Morgunblaðið - 03.08.1973, Side 28

Morgunblaðið - 03.08.1973, Side 28
28 MORGIXNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1973 SAI GAI N Anne Piper: I Snemma í háttinn hérna við hliðir.a á okkur, Pene- lópa. Þú veizt...hún sem syngur. — Já einmitt. Þér hafið yndis- iega rödd. Mér þykir gaman að hlusta á hana, en hún ónáðar vesalinginn hann Davíð alveg hræðilega. — Eigið þér mjög annrikt? sagði ég, og leit á gasofninn, sem logaði dauft. Húsið var ekki sérlega vistlegt, samanborið við mitt hús, og Penelópa leit heldur ekki út sem sú kona, sem hefði gaman af að skrafa við mann. — Frú Jones kom með kökur handá þér, sagði Davíð. — En fallega gert af henni! eru það þessar? Hún gægðist niður í pappírspokann, rétt eins og hún byggist við að sjá silki- orma í honum — Já það er víst kominn tetími. Ég ætla að setja upp ketilinn. Getið þér staðið við, frú Jones? — Já það væri mér ánægja. — Viltu koma með bolla handa mér, elskan? sagði Davið. — Ég held ég verði að taka til aftur, meðan allt er kyrrt. Hann snaraði sér út úr stof- unni og skellti vinnustofuhurð- inni á eftir sér. Penelópa skond- raði út í eldhúsið með dunum og dynkjum. Hún var ekki hölt en hver hreyfing hennar var eitt- hvað skökk. Ég leit í kringum mig í þessu framandlega umhverfi. Þau áttu næstum eins margar bækur og Jaspar, en titlamir á öllum bók- um hérna voru eitthvað svo leið- inlegir. — Ég er dýrafræðingur, sagði Penelópa, þegar hún kom aftur inn í stofuna og sparkaði hurð- inni aftur á eftir sér. — En gaman! sagði ég, af þvi að ég gat ekki fundið upp á ncinu öðru til að segja. — Já það er sjálfsagt. Við fáum það að minnsta kosti borg- að með góðu. Og það kemur sér ekki sizt vel vegna þess að Davið er magaveikur. Það er þess vegna að augna- ráðið er svo fjarrænt, hugsaði ég. En dýrafræðin hefur gert það að verkum að hún er orð- in svo lík dýri, einna helzt gír- affa. Það var erfitt að hugsa sér Davíð ganga upp að altar- inu með henni. En kannski var hún lagin við magaveiki. Ég horfði á nefið á henni skjálfa og hálsin snúast sitt á hvað. — Ert þú alltaf að vinna? spurði ég. — Oftast. Ég sem fyrirlestra og ég skrifa ritgerð um pöddur í fristundum mínum. Og svo verð ég auðvitað að hugsa um matinn. Davíð er heima allan daginn og þó hann fari stundum á fyrir- lestra, þá er hann alltaf kominn aftur fyrir hádegisverð. Ég sá fljótt, að hvað viðræðu- grundvöll snerti var þetta al- veg vonlaust, en þvi miður gat ég ekki botnað neitt í Davíð, og ég vildi kynnast honum nán- ar, en það var ekki hægt nema rekast á Penelópu, þess vegna kvaddi ég ekki og fór eins fljótt og ég hefði annars gert. — Jæja ég vil nú ekki tefja fyrir þér iengur, sagði ég undir eins og ég var búin að renna niður úr tebollanum. — En ég ætla að líta inn seinna, ef ég má. Ég verð svo leið á að vera svona alein. — Já það skaltu gera. Hún leit löngunaraugum til borðsins þar sem eitthvað lá sem gæti hafa verið pödduritgerðin. Ég fór. Ég leit þarna inn einstaka sinn um, en með litlum árangri. Pene- lópa var alltaf önnum kafin og alltaf hissa á að sjá mig, og alltaf að velta fyrir sér til hvers ég væri að koma. Davið var allt- af innilokaður í vinnustofunni. Öðru hverju mátti heyra hann aindvarpa mæðulega. En svo var það einn morgun að Penelópa virtist beinlínis feg- in þeigar hún opnaði fyrir mér. — Ég er svo áhyggjufull, frú Jones, sagði hún. — Mér var að detta í hug hvort ég mætti biðja þig að hjálpa mér. — Já auðvitað með mestu ánægju. — Ég var að fá bréf þar sem sagði, að hún móðir mín væri mikið veik, og ég verð að fara og hjúkra henni. Ég veit nú ekki hve lengi ég verð í burtu, og Davíð má ekki fara meðan skólinn stendur og hann er svo ósjálfbjarga með mat og allt það Svo að mér datt í hug... en það væri auðvitað til of mikils mælzt. í þýáingu Páls Skúlasonar. Hún stikaði um stofuna og rak siig ails staðar á. — Ef þú átt við að ég kæmi og byggi til matinn handa honum Davíð þá væri mér það ekki nema ánægja, sagði ég sakleysis- lega. Andlitið á henni varð greinilega glaðlegra. — Er þér alvara? Það væri svo mikill léttir fyrir mig. Hann gæti auðvitað farið í eitthvert hótel, en það er bara svo dýrt. Sleppum því. Ég get fengið hana frú Higgins til að hjálpa mér. Við eigum hægt með að sjá velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Um úðun trjágróðurs Björn KrLstófersson, garð- yrkjumaður skrifar: „Laugardaginn 28. júlí sl. er nokkru rúmi varið til að ræða úðun trjágróðurs í pistli Vel- vakanda. Ekki ætla ég að blanda mér í úðunarmál kirkju- garðanna, en þó finnst mér vafasöm sú skýring, að krafizt sé sérstakra leyfa til meðferð- ar sterkra eiturefna. Þá hindr- un hlýtur að vera auðvelt að yfirstíga. En við lestur á umsögn að- stoðarborgarlæknis var ég satt að segja ekki viss um, og er ekki enn, hvort hann er ekki að gera að gamni sínu. Ég ef- ast um, að lækninum takist að telja fólk á að hverfa tuttugu ár eða svo aftur í timann hvað snertir verklegar framkvæmd- ir, hvort sem um er að ræða úðun trjágróðurs eða annað. Þá má og geta þess, sem læknir- inn nefndi ekki, en það er, að til eru vélknúnar dælur án há- þrýstiútbúnaðar. Hitt er svo annað, að aðstoðarborgarlækn- ir ræðir um háþrýstidælur af al- gerri vanþekkingu á meðferð þeirra. Hafi þeir aðilar, sem standa að banni við því, að not- aðar séu 'iáþrýstidælur ekki aflað sér meiri þekkingar á eig- inleikum þeirra en aðstoðarborg arlæknir virðist hafa gert, þá fyrst er bannið skiljanlegt. Það er nú svo með háþrýstidælur, að kraftur vðkvans, sem not- aður er, er á valdi úðunar- mannsins og svo er með öll tæki, sem notuð eru til úðunar. Þvi er það, að kjarni máls- ins er ekki í því fólginn hvaða vélar eru notaðar, frekar en það skiptir máli, hvaða tegund bifreiðar ökumaður ekur — heldur er aðalatriðið að vita hvað verið er með í höndun- um og kunna með það að fara, án þess að stofna lífi samborg- aranna í hættu. 0 Samræmdra aðgerða þörf Það var meðal annars til að koma í veg fyrir, að hætta gæti stafað af úðun trjágróðurs, sem við garðyrkjumenn reyndum árangurslaust að fá borgar- læknisembættið til samstarfs og eftirlits með skipulagðri úð- un í borginni fyrir nokkrum árum. Því miður taldi embætt- ið það ekki vera í sínum verka- hring, einhverra orsaka vegna. Þó held ég, að hér sé um þjóð- þrifamál að ræða. Síðastur manna skal ég draga úr þeirri hættu, sem stafar af notkun sterkra eiturefna við úðun trjá- gróðurs, en lyf tii þess eru mjög mi'Sjöfn að styrkleika. Sé leyfð notkun sterkra efna ber að hafa strangt eftirlit með henni. Þar eru ieyfin ein ekki fulilnægjandi aðhald. Enn er ég þeirrar skoðunar, að þetta mál þarfnist mjög rækilegs undir- búnings af hálfu heilbrigðisyf- irvalda borgarinnar í samráði við þá menn, sem reynslu hafa I þessum málum af störfum sínum að þeim um árabil. Björn Kristófersson." £ Framfarir á Laugar- vatni Bjarnveig Bjamadóttir skrif- ar:. „Ánægjulegra var að koma nú að Laugarvatni en fyrlr nokkrum árum þegar margt var þar í ólestri í sambandi við þjónustu tjaldgestum ti'l handa, en þá var hún í sannleika sagt engin. Verst var salernisleysið, en þá varð „guðs græn nátt- úran“ að taka við öllu því, sem frá tjaldgestum kom. Töluvert var skrifað um þetta mál í dag- blöðin þá. Nú hefur hins vegar verið hafizt handa á Laugarvatni og ráðin hefur verið bót á ýmsu, sem miður fór. Meðal annars hefur verið reist ágætis snyrti- hús, en í skógarjaðrinum í ná- grenni þess er tjaldstæðið. Þurrkaðar hafa verið upp mýr- lendisflatir á þessum stað og eiga þær að verða tjaldstæði framtiðarinnar, en Laugar- vatn er nú þegar orðinn einn eftirsóttasti ferðamannastaður landsins og á straumurinn þangað eftir að aukast enn með aukinni þjónustu við ferðafólk. Líka hefur verið steypt þvotta stæði fyrir bifreiðar, en áður kom það fyrir, að visað var á vatnið sjálft til þvotta á þeim. Það er ánægjulegt að sjá slíka breytingu til bóta á þess- um fagra stað, og allir munu greiða fyrir veitta þjónustu með glöðu geði. Tjaldstæði kost ar fyrsta sólarhringlnn 130 krónur, annar. 70 krónur og eftir það 30 krónur. f Góð heilsuræktar aðstaða Laugarvatn er sannkallaður heittsulindarstaður. Gufubaðið, vatnið og sundlaugin hafa mik- ið aðdráttarafl. Ánægjuiegt væri ef forráðamenn staðarins létu mála sundlaugarbygging- una fyrir næsta sumar, en á þvl merka ári mun margt er- lendra gesta koma til fslands og trúlegt er, að margir þeirra heiimsæki Laugarvatn. Síðast en ekki sízt þótti mér það. mikitt bót, að þjóðvegurinn, sem liggur um Laugarvatns- þorpið og meðfram tjaldstæð- unum er nú olíuborinn. Ég minnist helgar á Laugarvatni í norðanþurrki. Þá var ryk- mökkurinn slíkur, að bifreiðar urðu að hafa aðvörunarljós til að forðast árekstra. Þá hefði verið hoBara að vera heima en að anda að sér sllku ryklofti á tjaldstæðinu. Nú virðist þetta vera liðin tíð, sem betur fer. Hafi þeir þökk fyrir, sem stjórna og stuðla að framför- um á þessu merkittega skóla- og gestasetri. Á sumrin er Laugarvatn sannkallað gesta- setur, en þar eru starfrækt þrjú hótel, sem rekin eru af hinum mesta myndarskap. Bjarnveig Bjarna<lóttir.“ 0 „Hreppaflutningar“ Vigdís Björnsdóttir skrifar: „Árið 1973 mætti halda, að hreppaflutningar tíðkuðust ekki lengur. Svo er þó ekki — þeir eru enn við lýði á' Stór-Reykja- víkursvæðinu, og framkvæmd- ir af lögreglunni í Hafnarfirði og Reykjavík. Ég hef margoft orðið vitni að slíkum atburð- um við verzlunina Alaska við Hafnarfjarðarveg, þar sem skipti á drukknum mönnum fara fram mflli lögreglu úr Hafnarfirði og lögreglu úr Reykjavík. Oft er þarna um að ræða unglinga og í stöku til- vikum kvenfólk. Nóg er nú oft ógæfa þessa fólks, þótt ekki sé verið að halda sýningu á því fyrir utan verzlunina, þar sem oft eru margir staddir þegar þetta á sér stað. Væri ekki hægt að aka með þetta fólk alta leið á miffi staða? Vigdís Bjöimádótttr." Hver vill ekki skoða sitt eigift land ? hefur viðlegubúnaðinn til ferðarinnar. Hústjöld — sólbekkir — sólstólai Svefnpokar, margar gerðir. Verð frá kr. 1930.— Kælitöskur — bakpokar — útivistartöskur Vindsængur frá kr. 979.— Ferðagastæki. Tjöld, 2ja til 5 manna í úrvali. Munið að hefur viðlegubúnaðinn og veiðistöngina. 1 SUMARLEYFIÐ. Verzlið í stærstu sportvöruverzlun landsins. Verzlið hagkvæmt. Laugavegi 13, sími 13508 — Glæsibæ, Alfheimum 74.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.