Morgunblaðið - 03.08.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUOAGUR 3. ÁGÚST 1973
17
Kátustu
krakkarnir
sunnan heiðar!
Heimsókn í íþróttaskóla Sigurðar
R. Guðmundssonar að Leirár-
skóla í Borgarfirði
í lok kvöldvökunnar er stiginn dans við undirleik Sigurðar
skólastjóra — og; hér er það f ingrapolki.
ÍÞKÓTTASKÓLI Sigwðar B.
Guðinundssonar liefur nú verið
starfræktur í sex sumtir að
Leirárskóla í Borgarfirði. Þar
hafa í suniar sótt námskeið um
400 liörn og unglingar á aldrin-
tun 9—15 ára og komust þó
færri að en vildu. I>a r eru kennd-
ar frjálsar íþróttir, sund, körfu-
Ixilti, haudltolti og knattspyrna
og ganga stúlkurnar og dreng-
irnir sanian til leiks og keppni
í öllum greinunum.
Hvert dvalartímabil er ein
vika, en um helmingur nemend-
anna í sumar var í tvær vikur í
skólanum. Aldursskiptingiin er
þaininig, að 9—11 ára börn eru
saman á námskeiðum og 12—15
ára unglingar saman, nema á síð
asta námskeiðinu; þar voru báð-
ir aldurshóparnir saman og nokkr
ir 8 ára krakkar höfðu einnig
fengið að fljóta með.
Dagskráin á námskeiðunum
er þaniniig: Farið er á fætur kl.
8 og tekið til i herbergjum, en
kl. 8.30 er fánahylling og síðan
morgunmatur. Frá kl. 9.15 til
12.30 eru iðkaðar iþróttir og þá
skipt í fjóra flokka, sem fara
eftir stundatöflu um það, hvaða
iþróttiir eru stundaðar hverju
siinni. Kl. 12.30 er hádegisverður,
en sáðan er aftur te-kið til við iðk
um iþrótta kl. 13.45—17. Alls eru
sjö kennslustundir í iþróttum yf-
ir daginn og mestállan timann
verið útivið, nema þegar iðkaður
er körfubolti i iþróttahúsinu. Kl.
17 er kvöldverður, en frá kl. 17.30
ti'l 20 er frjáls timi. Þá er sund-
lauigin opin tiil frjálsra afnota og
einnig leiktækjaherbergi og þeinn
an tíma notar einn flokkurinn
til að undirbúa kvöldvökuna. Hún
hefst kl. 20 með leiikjum og öðr-
um skemmtiatriðum, en um ndu-
leytið er tek'.ð til við fjöldasöng-
inn og að lokum stiginn dans,
bæði gömiu dansamir við harmo
niikku-uinidirleik Sigurðar skóia-
stjóra og poppdans eftir segul-
bandi. Kl. 22 er drukkið kvöld-
kaffi og siðan er gengið til náða.
Um 50-—60 börn og unglimgar
Lára Halldórsdóttir,
12 ára, frá Hafnarfirði.
Margrét Þórisdóttir,
14 ára, úr Garðahreppi.
Báðar höfðu þær verið þarna í fimm daga og þótti mjög
skemmtilegt að vera i íþróttas kólanum. Margrét liafði komið,
vegna þess, að liún hafði heyrt um það hjá vinkonu sinni, hvað
skemmtilegft væri að vera þarn a, og- Lára hafði komið, af því
að henni þóttu íþröttir svo skemmtilegar. Og; báðar kváðust
þær gjarnan vilja koma aftur.
Nemendur á siðasta námskeiði íþróttaskólans í sumar, ásamt skólastjóranum, Sigurði R. Guð-
mundssyni.
Einn flokkurinn i sundtima í kennslulaug Leirárskóia.
Iæikfimiadingar á botni gömiu Leirárlaugarinnar,
spölkorn frá skólanum.
eru á hverju námskeiði og koma
þau víðs vegar að af lamdinu, en
flest þó af höfuðborgarsvæðinu.
Strá'kar eru í meirihluta, —
„stelpurnar eru yfirleiitt komnajr
í barnapíustand á þessum aldri,"
segir Siigurður.
Iþróttaskóli Sigurðar er sá
eOni, sem rekiinn er fyrir böm og
ungliniga á surm'in. Þeiir Vilhjálm
ur Einairsson og Höskuldur Goði
Karlsson hafa verið með vornám
skeið fyrir drengi i Reykholti og
e'nnig hafa sum héraðssambönd
ungmcn na félaga verið með sér-
stakt íþróttanámskeið í sínu hér-
aði á hverju sumri, en þá aðeins
fyrir sitt fólk.
„Þetta eru ekki sumarbúðir
hérna,“ segir Sigurður, „heidur
er þetta iþróttaskóli — harður
skóli. Það er reynt að fyligja því
eftir, að bömim taki þátt i öll-
um greinum og séu ailltaf með.
Við höfum strangt eftirlit með
umgenigni á herbergjum — höf-
um herbeirgjaskoðun tvisvar á
dag. Við reynuim að hafa þetta í
góðu lagi og skapa gott starf og
góðan anda, svo að börnin fairi
ánægð heim. Og þar er kvöldvak
an meira virði en allt hitt till
samans.
„Á kvöldvökunni flytja nemend
urnir atriði, sem þeir undirbúa
sjáifir, undir leiðsögn nemenda
lýðskóladeildar skólans. Þar er
mikið sungið og dansað og höfuð
áherzla lögð á, að allir séu með.
Ég tel kvöldvökuna vera þann
þá'tt, sem hefur kannski mest
áhrif á börnin, þann tima, sem
þau eru hér — þar sést mesit
breyting verða á þeim.
Við búum ekki til mikla færni
í íþróttum á einni viku, en breyt-
ingin, sem verður á börnum og
unglingum, sem eru einræn eða
dul, er ótrúlega mikil í átt að
þvú, að þau verði frjálslegri og
opnari. Sama má segja um þau
umgmenni, sem eru mjög frökk.
Útrásiin, sem þau fá I iþröttumum
og félagsl'ífinu, dempar þau mik
ið,“ segir Siigurður.
Og því getur blaðamaður MbL
bætt við, að aldrei hefur hann
séð kátari hóp barna og unglimga
en á kvöldvökunni i iþróttaskól-
anum. Mikið bar þar á alls kon-
ar leikjum og keppnum, þar sem
nánast hver einasti nemandi var
kallaður upp á svið tffl að gera
eitthvað — og enginn sagði nei,
því að þarna er banmað að segja
nei. Fjöldasöngurinn var kapítull
út af fyrir sig: Jafnvel Pólýfón-
kórinn hefði mátt hafa sig ailan
við til að ná sama söngstyrk og
hópurinn á kvöldvökunim. Ég hef
aldreti heyrt annan eins fjölda-
söng, uppfuilan af gleðii og
ánægju, — og reyndar aldrei séð
arnnan eins fjöldasöng helduir, þv4
að þama siitja menn ekki eins og
á kirkjubekk, heldur klappa,
stappa og hrista sig, eftiir þvií
sem lögin útheimta. Að lokum
var svo dansað, valsar, podkar og
poppdans, og þar gilti sama regl-
an og fyrr: Bnginm máttii segja
nei — og þess vegna dömsuðu
allir, eins og þeir ættu lifið a3
leysa.
Aðalreglan í öllu íþrótta- oig
félagsliifinu er: Allir með! Vart
þairf að efa það, að ef eememd-
unum væri boðið að koma aftur
í skólann, yrði sú regla ekki brot
iin: Enginn myndi segja nöi —
allir vilja koma aftur.
Myndir og texti:
— sh.
Gunnar I>ór
Gunnarsson,
8 ára, frá
Reykjavik.
Saniúel
Sigurðsson,
9 ára, frá
Reykjavík.
Kristinn
Guðmundsson,
8 ára, frá
Reykjavík.
Gunnari þótti kúiuvarpið skemmtilegast: liann hefur kastað
2,75 metra, og einnig var körfuisiltinn skeinmtilegur. Samúel
var hrifnastur af handboltan um og síðan af langstökkinu, en
mundi ekki alveg hvað iangt hann hafði stokkið, „tvo komina
eitthvað", liélt hann. Og Kristinn var hrifnastur af langstökk-
inu, hefur stokkið 2,95 metra, og körfuboiti var næstskemmti-
legastur.