÓNAS A. AÐALSTEINSSON, HRL.,
Laufásvegi 12. Reykjavík.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða YFIRHJÚKRUNARKONU við KLEPPSPÍTAL-
ANN er laus til umsóknar og veitir frá 1. septem-
ber n.k.
Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf,
ber að senda stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15.
ágúst n.k.
Hjúkrunarkonur óskast í föst störf og í afleysingar.
Hluti úr starfi kemur til greina.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 38140.
Reykjavík 6. júlí 1973.
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
VOLVO-eigendur athugið
Verkstæði okkar að Suðurlandsbraut 16 verður
lokað vegna sumarleyfa frá 9. júlí til 6. ágúst að
báðum dögum meðtöldum.
Við viljum því benda yður á umboðsverkstæði okk-
ar yfir þetta tímabil.
Sölumenn
Við viljum ráða tvo sölumenn i vefnaðarvöru
nú þegar eða síðar.
Vinsamlega hafið samband við
starfsmannastjóra.
Starfsmannahald
$ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Skntt og útsvnrsskrnr
Reykjanesumdæmis
drið 1973
Skatt- og útsvarsskrár allra sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi
°g Keflavíkurflugvallar fyrir árið 1973 liggja frammi frá 10.
júlí til 23. júlí að báðum dögum meðtöldum á eftirgreindum
stöðum:
I K^PAVOGI:
I Félagsheimili Kópavogs á II. hæð. alla virka daga frá
kl- 10—12 f. h. og 13—16 e. h., nema laugardaga.
I HAFNARFIRÐI:
A skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10—16 alla virka
daga, nema laugardaga.
I KEFLAVlK:
Hjá „Jám og Skip" við Víkurbraut.
A KEFLAVlKURFLUGVELLI:
Hjá umboðsmanni skattstjóra. Guðmundi Gunnlaugssyni, á
skrifstofu Flugmálastjórnar.
I HREPPUM:
Hjá umboðsmönnum skattstjóra.
I skránum eru eftirtalin gjöld:
1. Tekjuskattur.
2. Eignaskattur með viðlagagjatdi.
3. Slysatryggingagjald v/heimilisstarfa.
4. Slysatryggingargjald atvinnurekenda.
5. Ufeyristryggingagjald atvinnurekenda
6. Atvinnuleysistryggingariðgjald.
7. Iðnlánasjóðsgjald.
8. Iðnaðargjald.
9. Launaskattur (ógreiddur).
10. Útsvör.
11. Viðlagagjald 1% af útsvarsskyldum tekium.
12. Aðstöðugjöld, þar sem þau eru álögð.
13. Viðlagagjald af aðstöðugjaldsstofni.
I skránum eru einnig sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld þeirra
sókna, sem þess hafa óskað, en þessi gjöld eru ekki álögð
af skattstjóra.
I tekju- og eignarskatti er innifalið 1 % álag til Byggingarsjóðs
ríkisins.
i fjárhæð álagðs eignarskatts, sem nemur kr. 439 eða hærri
upphæð, er innifalíi viðlagagjald, sem nemur 22,9% fjárhæðar
álagðs eignarskatts.
Kærufrestur vegna ofanritaðra gjalda undir tölulið 1—13 er
til loka dagsíns 23. iúlí 1973. Kærur skulu vera skriflegar og
sendast til Skattsto'u Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði eða
umboðsmanns í heimasveit.
Skrár um álagðan söluskatt í Reykjanesumdæmi 1973 liggja
ennfremur frammi á skattstofunni.
Hafnarfirði 7. júlí 1973.
SKATTSTJÓRINN í REYJANESUMOÆMI.