Morgunblaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1973
IHiwguttMaMfe
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjórl
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiSsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
hf. Arvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10-100.
Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. alntakið.
notið forgangs í sumar. í sam
ræmi við þá mörkuðu stefnu
Birgis ísl. Gunnarssonar,
borgarstjóra, að leggja vax-
andi áherzlu á umhverfismál
af ýmsu tagi, hefur hann nú
beitt sér fyrir því, að tilraun
verði gerð með Austurstræti
sem göngugötu. Verður Aust-
urstræti lokað fyrir bílaum-
ferð um tveggja mánaða
skeið frá 12. ágúst n.k. Slíkar
göngugötur tíðkast mjög í
stórborgum erlendis. Bezt
„GRÆN BYLTING“
I B0RGINNI
Ij’kki þarf að fara mörgum
orðum um þá umbyltingu,
sem orðið hefur á öllum svið-
um í höfuðborginni á sl. ára-
tug eða svo. Þær breytingar
eru öllum kunnar. Þar, sem
áður voru rykugar malargöt-
ur eru nú malbikuð breið-
stræti, nær öll hús í höfuð-
borginni eru nú hituð upp
með hitaveitu, sem er mun
ódýrari en olíukynding, stór-
átak hefur verið gert í skipu-
lagsmálum og ný og glæsileg
borgarhverfi risið af grunni.
Reykjavík hefur gerbreytt
um svip.
í beinu framhaldi af þeim
gífurlegu framkvæmdum,
sem verið hafa við gatna-
gerð, hitaveitu og í skipu-
lagsmálum, hefur Birgir ísl.
Gunnarsson, borgarstjóri.
lagt megináherzlu á, að opin
svæði í borginni verði snyrt
og löguð svo að borgarbúar
eigi þess kost í ríkari mæli
en verið hefur að njóta úti-
vistar á grænum svæðum í
borginni í þægilegu og fali-
egú umhverfi. Er óhætt að
fullyrða, að aldrei hefur jafn
mikið verið gert á jafn stutt-
um tíma í að fegra borgar-
landið eins og á þessu sumri,
enda var það fyrsta verk nú-
verandi borgarstjóra að óska
eftir því við helztu samstarfs
menn sína, að gerð yrði heild
aráætlun um fegrun og snyrt
ingr opinna svæða í borg-
inni. Er það verk nú komið
vel á veg en jafnframt hafa
framkvæmdir á þessu sviði
þekkja íslendingar Strikið í
Kaupmannahöfn en í öðrum
borgum eru einnig mjög fall-
egar og skemmtilegar göngu
götur eins og t.d. í Múnchen.
Hvarvetna hefur það gefizi
mjög vel að koma upp slíkum
göngugötum ekki sízt fyrir
þær verzlanir, sem að þeim
liggja. Fróðlegt verður að
fylgjast með þessari tilraun
en líklegt má telja, að þegar
Austurstræti hefur verið lok-
að fyrir bílaumferð verði fá-
ir talsmenn þess, að það
verði opnað aftur.
Borgarstjórinn í Reykjavík
hefur tekið skemmtilegt
frumkvæði í þessu máli og
engin efi er á því, að sú
stefna hans að leggja megin-
áherzlu á fegrun borgar-
landsins og að bæta aðstöðu
borgarbúa til útivistar á
miklu fylgi að fagna meðal
borgarbúa. Með styttri vinnu
tíma, sívaxandi tómstundum
og auknum peningaráðum
fólks, er nauðsynlegt að
stjórnvöld búi í haginn fyrir
borgarana til þess að eyða
fristundum sínum við holla
útivist. Mörg verkefni bíða í
þeim efnum, m.a. að skipu-
leggja útivistarsvæði fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins
að vetrarlagi en í auknum
mæli sækir fólk út fyrir höf-
uðborgina á góðviðrisdögum
um vetur til þess að iðka
skíðaíþrótt og njóta fjalla-
loftsins. Þarna bíður verk-
efni, sem Reykjavíkurborg
mun fást við á næstu árum.
Óeðlileg vinnubrögð
Ágreiningur varð í stjórn
Landsvirkjunar í fyrra-
dag um það, hvaða tilboði
ætti að taka í vélar og raf-
búnað Sigölduvirkjunar. Þrír
fulltrúar i stjórn Landsvirkj-
unar, þeir Birgir ísl. Gunn-
arsson, borgarstjóri, Árni
Grétar Finnsson, hrl., og Geir
Hallgrímsson, alþm., skiluðu
séráliti og töldu ekki rétt að
taka tilboði þýzk-sovézks að-
ila, sem meirihluti Lands-
virkjunarstjórnar ákvað að
taka að tillögu ráðunauta,
sem eru svissneskir og ís-
lenzkir.
í séráliti hinna þriggja
stjórnarmanna Landsvirkj-
unar kemur fram, að eftir að
tilboðsfrestur var útrunninn
hefur hinum þýzk-sovézka
tilboðsaðila verið gefinn kost-
ur á að breyta tilboð sínu.
Um þetta segir í sérálitinu:
„Mjög verður að átelja þau
vinnubrögð að taka á móti
slíkum breytingum eftir á,
hvort sem eru tæknilegar eða
fjárhagslegar. Slík vinnu-
brögð eru ekki sæmandi, þeg-
ar um almennt samkeppnis-
útboð er að ræða. Ef heimila
á breytingar verða allir bjóð-
endur að sitja við sama borð
og er óeðlilegt að gefa bjóð-
endum kost á að bjóða hver
niður fyrir annan á mismun-
andi tímum.“
Vinnubrögð í þessu máli og
einnig er vélar voru valdar í
Lagarfossvirkjun vekja upp
spurningar um það, hvort
annarleg sjónarmið ráði ferð-
inni að einhverju leyti hjá
núverandi stjórnarvöldum. —
Það er auðvitað óþarfi að
standa að málum á þann veg
að slík gagnrýni komi
upp. Landsvirkjunarstjórn er
sjálfstæður aðili, sem á að
taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Ákvörðun meirihluta Lands-
virkjunarstjórnar í þessu
máli benda ekki til þess, að
sú starfsregla hafi verið höfð
í heiðri.
Gudlaujgur
Gíslason, alþm.:
„Aftur
heim til
Eyja“
„AFTUR heim til Eyja“ var heiti á
umræðuþættt í útvarpinu 25. júlí sl.
og fjaHaði hann að sjálfsögðu um
möguleika og aðstöðu Vestmannaey-
inga til að flytjast aftur til síns
heima.
Ekki verður sagt, að þátturinn hafi
veitt Vestmannaeyingum miklar
upplýsingar um fyrirætlanir ráða-
manna byggðarlagsins í þessu sam-
bandi sem þó hefði verið full ástæða
ttl.
Á fundi bæjarstjórnar Vestmanna-
eyja, sem haldinn var hér i Reykja-
vik hiinn 20. júlí s_. lögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins fram all ítar-
lega og stefnumarkandi tillögu um
afstöðu og nauðsyniegar ráðstafan-
ir bæjarstjórnar í sambandi við fyr-
irhugaðan heimflutning Vestmanna-
eyinga. Var tillagan rædd ítarlega
og síðan samþykkt sem ályktun bæj-
arstjómar með atkvæðum allra við-
staddra bæjarfulltrúa.
Ályktunin hljóðar þannig:
„Vegna hins breytta viðhorfs, eftir
að jarðfræðingar hafa lýst yfir að
gosið á Heimaey sé um garð geng-
ið samþykkir bæjarstjóm að gera
fyrir sitt leyti og leggja áherzlu á
nauðsynlegar ráðstafanir til að byggð
geti með sem eðlilegustum hætti sem
fyrst hafizt á ný x Vestmannaeyj-
um.
Samþykkir bæjarstjóm í þessu
sambandi eftirfarandi:
1) Að fela rafveitustjóra, bæjar-
stjóra og bæjarráði að eiga viðræð-
ur við forráðamenn Rafveitna ríkis-
ins og fá endanlegar niðurstöður á
þvi hvenær flutningur raforku eftir
sæstrengnum geti aftur hafizt, þann-
ig að eigendur atvinnutækja i Eyj-
um geti miðað áætlanir sínar og að-
gerðir um að hefja atvinnurekstur
að nýju við þær niðurstöður.
2) Að fela bæjarstjóra og bæjar-
ráði að hefja nú þegar viðræður við
stjórn Viðlagasjóðs um að bæjar-
stjórn hafi forgöngu um aðgerðir
til að veita holræsakerfi bæjarins
inn fyrir Eiða og kanna í þvi sam-
bandi hvort ekki megi nota við þess-
ar framkvæmdir efni það, leiðslur
og dælur, sem fyrirli-ggjandi eru í
Eyjum og notaðar voru við hraun-
kælinguna. Fjárhagshlið málsins
verði einnig rædd við Viðlagasjóð.
3) Að bæjarstjóra og bæjárráði
verði falið í samræmi við samþykkt
bæjarráðs frá 2. júlí sl., 4. lið, að
taka að nýju í umsjá bæjarstjórnar
þær stofnar.ir bæjarins, sem eru og
verið hafa starfandi í Eyjum og
koma á stofn öðrum fyrirgreiðslu-
stofnunum, sem áður voru starfandi
á vegum bæjarins og nauðsyniegt
er talið að opnaðar verði á ný mið-
að við aðstæður eins og eru i dag
og að atvinnurekstur muni í ein-
hverjum mæli hefjast á næstu mán-
uðum og í vaxandi mæli á næstu
vetrarvertíð, þannig að fólk, sem
treystir sér til að flytja til Eyja og
taka þar til starfa, eigi kost á nauð-
synlegri opinberri fyrirgreiðslu frá
hendi bæjarstjórnar.
4) Að bæjarstjórn beiti sér fyrir
að önnur þjónustufyrirtæki hefji sem
fyrst starfsemi á ný í Eyjum og að
komið verði á eðlilegrj félagsmála-
starfsemi í eins ríkum mæli pg kost-
ur er á og nauðsynlegt er talið mið-
að við aðstæður á hverjum tíma.
5) Að bæjarstjórn taki þegar upp
viðræður við stjóx-nvöld um bygg-
ingu Vestmannaeyjaskips á grund-
Guðlaugur Gislason
aðrar nefndar um samgöngumál
Vestmannaeyinga."
Ei-ns og fyrr segir er hér um ein-
róma ályktun bæjarstjórnar að ræða
og ætti þvi hvorki bæjarstjóri né
aðrir, sem eru launaðir til að koma
ályktunum bæjaretjórnar í fram-
kvæmd að vera í nokkrum vafa um
hvemig þeim ber að haga starfi sínu
á næstu mánuðum og er vonandi að
þeir láti hendur standa fram úr erm-
um því frumskilyrði er að sköpuð sé
aðstaða, þjónustulega og félagslega
séð fyrir það fólk, sem heim vill
flytjast, og ekki ætti það að draga
úr nauðsyninni á að hraða þessum
aðgerðum, að bæjarstjóri hefur
„reiknað út“ og birt í fjölmiðlum,
að um 1200 manns muni flytjast
heim nú á þessu hausti.
HRAÐA BER
UPPBYGGINGUNNI —
BÁTAFLOTINN VERÐUR AÐ FÁ
LÖNDUN ARAÐSTÖÐU
Það sem herðir mest á eftir með
að hraða uppbyggiingunnd er nauð-
synin á að skapa bátaflotanum lönd-
unaraðstöðu í Eyjum þegar á þessu
veUi álits pg niðurstaða þingskip- ihaustt og aiveg sérstaklega á
vetrarvertið. Því, ef það gerist ekki,
getur vissulega mikið tjón af hlot-
izt.
Vestmannaeyjaflotinn var á síð-
ustu vertið dreifður á hinar ýmsu
hafnir á Reykjanessvæðinu og þó
reyndar víðar. Voru hinar stærri
hafnir, sem flotinn leitaði til, Þor-
lákshöfn og Grindavík af eðlilegum
ástæðum alls ekki við þvi búnar að
taka fyrirvaralaust við þeim flota,
sem þangað leitaði, og fór þó betur
en á horfðist, sem stafaði að mjög
verulegu leyti af hagstæðri veðráttu
síðari hluta vertiðar, er mest á
reyndi á um löndunaraðstöðu. Litl-
ar sem engar hafnarbætur hafa í
sumar átt sér stað á tvei-mur fram-
angreindum stöðum og væri það
vissulega að freista gæfunnar um
of, að treysta á að löndun Vestmanna
eyjaflotans geti gengið ei-ns greið-
lega í höfnum hér á Reykjanes-
svæðinu á komandi vertíð eins og
hann þó gerði á síðasta vetri.
Það er því ekki einasta hagur Vest
mannaeyinga heldur þjóðarinnar i
heild, að Vestmannaeyjabátarnir
geti landað í heimahöfn sinni á næstu
vertíð. Höfnin í Eyjum er i dag betri
en hún hefur áður verið og því
meiri likur fyrir, að Vestmannaeyja-
flotinn skili þjóðarbúinu enn meiri
arði en hingað til, ef hann þegar á
næstu vertíð getur stundað sín heima
mið með löndunaraðstöðu í Eyjum.
En til þess að svo megi verða
þarf nokkuð af fólki að flytjast til
Eyja nú í haust og fyrrihluta næsta
árs. Vel má vera að þvi fylgi ein-
hverjir annmarkar miðað við það
sem áður var, en ég er sannfærður
um, að þeir, sem þegar hafa tekið
þessa ákvörðun, gera sér fulla greln
íyrir þessu, en vonandi fer það svo
að nokkuð vegi þar á móti, að hin
erfiða búsetuaðstaða og sú marg-
víslega reynsla, sem margir Vest-
marmaeyingar hafa orðið fyrir í vet-
ur, skapi meðal manna nánari tengsl
og sterkari samstöðu en áður var og
annars staðar almennt gerist.
HÚSNÆDISMÁL I EY-IUM
Inn í umræðurnar um heimflutn-
næstu . i Framhald á b!s. 29