Morgunblaðið - 17.07.1973, Blaðsíða 14
*14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1973
r
Með
^^sSR&'.já
Prá vinstri: Ásthildur Eyjólfsdóttir, Björn Svavarsson, Þórður Jónsson, Hjörtur Þórðarson,
Svavar Björnsson, Kristín S vavarsdóttir, Harpa Þórðardóttir og Sigrún Svavarsdóttir.
Reykvík-
ingum
og öðrum
bæj arbúum
í f aðmi
náttúrunnar
Ingveldur og Einar Aron Pálsson í Bolabás. Faðir þeirra,
Páll Aronsson situr á tjaldskörinni.
FYRIR fólk í dreifbýli er
náttúran þáttur hins daglega
lífs. Það er í stöðugum tengsl
um við jörðina, sjóinn og
dýralífið. Náttúran er hluti af
þess lífi. Með aukinni borg-
armenningu, hafa sífellt fleiri
íslendingar slitnað úr tengsl
um við náttúruna, þar sem
þeir lifa og hrærast á malbiki,
umkringdir streitu og stöðug-
um hávaða. Fyrir borgarbúa
er því eins og að koma í ann
an heim að komast út af mal
bikinu og út í náttúruna. Þar
verður borgarbúinn stöðugt
fyrir nýrri lífsreynslu er hann
uppgötvar eitthvað nýtt.
Bifreiðin er mikilvægur
tengilliður borgarbúans við
náttúruna og hefur gert æ
fleirum í þéttbýliskjörnum
landsins kleift að uppgötva
fegurð Islands. Með almennri
bifreiðaeign hefur ferðalöng-
um á þjóðvegum íslands þvi
fjölgað mjög hin síðustu ár.
Þar sem áður mátti aka klst.
saman án þess að mæta bíl,
hafa nú skapazt umferða-
vandamál.
Strax á föstudagskvöldum,
hefst stöðugur straumur um-
ferðar út frá Reykjavík og
á laugardögum og framan af
sunnudegi, má segja að hin
mikla bifreiðaumferð liggi í
eina átt — út úr borginni.
Svo mikil er umferðin orðin
um helgar á þjóðvegum lands
ins, að nýtt hugtak, „umferð
arhelgi" á orðið við um flest
ar helgar sumarsins.
En hvað er allt þetta fólk
að fara og hvað ætlar það
að gera? Hjá mörgum er að
eins um stutta sunnudags-
túra að ræða tii að hafa ofan
af fyrir börnunum og sýna
þeim „me-me“ og „mu-mu“,
og er þá gjarnan ekið stöð-
ugt, t.d. Þingvallahringinn og
koma menn yfirleitt útkeyrð-
ir heim. En hjá sifelt fleirum
er um lengri fjarveru að
ræða, yfir nótt eða tvær, og
er þá gjaman legið í tjaldi
eða hjólhýsi haft með í ferð-
ina.
Blm. og Ijósm. Mbl. brugðu
undir sig betri fætinum um
helgina og fylgdust með
ferðalöngum og útilegufólki.
Af umferð að dæma virtist
mesti straumur ferðamanna
liggja á hina sígildu staði á
Suðurlandi, Þingvelli og Laug
arvatn. Enda var þar mikið
af tjöldum og hjólhýsum þeg
ar Mbl.-menn komu þangað
á sunniudaig. Virðist svo seim
fólk leggi meiri áherzlu á að
gista á eða í nánd við staði
þar sem veitt er þjónusta en
að finna sér friðsælan reit
fjarri allri umferð.
Á Þingvöllum var mikil um
fefð á sunnudagsmorgun og
mikið af tjöldum. Fólk var á
gangi um vellina og gjárnar
og börn léku sér á grasflöt-
unum. Auðséð var að þarna
voru ferðamenn af ýmsu
tagi, fjölskyldur í helgarferð
um eða lengri sumarfríum,
og var ferð hinna síðarnefndu
því alla jafnan heitið á nýja
staði eftir stutta viðkynningu
við hinn gamla.
Ein slík fjölskylda var rétt
búin að pakka sínu dóti inn i
bílinn eftir sólarhring á Þing-
völlum, og var ferðinni heit-
ið um Uxahryggi í Skorra-
dal, þar sem næst skyldi slá
niður tjöldum áður en hald-
ið yrði á Norðurland. Fjöl-
skyldufaðirinn, Jón Björns-
son, sagði að þau hjónin
hefðu í fyrsta sinn farið í úti-
legu með börnin tvö, átta og
tíu ára, i fyrrasumar. Gistu
þau þá ýmist í tjaldi eða á
Eddu hótelum, þá tiu daga,
sem ferð þeirra tók, um Suð-
urland. Þótti öllurn svo gam
an að þau ákváðu að taka
börnin með sér í hálfs mán-
aðar ferð aftur i sumar, og
nú skyldi Norðurland skoðað.
Ætiuðu þau að koma við í
Vatnsdal, Vaglaskógi, Mý-
vatni, Ásbyrgi og Hljóðaklett
um og stanza einn til tvo sól
arhringa á hverjum stað.
Ekki sögðu þau að verkefnin
skorti í svona útilegum, því
alls staðar væri nóg að sjá,
og gera. T.d. væru frúin og
eldri sonurinn að safna blóm-
um, sem þau þurrkuðu og
færi oft mikill timi í að finna
réttar tegundir, en á meðan
sagðist bóndinn taka náttúru
og landslagsmyndiir eða
bregða sér í f jallgöngu.
Á flötunum neðan við
Hrafnagjá voru mörg tjöld.
1 einu þeirra fundum við Þórð
Jónsson og fjölskyldu og
nokkra gesti. Sagði Þórður
að þau hjónin væru í helgar
frii með tvö böm.
— Við reynum að fara i úti
legu um allar helgar, sagði
Þórður, þetta er þriðja eða
fjórða helgin, sem við förum
í sumar. Við keyrum yfirleitt
stutt eins og t.d. hingað eða
í Þjórsárdal. Þar er mjög gott
að vera, sérstaklega eftir að
Landsvirkjun lét byggja sund
laugina, sem börnunum þyk
ir ákaflega gaman að leika
sér í; Það er lífea mjög rólegt
og gott að vera hér á Þing-
völlum, hér er mest fjölskyldu
fólk en annars getur verið
erfitt að finna rólega staði.
Þórður og kona hans Ást-
hildur Eyjólfsdóttir sögðu að
alltaf væri nóg að finna sér
til dundurs í útilegum. Hægt
væri að spila badminton,
krokket og fótbolta eða þá
að fara í gönguferðir.
Þau hjón höfðu orð á því
að fólk væri farið að ganga
mun betur um tjaldstæði,
heldur en almennt gerðist áð-
ur og kváðust ekkert finna
athugavert við þó að gjald
væri tekið á tjaldstæðum fyr
iir veitta hreinlætisþjónustu.
Þau hjónin eru engir ný-
græðingar í hópi útilegufólks.
„Við erum búin að stunda
þetta i mörg ár“, sögðu þau.
„Við förum oftast saman 3—4
fjölskyldur. Þetta er hópur
sem hefur haldið saman í
mörg ár. Fyrst sem einstakl-
ingar í sambandi við Far-
fugla og svo eftir að fólk
gifti sig, sem fjölskyldur, og
alltaf tökum við börnin með
okkur. , Staðfesti Svavar
Björnsson það, en hann er
einn af ferðafélögunum, en
var nú aðeins í stuttri heim-
sókn hjá þeim hjónum ásamt
þrem börnum sínum.
Inni í Bolabás voru nokk-
ur tjöld, m.a. tjald Páls Arons
sonar og Ingu Einarsdóttur
konu hans. Þau voru með tvö
börn með sér og höfðu kom-
ið á laugardag og ætluðu að
vera þar til á sunnudags-
kvöld.
„Ónei, við höfum ekki gert
mikið af því," sagði Páll, þeg
ar við spurðum hann hvort
þau færu oft í útilegur, „en
við erum nýbúin að fá tjald-
ið, svo að það verður vonandi
breytimg á því.“
Páll sagði að þau hefðu
haift móg við að vera í útileg-
unni, t.d. hefðu þau farið í
langan göngutúr um Þingvelli
og skoðað Alimannagjá og Lög
berg.
Þau hjónin sögðust ekki
hafa fierðazt mikið um Islamd
en reiknuðu með að gera það
nú í surmarfríinu.
Á Laugarvatni var mikið
um að vera. Að sjá yfir stað-
inn var eins og að horfa yfir
meðalstóran islenzkan kaup-
stað. Auk mikila skólabygg-
inga, sem r.sið hafa á Lauigar
vatni, var þar mikili fjöldi
hjóihýsa. Hvarvetna var fólk
að leik, strákar og fullorðnir
menn í fótbolta og ófáir höfðu
fengið lánaðan bát og brugð-
ið sér út á vatnið. Aðrir höfðu
farið í gufubað og h’.upu svo
rjúkamdi út, og skelltu sér á
kaf í vatnið.
Inni á milli tjalda og hjól-
húsa hittum við fyrir Ragnar
Leósson, frá Akranesi spilandi
krokket við tvo unga drengi.
Ragnar sagðist vera í helgar-
fríi og sagðist fara sem oft-
ast I smáferðir um heligar með
frúna og börnin, og þá oft með
tjald. „Við komum hingað
venjulega tvisvar á sumiri,"
sagði Ragnar, „en við eigum