Morgunblaðið - 31.08.1973, Side 28

Morgunblaðið - 31.08.1973, Side 28
28 MORGUNKLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1973 SAI BAI N Anne Piper: 1 Snemma í háttrinn — Svona svona yðar náð. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvað lægi svona þungt á yð w. Hélt að það stæði í einhverju sambandi við hr. Jack. — Hann má fara til fjandans, sagði ég önug. —- Svona megið þér ekki tala um einhvern indælasta mann sem nokkurn tíma hefur gengið á jörðu. Hvaða gagn er í þvi að vera indælasti maðurinn, þegar hann vill ekki ganga á jörðu með mér? Hún varð sýnilega hissa. — Líklega hefur hann sínar ástæður til þess, sagði hún. — Auðvitað hefur hann það. Ég gæti talið upp einar hundrað. En það kemur mér bara að engu gagrii. Og ég skammast m:in fyrir að segja það, en ég fór að skæla. Frú Higgins rétti mér hreinan vasaklút og hellti aftur í bollann hjá mér. — Hvernig þætti yður að hjálpa honum tengdasyni mínum i matvörubúðinni hans dálítinn tíma? sagði hún. — Honum geng ur ekki of vel að ná í almenni- legar stúlkur eins og er. — Það gæti ég sjálfsagt, sagði ég. — Allt er skárra en þessar áhyggjur og einvera. En það var nú erfitt þarna i búðinni. Ég var alveg búin að gleyma, hvað það var þreyt- andi að standa svona frá niu til sex og hafa aðeins klukkutíma til hádegisverðar og tuttugu mín útur í te þegar bezt lét. Ég þraukaði þetta í heilt ár og aifgreiddi alia þessa kellinga bjána, sem höfðu gleymt, hvað þær áttu að kaupa og stóðu í biðröð í rigningunni áður en síðasti vagninn fór. Eitt kvöld- ið kom ég heim alveg úrvinda. Ég skellti mér á legubekkinn og tók af mér blauta skóna. — Jósep, sagði ég. — Ég get ekki haldið þessu áfram. Það er of mikið af þvi góða. Það hljóta að vera til einhverjir dömulegri atvinnuvegir. Jósep klóraði í kollinn á Flynn. — Það sem þú þarft, elskan er almennilegur eiginmaður og ég held einmitt að ég hafi hitt einn slikan í morgun. — Virkilega, Jósep? Og hvar? — Nú, ég ætlaði einmitt að fara að segja þér það, en þú varst þá svo niðurdregin. Ég er búinn að fá alvöru atvinnu. — Guði sé lof! Og hvað er það? — Bíddu andartak, ég er al- veg að koma að þvi. í morgun sátum við Flynn í kuldanum á bekknum okkar og reyndum að hlýja hvor öðrum, þegar maður kom og settist á hinn endann. — Hvers konar maður? — Dálítið hranalegur og snögg ur maður, einmitt eins og þú vilt hafa þá. Og svo með svona liðs- foringja-yfirskegg. — Ég er á móti yflrskeggi, sagði ég. — Svona, svona góða. Það er nú ekki vert að láta nokkur hár spiila heilu hjónabandi. — Jæja, haltu samt áfram. Hvað sagði hann? Hann sagðist vera ritstjóri blaðs, sem hét Dýravinurinn, og sagðist vera að leita að ein- hverjum, sem gæti skrifað hugg unarbréf um dýr sem ættu bágt, og hvort ég vildi reyna? Ég sagði auðvitað já og við fórum rakleitt á skrifstofuna hans. Hann fékk mér ágætis borð og hreint þerriblað út af fyrir mig og heila bréfakörfu handa Flynn. Ég á að hafa mynd af okkur Flynn efst á síðunni minni, og ég á að heita Jósep frændi. — Hvað þetta gat verið gam- an! Mikið er ég fegin! Ég vona að Flynn hegði sér vel í bréfa- körfunni. — Hann þarf nú ekki að hafa mikið fyrir þvi. Ritstjórinn sagði að ég mætti fara með hann út að ganga, hvenær sem ég vildi, en þá yrði ég bara að hafa merki á honum, sem á stæði: „Hinn frægi Flymn frá Dýravininum." — Þetta er nú allt saman ágætt, en hvað kom þér til að halda að ritstjórinn vildí giftast mér? — Hann var eitthvað svo ein- mana og var alltaf að tauta eitt hvað um að „kvenfólkið væri alitaf að svíkja mann“, og þá datt mér þetta í hug. Ég skal bjóða honum í mat undir eins og ég veit hvað hann heitir. Á fimmtudaginn eftir viku, kom Gerald í mat. Hann var af- skaplega daufur maður. Það var eins og allt héngi á honum, jafnvel yfirskeggið. Ég varð hálfhissa á, að eyrun á honum skyldu vita upp á við. Og ekki skildi ég í því, hversvegna Jós- ep hafði sagt hann karlaiegan, — Húsmóðir mín Jennifer For est, sagði Jósep, hátíðlega. — Gleður mig að kynnast yð- ur, sagði Gerald, án þess að vottaði fyrir brosi á honum. Ég sýndi honum Sam til að tala við. Frú Higgins hafði boðizt til að koma og búa til matinn, þegar hún heyrði að von væri á húsbónda Jóseps. Því miður gat Gerald ekki fundið neitt til að segja um Sam. Apar virtust ekki vera hans sterka hlið. En við komumst fljótt að þvi, að hann vildi gjam an tala tun fíla. Fyrir þeim var hann mjög spenntur og hans heitasta ósk var að eignast einn. — Ég á stóran bílskúr utan við húsið mitt i Potters Bar. Ég er viss um að ef ég léti styrkja veggina, gæti ég haft fíl þar. — Hvar ætlið þér að hreyfa hann ? spurði ég. — Riða honum til borgarinnar daglega. —,En það yrði margra klukku tima ferð. í þýáingu Pál$ Skúlasonar. — Já, iíklega yrði það það. Hann fór allur að hanga aftur. — Kannski gætuð þér gefið honum einhverja staura til að bera til og frá í bílskúrnum, og þá þyrfti hann ekki aðra hreyf- ingu? sagði ég. — Kvöldverðurinn er tilbúinn yðar náð. Gerald leit á mitg steinhissa. — Verið þér alveg rólegur, ég er engin aðalsfrú lengur, en hún frú Higigins getur ekki almenni- lega fylgzt með mönnunum mín- um. —- Hafið þér átt þá svo marga? — Bara þrjá, sagði ég. Hann varð sýnilega hrifinn. — Ég vildi að ég ætti hugrekkið yðar. Ég er fertugur og samt hefur mér ekki tekizt að gifta mig einu sinni. — Hjónabandið er heilög stofnun, sagði Jósep með guð- ræknissvip, og fékk sér sinnep. — Hefur þú lika verið giftur? sagði Gerald og varð enn stein- hissa. Jósep setti upp hneyksl- unarsvip. — Ég er ekki nógu gamall til þess enn, sagði hann. — Ég ætla að bíða þangað til ég er fertug ur. Mér finnst það alveg til- valinn giftingaraldur. Ég reyndi að sparka í hann undir borðinu, en það var Gerald, sem fór hjá sér. En um það leyti sem kaffið kom á borðið, var þessi dauf- gerði Gerald farinn að sýna þess merki að hann hefði fallið fyr- ir mér. — Hefðum við bara gáfaða konu eins og yður i ritstjóm- inni, sagði hann, — þá er ég viss um, að það gæti orðið að ómetan- legu gagni. Svo margir les- enda okkar eru konur. — Ég hef nú ekkert að gera Kodak I Kodak 1 Kodak r Kodak « Kodak ■■■■■ ■■■■■1 ■■■ KODAK Litmqndir á(3jdögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 ■■■■ ■■■1 ■£ Kodak I Kodak I Kodak 1 Kodak M Kodak| velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi ti! föstudags kl. 14—15. 0 Hver teiknaði íslenzka fánann? Beate PouLsen, dönsk kona, nem hér er á ferðalagi hafði samband við Velvakanda. Er- tndi hennar var að fá úr þvi skorið, hver hefði teiknað is- íenzka fánann. Á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur, þann 27. septem- ber, 1906, lagði Matthías Þórð- arson, fornminjavörður fram fána, sem hann hafði látið gera, og var þar hvitur kross í blá- om feldi með rauðum krossi i miðju. Segir svo frá fundinum, að mönnum hafi getizt einkar vel að fána þessum. Þann 17. júni 1914 lagði svo ráðherraskipuð nefnd („fána- nefndin") fram tillögu til stjóm •rinnar um núverandi fána. f 0 Unigengni á almannafæri Samstarfsimaður Velvakanda kom að máli við hann og hafði frá eftirfarandi að segja: „Einn daginn, þegar ég var á leið til vinnu um eitt-leytið, sá ég unga stúlku koma á hlaup um eftir Lækjargötu sýnilega í þeim tilgangi að ná i Hafnar- ifjarðarvagninn, sem var að leggja af stað. Hurðin á vagninum var opnuð, stúlkan skauzt inn og bilstjórinn fékk blítt bros að launum. En eftir á gangstéttinni lá pappirskrús undan rjómais og plastskeið, sem ungfrúin hafði notað til þess að snæða ísinn með. Þessu fleygði hún frá sér um leið og hún fór inn í vagninn. 0 Er æskufólk „um- hverfissinnaðra“ en þeir, sem eldri eru? Einhversstaðar heyrði ég þvi fleygt, að umhverfisvemd og bættir umgengnishættir ætti dýpstar rætur i hugum æsku- fólks, sem risi nú upp gegn eliinni, sem allt hefði mengað. Og bú lágu þarna á gang- stéttlnni pappirskrús, sem úr vætlaði súkkuiaðilitaður vessi, og plastskeið, hrópandi til veg- farenda í þögn sinni. Svo vildi til, að daginn áður átti ég leið um garðinn á homi Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Á undan mér gekk gamail mað ur, sýniiega útlendingur. Hann beygði sig niður og tók eitt- hvað upp af annars hreinni stéttinni (enda garðurimn í nýj um fötum, sem enn bíðá sinna óhreininda.) Það var plast- skeið eins og hin fyrri. Ein- hver hafði kastað henni þama frá sér, en slikt hirðuleysi særði sýnilega tilfinningar gamla mannsins. Hann gekk með skeiðina að ruslakörfu, sem er þar rétt hjá, og lét skeiðina falla þar miður. Hvað heldur þú, að margir Islendingar hefðu gert slikt? Nei, við eigum margt eftir ólært. Við verðum að athuga það, að borgin okkar verður hvorki hreinni né fegurri en við gerum hana sjálf. Já, þær eru miklar andstæð- umar: Unga stúlkan og gamli maðurinn.“ 0 Júgóslavar til starfa við Sigöldu? Jón Sigurðsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Nýverið var sagt frá því, að verið gæti, að þrjú til fjögur hundruð Júgóslavar yrðu ráðn ir tii starfa við Sigölduvlrkj- un, og var þessi frétt birt án athugasemda. Vissulega þairf f jöldann alian af verkamömnum við Sigölduvirkjun, en eitt er víst. Við þurfum hvorki Júgó- slava né annarra þjóða fólk tii þessara starfa, þvi að örugg lega má fresta um stundarsakir ýmsum ónauðsynlegum fram- kvæmdum, án þess að þjóð- in skaðist hið minnsta. Ég held að okkar verkamenn séu ör- ugglega duglegri en annarra þjóða fólk, enda vanir þvi að þurfa að vinna mikið, og sjaldn ast skemur en tíu tii tóif tima, nema nú hin siðari ár, að unnið er níu til tiu tima daglega. Verið getur, að þeir, sem mata krókinn í sambandi við virkj- unarframkvæmdir, telji æski- legra að hafa heldur erlent vinnuafl en sína eigin landa, og væri vissulega æskilegt að fá að vita hverjir meta íslenzka verkamenn svo, að þeir séu ekki hæfir til starfa við stór- virkjun eins og þá, sem verður við Sigöldu. Vissulega hefur þessu ekki verið haldið fram af forráðamönnum Landsvirkj unar, en samt finnst manni sem einlhverja aðila klæi i lófana til að fá erlent vinmuafl, sem svo hugsanlega gæti haldið niðri iaunum óæskilegra Is- lendinga. Ekki vil ég trúa því, að einn eða neinn inrian verka- lýðshreyfingairinnar vogi sér að lítilsvirða íslenzka verkamenn með því að ráða hingað ódýran, erlendan og vafasaman verkalýð. Megi sú hönd visna, sem samþykkir slikt. Virðingarfyllst, Jón Sigurðsson, verkamaður. m Alltaf er hann beztur Blái borðinn ff £ smjörlíkl hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.