Morgunblaðið - 28.08.1973, Page 16

Morgunblaðið - 28.08.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfufltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. ¥ Tm þessar mundir situr kjaramálaráðstefna Al- þýðusambands íslands á rök- stólum í Reykholti í Borgar- firði og er markmið ráð- stefnunnar að móta stefnu verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarabaráttu. Ekki alls fyrir löngu var birt ályktun Alþýðusambands Norðurlands um kjaramálin og verður fróðlegt að bera saman þá ályktun og niður- stöður kjaramálaráðstefnu ASÍ. Nokkur atriði virðast þó liggja Ijós fyrir og er vert að gefa þeim nokkurn gaum. í fyrsta lagi liggur ljóst fyrir, að sú kaupmáttaraukn- ing, sem heitið var í mál- efnasamningi ríkisstjórnar- innar hefur ekki orðið á tveggja ára valdatímabili hennar og því tveggja ára samningstímabili, sem nú er að ljúka. í öðru lagi er á- stæða til að benda á, þó að ekki þurfi ýkja skarp- skyggna menn til að sjá það sjálfir, að skattamálin eru í mesta ólestri og skattpíning meiri nú en verið hefur um mörg undanfarin ár. Hefur skattpíningin nú vakið svo mikla gremju, að ýmsir, sem áður hafa ekki látið til sín heyra, geta nú ekki lengur orða bundizt. Þannig hlýtur grein eftir dr. Jón Gíslason, skólastjóra Verzlunarskóla ís lands að vekja mikla at- hygli, en hún birtist í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 22. ágúst undir fyrirsögn- inni: Er lýðræði á ís- landi? Þar varpar höfundur fram þeirri spumingu, hvort ekki sé kominn tími til þess, að stofna félag skattgreið- enda, sem vinni að því, „að losa um fjötra ánauðar og fjárkúgunar, sem allur þorri landsmanna hefur vérið hnepptur í“, eins og komizt er að orði. Hann vekur at- hygli á, hve skattheimtan gengur „miskunnarlaust að hinni stritandi alþýðu þessa Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, þykir yfir 6% verðbólguaukning í löndum eins og V-Þýzkalandi meiri en svo að afsakanleg sé, hvað þá 20%, en slík óðaverðbólga þekkist ekki í neinu Evrópu- ríki eins og kunnugt er. Sú staðreynd blasir því við, að í tíð vinstri stjórnarinnar hef- ur verðbólgan magnazt svo á íslandi að einsdæmi mun vera. Og lítum þá á afstöðu verkalýðsforystunnar. Það stingur í augu með alla þessa þætti í huga, að sjá í „frumdrögum að ályktun um kjaramál“, sem lögð hafa verið fýrir kjaramálaráð- stefnu ASÍ, að reynt er að flaðra upp um ríkisstjóm- ina á þann hátt, að venjulegt fólk mundi klígja við. Þar er ekki bent á nein atriði, sem aflaga hafa farið, þvert á móti er vitnað af taumlausri aðdáun í eldgömul ummæli, um ágæti síðustu kjarasamn- inga, ummæli, sem viðhöfð voru, áður en verðbólgan var orðin að þeirri ógnvekjandi það engum, að ennþá hefur verðbólgan verið að verki og bitnar sérstaklega þungt á láglaunafólki á tveim svið- um, sem veruleg áhrif hafa á kjör þess: í húsnæðismál- um og skattamálum.“ Er síð- an gert ráð fyrir, að ein- hverjar kröfur séu gerðar á hendur ríkisvaldinu til að bæta úr þessu. í ályktun Alþýðusambands Norðurlands er einnig minnzt á skattalögin og seg- ir þar: „Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að breyta skattalögum á þann hátt, að létt verði stórlega tekjuskatti og útsvörum af láglaunafólki, sérstaklega með verulegri hækkun persónufrádráttar.“ í ályktun Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, sem birt hefur verið opinberlega, er einnig vikið að skattamálum og er þar m.a. krafizt, að árstekjur hjóna, er nemi kr. 600.000.— verði skattfrjáls- ar auk ýmissa annarra ábend inga til lagfæringar á skatta- lögunum, m.a. að heildar- álagning opinberra gjalda KJARAMÁLIN lands“ og leggur áherzlu á að með hinni „óhóflegu skatta byrði er alþýðu manna og öllum launþegum haldið í ævilangri ánauð. Já, meira að segja eftirlaunafólk og bótaþegar almannatrygginga eru hundeltir af hinni ó- mannúðlegu skattheimtu." Fórnarlambið er: hin hrekk- lausa alþýða, eins og grein- arhöfundur kemst einnig að orði. Má m.a. af þessum um- mælum sjá í hvílíkt óefni komið er, því að flestir mundu geta tekið undir þau og vita að dr. Jón hefur lög að mæla. Loks má benda á, að verð- bólgan hefur aukizt hér á landi um allt að 20% á sl. ári og mun það afreksverk undir forystu núverandi rík- isstjórnar nálgast heimsmet. staðreynd, sem nú blasir við launþegum. í ályktun Alþýðusambands Norðurlands er ekki að finna neina slíka aðdáun og ólík- legt er, að í niðurstöðu kjara- málaráðstefnu ASÍ sitji hún í fyrirrúmi, svo mjög sem launþegar um land allt gagn- rýna efnahagsstjórn ríkis- stjórnarinnar og skattpín- ingu. Athyglisvert er, að í fyrr- nefndum frumdrögum reyna höf. plaggsins, verkalýðsleið- togar kommúnista, að manna sig upp og finna einhver bar- áttumál fyrir launþegasam- tökin, en þau fundust ekki í Reykjavík 1. maí sl. eins og alþjóð er kunnugt. Vikið er að húsnæðismálum og skatta málum í neikvæðum anda og m. a. sagt: „Hins vegar dylst fari ekki yfir 33% af tekj- um. Allt hnígur þetta í einn farveg, þann að hin nýju skattalög ríkisstjómarinnar eru gjörsamlega misheppnuð og raunar alvarlegt spor aft- ur á bak. Þegar um skatta- lögin var fjallað, voru þau gagnrýnd harðlega hér í blaðinu, en málgögn ríkis- stjórnarinnar, ekki sízt Tím- inn og Þjóðviljinn, hömruðu á því, hve ágæt þau væru og vörðu þau í líf og blóð, full- yrtu m.a. að hér væri um miklar endurbætur að ræða, einkum fyrir láglaunafólk. Allt eru þetta nú eins og hverjar aðrar öfugmælavís- ur, enda er reynslan sú, að menn skyldu ekki taka allt- of mikið mark á fyrrgreind- um málgögnum. í fyrrnefndum frumdrög- um kjaramálaráðstefnu A8Í, er jafnvel játað, að með á- framhaldandi sömu þróun í húsnæðismálum og að núver- andi skattheimtu óbreyttri, eins og komizt er að orði, sé sá árangur, sem náðst hef- ur gjörsamlega ófullnægj- andi. Verklýðsfélögin geri því kröfu um „umtalsverða lækkun skatta á lágar og miðlungstekjur“ og veruleg- ar umbætur á húsnæðislána- kerfinu, enda mun ekki af veita, því að þangað sækir enginn lán eins og kunnugt er. Allir sjóðir eru svo þurr- ausnir, að þar eru öll grunn uppi ef svo mætti að orði kveða. Þegar frumdrögin voru svo lögð fram í Reykholti í gær hafði skattakröfunni verið breytt í kröfu um „gagngera breytingu í skattamálum, sem tryggi verulega lækkun skatta hjá almennu launa- fólki, jafnframt því sem þannig verði stuðlað að skattlagningu til samfélags- þarfa, að eignamenn og sjálf- stæðir atvinnurekendur greiði skatta í samræmi við raunverulegar tekjur og eign ir“. í fyrrgreindum ályktun- um er að sjálfsögðu lögð áherzla á að kaup hinna lægstlaunuðu verði bætt til muna frá því sem nú er. Hið sama gildir um þá og aðra, að mikið vantar á, að lof- orðin í málefnasamningnum um 20% kaupmáttaraukn- ingu hafi náð til þeirra. Virðist nú svo sem kaup- máttaraukningin sé jafn fjarlægur draumur eft- ir tveggja ára valdatímabil vinstri stjórnar og hún var á þeirri stund, sem loforðin voru gefin. Aftur á móti er kaupmáttaraukningin stór- fenglegur veruleiki á leið- arasdðum Tímans og Þjóð- viljans. Þar eru a.m.k. fleiri ánægðir með skattana en vit- að er um og óðaverðbólgan a.m.k. viðunandi, því að hún er aðeins helmingi meiri á íslandi en í Ítalíu, svo að vitnað sé í Þjóðviljann. Utan um allt sem við gerum DÓMNEFND sú, sem fjallaði um Ijóð í tilefni Þjóðhátiðar 1974, hefur að undanfömu verið önnum kafin við að lesa vond kvæði. í niðurstöðu dóm- nefndar segir: ,,Dómnefndin telur ekki unnt að gre:ða neinu framkom- inna verka atkvæði til verðlaunad 35 ljóð og ljóðaflokkar bárust nefndinni. Eðlilegt er að fólk spyrji þeirrar spurningar hvort ekkert skáld sé lengur til á íslandi. Treysta skáldin sér ekk: til að fjalla um landnám fs- lands i ljóði? Að óathuguðu máli er ekkert haegt að fullyrða um verkin, sem bárust dómnefndinni. Vel getur verið að dóm nefndarmenn hafi krafist of mikils af skáldunum. En hafi skáldskapurinn verið álíka og á fullveldisafmælinu hér um árið þá er von að dómnefnd- armönnum hafi blöskrað. Sannieik- urinn er sá að fá skáld eru reiðubú- in ril að setja sig í stellingar og yrkja innfjálgan brag. Skáld hafa yfirieitt ekki á takteinum ættjarðarást og þjóð ernishyggju eftir pöntun. Þess vegna veljast til slikra hluta hinir ágæt- ustu menn, orðhagir og góðir dreng- ir, sporgöngumenn þjoðskálda með hið hefðbundna ljóðform að vopni. Allt, sem þeitr setja saman, hefur göfugan tilgang, ekki vantar það. Skáldgáfan hefur aftur á móti aldrei þrúgað þá eða valdið þeim heila- brotum. Þetta er náttúrlega sagt með fyrirvara því aðeins dómnefndar- menn hafa skyggnst í þykk óg þung umslögin. „Þegar miklir atburðir gerast eiga litlir menn að þegja“, sagði Steínn Fjallkonan. Steinarr af æmu tilefni. Ég hef ver- ið að velta því fyrir mér hvers vegna skáldin yrkja ekki um gosið 1 Vest- mannaeyjum, hvers vegna hinir góðu drengir eru látnir einir um það. Nei, mikliir atburðir eru ekki fyrir litla menn. Skáldin veigra sér við að taka til máls af sliku tilefni. En vel mætti Þjóðhátíðarnefind athuga einn mögu- lei;ka í samvinnu við hína virðulegu dómnefnd. Ef blaðað er í nokkrum ljóðabókum frá síðustu árum kemur í ljós að þar eru fullboðleg kvæði til að syngja á sameiginlegri hátíð þjóð- arinnar. En Þjóðhátíðiin 1974 verður vist aldrei annað en svipur hjá sjón mið- að við þjóðhátíð Vestmannaeyinga, sem nýlega var haldin á rjúkandi rústum. Þar var einhuga fólk á ferð, fólk, sem lætur ekkert buga sig. Við, sem verðum að sætta okkur við vasa- útgáfu af þjóðhátíð, skulum okkur til huggunar raula eitt af Ijóðum eins þekktasta skálds okkar: Við hyggjum að heimsbyggðin þrái hugmyndir okkar og ráð — og igrundun okkar, hún nái út fyrir snertuspöl við þiggjendur þess er nú skeður. Ó þvíliik blekkingarsýn sem gamalt stolt okkar gleður og glæðir viðtekna frægð. Við sitjum hér eins og við erum: aldniir, með nýja húð. Og utan um allt sem við gerum slær eyjan skörðóttum baug. (Hannes Pétursson: Eyjarvist. Úr Ijóðabókiinni Rímblöð).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.