Morgunblaðið - 04.08.1973, Page 28

Morgunblaðið - 04.08.1973, Page 28
28 MORGIJNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1973 CAf^A IV1 Anne Piper: Snemma í háttinn um hann Davið. Þú skalt fara alveg róleg til hennar mömmu þinnar. — Mikið ertu væn. Ekki veit ég, hvernig ég á að þakka þér. Hérna er skömmtunarseðillinn hans. Þú verður svo að gera okkur reikning fyrir því sem þú leggur út. — Kannski væri betra að ég fengi lykil að húsinu? — Já auðvitað. Héma er lyk- illinn minn. Ég verð að hlaupa upp og búá mig út. Ég ætla að reyna að ná í 12. 05 -lestina. — Já komdu þér bara af stað, sagði ég kát. — Og svo kem ég seinna og sé um hádegismatinn hans Davíðs. Ég gekk heim til mín syngj- andi. En svo dró ég niður í mér og raulaði bara, af því að ég mundi, hvað Davíð var við- kvæmur fyrir hávaða. Fimm mínútum seinna var hrimigit. Það var Penelópa. — Héma er matarskráin hans Davíðs, sagði hún — Afsakaðu, að ég gleymdi að fá þér hana. Hún rétti mér pappaspjald, heilt fet á lengd, með hanka til þess að hengja það upp. Ég athugaði það. — Hjálpi mér, sagði ég. — Þetta virðist vera býsna flókið. — Nei, það er það í raun- inni ekki. Ég er alveg viss um að þú finnur fljótt út úr því. en ég verð að þjóta. Þakka þér afskaplega vel fyrir. Og hún var farin. Ég hengdi matskrána upp yf,iE gasvélinni í eldhúsinu. — Frú Higgins, sagði ég. — Ég vona að þér sé sama um það, en frúin hérna í næsta húsi vill að við hugsum um manninn sinn meðan hún er í burtu. Heldurðu að þú getir matreitt fyrir tvo í staðinn fyrir einn og skroppið þangað á morgn- ana til að taka tH hjá honum og búa um hann? — Sjálfsagt yðar náð. Og það verður gaman fyrir yður að hafa einhvern félagsskap. — Það datt mér sinmitt í hug, sagði ég. — Það er ætlazt til að hann éti allt sem stendur vinstra megin á spjaldinu, en ekki það sem stendur hægra megisn. Ég ætti eiginlega að éta það sama og hann svo sem tH hægðarauka. En leiðinlegt verð- ur það. Klukkan eitt hleypti ég sjálfri mér inn í hús Davíðs og barði á vinnustofudyrnar. — Kom inn sagði hann og var önugur. — Vertu ekki svona önugur, sagði ég. — Ég kom bara tU að segja að hádegisverðurinn er tilbúinn. Mér fannst það þægi iegra ef við borðuðum heima hjá mér, af þvi að hún frú Higgins matreiðir fyrir mig. — Já, já, auðvitað strax? — Já, strax. Ég hélt hurð- inni opinni og beið eftir honum. — Þetta er fallega gert af þér, mundi hann eftir að segja um leið og hann tók saman blöðin sín, tók eitt upp, sem hafði dottið á gólfið, og lokaði sjálfblekungnum sínum. Hann tók upp litla vasagreiðu og greiddi hárið aftur, en það datt strax fram aftur. — Jæja, þetta virðist vera góður matur, sagði ég brosandí við hann, þegar við komum að matborðinu. Hann samþykkti það, en eitthvað dræmt. Kannski viltu siður tala neitt við matborðið? — Við Penelópa lesum venju- lega. — Þá verðurðu að koma með bókina þína í kvöid. Ég er viss um að þér dygði ekkert af min- um bókum. — Nei líklega ekki. Hann gerði sér hroH og bætti við: — Hvað hefurðu eiginlega fyrir stafni allan daginn? — Ég? Ég ligg í rúminu mest- allan morguninn, svo fer ég í búðir og eins og þú veizt þá syng ég og vinn í matstofunni annað hvert kvöld. Og svo kaupi ég mér oft föt, og það tekur sinn tíma. — Það hiýtur það að gera. Ég tek eftir þvi, að þú átt mikið af fallegum fötum. Gott þá tekur hann að minnsta kosti svolítlð eftir mér. Þetta fer að mjakast í áttina. — Og þú eyðir öllum deginum í að lesa sagnfræði og halda fyrirlestra. Skemmtirðu þér aldr ei neitt? — Skemmti mér? át hann eftir. — Jú, við Penelópa förum stund- um á hljómleika. — En aidrei í leiklhús? Eða bíó? Ekkert af léttara taginu? — Lífið er of stutt til þess að eyða því í svoleiðis vitleysu. Hann gerði harða hríð að svamp- búðingnum. •— Mér finnst nú lífið of stutt fyrir þína vitleysu. Hvaða gagn heldurðu að það geri nokkrum manni að Hggja í bókum og vera fúll ailan daginn? Hann varð steinhissa á svipinn. — Þú efast þó vonandi ekki um, að þekkingin sé nytsöm? — Jú, einmitt. Að minnsta kosti kemst ég prýðHega af án hennar og það gætu sjálfsagt all ir aðrir engu að síður. — Það þýðir vist ekki mikið að rökræða við þig. — Nei liklega ekki. Fáðu þér ost. — Þakka þér fyrir. Samtalið dó út. — Við skulum drekka kaffið inni í setustofu, sagði ég. Við settumst á legubekkinn. Hániá færði sig ofurlítið frá mér, rétt eins og hann þyldi ekki Chanel ilmvatnið mitt. — Svart eða með mjólk? — Svart og með tveim skeið- um af sykri, þakka þér fyrir. Ég veit ekki hvort þetta borgar sig, hugsaði ég, það er að minnsta kosti aUt á brattann. Það er verst að hann skuH vera svona laglegur. Það er skömm, að hann skuli aldrei nota sér þetta and- lit sitt til annars en að éta og lesa með þvi. Davíð stóð úpp. — Ég verð að fara eitthvað að gera. Hvenær viltu að ég komi í kvöldmatinn? — Ég fer ekki í matstofuna í kvöld. Gæti hálfátta verið gott? — Já, hálfátta. Þakka þér fyr- ir matinn. Hann flýtti sér út. Ég horfði fram á öll leiðind- in, það sem eftir væri dagsins, á gráan himininn og velti því fyrir mér, hvenær loftárásimar mundu byrja. Og þær byrjuðu snemma, um ktukkan hálfsjö. Ég hitaði upp eina af ketkökunum hennar frú Higgins og fór með hana í ná- grannahúsið. — Ég kom með matinn hingað, Mér datt í hug, að við gætum borðað niðri í kjalara hjá þér. Ég kann að þurfa að fara í byrgið seinna. En seinna féllu sprengjurnar svo þétt að ég hætti við það. Það voru tveir strástólar í eld- húsinu hjá þeim og miðstöðvar- ofn eins og hjá mér, sem hægt var að opna, svo að við hituð- um okkur á fótunum og Davíð varð næstum eins og manneskja. — Það er skrýtið, sagði hann, — en ég er hvað hræddastur við sírenurnar, en þegar sjálf loft- árásin er hafin, tek ég það ekki likt þvi elns nærri mér. Hann haHaði stólnum upp á aftur- lappimar og lagði fæturna á vatnsrörið. — Mér er nú ekki sama um neitt af því, sagði ég. — Ég er jafn hrædd aHan tímann sem það stendur yfir. — Hvers vegna í dauðanum flyturðu ekki'burt úr borginni? — Ég veit það ekki, þó ég spyrji sjálfa mig oft um það. Héma á ég heima og er ein- hvem veginn bundin húsinu. Og það er fyrsti staðurinn, sem Jack mundi koma á ef hann kæmi til landsins. En þetta sagði ég ekki upphátt. í þýáingu Páls Skúlasonar. — Hvað gerðirðu fyrir stríð? — Ég var gift öðru hverju og ferðaðist tllsvert. Hann leit ein- kenndlega á mig. — Mér virðist eftir því sem ég heyri um þig, að þú hafir lifað heldur tilgangslausu lífi. — Já, mjög svo tHgangslausu, er ég hrædd um, Davíð, sagðí ég og andvarpaði. — Og nú er sjálfsagt of seint fyrir þig að breyta til? — Já, alltof seint. Auk þess hefur enginn óskað að ég hag- aði mér skynsamlega. — Þú átt við enginn karl- maður, sagði hann. Já, hvað um það. Ég kann vel við karlmenn, og vU, að þeir kunni vel við mig. Og þeir vHja hafa mig léttlynda og það er ég líka. — Það á nú ekki við, hvað miig snertir, af því að ég er karlmaður og ég kann alis ekki við léttúðugar konur. — O, þú ert bara ekki maður af þeirri tegund, sem ég hitti oftast. — En það er bara aUt fullt af mönnum eins og mér. — Svo er guði fyrir að þakka, að það er nóg af hinum líka. Nú sprakk sprengja og það fór hroUur um mig og ég ledt kring um mig, tH að sjá hvort nóg rúm mundi vera fyrir okkur bæði undir borðinu. En það var það greinálega ekki. En Davíð hélt áfram að nauða: — En viltu þá ekki, að menn eins og ég verði hrifnir af þér? — Ekki ef það kostar að gjörbreyta sjálfri mér frá hvirfli til iíja. Lízt þér ekkert á mig? Hann horfði á mig hugsi. — Ekki ef það kostar að loksins. — Nú jæja, ef þér llzt ekkert á mig eins og ég er, þá yrði það ekkert betra þó ég breytti mér og yrði alvarleg, setti upp gleraugu og skriði undir ein- hvern fræðibókahlaða. Það verða að vera fiðrildi tH í heiminum, en ekki eintómir maðkar. — Ég er hræddur um að henni Penelópu mundi þykja þetta ein- kennilega tH orða tekið. Ef út í það er farið, þá eru það maðk- arnir, sem verða að fiðrildum, en ekki öfugt, skHurðu. — Kannski ert þú að verða að púpu, Davíð. — Nei ég er hræddur um, að ég yrði heldur þungiamalegt fið- rildi. — Þér þykir mjög vænt um hana Penelópu, er það ekki? — Jú, vissulega. Hún er ágæt kona, Það er mikil blessun að vera í snertingu við hug hennar. — Já, það hlýtur að vera gott. Ég held ekki að neinn hafi enn reynt að komast í snertingu við RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Starfsstúlku vantar í eldhús Kópavogs- hælis. Nánari upplýsingar gefur matráðs- konan, sími 41500. Landspítalinn óskar eftir að ráða sendil til sendistarfa innan spítalans og á spít- alalóðinni. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofunn- ar. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavík, 2. ágúst 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 VOLVO-eigendur OG AÐRIR VIÐSKIPTAMENN Athugið að verkstæðið verður lokað til 13. ágúst vegna sumarleyfa. Bifreiðaverkstæðið KAMBUR, Hafnarbraut 10, Kópavogi. velvakandi Veivakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík B.jöm Guðmundsson skrifar: „Fyrir mörgum árum skrif- •ði Gísli heitinn HaMdórsson verkfræðingur grein í Lesbók Morgunblaðsins um sjóbaðstað t Nauthólsvík. Af sinini kunrau bjartsýni og tæknáþekkingu lýsti hann þá þeim möguleik- um, sem bar væru fyrir hendi, með fögrum og örvandi orðum ásamt teikniingum. Mikið vatn hefur rumnið til sjávar síðam. Tækni og þekkingu hefur fleygt fram, en Mtið hefur verið gert fyrir Nauthólsvíkina. Eitt vorið var þó gerður vísir að sjó baðstað þama, nýr sandur fluttur í fjöruna og landið fyrir ofan iagað og bekkjað. Reyk- vikingar kunnu þessu mjög vel. Konur margar fóru tH dæmis þangað með böm sin á sólskins dögum og nutiu sólar og sjávar- loftsins fjrrir sig og sdnn æsku- lýð. Sóiardagamir eru því mið- ur stundum ekki svo margir hér hjá okkur. Fáum árum síðar var svo til- kynnt, að komin væri mengun í Skerjafjörð, og var bannað að fara þar í sjóiran. Svo hagar þama til, að báta- brygigja er á aðra hönd og nokk urt klettanef á hina, en á milli er sjóbaðstaðurinn, þ. e. a. s. fjaran. Nú rennur heitt affailsvatn í striðum straumi frá hiltaveitu- geymunum út í sjó rétt hinum megin við bryggjuna meiri hluta ársins. Fljótt á litið sýn- ist það ekki stórkostlegt fyrir- tæki að veita heita vatninu sjó- baðsmegin við bryggjuna, brúa svo biliið milli bryggjunnar og klettanefsins, veita siðan hreinsuðum ómenguðum sjó inn í þessa hálí tilbúnu sjó- laug með heitu vatni. Þegar þessi framkvæmd hefði verði gerð, myndu marg- ir, sem ekfci hefðu veitt þessu máld Uð, viljað LHju kveðið hafa. Björn Guðmundsson, Skeggjagötu 16.“ 0 Dýr þjónusta Bergþóra Andrésdóttir hrimgdi. Hún sagðist hafa látið úða trén í garði sínum nýlega, en sér hefði bmgðið illiiega í brún þegar að því kom að borga reikniniginn, sem hljóðaði upp á 2.500 krónur. Bergþóra fékk sams konar þjómwstu frá sama fyrirtæki í fyrra, en þá var gjaldið aðeims 800 krónur, þannig að um er að ræða meira en þrefalda hækkun á einu ári. Bergþóra bað jafinframt um að þeirri hugmynd yrði komið á framfœri, að Borgin tæki að sér að sjá um þessa nauðsyn- legu þjónustu — gegm fullu gjaldi, að sjálfsögðu. £ Blátt, svo blátt í fyrradag birtist Ijóð hér í dáíikumum, ásamt fyrir- spum um höfund þess. 1 ljós kom, að höfundurinm er Krist- inn Reyr, en ljóðið er úr ljóða- bók hans, „Teningum kastað", sem kom út árið 1958.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.