Morgunblaðið - 05.09.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.09.1973, Qupperneq 10
10 MORGUN'BLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1973 SILDVEIÐAR í NORÐURSJÓ 3.GREIN: L j 6sm. Þórleifur Ólafseon. Frá „íslenzku66 síldarbæjunum Skagen og Hirtshals íslendingar kaupa mikið af mjólk og skordýraeitri Atvinnuleysi ríkjandi ef íslenzki síldveiðiflotinn „fslenzku síldarbæirnir" í Dan- mörku, Hirsthals og Skagen, eru “'báðir á norðurströnd Jótlands, og er stutt á milli þessara tveggja staða. Þessir staðir eru mjög mik ilvægrir fyrir íslenzka síldveiði- flotann, sem stundar síldveiðar í Norðursjó og- á Hjaitlandsmið- um. Og eins og þessir bæir eru mikilvægir fyrir islenzka síld- veiðiflotann, þá er ísienzki síld- veiðifiotinn ekki síður mikilvæg- ur fyrir þá. Fjölmargir í þessum bæjum vinna svo til eingöngu við að þjóna íslenzka flotanum og enn aðrir vinna við niðurlagningarverk- smiðjur og annan síldariðnað. — „Ef íslenzki síldveiðiflot- inn hætti skyndilega að landa í Hirthals og Skagen, þá yrði rikjandi atvinnuleysi hér a. m. k. um hríð. Þess vegna mega fs- lendingar ekki hætta að landa hér síld,“ sagði Carl Winter borg- arstjóri í Skagen við undirritað- an þegar hann var þar á ferð fyrir skömmu. Gaman af vandræð- unum eftir á Umboðsmaður íslenzku síld- veiðibátanna í Skagen er ungur maður að nafni Ch. Töstesen. Hann stofnað; skipamiðilun í Skag en í nóvember 1969 og i janúar 1970 tók hann við umboðsstörf- um fyrir íslenzku bátanna. Fyrsta skipið, sem landaði sild í Skagen eftiir að hann tók við umboðs- störfum var Súlan EA og skip- stjóri á henni var þá Hrólfur Gurmarsson. Hrólfur virðist kunna mjög vel við sig í Skagen, því hann landar ávallt þar. Enda er nú svo komið að mjög marg ir Skagesnbúar þekkja Hrólf ann að hvort af eigisn kynnum eða þá í sjón. „Það hefur verið ánægjulegt að eiga viðskipti við Islendinga", sagði Töstesen er við ræddum við hann, vandræði háfa aldred orðið svo neinu nemi, og allt geng ið sinn vana gang, og ef þau hafa þá einhver verið hefur ver- ið gaman af þeim eftir á“. „Hér í Skagen lönduðu 50 ís- lenzkir bátar i fyrm og voru yfirieitt fjórir bátar inni á dag. Mitt starf er einkum fólgið í því, að panta viðgerðamenn, ef með þarf. Alltaf þarf að verzla og útvega alls kyns hluti. Mesta vandamálið er með viðgerð á nót unum, því ekkert nótaverkstæði er hér á staðnum. Þá er oft vandkvæðum bundið að fá við- gerðarmenn frá vélaverkstæðum yfir sumartímann, því helmingur verkstæðanna er lokaður þann tíma, sem sumarfrí standa yfir. Þetta var ekki svo slæmt á með- an vélvirkjar höfðu aðeins 14 daga orlof, en nú hafa þeir 21 dags sumarorlof og að auki vetr- arorlof, og þegar orlofiin eru orð in svona löng loka fyrirtækin alveg á meðan á friinu stendur.“ Lágt verð vegna hita „Síldarverðið í Danmörku var mjög lágt í fyrrasumar, hver er ástæðan fyrir því?“ „Þetta lága verð stafar ein- göngu af miklum hitum, sem þá voru. Það kom tii dæmis einu sinni fyrir, að eitt fyrirtsókið hér í Skagen keypti 2000 kassa af síld á laugardagsmorgni, en þeg- ar átti að fara að vinna sildina á mánudagsmorgni var hún ónýt vegn hitans. Annar þáttur er, að oft á tíðum eru og margir bátar inni með síld. Stundum voru þeir 15, en verksmiðjurnar hér og í Hirtshals geta varla tek- ið við afla af nema 10 bátum i einu. Slðan snýst dæmið við yfir vetrartímann, því þá höfum við allt of litla síld hér. Islend- ingar og Færeyingar eru þá lítið við veiðar í Norðursjónum, og verðum við þvi að afla hráefnis á annan hátt. Eiigendur síldar- iðnaðarfyrirtæjanna tóku það til bragðs í fyrravetur að leigja skip til síldarflutninga milli Skot- lamb- og Danmerkur. Skipið fór 15 ferðir yfir veturinn og með essum flutningum tókst að koma í veg fyrir algjöran síldarskort. Yfir vetrartimann er sildarverð ið miklu hærra en almennt á sumri-n. 1 fyrravetur fengus-t oft 4 6 krónur danskar fyrir kílóið, en að sjálfsögðu er ald-rei hægt að segja neitt um síldarverðið fyrirfram. „Er það ekki rétt, að þið hér á Jótlandi, sem skiptið við Is- lendingana að einhverju leyti, sé- uð að reyna að fá virðisauka- skattinn, sem íslendingar þurfa að borga eftirgefinn?" „Það höfum við reynt um langan tíma, en án áramgurs. Við höfum meðal annars skrifað sjáv arútvegs- og viðskiptaráðuneyt- unum bréf um þetta mál. En það hefur engan hljómgrunn fengið. Hér þyrfti islenzka ríkisstjórnin að grípa iinn í-, því það er ekki hægt að láta það viðgangast að islenzkir sjómenn þurfi að borga tvöfaldain skatt, anmars vegar til danska ríklisins og síðan til þess íslenzka.“ Antoniesen ræðismaður ísiands og síldarkaupmaður. Jens Neistlov fyrir utan verzlunina. Úr markaðshöllinni í Skagen. Þessi markaðshöll tekur um 12 þúsimd kassa af sild. Að lokuim sagði Töstesen: „6g von-a að samstarfið við íslend- ingana gangi vel áfram. Því er ekki að neite að það er mikið að gera þegar margir bátar koma inn að morgni dags, en maður er ánægður að kvöldi, ef tekst að leysa ölil vandamál, sem nú oftast tekst.“ Fer vel á því að vera ræðismaður og síldarkaupmaður Einn mesti síldarkaupmaður- inn í S'kagen heitir P. Antonie- sen, og hefur hann verið það um langt skeið. Jafnhliða því, að hann er síldarkaupmaður er hann einniig ræðismaður íslands í Skagen. Ræðismaður hefur han-n verið í 15 ár og fyrir nokkrum árum var hann sæmdur hinni ís- lenzku fálkaorðu, sem honum er ákaflega annt um, enda segiir hann að ekkert land sé fegurra en ísland. Við hittum Antoniesen að máli á skrifstofu hans, sem er í gömlu húsi við fiskihöfniina gömlu í Skagen, og eftir að hafa reykt góðan danskan vindil og drukk- ið einn „Hof“ til að vega á móti hitanum hófum við spjallið. „Mér hefur alltaf gengið vel, sem sildarkaupmaður og sömuleið is held ég að mér takiist sæmi- lega að gegna starfi íslenzks ræð'ismanns. Mitt starf er mjög tengt sjómönnum, og þess vegna held ég að ég skiilji þá miteið betur en ell-a og þess vegna er oftast fljótlegt að leysa þa-u vandamál, sem upp koma.“ „Hvað kaupirðu marga kassa af síld á dag yfir aðal síldar- tímann?" „Að öllu jöfnu kaupi ég 4000— 5000 kassa á dag yfir sumar- tímann, en yfir vetrartíman er það miklu minna. Því miður get- um við ekki un-nið alla síldina jafnóðum yfir sumartímann, og því verður að bíða með hana þangað til að hausta tekur, en þá þýðum við hana upp, flökum og söitum. Síðan er síldi-n send suður tiil Þýzkalands, Hol'lands, Austurríkiis, Tékkóslóvakiu og eins til Svíþjóðar. Um verðið er það, að segja, að ef einhver ræð- ur markaðsverðinu þá eru það Þjöðverjarndr, en ekki við. Enda er okkar ósk sú, að ávallt sé hægt að borga hæsta hugsanlegt verð fyrir síldina. Aðalmagnið fer lii Þýzkaiands og þar er það framboð og eftirspum, sem ræð- ur. Annars gæti verðið verið hærra að jafnaði, ef bátamir kæmu reglubundnar til hafnar, en við skiljum að það er erfitt að eiga við það, þar sem stund- um fæst emgin síld einn daginn, en þann næsta fá kannski afli-r síld.“ „Það hefur verið rætt urn það, að þe-gar hitinn er svo-na mikill, þá eyðilegigiist síldin ef hún er geymd í markaðsihöllinni yfir eina helgi, er ekkert gert til að koma í veg fyrir það?“ „1 vor var byrjað á nýrri markaðshöll, og á hún að vera tillbúin á næsta vori. Þeissi höll, sem tekur 10— 12 kassa af sáld, verður kæld þannig, að hægt veniur að hafa hti-astigið 0 gráð- ur, ef með þarf. Þetta mun gjör- breyta sölumöguleikum á laugar- dögum, en fram tii þessa hafa þeir verið htlir. Þá erum við að hefja notkun á plastkössum, en þegar fram í sæki-r verða þeir miklu ódýrari en trékassamir Hráefnii geymist mun betur í þeim, ög ætti það því að þýða hærra verð.“ Antoniesen er nú kominn á sjötugsaldur og við spurðum hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.