Morgunblaðið - 03.08.1973, Síða 20
20
MORGUfNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1973
Jónsson, skipstjóri
Minning:
Jón Otti
Fæddur 3. sept. 1893
Dáinn 23. júlí 1973
Þ«ð var í lok vetrarvertíðar
árið 1899, að kútter Palmen sigldii
inn á heimahöfri sina, Reykja-
vMt. Slíkur atburður hefðá ekki
1)ótit neiinum tiðindum sæta, á
sjáifri skútuöldinni, ef ekki
hefði stað'ð sérstaklega á um
komu skipsins. Sjálfur skipstjór-
inn, Jón Þórðarson frá Gróttu,
hafði andazt skyndilega á hafi
úti í blóma lifsiins, aðeins fertug-
ur að aldri, og lá nú liðið lík í
káetu sinni. — En þvi er þessi
lönigu liðni atburður rifjaður hér
upp, að með honum má segja,
eð hæfist sjötíu ára starfsævi
þess manns, sem i dag er kvadd-
ur hinztu kveðju, Jóns Otba Jóns
eonar 9kipstjóra.
Við fráfall Jóns Þórðarsonar
missiti Jón Otti föður sinn og
ejómamnsheirnili i vesturbæinum
fyrirvinnu sína. Eftir lifði ung
ekkja, Vigdís Magnúsdóttir frá
Miðseli, tæplega hálífertug, með
fimm böm, öll í ómegð. Ein og
óstudd að mestu hlaut hin unga
eWkja að standa í baráttu sinni
við að halda saman heimili sdnu
og sjá bömum sinum farborða.
1 þá daga voru almannatrygging
ar óþekkt fyrirbæri, slysabætur
eða Mftryggingu hafði enginn
heyrt nefndar á nafn, enda lét
sér líika enginn til hugar koma
að krefjast slíkra hlunninda.
„Velferðarrfkið" hafði ekki enn
séð dagsins ljós og átti raunar
langt i land. Einstaklingshyggj-
an sat í öndvegi. Að öllum jafn-
aði varð hver um sig að bjarga
sér sem hann var maður til, duga
eða drepast. Hinu er þó ekki að
leyna, að alitaf voru til góðir
menn, sem ævinléga voru reiðu-
búnir að hlaupa undir bagga með
þeim, sem við bágastan hag áttu
að búa, og miðluðu öðrum af
náungakærleika sínum, oft af
litlum efnum. Með guðs hjálp og
góðra manna lánaðist fjöiskyld-
unni á Vesturgötu 36 að halda
húsi sinu, sem Jón Þórðarson
hafði ráðizt í að kaupa í upphafi
búskapar síns, og sýndi nú Jón
Otti, þótt ungur væri, ásamt
systkinum siinum, að einhveim
tima mundi hann reynast liðtæk
ur til verka, er svo var þegar á
bamsaldri.
í þá daga var það nokkur tekju
lind reykvískra heimila að taka
saltfisk til þurrkunar á stakk-
stæðum. Á björtum sumardög-
um, þegar búið var að breiða fisk
dnn til þerris, skáiru drifhvítir
fiskreitirnir siig úr innan um
hvanngræma kálgarða á víðáttu-
miiklum lóðum. Bendir það óneit-
anlega til þess, sem verða átti,
að Jón Otti skyld' aðeins sex ára
gamall fara að fást v ð „þann
gula" á stakkstæði móður sinn-
ar, enda urðu þau kynni meiri
sáðar. Oft var vinnutiminn bæði
langur og strangur, og höfðu
tvö eldri systkina Jáns, Guðrún
og Guðmundur (síðar aflakóng-
ur á Skallagrimi), stundum orð
á löngu síðar, hve kappsamur
og þrautseigur „litli bróð:r“
hefði verið og í engu hlíft sér.
Auk þess vann Jón hvers konar
störf önnur, jafnskjótt sem hann
hafði aldur tU, og gat sér hvar-
vetna bezta orð. Má t. d. geta
þess, að þrjú sumur var hann
hjá föðurfólki sinu úti i Emgey
og siðar fjögur sumur á Hvítár-
völlum í Borgarfirði og þá m. a.
að sjálfsögðu við veiðiskap og
verkun afla.
En þótt ekki væri slegið slöku
við vinnuna, hlaut Jón Otti að
ganga í barnaskóla. Þá var Mið-
bæjarskólinn (nú Menntask. við
Tjörnina) eini barnaskóli Reykja
vikur. 9kóla9tjóri var Morten
Hansen, kunnur skólamaður. Þá
var meira kennt í ýmsum grein-
um en nú tíðkast í barnaskólum,
einkum hinum húmanísku. Er
þar skemmst frá að segja, að Jón
Otti reyndist ágætur námsmað-
ur, lék sér að öllum námsgrein-
um, en hafði þó mestar mætur
á landafræði og sögu auk tungu-
mála. Varð þetta til þess, að
Morten Hansen bauð móður
hans að styrkja hann til fram-
haldsnáms í helztu menntastofn
un landsins, Latínuskólamum,
eins og Menntaskólinn í Rvik
nefndist um þær mundir. Hér var
æðimikið i boði. Að likindum
hefur engin stofnun i landinu —
nema þá Alþingi — notið ósikor-
aðri virðingar alls almennings í
Reykjavikurbæ en Latínuskólinn
og fátt þótt meiri vegsemd ung-
um mönnum en vera þar skóla-
þegnar. En þrátt fyrir allt þetta,
námsgáfur sínar og virðingu
skólans, hafnaði Jón Otti þessu
höfðinglega boði og það gegn
vi'lja sinnar góðu %móður. Hann
var af sjósóknurum kominn, og
honum fór sem svo mörgum
ve9turbæjarpiltum á þessum ár-
um, að hugurinn var allur við
hafið bundinn. Hinn mikli útsæir
seiddi þá til sin af sMku afli, að
ekkert fékk stöðvað. Auk þess
eygðu menn nú morgun nýs dags
á þessu sviiði sem öðrum i is-
lenzku þjóðidfi. Skútuöldinni var
að ljúka og ný og afkastameiri
veiðiiskiip en áður höfðu þekkzt,
togararnir, sem óðast að koma í
stað gömlu kútteranna.
Fimmtán ára gamall er Jón
Otti orðinn fullgildur háseti á
togara. Var þar með hafinn sjó-
mennskuferiM, sem átti eftir að
standa óslitið nær háifa öld, að-
eins að þeim hálfum öðrum vetri
undanskildum, sem hann var I
Stýrimannaskólanum. Á þeim
skamma tíma lauk hamn bæði
fiiskimanna- og farmannaprófi,
sautján ára að aldr', og þó með
hæsta vitn sburði, sem þá hafði
verið gefinn. Átti Jón það alduns-
og einkuminamet lengi sáðan.
Þess er emiginn kostur hér að
rekja langa og viðhurðarika sjó-
ferðasögu Jóns Otta, gegmdar-
lausam þræildóm unglingsáranna,
áður en vökulögin gengu í gildi,
farsæla skipstjórn hans um mörg
ár, farmenmsku, siglimgar um
mestu hættusvæði á höfunum í
tveimur heimsstyrjöldum, ferðir
á rannsóknarskipum með erlend
um fiski- og haffræðimgum og
fjölmargt anmað, er á daga hans
Framhald á bls. 22
Verið
varkár
varizt
slysin
KOMIÐ A SLYSSTAÐ
ORSAKIR uanferðarslysa eru
af mörguim toga spunmar og
aifíieiðingar þeirra oftasit nær
hinar alvarlegustu. Þegar
komið er að, þar sem orðið
hefur umferðarslys, má bú-
ast við hinmii ömurlegustu
aðkomu og að við augum
blasi eyðíleggimig og skelf-
ing. Sérhver verður að gera
sér þetta ljóst og vera ávallt
viðbúim hinu erfiðasta og
vandasamasta hlutverki. •—
Hjálpar- og björgunarstarfið
á að skipulieiggja bæði fljótt
og viel, em rasa ekki um ráð
fram. Hér geta mímútur
skipt, máii og rétt viðbrögð
sköpum, hvemig til tekst.
Ganga mé út frá því sem
gefrau, að slysstaðurinm fíjóti
í bensíni og oTiu og íkveilkju-
og sprengihætta því yfirvof-
andi. Þá má eimrnig gera ráð
fyrir, að sýran úr rafgeym-
unium hafi lekið niður.
1. Rjúfið stmaum bifreiðar-
inmar (bifreiðanina), ef þess
er nokkur kositur. Bannið
reykingar og annað það, er
orsiakað getur íkveikju og
eld.
Lárétt hliðarlega. Höfuðið liggur iágt, andlit snýr til hlið-
ar, munnur óhindraður og hönd undir kinn.
Biástursaðferð — blásið um munn.
Bhlstiirsaðferð — blásið um nef.
Ilafið sjúkrakassa með ferðis í ferðalagið.
2. Flytjið hina sillösuðu, en
festið ytókur í miriinli, að við
flutninig slasaðira verður að
gæta fyilsiu varkámi. Meiðsl-
in geta verið þess eðlis, að
lellkmað'ur getur þar alís ekki
um dæmrt. Búið hinum slös-
uðu þægilegan hvílustað í
næsta mágrenmi og hílúið að
þeim með fatn-aðí, undir- og
yfirbreiðum.
3. Setjíð upp viðvörunar-
merki, svo aðrir, sem leið
eiga þar um geti séð, hvað
fyrir hefur komið og að
þörf sé á hjálp þeirra og
aðstoð.
4. Tilkynnið eins fíljótt og
haegf er um slysið og veitið
eftirfarandi upplýsingar:
Hvar stysstaðurinm er, hvers
eðlis sflysið er, fjölda hinna
sllösuðu, hversu alvarieg
meiðsli þeinra eru.
5. Munið að greina frá
nafni, hvar stödd, hvaðan
hringt (sími, talstöð), þegar
tilkynnt er um sílys.
Það á ek/ki að yfirgefa siys
stað, fyrr en hjálp hefur bor
iz>t, og ék'ki að Skiija hina
sQösuðu eftir eima og yfir-
gefna. Það getumn v.i@ aðeins
gert, ef við erum fá á ferð
og á fáfarinmi leið, en veit-
um hinum slösuðu ailla tál-
tælka hjáílp og hjúkrun, áður
en við yfírgefum staðinm, og
sntúum rtalkleiðis tii þeirra
aftur, eftir að hafa komið
hjálparbeiðmlimni áieiðis.
Lög landsins leggja olkkur
á herðar þá sfltyldu að veita
hjálp, þegar orðftð hefur síys.
Manmflegt eðflli býður olkkur
Sjúklingurinin lagður niðnr,
hinum slasaða limi lyft.
að rétta sflösuðum samboi'g-
ara hjálparhönd. Til þess að
geta rækt þetta vandasama
hlutverk verðum við að til-
einika okkuir frumatriði
skyndilhjálpar, hugleiðuim
þau og lærum að beita þeim.
1. Haid.ið öndunargangi
opnum.
2. Stöðvilð blæðingar.
3. Venndið sár gegn
sýkium.
4. Hiindrið lo,sit.
Skyndihjálp er hin fyrsta
bráðabirgðahjálp, sem veitt
er á srtaðrvum með fáum og
fábrotnum hjálpargögnum.
Því á skilyrðislaiust að leita
lælkin'i®, fá hann á slysstað
eða koma hinum slösuðu
sem fyrst í lælkmishendur.
í sumarieyíið er veibúinn
sjúlkrakasisi ámissamd'i. Haf-
ið sililkan búnað ávalflt við
höndina, í bílnum og bátn-
um, í tjaldiinu og sumar-
bústaðnium.
Slysavarniaféflag íslands
óslkiar yklku'r góðrar ferðar
og hy úur til vairúðar á öll-
urn leiðum.
Hannea I’. Hafstein.
Til bráðabirgða er sótthreins-
andi grisju þrýst á sjáift sár-
ið.
Þrýstiumbúðir. Harður hiut-
nr er lagður á umbúðirnar,
þar sem sárið er undir.