Morgunblaðið - 17.07.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRTÐJUÐAGUR 17. JULl 1973
Barnahátíð
Kiwanis-
manna
í Saltvík
KIWANIS-klúbbarnir á
Reykjavíkursvæðinu og i
Keflavík gengust fyrir barna
hátið i Saltvík um helg'ina, og
auk barna og barnabarna
khibbfélaganna var sérstak-
lega boðið til hátíðarinnar
hópi barna frá barnaheimili
lamaðra og fatlaðra i Reykja
dal í Mosfellssveit.
Veður var hið fegursta síð-
degis á laugardaginn, er barna
hátíðin hófst, sól og hiti. Veit
iingasalan, sem hafði á boð-
stólum gosdrykkir, pylsur og
sælgæti, heillaði börnin að
sjálfsögðu mest framan af,
en síðan var farið í le'lki og
börnin fylgdust með seglbát-
um Sigluness, sem voru að
koma inn á Saltvikina. Þá
lék 38 manna unglingahljóm-
sveit frá Nýfundnalandi nokk
ur lög á útisviði og síðan var
efnt ti-1 kvikmyndasýningar
og leikja inni í hlöðun-ni í
Saltvik. Um kvöldið var varð
eldu-r. — Á sunnudag var
haldið áfram leikjum og
keppnum og ýmsir trimmuðu
um nágrennið.
Þetta er í þriðja sinn, sem
Kiwanis-klúbba-rnir gangast
fyri-r barnahátíð í Sailtvík, e-n
af sérstökum ástæðum varð
í þetta sinn að boða t'ál he-nn
ar með Skemmri fyriirvara en
áður og var þátttaka því ekkl
eins mikil og í fyrri skiptin.
E'ns og i fyrra var börnum
í Reykjadal boðið á hátíðina
og höfðu þau augljóslega
hin-a mestu ánægju af heim-
sókninni.
Keppnin i pokahlaupi var geysispennandi, enda til niikils að
\inna: Ein pylsa á mann í sigursveitinni.
. . . og loksins var það þessi, sem laglegastur var“. Stúikurnar að leik.
38 nianna unglingahljómsveit frá Nýfundnalandi lék nokkur lög, en hingað er hljómsveitin
komin fyrir milligöngu Kiw.inis-nianna á Nýfundnalandl og á íslandi.
Ljósmyndir:
Brynjólfur Helgason.