Morgunblaðið - 18.07.1973, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. JÚLl 1973
SNÆFELLSNES¥EGUR
SNÆFELLSNESVEGUR
Borgardalur, smá dalkvos miðja vegu
milli Narfeyrar og Kársstaða. Þar
áygfeðUGeirríður húsfreyja Skála um
þjóðbraut þvera og laðaði til sin gésti.
I.jósufjöll, liparitfjöll suður af Álfta-
firði, liæst 1063 m, og eru þau hæstu
jöll iC Snæfellsnesi önnur en Snæ-
ffcttsjökull. í Ljósufjöllum eru að jafn-
aði\n<nUar fannir allt sumarið. Aust-
an við Ljósufjöll er Hestur, 864 m,
akaður og linarreistur i báða
enda.v
Örlygsstaðir, t Áiftafjarðarbotni. Þar
var Arnkell goði veginn í Stakkgarð-
inum. Glæsiskelda þar skammt frá.
Bóistaður, eyðibýli, i Álftafirði, bær
rnkels goða, byggð lagðist þar nið-
ur fyrir 1000. 1929 var grafið i rúst-
irnar, sem eru með einum elztu bygg-
ingarminjum ó landinu.
Álftafjörður, austasti fjörður, er geng-
norðan i Snæfellsnes. Vrestan að
ho'num Úlfarsfell en Narfeyrarfell að
austan.
rápuhlíðarf jall, 527 m, litauðugt, sér-
kennilegt. í því er bæði basalt og
líparit. Surtarbrandur milli blágrýtis-
t laiga og steingerðir trjábolir. Mikið um
\—-Ajfcnnisteinskis og ýmsa sérkennilega
- steina, jaspis og glerhalla. Lengi var
þvi trúað, að þar fyndist gull og var
þar, framkvæmd gullleit eitt sinn, en
tnagnið þótti of litið.
/Bjarnarhöfn, landnámsjörð Bjarnar
austræna, stórbýli, kirkjustaður. Þar
bjó lengi Þorlcifur smáskammtalækn-
ir Þorleifsson (1801—1877), sem dul-
yggnastur mun hafa verið allra ís-
lendinga. Oddur Hjaltalin (1819—1862)
læknir bjó i Bjarnarhöfn. Ilann samdi
íslenzka grasafræði fyrstur manna.
Kunnastur af kvæði Bjarna Thorar-
ensens. Bjarnarbafnarfjall 575 m.
[577] Helgafellssveitarvegur.
Berserkjahraun, runnið úr stuttri
gigaröð uppi undir Kerlingarskarði,
stærstur er Rauðakúla. Dregur nafn af
erkjum Viga-Styrs, er hann féklt
ð ryðja um það götu, en drap sið-
an með svikum. Má enn sjá Berserkja-
götu í hrauniiHi. Við hana Berserkja-
dys.
Mjösund — Narfeyri 33 km
5.24
Breiðabólstaður, kirkjustaður og
löngum px-estssetur. Meðal merkis-
presta þar eru Guðmundur Einarsson
(1816—1822) og Sigurbjörn Einarsson
biskup.
Drangar, þar gerðust mannvig þau,
sem Eirikur rauði varð sekur um og
ollu því, að hann leitaði til Gi'ænlands.
Skógarströnd, ströndin inn með
Hvammsfirði fxá Álftafirði að Gljúf-
urá, en þar hefst Dalasýsla. Lágar
heiðar að baki. Þrir dalir Stóri- og
Litli Langidalur og Heydalur gangá
suður i fjallgarðinn. Nokkrar ár,
vatnslitlar en veiði í flestum. Um Hey-
dal liggur Vegur suður i Happadal
(nr. 55). Skógai'kjarr nokkuð.
Brokey, stæx-st eyja á Breiðafirði, er
i eyjaklasanum undan Skógarströnd.
Mikil hlunnindajörð. Þar voru sjávar-
föll látin knýja kornmyllu, og sjást
en leifar hennar. Meðal ábúenda þar
var Jón Pétursson, fálkafangari (1584
—1667). Á unga aldri var Jón i sigl-
ingum og kunni ensku, dönsku og
þýzku, sem ekki mun bafa verið al-
gcngt meðal búandmanna i )>á da
Hann kom á æðarvarpi i Brokey o
hóf fyrstur manna að breinsa æða:
diin. Jón var 30 barna faðir, hið síð-
asta átti hann á nii'æðisaldri. Annar
ábúandi var danskur maðui', Hans
Becker, er var gerður að lögmanni
yfir Norður- og Vesturlandi,ife£xrr'
liluta 18. aldar.
Stóri-Langidalur, gengur titf, suðiOrs
austan Eyrarfjalls. Daluriniij er fa
og grösugur, og um hann lipiist s|»nj
nefnd á, laxveiði. Utanv^it i{ dal:
er Klungurbrekka, serriá drernir •
sitt af þyrnirós, sem vfc^,, fyí-^fe
bæinn. Fornt hciti i'ós:ifj(vri:íi^'v\e
klungur, og er þetta eini funcíarsta
ur herinar á Vesturlandi.
Narfeyri, kirkjustaður norðan undir
Eyrarfjalli, vestasti bær á Skógar-
strönd. Þar bjó Oddur Sigurðsson
(1681—1741), lögmaður um skeið. Ný-
lega er látinn Villijálmur Ögmundsson
(1897—1965), bóndi þar, sem viða
varð kunnur fyrir stærðfræðiathug-
anir sínar.
5.25
Narfeyri — Bílduhóll 23 km
Vegahandbókin
VÍSAÐ TILVEGAR
VEGAHANDBÓKIN sameinar í einni bók, þa5 sem
áður var að finna í mörgum bókum og kortum:
Itarlegar leiðarlýsingar,
fróðlegar staðarlýsingar
og vegakort i þrem litum
Vegahandbókin veitir
öllu ferðafólki örugga
leiðsögn um land allt
HANNIBAL VALDIMARSSON, SAMGÖNGURÁÐHERRA
fylgir bókinni úr hlaði og segir m. a.:
Hver sá, sem leggur land undir fót, eða sezt upp i bifreið til að
ferðast um okkar fagra land viðurkennir fúslega, hversu ómetanlegt
það er að hafa góðan, fróðan og öruggan förunaut sér við hlið og
geta rætt við hann um allt, sem fyrir augu ber. Þó ekki aðeins um
það, heldur einnig um sögu þeirra staða, sem fram hjá er farið, eða
sóttir eru heim.
Þá fyrst er sá rétti hugblær vakinn, þegar landið er skoðað bæði
í Ijósi augnabliksins og liðinna tíma.
... En þú átt þess ekki alltaf kost að kippa með þér sjóðfróðum
ferðafélaga. Og hvað er þá til ráða? — Já, hvað er þá til ráða?
Getur íslendingnum þá orðið annað fremur til úrræða en að leita
til bókarinnar?
Nei, það úrræði dettur mér a.m.k. helzt í hug. Og þess vegna eru
þessi orð fest á Plað.
Vanti þig, íslenzkur ferðalangur sjóðfróðan förunaut, þá Pendi ég
á Pókina, sem Pezt er nú til vegsagnar um Island, en hún heitir:
VEGAHANDBÓKIN.
Vísað til vegar.
| VÍSARTIL VEGAR UM LANDIÐ |