Morgunblaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1973
Úr Eyjafirdi;
Gott að búa
á Björgum
Rabbað við Björn Gestsson bónda
á Björgum í Hörgárdal
mmm
Hjónin Sigríður Magni'jsílóttir og-Björn Gestsson á Björgum í Hörgárdal.
Já, mér finnst gott að búa
hérna, sagði Björn Gests-
son, bóndi um bæ sinn að Björg-
um í Hörgárdal. Björg standa
við vestur bakka Hörgár,
skammt þar frá sem áin fellur
í Eyjafjörð, við Gáseyri. Björn
segist vera Svarfdælingur, þó
hann sé fæddur í Ólafsfirði, þar
sem hann bjó reyndar ekki nema
3 vikur.
— Hvenær hófst þú sjálfstæð-
an búskap?
— Það var árið 1945, sem ég
hóf sjálfstæðan búskap, þá í
Bakkagerði í Svarfaðardal þar
sem ég bjó I tvö ár. Síðan fluttist
ég hingað og för að búa á móti
Magnúsi tengdaföður minum.
— Þú hefur byrjað smátt, var
það ekki?
— Jú, ég byrjaði smátt, enda
var Bakkagerði lítil jörð. Lik-
lega hef ég verið með 4—5 kýr
og 30 kindur. Núna er ég með
23 mjólkandi kýr og 18 geld-
neyti og 140—50 kindur. En
krakkarnir eiga eitthvað af
þeim. Þau verða öll að eiga
kindur. Annars höfum við verið
tveir saman um félagsbú, ég og
sonur miinn. Ég stjórna því þó
þar sem hann vinnur annars
staðar.
— Er ekki mikil vinna við
svona stórt bú ?
-— Það er auðvitað mikil vinna
við svona bú, sérstaklega þegar
góð táð er, þá verður maður að
skrúfa sig. En maður er vanur
ýmsu. Það segir sig sjálft að
vinnan er mikil, þegar maður er
fáldðaður, en ég er einn við þetta
ásamt 19 ára gamalli dóttur
minni og 13 ára gömlum strák
úr Reykjavík. Sjálfur smitaðist
ég af berklum og var skorinn
upp og tekin úr mér 7 rifbein
þannig að ég er ekki nema hálf-
ur maður. Eiginlega þyrfti ég
eina dráttarvél til viðbótar við
þær tvær, sem fyrir eru, en mig
vantar bara hausa.
—- Er betra að búa nú, en um
það leyti, sem þú varst að byrja?
— Jú, það er betra að búa
nú en þegar ég byrjaði. Þá voru
þó uppgangstímar og afkoma
ágæt vegna stríðsins. Nú eru
komin svo mikil þægindi, en
fyrsta dráttarvélin kom hingað
í sveitina 45, eða árið sem ég
fór að búa.
— Ég hugsa að það sé betra
að búa nú efnalega séð. En nú
eru kröfurnar svo miklu meiri,
fólk þarf orðið svo miklu meira
en áður. Fátækt þekkist ekki
nú, miðað við það þegar ég var
að alast upp, en fólk var þó
ánægt, það sem ég þekkti til.
— Er ekki litið um ungt fólk
hér í sveitinni, sem er að byrja
búskap?
— Það má nú segja, að það
sé ekki margt ungt fólk við bú
skap hér. Það er þó alltaf eitt-
hvað af ungu fólki, sem vill búa,
en ég heid að meðalaldur bænda
hér í sveitinni sé nokkuð hár.
Ford Cortina
Mest seldi bíll Bretlands
ÞRÁTT fyrir misjafnar viðtök
ur i upphafi var Ford Cortina
orðin mest seldi bíll Bretlands
aðeins einu ári eftiir að hún
kom fyrst fram. Með Cortin-
unni kom fram rennilegur
blll, rúmgóður og ti'ltölulega
ódýr. Sem sagt mjög hentugur
fjölskyldubíll. Cortinan er fá-
anleg tveggja eða fjögurra
dyra og afturbyggð. Vélarnar
eru 1300 eða 1600 rúmsm. Verð
ið er frá 430 þús. kr. með
minni vélinni en frá 455 þús.
kr. með þeirri stærri.
Með 1298 rúmsm vélinni sem
er 57 hestöfl (DIN) með þjöpp
unarhiutfall 9,01:1 er við-
bragðið 0—100 km/klst. um 22
sekúndur og hámarkshraðinn
rúml. 130 km/klst. 1 1599 rúm-
sm vélinni er þjöppunarhlut-
fallið það sama á venjulegu
bílunum en 9,2:1 í GT gerðun-
um. Ford Cortina 1600 GT er
88 hestöfl en venjulegu 1600
gerðirnar eru 68 hestöfl. Bens
ineyðslan er frá 9—10 1/100
km.
Loftræstingin í Cortinunni
er ekki mjög kraftmikil en
hitakerfið er aftur á móti
ágætt.' Hávaðinn frá hitakerf-
inu jafnvel þegar það er á full
um krafti, er lítill og sarna má
segja um hávaða aimennt í
bilnum á ferð. Nokkur hvinur
heyrist þó frá gírkassanum.
Gírskiptingar eru eins og í
minni Ford bílunum mjög létt
ar og nákvæmar.
Ástig á kúplings- og bremsu
pedala er mjög létt. Aksturs-
aðstaðan er góð, a. m. k. með-
an ökumaðuriinn er ekki of
stór. En yfir eitt tonn að
þyngd er Cortinan ekkert
tryllitæki og þykir nokkuð
höst. Gott rúm er fyrir fimm
farþega og farangursgeymsl-
an er áilstór.
Diskabremsur eru að fram-
an á öllum gerðunum en skál
ar að aftan. Bíllinn er lipur I
akstri.
Frágangur að innan er ekki
mjög vandaður. Plastkennd
áklæði á sætum, í hdiðum og
lofti. Mælarnir eru felldir ó-
þarflega djúpt inn í mæCaborð
ið og eru svo lágt að mörg-
um finnst erfitt að lesa á þá.