Morgunblaðið - 03.08.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUÐAGUR 3. ÁGUST 1973
JllotSPUMMaMfr
Otgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
RitstjórnarfuHtrúi
Fréttastjórl
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
I lausasðlu
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
18,00 kr. eintakið.
jóðviljinn er sorprit. Þjóð-
viljinn er viðurstyggi-
legasta máigagn, sem
nokkur ríkisstjórn í lýð-
ræðislandi þarf að styðj-
ast við. Þeir, sem þurfa
að skrifast á við Þjóð-
viljann vegna dægurbarátt-
unnar, gera sér æ betur
grein fyrir því, að gjörsam-
lega ómögulegt er að rök-
ræða málefnalega við þetta
kommúniska málgagn á ís-
landi. Forystugreinar blaðs-
ins í gær, ef forystugreinar
skyldi kalla, bera þessu
glöggt vitni. Önnur heitir
„Árás á þjóðareiningu“ hin
„Grikkland og Morgunblað-
ið“. Hin fyrri fjallar um mál-
efnalegar rökræðúr ritstjóra
Vísis um landhelgismálið, hin
síðari um málefnalegar rök-
ræður Morgunblaðsins um
ástandið í Grikklandi. Ekk-
ert af því, sem Þjóðviljinn
segir, er svaravert. Allt eru
það upphrópanir og haturs-
kennd, pólitísk froða, sem
ekkert sýnir annað en þann
hryllilega pólitíska sjúkdóm,
sem skriffinnar Þjóðviljans
eru haldnir af.
Ritstjóri Vísis ræddi með
rökum og málefnalega um þá
þróun, sem verið hefur und-
anfarna mánuði í landhelgis-
málum og benti á, eins og
allir þeir sem vilja horfa
fram en ekki aftur, að Is-
lendingar gætu nú hætt að
þrasa um 50 mílurnar, mark-
miðið væri 200 mílur. Hvers
vegna getur Þjóðviljinn ekki
tekið svo einföldum og sjálf-
sögðum málflutningi? Hvers
vegna jafngildir ósk um 200
mílna fiskveiðilögsögu rofi á
þjóðareiningu? Vegna þess
að Þjóðviljinn og aðstandend
ur hans óttast að einbeiting
íslendinga að 200 mílna fisk-
veiðilögsögu mundi eyði-
leggja 50 mílna víghreiðrið,
sem kommúnistar ætluðu að
nota til að skjóta íslandi úr
NATO. Auðvitað er þjóðar-
eining, ef hún merkir þá
eitthvað lengur, um 50 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu. En
50 mílurnar eru einungis
áfangi. Eiríkur Kristófers-
son, sú aldna kempa, lét svip-
aðar skoðanir í ljós og Vís-
ir, og raunar hafði Morgun-
blaðið gert það áður. Þessi
gamli skipherra, sem þekkir
betur baráttu við Breta af
eigin raun en ráuðskjöldóttu
blekbeljurnar á Þjóðviljan-
um, vill að íslendingar beini
athygli sinni að 200 mílun-
um og skipi sér í flokk þeirra
þjóða, sem vilja að 200 mílna
fiskveiðilögsaga nái fram að
ganga á næstu hafréttarráð-
stefnu. Þá eigi íslendingar að
stíga hið mikla skref, ná því
takmarki, sem áfangar und-
anfarinna ára hafa stefnt að.
En hvaða kveðjur fær Vís-
ir fyrir rétta og rökfasta af-
SORPRIT
stöðu sína? Þjóðviljinn æp-
ir upp, að nú hafi „heyrzt
rödd, sem beinlínis reynir að
gera lítið úr þeim árangri,
sem náðist, er íslendingar
lýstu því yfir, að landhelgin
væri 50 mílur,“ Auðvitað
hefur engin slík rödd heyrzt.
En það hafa heyrzt margar
raddir um, að við þyrftum að
endurskoða baráttuaðferðir
og málatilbúnað okkar í land-
helgismálinu, enda veiða
Bretar og Vestur-Þjóðverjar
ekki minni fisk á íslandsmið-
um eftir að landhelgin var
síðast færð út heldur en áð-
ur. Síðan segir Þjóðviljinn,
að þjóðareiningin hafi verið
svo alger, að „99,9% þjóðar-
innar hafi fylkt sér á bak við
þá stefnu, sem mörkuð hefur
verið og framkvæmd.“ Kosn-
ingatölur í kommúnistaríkj-
um og algengar prósentur
sæluríkjanna eru gómsætar
krásir í munni þeirra jórtur-
dýra, sem Þjóðviljann
skrifa. Þeir segja, að enginn
hafi „dirfzt að láta í sér heyra
— fyrr en nú síðustu dag-
ana“. Þannig krefst aðalmál-
gagn ríkisstjórnarinnar að
unnið sé að lýðræði á íslandi.
Enginn á að „dirfast að láta
í sér heyra“! Síðan eru Vísi
ekki vandaðar kveðjurnar.
Hann er kallaður „heildsala-
snepillinn“, sagt að hann sé
„gjörsamlega forkastanleg-
ur“, að hann sé „óþjóðlegur"
og að hann láti sér „ekki
nægja að kroppa í þjóðar-
samstöðuna, hann ræðst á
hana.“!! „Kroppið“ virðist
vera ofarlega í undirmeðvit-
und kommúnistablaðsins um
þessar mundir. Allir vita, að
Lúðvík Jósepsson hefur lýst
yfir að „kroppið“ undir her-
skipavemd sé skaðlaust. Hið
lágkúrulega málgagn komm-
únista — og því miður ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar —
getur ekki hugsað sér neina
aðra leið en þjóðareiningu
um „kroppið“ eins og al-
kunna er.
Eiríkur Kristófersson benti
á, hvort ekki væri ástæða til
að ná mannsæmandi sam-
komulagi við Breta og Vest-
ur-Þjóðverja fyrir hafréttar-
ráðstefnuna og láta slíkt sam-
komulag gilda um nokkurra
mánaða skeið. Og nú spyr
Morgunblaðið Þjóðviljann:
Er Eiríkur heildsalasnepill?
Er hann gjörsamlega forkast-
anlegur? Er Eiríkur Kristó-
fersson óþjóðlegur? Hefur
hann ráðizt á þjóðarsamstöð-
una?
Auðvitað mun Þjóðviljinn
ekki. svara slíkum spurning-
um af neinu rökrænu viti, en
þeim mun fleiri og litríkari
verða hatursfullar upphróp-
anir blaðsins í garð Morgun-
blaðsins, þegar það fer að
jórtra gömlu tugguna.
Ekki er ástæða til að fjalla
í löngu máli um hin-n leiðara
Þjóðviljans í gær um Grikk-
land og Morgunblaðið. Morg-
unblaðið hefur skrifað marga
leiðara um Grikkland, alla
málefnalega og alla harða
gagnrýni á ólýðræðislega-r
aðferðir grísku einræðis-
stjórnarinnar. Baulurnar á
Þjóðviljanum ættu ekki að
taka sér í munn orðið lýð-
ræði. Allir vita, hvers konar
lýðræði það er, sem blaðið
óskar íslenzku þjóðinni til
handa, þegar fram líða stund
ir. Og ef slík yrðu örlög ís-
lenzku þjóðarinn-ar, mundi
fjósið við Skólavörðustíg
breytast í svínastíu, eins og
Orwell hefur lýst með eftir-
minnilegu-m hætti í bók sinni
Féla-gi Napóleon.
Niðurlagsorð fyrri ritstjórn
argrein-ar Þjóðviljans eru „á
hæsta trjóni heimskunnar"
og er það við hæfi.
Heitt sumar á Kýpur:
Tekst Makaríosi að forð-
ast átök við Grivas?
Eftir Kenneth MacKenzie
Á KÝPUR hefur nú undanfarið ver-
ið hinn mesti ókyrrðartími. Og ekk-
ert bendir til að hinar eitruðu upp-
sprettur pólitísks bakt.jaldamakks,
undirróðursstarfsemi og kiofnings
séu að þorna upp. I sumar kann að
dragra til úrslita í hinni langvinnu og
harðskeyttu togstreitu milli Makar-
íosar forseta, sem verður sextugur í
ágúst, og hins 75 ára gamla keppi-
nauts hans George Grivasar, hers-
höfðingja.
Aldursmunurinn skiptir miklu máli.
Makaríos er nú á hátindi frægðar
sinnar sem meistari við lausnir stjórn
Makaríos forseti.
mála- og sam-ningadeilna, og hefur
sjaldan verið öruggari með s:-g. Grivas
hefur hin-s vegar ekki langan tíma til
stefnu. Hann þarf að bregða skjótt
við, ef hann ætlar sér að gera „Mess-
íasarköJlun" sina að veruleika, þ. e.
að sameina Kýpur og Grikkland, en
undanfamar vikur hefur mikið verið
um það rætt á Kýpur, hvort Grivas
væri sjúkur maður. Erfitt er að kom-
ast að hvort eitthvað sé hæft í þessu.
Örlagaríkastí atburðurinn í þessari
deilu kann vel að verða prestastefna
grisku rétttrúnaðarkirkjun-nar, sem
nýverið var haldín sérstaklega í
Nikósiu til þess að skera úr deiilu
Makaríosar við þrjá biskupa sem
styðja Grivas. Þessir þrir biskupar
héldu í apríl sl. sína eigin presta-
stefnu þar sem þeir ákváðu að lýsa
yfi-r að þeir hefðu svipt Makaríos
erkibiskupsembætti sínu. Makarios
gerði sér lítið fyrir og visaði þessard
yfirlýsingu á bug og undirbjó vand-
lega stærri prestastefnu með æðstu
mön-num grísku rétttrúnaðarkirkju-nn
ar um ÖU Miðausturlönd, — þ. e.
þeim sem fylgdu honum að málum.
Eiins og við var búizt, studdi þessi
prestastefna í Nikósiu Makaríos
dyggilega. í fyrsta lági lýsti hún úr-
skurð biskupanna þriggja markleysu
eina, og í öðru lagi sVipti hún þá
sjálfa kjóli og kalli.
Ailt þetta er si-gur fyrir Makaríos,
því seinni prestastefnan er líklegri
til að verða alþjóðlega viðuikennd.
REYNIR GRIVAS BYLTINGU?
E-n megin spurningin í þessum
býzantiska skollalei-k er hvemig Ma-
karíos mun reyna að fylgja eftir
úrskurði prestastefnunna-r í N-ikósiu.
Brottreknu biskuparni-r þrír mun-u
ekki meðtaka úrskurðinn, frekar en
Makaríos meðtók þeirra úrskurð. Þeir
vinn-a i nánu sambandi vi'ð Grivas;
þessar kirkjulegu deilur eru bein-t
framhald af hin-um pólitisku deiium
Makaríosar og Grivasar. Og biskup-
arnir njóta góðrax vernd-ar neðan-
jarðarhersveita Grivasar. Því mun
Makaríos Mklega verða að reka þá
að fuUu á brott með hervaldi, og það
kynni að leiða til beinna átaka míUi
herm-anna þessara tveggja óvina. 1
þvi ön-gþveiti sem þá myndi skapast
kynni Grivas að reyna byltingu. Um
þessa áhættu er Makaríosi kun-nugt.
Á meðan biða eyjarskeggjar átekta.
Spennan hefur aukizt við þær fre-gn-
ir að Grivas ætti við veilkindi að
stríða. Hitt er annað mál, að þeim
sögum hefur einkum verið hampað
í stuðningsblöðum Makairíosar, og
það gæti verið bragð til þess að gera
andstæðiingana óróiega, og — sem
Grivas hershöfðingi.
meiru máli skiptir, — til að fá Griv-as
til að koma fram á sjónarsviðið, því
um leið myndi han-n missa milkið aí
frægðarljóma sínum sem ævintýra-
legu-r skæruliðaforingi.
Það er athyglisvert, að bæði sögu-
sagnimar um veikind-i Grivasar og
prestastefnan í Niikósíu komast á um
leið og Makaríos sendir öryggislið
sitt til höfuðs Eoka-neðanjarðarhreyf
in-gu Grivasar. Bæði stuðningsmenin
forsetans og margir hiutlausir áhorf-
endur halda þvi fram að ha-nn hefði
átt að gera það fyrir löngu; að hann
hafi fuillan rétt til að brjóta á bak
aftu-r starfsemi ólöglegrar neðanjairð-
ai'hreyfi-ngar sem leiðtogá löglega
kosinnar rikisstjórnar.
í kjölfar óeirðanna í júnii voru
margir af stuðningsmönnum Grivas-
Franihaid á bls. 14.
i <!
.—\ )
{ V\
v forum
world features