Morgunblaðið - 18.07.1973, Síða 32
fllíifpmMsiMS*
nucivsincoR
^-»22480
p|iaip0inimMaíJiíí>
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1973
Stofnlán landbúnaðarins:
Vextir hækka
almennt um 2%
VEXTIR af stofnlánum frá Stofn
lánadeild landbúnaðarins munu
almennt hækka i dag um 2%.
í*etta er í sem mörgum öðrum
málum öfugþróun við það sem
stendur i stjórnarsáttmála núver
andi rikisstjórnar, en þar stend-
ur, „að ríkisstjórnin muni beita
sér fyrir því, að lækka vexti á
stofnlánum atvinnuveganna og
Jengja lánstíma þeirra."
Hinir nýju stofnlánavextir
verða nú 10% af jarðarkaupum,
en voru 8% áður, stofnlánavext-
ir verða nú 8,5% í stað 6,5% og
eru þau lán óvísitölutryggð. Lán
til íbúðarbygginga verða nú 8%
í stað 6% áður. Þessir nýju vext
ir munu eflaust þy ngja róður
bænda, og var hann þó nógu
þungur fyrir.
Ægir rakst á
LINCOLN
Freigátan hafði brynjað sig fríholt-
um og braut allar siglingareglur
KRKZKA freigátan Linroln F-99
og varðskipið Ægir rákust á út
af Hvalbak i gærdag, er Ægir
var þar að stugga við brezkum
togiirum, en samtals voru á
svæðinu við Kvalbak í fær um
30 Iandhelgisbrjótar að ólögleg-
nm veiðum. Lincoln, sem var
brynjuð fríholtum á báðar hlið-
ar virti að vettugi alþjóðlegar
siglingareglur og reyndi ítrekað
að sigla á Ægi. Skyndilega sigldi
freigátan i veg fyrir Ægi og dré
úr ferðinni, er hún var stödd
beint framan við varðskipið.
Tókst þvi ekki að stöðva og fór
stefni þess á skut freigátunnar.
Engar skemmdir urðu á Ægi, en
kefi á freigátunni brotnaði.
Landhelgisgæzlan segir svo
frá þessum atburðum:
„Varðskipin halda áfram að
stugga við brezkum togurum út
af Hvalbak. Eftir hádegi i gær
voru 7 brezkir togarar þar að
veiðum er varðskipið Ægir kom
að þeim. Fimm togaranna hífðu
strax vörpur sinar, en tveir
héldu áfram veiðum undir vemd
dráttarbátanna Irishman, English
man og freigátunnar Berwick
F-115.
Um klukkan 15 kom freigátan
Lincoln F-99 á svæðið og reyndi
hún ítrekað að sigla utan 1 varð-
skipið. Braut freigátan allar sigl
ingareglur, en báðar síður henn-
ar voru klæddar með friholtum.
Freigátan sigldi einnig fram fyr-
ir Ægi og klukkan 15.25 minnk-
aði hún ferðina skyndilega og
lenti stefni Ægis á skut freigát-
unnar. Engar skemmdir urðu á
Ægi, en kefi á freigátunni brotn-
aði. Varðskipsmewn tóku bæði
kvikmyndir af atburðinum og
ljósmyndir.
Á sama tíma og þessir atburð-
ir voru að gerast, stuggaði Óð-
inn við eriendum togurum við
Grímsey, eh ekki kom þar til
neinna árekstra."
Kaíandi
laxveiði-
maður
MAÐUR nokkur var í fyrra-
dag við laxveiðar í Elliðaán-
um. Eitthvað fannst honum
laxinn vera tregur og þar sem
hann sá engan lax, brá hann
sér í froskmannsbúning og
kafaði niður i ána við stífl-
una. Ekki fara neinar sögur
af þvi hvort maðurinn sá
nokkra laxa í köfunarleið-
angri sinum i ánni, en lög-
reglunni leizt ekká á biikuna
og stöðvaði kafanir manns-
ins.
Álagningarseðlum er nú dreift til skattborgaranna í Reykjavík.
í fyrradag vom sendir út seðlar gjaldenda, sem fyrsti stafur
nafns þeirra byrjar á A og allt aftur að M. 1 gær voru svo
sendir út seðlar með nöfnum, sem byrja á M og aftur úr.
Myndin er tekin á Skattstofu Reykjavikur, er ung stúlka var
að ganga frá skattseðlum til sendingar í pósthúsið.
— Ljósim.: Br. H.
Flugslysiö:
RANNSÓKN Á
FRUMSTIGI
ENN hefur ekkert komið í ljós,
sem bent getur ti-1 orsaka flug-
slyssins á sunnudaginn. Sigurð-
ur Jónsson, yfirmaður Loftferða
eftirlitsins sagði 1 gær, að öl'l
rannsókn væri enn á frumstigi,
og því ekkert hægt að segja um
málið ennþá.
NÝTT BORGARBÓKASAFN
RÍS í KRINGLUMÝRINNI
Áætlaður kostnaður 230 millj. kr.
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef-
ur nú samþykkt tillögur þeirra
Gunnlaugs Halldórssonar og Guð
niundar Kr. Krlstinssonar arld-
tekta um nýtt borgarbókasafn,
sem á að rísa í nýja miðbænurn
við Kringlumýrarbraut. Stærð
hins fyrirhugaða borgarbóka-
safns er á grunnteikningum 2308
fermetrar, en brúttóstærð gólf-
flatar er 5455 fermetrar og rúm-
mál 25.685 rúmm. Ekki er gert
ráð fyrir, að hægt verði, að
hefja byggingaframkvæmdir
fyrr en snemma á árinu 1974,
og að lokið verði við smíðí húss-
ins á árinu 1979. Áætlað er, að
bygging hússins kosti 230 millj-
ónir króna miðað við núverandi
verðlag.
Morgunbiaðið hafði tal af
Birgi ísieifi Gunnarssyni borg-
arstjóra í gærkvöldi og innti
hann eftir þessu máli. Hann
sagði, að borgarráð hefði sam-
þykíkt hugmyndir þeirra Gunn-
iaugs og Guðmundar, og hefði
það samþykkt að feia þeim, að
vinna frekar úr þes.sum hug-
myndum og vinna að frekari
gerð útboðsgagna, sem áætiað
er að verði tiibúir.. í febrúar.
Þegar útboðsgögn verða tilbúin
verður 1. áfangi verksins boðinn
út, en ekki er gert ráð fyrir, að
verkinu Ijúki íyrr en á árinu
1979. Og að sjálfsögðu mun
byggingarhraðinn miðast að
Framhald á bls. 20
Sigluf jörður:
Færeyingur stunginn með hnífi í
kviðarholið af skipsfélaga sínum
SKIPVERJI á færeyska bátnum
Vesturhafið var stunginn með
hnifi í kviðarholið í fyrrinótt, en
þá lá skipið í höfn á Siiglufirði.
Sá sem verknaðinn framdi, var
skipsféiagi mannsins, sem fyrir
stumgunni varð, og situr sá mað
ur nú i haidi hjá iögreglunni á
Bandaríski freðfiskmarkaðurinn:
Þorskblokk hefur hækkað um
228,6% frá marzmánuði 1969
Gífurlega hagstæð þróun markaðarins, sem nú
gefur allt að 69 sent fyrir pund af þorskblokk
VERÐ frystra fiskafurða á
Bandaríkjamarkaði hefur
hækkað gífurlega undanfarin
ár eða frá því er markaður-
inn var lægstur árin 1967 og
1968. Hundraðshlutahækkun
á frystum fiskblokkum frá
þessum tíma og til dagsins í
dag nemur hvorki meira né
minna en 228,6% og frá
miðjum júlímánuði 1971 nem-
ur hækkunin 60,8%. Vcrðið á
frystri fiskblokk hefur aldrci
verið hærra en nú, 67 til 68
cent fást fyrir hvert pund
og dæmi eru til að í einstaka
sölum hafi hvert pund af
blokkinni farið upp í 69 cent.
Fyrir beinlaus kanadísk
Framhald á bls. 20
Siglufirði. Maðurinn, sem varð
fyrir hnifsstungunni var fluttur
með sjúkraflugvél til Reykjavík
ur, þar sem hann var lagður
inn á Landspdtalann, og leið hon
um eftir vonum í gærkvöldi og
var ekki talinm í lífshættu, en
þá hafði Morgunblaðið samband
við lækni á Landspítalanum.
Að sögn lögreglunnar á Siglu
firði er ekki vitað um tildrög
þessa atburðar, en hann gerðist
um klukkan 03 í fyrrinótt. Skip
verjar bátsins höfðu eitthvað ver
ið að skemmta sér um kvöldið,
óg haft áfengi um hönd. í»egar
þeir komu um borð, munu menm
irnir tveir, eitthvað hafa farið
að kljást, og enduðu deilur þeirra
með þessum afleiðimgum.
Ramnsókn málsins mun fara
fram í dag á Siglufirði. Vestur-
hafið var búið að vera á færa-
veiðum við Island um nokkum
tíma, og hafði að mestu verið á
veiðum við Langanes.