Morgunblaðið - 03.08.1973, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 3. ÁGÖ3T 1973
277 itii i nn. i \
'ALURl'
22-0-22*
RAUDARÁRSTÍG 31
14444
t£ 25555
\mmiR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚM 29
6ÍLALEIGA
CAR RENTAL
TX 21190 21188
STAKSTEINAR
Staða yfir-
fangavarðarins
er laus
Yfirfang-avörðurinn í
stærsta fangelsi veraldar er
fallinn frá og staða hans laus
til umsóknar. Honum var
veitt staðan af þeim manni,
sem lét drepa a. m. k. 20 millj
ónir samlanda sinna, og var
svo dáður fyrir verk sín, að
hágrátandi aðdáendur hans
héldtt honum minningarathöfn
í Austurhæjarbiói, þegar hann
loksins féll frá, marghataðast-
ur manna í heimalandi sínu.
Og hafi Jósef Stalin verið eitt
hvað í mun, að f.vrrnefnd
gæzlustörf væru i höndum
manns, er tæki hann sér tii
einhverrar fyrirmyndar, þá er
víst, að Waiter Uibricht hef-
ur hvergi brugðizt þeim von-
um.
Yfirfangavörðttrinn átti sér
að sönnu niikla aðdáendur hér
á landi, þótt hljóðar hafi verið
um þá í seinni tíð. Á vel-
mektardögum hans birtust
reglulega í Þjóðviljanum lof-
greinar unt þennan ntann og
þá dásemd, sem hann bjó lönd
um sinum. Og eins og til að
undirstrika sannleiksgildi
þeirra orða, sem sett voru
saman á Skólavörðustígnuni,
flýði einn maður þetta ríki
fyrir hvern þann staf, sem
kom í blaðinu fangaverðinum
til dýrðar.
f anda þeirra manna, sem
oftast taka sér umhyggjtiorð
fyrir verkfólki i munn, hafði
Ulbricht þá lífsreglu að setj-
ast aldrei að samningaborði
með verkamönnum. Skriðdrek
ar og vélbyssitr voru aetíð
hans eina svar við hverri
frómri ósk um réttlæti og
brauð. Og eins og haft er
eftir rómverskum keisara, að
hann vildi helzt alla landa
sína komna með höfuð sín á
einn háls, svo að höggva
mætti þá alla í einu, þá gat
Ulbricht vel hafa óskað sér
þjóð sina komna á eina gang-
limi, svo að hægar væri að
koma hlekkjtinum á hana.
Walter Ulbricht skorti að
vístt þessa hugkvæmni. En
þess í stað gerði hann sér það
óbrotgjarna minnismerki, að
reisa um þjóð sína mestu fang
elsismúra veraldar. Þvert yfir
forna höfuðiwtrg Þýzkalands
hlykkjast þeir, og hverjum
manni bráður bani, sent hættir
sér þar nærri austan frá.
Þeir ísiendingar, sem nti taka
þátt í veizlugleði fangavarð-
anna í Austiir-Berlín f. h.
„íslenzkrar æsku“ er jafnvel
ráðlagt af gestgjöfum sínum
að gefa múrnum ekki allt of
mikinn gaunt.
Byggingarframkvæmdir I I
brichts hlutu fyrirlitningu og
mótmæli allra frelsisunnandi
manna. En Þjóðviljinn birti
iærðar greinar um það, að
nauðsynlegt væri að byggja
mtira umhverfis sósíalistarík-
in. Ekki var það þó vegna
þess, að rikjum verkalýðsins
væri um megn að taka við
flóttafólki að vestan, heldur
vegna þess, að sérhver sýn
til vesturs tafði fólk frá upp-
byggingu sósíalismans. Þjóð-
viljinn sagði yfirlætislega, að
Ulbricht hefði með byggingar
framkvæmdum sínum „leyst
Berlínarvandamálið“, nú gæti
upphyggingin fyrst hafizt fyr
ir aivöru.
Ekki er að efa, að t brjóst-
um Austur-Þjóðverja vaknar
nú svipuð von og hjá þjóðum
Sovétríkjanna við dattða Stal
ins. Og vissulega vona allir
frelsisunnandi menn, að senn
verði lokið fangelsisvist þess-
arar langhrjáðu þjóðar. Það
er ekki nema eðlilegt, að
þessi þjóð óski eftir því að
fá að gleyma kvalara sínum
og yfirfangaverði, en á hinn
bóginn er það nauðsynlegt
fyrir Evrópubúa að minnast
dæmis hans ætíð sér til varn-
aðar, ekki sízt hér á íslandi,
þar sem skoðanabræður hans
hafa haft óhugnanleg áhrif
á æðstu stjórn rikisins.
Merkur
atburður morð!
Þótt þeir menn, sem skrifa
í Þjóðviljann, hafi tillineigingu
tii þess að meta menn þvi
meiri frelsara mannkynsins,
sem þeir hafa fleiri mannslif
á samvizkunni, hefur þó ekki
morð á einstökum manni verið
talið merkur atburður á síð-
um þessa hlaðs. En í fyrradag
bregður svo við, að einn af
hlaðamönnum blaðsins skrifar
um morð á araba í Lille-
hammer á þessa leið: „Þótt
morðið í Eiilehammer sé tvi-
mælalaust einn merkasti at-
burðurinn, sem gerzt hefur á
Norðurlöndum að undanförnu
hefur verið undarlega liljótt
um það í blöðum hér
á landi.“
Það er óneitanlega skrýtin til
finning að sjá í íslenzku blaði
morð talið til merkisatburða
síðustu ára,- eitthvað i líkingu
við inngöngu Dana í EBE eða
neitun Norðmanna að ganga
í sama bandalag. Er furða,
þótt aimennt sé efazt um dóm
greind þeirra manna, sem hafa
atvinnu sína af því að lesa
í Þjóðviljann.
AV/S
I
SIMI 24460
BÍLALEIGAN
felEYSIR
V>—— CAR RENTAL
SKODA EYÐIR MINNA.
Shooii
UtGM
AUÐBREKKU 44 -46.
SÍMI 42600.
MJÓR ER MIKILS
§ SAMVINNÚBflNKINN
Electrolux
2IO Itr.
Bectrolux Frystikista TC 75
210 lítra, Frystigeta
14,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita-
stillir (Termostat). Öryggisljós.
Útbónaður, sem fjarlægir vatn
(og aðra vökva) sem kemst inn
[ frystihólfið. Segullæsing. Fjöð-
ur, sem heldur lokinu uppi.
Vörumarkaðurinn hf.
ARMÚLA IA, 9IMI 00112. REVKJAVlK.
spurt og svaraÓ
Lesendaþjónusta MOFIGUNBLAÐSINS
ffringið i sima 10100 kl.
10—11 frá mántidegi til
föstudags og biðjið um
Lesendaþjónustii Morg- |
unblaðsins.
ABFUR
Valtýr Gíslason, Fálkagötu
34, spyr:
1. Geta hjón arfleitt hvort
annað?
2. Geta hjón arfleitt ein-
hvern annan aðila?
3. Getur sambýKsfólk eða
fráskilið fólk arfleitt hvort
annað?
4. Hver er erfðafjárskattur?
5. Er hann jafn, hvort sem
er um erfðaskrá er að ræða
eða ekki?
Unnsteinn Beck, bargarfó-
geti, svarar:
1. Já, en ef þau eiga börn,
er ekki hægt. að rýra hlut
þeirra meir en um þriðjung.
Börn skulu ekki fá rríinna en
%.
2. Já, hvern sem er.
3. Já.
4. Erfðafjárskattur er mis-
munandi eftir fjárhæð arfsins
og eftir skyldleika erfingj-
anna. Hámark hans er 10%
ef um arf ti;l maka eða afkom-
enda er að ræða, en 25% ef
um arf til foreldra eða afkom-
enda þeirra er að ræða og
50% af arfi til fjarskyldari
erfingja eða óskyldra. Sjóðir
og stofnaniir greiða 10%.
5. Já.
LÆKKCNÁ
LANDSPRÓFI
Valborg Bentsdóttir, Ljós-
heimum 16 b spyr:
Er það rétt, að nemendur
í landsprófsdeild, sem hafa
skirteini frá skóla sínum, að
þeir hafi hlotið tilskilda fram
haldseinkunn, geti átt það á
hættu að fá tCkynningu um
að þeir hafi verið lækkaðir
og þá gert að skyldu að end-
urtaka einhver próf ?
Ef svo er, hvers vegna eru
skólarnir settir í þá óþægilegu
stöðu, að leyfa þeim að gefa
út prófskírteini, ef ekkert
mark er á þeim takandi.
Árni G. Stefánsson, Lands-
prófsnefnd, svarar:
Já.
Landsprófsdeild gegnir próf
dómarastörfum í skólum í
Reykjavík og næsta nágrenni.
Nemendur þessara skóla fá
prófskírteini sín yfirieitt ekki
fyrr en um 10. júní, en fá þá
endanlegar einkunnir.
í öðrum skólum gegna próf
dómarar, skipaðir af mennta-
málaráðuneytinu, prófdómara
störfum. Orlaúsni'r nemenda
þessara sköia eru síðan send-
ar landsprófsnefnd, sem end-
urmetur úrtak þeirra, eink-
um úrlausnir þeirra nemenda,
sem fá meðaleinkunn nærri
6.0. Ef dómur einhvers skóla
hefur verið frábrugðinn dómi
landsprófsnefndar, getur
nefndin úrskurðað til samræm
ingar, að innganga nemenda
frá þeim skóla í framhalds-
skóla skuli miðast við aðra
lágmarkseinkunn en 6.0 (sbr.
4., 11. og 13. gr. reglugerðar
um landspróf mið.skóla).
Reglur þessar munu hafa
gil't sem næst frá því lands-
próf miðskóla var haldið
fyrst. Tilgangur markbreyt-
ingar er að stuðla að sam-
ræmi i mati úrlausna og rébt-
indum nemenda. Stundum
veldur úrskurður landsprófs-
nefndar vonbrigðum, en nem-
endur eiga að vita, er þeir fá
prófskírteini skólanna, að úr-
lausnir þeirra verða endur-
metnar og „3 réttindi þeirra
til imvgöngu 1 vissa skóla
ákvarðast endanlega við end-
urmatið.
H afnarfjörður
Vegna verzlunarmannahelgarinnar verður cpið til
kl. 10 í kvöld, en 12 á hádegi laugardag.
BÚÐIN,
Strandgötu 1, Hafnarfi’-Ai.
Lögmannsskrifstofa mín veröur lokuð
vegna sumarleyfa dagana 4.-20. ágúst.
KNÚTUR BRUUN,
Grettisgötu 8.
Sendibifreið til sölu
Til sölu vel með farinn Bedford ’73 sendibifreið.
Ekinn 24.000 km. — Uppl. gefur
Pálmason hf.
VESTURGATA 3 REYKJAVlK SÍMI 22235
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í byggingu íþróttahúss og skátaheim-
ilis við Hagaskóla hér í borg.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 5.
september, 1973, ki. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800