Morgunblaðið - 05.09.1973, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVTKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1973
11
Ch. Töstesen, skipamiðlari
hvort hann hugsaði sér ekki að
draga saman segliin. Hann sagði
að hjá sér ynnu nú 100 manns
og hefðu aldrei verið fleiri. Góð-
ir menn ynnu við stjómun fyrir-
tækisins, þannig að hann þyrfti
ekki að leggja svo ýkja hart að
sér um þessar mundir.
Að síðustu saigði Anthoníesen,
að hann væri ánægður með land
anir íslenzku bátanna. Ekki væri
hægt annað en að hrósa þeim,
Þar sem þeir skiluðu alltaf betra
hráefni að landi en t. d. Danir,
Færeyingar og Sviar.
Mjólk og
skordýraeitur
Það verzlunarfyrirtæki í Skag
®n, sem Islendingar skipta mest
við heitir „Harald Christiansen,
skibsforretning". Verzlunarstjór-
inn þar er ungur og geðþekkur
niaður að nafni Jens Jörgen
Neistlov, en hann hefur starfað
í 10 ár hjá Harald Christiansen.
Itegar bátarnir koma að bryggj-
nnni er Jens alltaf tilbúinn til
að taka á móti endanum og sáð-
on stekkur hann um borð tid við-
ræðna við kokkinn og skipstjór-
ann.
„Viðskipti okkar við Islendinga
hafa gengið mjög vel,“ segir Jens
þegar við spyrjum um þau og
hann heldur áfram:„Verzlun Is
lendinga er ekki svo ýkja mifcil
við okkur fyrst eftir að þedr
koma í Norðursjóinn á hverju
sumri, þar sem þeir hafa svo mik
'nn mat með að heiman, eins og
«1 dæmis svið, hangikjöt og
fisk. f>að sem þeir kaupa hjá okk
dr fram yfir það sem danskir
sjómenn kaupa finnst mér mest
áberandi hvað hver bátur kaup
|r mikið af mjólk. Flestir bátam
lr taka um 50 lítra á viku og
dugir það víst ekki, og annað
ntriði er að Islendingar kaupa
ðtrúlega mikið af skordýraeitri.
t’eir hljóta að vera hræddir við
flugur!"
„Hvemig eru kynni þín af ís-
londingum almennt?"
„Þau eru stórkostleg að flestu
Ieyti, ég hef aldrei hitt menn sem
eru jafn gestrisnir. Þegar maður
^temur um borð er alltaf boðið
UPP á kaffi og með því, og þessir
landar þínir gefa sér alltaf tíma
að spjalla um daginn og veg-
>nn.“.
„Eruð þið með eitthvað af is-
lonzkum vörum á boðstólum?"
„Ekki í neinum teljandi mæli,
Pó emm við með islenzkt lamba-
^jöt, sem bátarnir kaupa mikið
a^> þrátt fyrir að það sé dýrt
u^r. t. d. er það dýrara en
danskt svínakjöt. Við höfum
e>nnig reynt að vera með nýsjá-
^bzkt og danskt lambakjöt á
ooðstölum, en það vilja Islending
Ur ekki sjá þó það sé ódýrt.
Enda ekki furða, þar sem það
^ienzka er það lang bezta.
isk kaupa þeir helzt. ekki hjá
°kkur, nema i neyð, og er það
skiljanlegt. Annars held ég
au islenzkir sjómenn borði svip
aöa fæðu og danskir starfsbræð
Ur þeirra, en þeir bera mikið
•hema í matinn, enda eru lærðir
okkar um borð í islenzku bát-
Unum,,en ekki þeim dönsku."
' —ÞÓ.
Nýir ávextir
Fátt er matur nema feitt
kjöt, sagði karlinn forðum og
matur er mannsins megin, seg
ir líka í gömlum málshætti, en
harmþrunginn maður fuliyrti
að hin eina sanna áist, væri
matarástin. Þegar hart var í
ári, var einnig sagt, að allt
væri matur er í magann færi
og foreldrar bættu þvi þá
stundum við afsaksmdi við
börnin sln — „og jafnvel grös
og rætur."
í góðærum, hefur það jafn
an verið svo, að Islendingar
hafa aldrei viðurkennt annað
sem munverulegan mat en
kjöt og fisk.
Þegar séra Björn i Sauð-
lauksdal, vildi bragðbæta og
drýgja matinn hjá sinu fólki
með káii og kartöflum, þá
þótti það illur kostur og mörg
af hjúum klerks settu það að
skilyrði við vistráðningu, að
það væri sjálfrátt um, hvort
það sypi kálsoðið. Þótt ótrú-
legt sé, er fjöldi fólks nú á
dögum með sömu skoðanir og
vinnufólkið i Sauðlauksdal ár
ið 1750. Það metur grænmeti
ekki til raunverulegrar fæðu
og margur nútíma maðurinn
segir sem svo, að enginn verði
saddur af grasi og vill metta
sin.n maga með kjöti og fiski
svo ríkulega, að stunið sé af
offylli. Og það stynja margir
á meðal vor.
Kannski er Guði fyrir það
þakkandi. Sauðfjáreign lands-
manna hefur aldrei orðið meiri
en hún er nú og hver gras-
geiri um land allt er nagaður
niður í rót. Jafnvel Hrisey er
tekin frá rjúpunni fyrir holda
naut og Viðey lögð undir
hross..
Kjöt er undirstöðufæða þjóð
arinnar og fiskur á borðum
þeirra sem greiða of stóran
hlut í velmegunarskattinn, en
allir reyna þó að fá kjötbragð
í munninn um- helgar og hval
kjöt þess á milli, helzt annan
hvern virkan dag. Kartöflu-
neyzla okkar er lítið brot af
því sem gerist með öðrum
þjóðum og láta mun nærri að
hvítkálsneyzlan sé sem næst
eitt kálhöfuð á mann. Annað
grænmeti er sáralítið notað,
nema þá helzt niðursoðið og
innflutt.
Hjá flestum þjóðum er það
viðurkennt, að grænmeti sé
ein mikilvægasta næring og
ódýrasta, sem völ sé á og
læknavísindin telja grænmeti
heilsusamlegustu fæðu er
menn neyta.
Hér á landi væri auðvelt að
framleiða flestar tegundir
grænmetis, sem ræktaðar eru
á norðurhveli jarðar. Það sem
ekki er unnt að rækta undir
berum himni, getum við rækt
að í gróðurhúsum. En það er
sjálfsagt langt i land, þar til
grænmeti verður orðin algeng
neýzluvara. Jafnvel hjá fólki
sem lært hefur að meta tóm-
ata og agúrkur sem ljúfenga
ávexti, er þetta holla græn-
meti miklu sjaldnar á borðum,
en eðlilegt getur talizt og
framleiðsluaukning hefur lítil
sem engin orðið um margra
ára skeið.
Garðyrkjuskólinn hefur nú
hafið tilraunaræktun og kynn
ingarsölu á margvíslegum nýj
um grænmetistegundum. Er
það vissulega ánægjuefni og
væntanlega verður margt fólk
til þess, að kaupa og prófa
það sem nýtt er og forvitni-
legt af nýjum matvælum.
Þessa dagana eru að koma á
markaðinn tveir ávextir, sem
vert er að vekja athygli á, en
báðir eru þeir lítið kunnir
nema þá sem innflutt niður-
suðumauk.
Framhald á bls. 22
úr palisander ú stoiuna?
Við bjóðum yður einmitt núnu mjög gott úrvul uf
borðstofuborðum og stólum úr palisunder
en euuug
húu, lúgo, stuttu, lungu, sléttu og mynstruðu skúpu
úr tekki, eik, hnotu og múluðu
hringborð, ílöng borð, 8 mannu, 10 og 12 munnu
borðstofuborð, Ijós, dökk og múluð
tóif tegundir uf borðstofustólum, Ijósum og dökkum
NÚNA ER RÉTTl TÍMINN TIL AÐ
KAUPA BORÐSTOFUHÚSGÖGNIN
ÚRVALIÐ ER SV0 GEYSIMIKIB
UU
* I
Simi-22900 Laugaveg 26