Morgunblaðið - 03.08.1973, Qupperneq 19
MORGUPÍBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1973
19
Félagslíl
Ferðafélagsferðir
Föstuðaigur kl. 20.00
Þórsmörk
Veiðivötn — Jökulheimar
Skeiðarársandur — Skaifts-
fellsfjöll
Nýidalur — Vonarskarð.
Laugardagur kl. 14.00
Þórsrnörk
Kjölur — KerlingarfjöW
Snæfellsnes — Breiðafjarðar-
eyjar
Landmannalaugar — Veiði-
vötn
Hvanngil — Torfajökuil.l.
Su ma rleyf i sf erðir
8.—9. ágúst Miðlandsöræfi
10. —19. ágúst Þjófadalir —
Jökuíkrókur
11. —22. ágúst KverkfjöH —
Snaefell.
Ferðafólaig íslands, Öldug. 3,
s. 19533 og 11793.
Oiðsending frá Verkakvenna-
félaginu Framsókn
Félagskonur fjölmenn'ið i
sumarferðalagið 12. ágúst.
Upplýsi.ngpr í skrifstofuirnni.
Símar: 26930 og 26931.
Áríðandi að tilikyrvna þátttöku
sem a.Hlra fyrst.
Kristján Ólafur Þor-
steinsson frá Litlu-Hlíð
Kveðja frá systur og mágkonu.
KRISTJÁN Olafur Þorsteinsson
var fæddur að Miðhlíð á Barða-
strönd 8. jan. 1922, en fiuttist
7 ára að aldri með foreldrum
sínum, Guðrúnu Finnbogadótt-
ur og Þorsteini Ólafssyni að
Litlu-Hlíð, þar sem hann átti
heima siðan. Kristján var alla
tíð með foreldrum sínum og
eins eftir að Jóhann sonur
þeirra tók við búsforráðum í
Litlu-Hlið. 1 Heilraeðaviisum
Hallgrims Péturssonar er þetta
erindi:
Foreldrum þínum þéna af dyggð,
það mun hlessun veita.
Varastu þeim að veita styggð,
viljiirðu gott barn heita.
Nú, þegar Kristján er kvadd-
ur, koma þessi orð í huganm.
Þau iýsa vel sambandi hans við
foreldra sína, sem hann yfirgaf
aldrei. Þeirra missir er mikill, en
Guð gefur þeim styrk til að
standast þessa raun. Kristjám
leiitaði sér ekki frægðar og
frama á ókunnum slóðum, en
helgaði heimilinu í Litlu-Hlíð
starfskrafta síma, meðan heilsa
hans leyfði. Hann batt órjúfandi
tiryggð við æskuheimi'li sitt og
þangað mun hugur hans hafa
leitað síðustu ævistundirnar, er
hann dvaldist sárþjáður í sjúkra-
húsi fjarri heimabyggð sinni og
flestum ástvinum. Eins og gef-
ur að skilja, var starf Kristjáns
að mikilu leyti við skepnuhirð-
ingu, og það annaðist hann af
þeiirri natni og trúmennsku,
sem honum var eigiinleg. Frá
honum andaði hlýju og góðvild
í garð þeirra, sem hann um-
gekkst, og munu margir þeir,
er m'inni máttar voru, hafa átt
Verzlunarmannahetgin
Föstudagskvöld ferð i Þórs
mörk.
1) Laugardagur: Ferö í eld-
gjá — Hvannagil. 2) Ferð í
Þórsmörk. Uppl. og farmiða-
sala í skrifstofuinni Laufás-
vegi 41, simi 24950.
Farfuglar.
þar góðu að mæta, sem Kristján
var. Kristján var barngóður, og
mega systkinaböm hans sakna
vinar í stað, þegar hann er horf-
inn. Þeim var hann góðuir og
ástrikur frændi sem gott var að
leita til, ef eitthvað bjátaði á.
Kæri bróðir og mágur,' þótt
atvikin hafi hagað þvi svo, að
við getum ekki fylgt þér síð-
asta spölinn, leitar huguirinn til
þín. Við þökkum þér fyrir
ailt frá liðnum dögum, þökkum
það, sem þú hefur verið okkur
o'g börnunum okkar. Undi-r þau
orð geta eflaust margir tekið,
ef til vill fleiri en okkur grun-
ar, því að þú varst ekki að Mka
því, þótt þú réttir einhverjum
hjálparhönd. Þú þráðir að kom-
ast heim. Nú hefur ósk þin ver-
ið uppfyllt. Okkur öllum ber að
þakka, að þrautir þínar eru 4
enda. Við hverfum i huganum
heim að Litlu-Hlíð. Það er fagur
Bumardagur, öldugjálfur við
sand, kliður fuglsins í fjallimi
fyrir ofan bæinn og töðuilmur-
inn fyllir loftið. Þanndg hugsum
við okkur, að bærinn þinn hafi
tekið á móti þér, þegar þú komst.
Á slikum degi er gott að koma
heim.
Þ. — A.
B œjarfógefinn
í Keflavík auglýsir
Aðalskoðun bifreiða í Keflavik fyrir árið 1973 lauk 26. júní.
Þeir eigendur eða umráðamenn bifreiða innan lögsagnarum-
dæmis Keflavíkur, sem vanrækt hafa að færa bifreiðar til
skoðunar meiga búast við að viðkomandi ökutæki verði
stöðvuð og tekin úr umferð án frekari aðvörunar.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Útvegsbanka Islands, Rvík, og Grétars Haraldssorv
ar hdl., verða bifreiðamar: R-8696 (Buick, árg. 1960), R-
32237 (Jeepster) og R-29370 (Dodge Dart, árg. 1969),
seldar á nauðungaruppboði, sem haldið verður föstudagirm
10. ágúst nk. kl. 14, við Vatnsnesveg 33, Keflavík.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Hefjjið ekki ferðalagið án
ferðaslysatryggingar
SJÓVÁ
•Mhiii
JJ^
9
Timalengd
14 dagar
17 dagar
j mánuður
m
Ferðaslysatrygging Sjóvá greiðir
bætur við dauða af siysförum,
vegna varanlegrar örorku og viku-
legar bætur, þegar hinn tryggðl
verður óvlnnufær vegna siyss.
Viðbótartrygging er einnig fáan-
leg, þannig að sjúkrakostnaður
vegna velkinda og slysa, sem
sjúkrasamlag greiðir EKKI, er inni-
falinn I tryggingunni.
Sðkum mjðg lágra iðgjalda, þá er
ferðaslysatrygging Sjóvá sjálfsögS
ðryggisráðstöfun allra ferðamanna.
Dæml um Iðgjöld:
Dénarbaalur
Drorkubaulur
1.000.000,00
1.000.000,00
1.000.000,00.
Dagpeningar
i vlku
5.000,00
5,000,00
5.000 00
Iðgjald m/söluskatti
og stimpilgjaldi
551,00
596.00 •
811.00
Aðrar vátryggingarupphæðir
að sjálfsögðu fáanlegar.
eru
SJ0VA
INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK SÍMI 11700
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT