Morgunblaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGSJR 4. ÁGÚST 1973 Fa Jf HÍIAIIH. 1 \ 'ALUR!' 22*0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 & Itf 25555 Vemm BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚM 29 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 AV/S SIMI 24460 BÍLALEIGAN EYSIR CAR RENTAL SKOÐA EYÐIR MINNA. Shodr LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. LaiuKiiiN gródiir — )óai' lirnóur BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS mbwolt isath. 25780 FEREABÍLAR HF. Bítaleiga. - S.mi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Bervz hópferðabílar (m. bílstjórum). STAKSTEINAR Mistök Papadopolusar Þær rokur, sern Þjóðvilja- ritstjörarnir taka, þegar þeir fara að skrifa um vernd mannréttinda, eru alltaf dá- lítið ankannalegar, líkt og þegrar miðlungi slæmur mál- flutningrsmaður er fenginn til að tala fyrir málstað, sem hann hvorki trúir né hefur skilning á. Og bak við hin fallegu orð, sem þessir rit- stjórar eru svo lagnir við að setja saman, eru ætíð faldar vonir sem stefna í gagnstæða átt. Og eitt er víst, að sú „umhyggja“, sem ritstjórar Þjóðviljans hafa sýnt örlög- um þjóða undir járnhæl komm únismans er ekki slík, að menn vænti nokkurs góðs úr þeirri átt. Þjóðviljinn hefur undanfar ið rekið upp mikil rama- kvein vegna ástandsins í Grikklandi. Og eins og vana- lega spyrðir hann vendilega innanlandsástandið í þessu fjarlæga Iandi saman við veru íslendinga í Atlantshafs- bandalaginu. Þjóðviljanum skal bent á það í fullri vin- semd, að nauðsyn þess, að fslendingar taki þátt í varnar samstarfi vestrænna þjóða, eykst hvorki né minnkar við það, þótt Papadopoulos falsi einu atkvæðinu meira eða minna. Þeir fslendingar eru einnig teljandi, sem álíta, að fórna eigi öryggi fslands vegna vondrar framkomu einræðisherra suður í lönd- um. Það er ekki verið að bera neitt lof á stjórnarfarið í Grikklandi, þótt á það sé bent, að lýðréttindi eru þar skárri en í nokkru kommún- istaríki veraldar. Þau ríki hef ur Þjóðviijinn hins vegar tal- ið til fyrirmyndar um flesta hluti. Þjóðviljinn hefur talið það heilaga skyldu sína að verja hvern þann einræðis- herra og ofbeldissegg, sem brýzt til valda, skarti hann einungis með flaggi sósíalism ans. Fangeisanir og pynting- ar þykja ekki ámælisverðar uppi á Skólavörðustíg, séu þær aðeins framkvæmdar af mönnum með hreinan liugs- unarhátt. Þótt margt megi misjafnt segja um ástandið i Grikk- landi, er það þó ekki verra en svo, að formaður Grikk- landshreyfingarinnar, Sigurð- ur A. Magnússon telur sér vel sæma að gerast fararstjóri fyrir ferðamönnum þangað. Hitt er annað mál, að Papod- opoulos gerði mikil mistök, þegar hann kenndi ekki stjóm sína við sósíalisma. Slík yf- irlýsing hefði gert hann stikkfrí í augum allra at- vinnufrelsara veraldar. Leyniþræðirnir til Tímans Eins og bent var á hér í Morgunblaðinu í gær, telur Þjóðviljinn alla þá landráða- menn, sem ekki feta nákvæm lega í fotspor I.úðvíks Jóseps- sonar i landhelgismálinu. Nú hefur Tómas Karlsson, rit- stjóri Tímans tekið undir þessi orð Þjóðviijans og þen- ur sig yfir allar stjórnmála- síður blaðsins og lýsir því yf- ir, að þeir menn, sem krefjj- ist 200 milna fiskveiðilögsögu fyrir ísland séu að óvirða störf islenzkra varðskips- manna. Þvættingur sem þessi er ekki svaraverður. En skrif Tómasar Karlssonar vekja hins vegar grunsemdir um, að hann sé ekki sjálfráður um leiðaraskrif sín. Það hafa hvað eftir annað verið birt- ir þannig leiðarar í Tíman- um, að engu er líkara en þeir séu samdir á ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviijans. Það er út af fyrir sig vel skiljanlegt, að Tíminn telji sér þörf að auka tekjur sínar með „fyrirtækja kynningum". Hinu átti enginn von á, að blaðið væri svo illa statt, að þess gerðist þörf að taka ritstjórnardálkana undir slíka hluti. CgsBr spurt og svaraó Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tll föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. Sólveig Hannesdóttir, Hlé- gerði 18, Kópavogí spyr: „1. Hvað veldur þeirri töf sem orðlð hefur á gatniagerð- arframkvæmdUTn vestast á Borgarholtsbraut? 2. Verður borin olíumöl á Hlégerði í sumar?" Ingimar Hansson, rekstrar- stjóri, svarar: „1. Orsökin er sú, að sami verktaki og sá um fram- kvæmdir á Borgarholtsbraut hefur verið feniginn til að sjá um verk í hverfi fyrir Vest- mannaeyiiniga hér sunnar í bænium. 2. Nei. Ástæðan er bæði fjárskortur, og svo það, að ekki er talið heppilegt að leggja olíumöl á liúsagötur eins og sakir standa, vegna þess að hitaveituframkvæmd- ir eru væntanlegar í bænum öllum á næstu árum;“ LANDHELGIN OG LÖGIN Guðjón Pétursson, Þvkkva- bæ 1, spyr: „Hver er ástæðan fyrir því að íslenzkir varðskipsstjórar virðast standa varnarlausir gagnvart því að brezkir skip stjórar brjóti á þeim alþjóða lög um siglim'garregliur? Er enginn dómstóll, sem dæmir slík mál?“ Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúi Landhelgisgæzl- unnar, svarar: „Undanfari slíks máls yrði kæra frá þeim, sem brotið er á eða beinar aðgerðir frá ákæruvaldsins hálfu í heiima- ríki þess, sem. fremur af- brotið. Sennilega yrði máiið síðan dæmt fyrir sakadómi í heimaríki afbrotamanns.“ Sjálfsáður gróður Fólk gerir sjal-dnast m'kinn greinarmun á garðyrkjumanni og grasafræðingi en sannleik urinn er hins vegar sá að grasafræðikunnáttu garðyrkju manna er oft á tíðum mjög ábótavant. Hins vegar eiga þeir að öllu iöfnu að búa yfir eitthvað drýgri ræktunar þekkingu en grasafræðingar. Annað mái er svo það, að áhugamenn um ræktun og grasafræði geta verið sér- fræðilærðum mönnum snjali ari bæði í ræktunarárangri og plöntugreiningu. Sannast þar sem oftar að sá einn verður meistari er finnur sjálfan sig i starfi og leik. Og víst er um það, að þeir sem hlotið hafa þá náðargjöf að vita sln- ar unaðsstur.dir mestar á tali við gróður jarðartamar, eru án efa flestum mönnum sáttari við lífið og tilveruna. Ef við gefum okkur tíma tM að huga að því lífríki sem við erum hluti af, þá mættum við spyrja þeirrar spurning- ar, hvaða rétt við ættum um- fram annað líf á þessari jörð? Aílavega væri það ekki ósann gjarnt að við sýndum öðru lífi fulian tilverurétt. Gæt- um að hvar við stígum niður fæti eða hvert við stefn um ökutæki yfir ótroðna slóð. Verum þess minnug að strax á bæjarhlaði okkar vaxa vin- ir úr moldu og það þarf ekki langan veg til að upplifa for- vitnileg ævintýr sem eru að gerast allt í kringum okkur, en sem því miður al'lt of fáir veita nokkra athygli. I rauf milJi gangstéttarflísa hefuy t.d. björkin í garði nágrannans fal- ið fræ sitt síðastliðið haust með hjálp golunnar. Kannski er það næturfjóla eða þrenn- ingargras, eða einhverjar aðr- ar jurtir, sem þama gera ti'l- raun til að lifa í návist okkar, en miskunnarlausir fætur veg farenda troða þennan veik- burða gróður, svo hann nær aldrei að þekja jörðina. Um þessa helgi verða millj- ónír ungra jurta traðkaðar nið- ur í svörðinn á okkar landi, ef að líkum lætur og dag hvern eru þúsundir manna á Islandi að sparka og hjól- spora það land sem ræktunar- áhugamenn eru að græða og prýða. >að er sorglegt hvað margir þegnar Landsins eru haldnir mikilli blindu, að svo virðist sem þeir sjái ekki, hvað þá virði, annarra verk, til að viðhalda hinu græna Mfi jarðarinnar. Þessum meinsjúku mönnum gæti orðíð það holllur bati, ef þeir fengjust til áð verja einni hvíldarhelgi i leif að sjálf- sáðum jurtum, sem vaxa í hverju fótmáli sem gengið er undir berum himni. Hver veit nema margur sá, er snöggíega skynjar lifið undir fótum sér, ætti þaðan í frá mestar unaðs- stundir við lestur á þá miklu bók Náttúruna, sem hann áð- ur kunni ekki að njóta. Ef allar mæður og feður, gæfu sér tíma til og kenndu afkvæmum sínum að lifa i sátt við grös jarðarinnar, þá yrði ræktun hinna miklu svöðu sára, sem hvarvetna blcisa við leikur. Hvergi á jarðarkringl- unni er meiri þörf á ást og umhyggju fyrir lífi jarðarinn- ar sem hér á norðunslóðuim og okkur má aldrei gleymast sú staðreynd. Það er því heil- ög skylda alira góðra upp- alenda, að ganga með böm og unglinga til leitar að sjáll- sáðum gróðri, svo þeim megl lærast að virða og meta það umhverfi sem þau eiga að búa í ailan sinn aldur. Trúlega eru þó margir for- eldrar i dag, slælega undir það búnir, að benda börnum sínum á þegnskap við Land og þjóð í þessum efnum. Sátt- málinn sem gerður var áríð 1000, er nú með lögum úr gildí fallinn og við höfum þar með ekki eina sameiginlega trú hvorki á Guð né landið, og þá er hætt við þvi að böm- in okkar eigi erfitt með að eignast haldgóða trú á sjáif- sáðan gróður landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.