Morgunblaðið - 05.09.1973, Qupperneq 17
MOHGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUIR 5. SEPTEMBER 1973
17
Krírnfundiir kommúnistaleiðto ga:
Kreml krefst meiri sam-
stöðu og samræmingar
HINN árlegi fundur leíðtog'a komm-
únistaríkjanna var nú haldinn þriðja
sinni á Krímskaga. Af furðulegri til-
viljun höfðu allir kommúnistaforingj
ar Varsjárbandalagsríkjanna kosið
að eyða sumarleyfi sínu á Krím
snemma í ágúst, og komu síðan sam-
an til að ræða helztu stefnumál. í»ó
enginn viti hver sé ástæðan fyrir
þessum sumarleyfistiktúrum, eru
þessir toppfundir á Krím að verða
mikiivægustu fundir hvers árs um
stefnu Sovétrikjanna og fylgiríkja
þeirra fyrir næsta ár.
1 fyrra var þar tekin ákvörðun um
sambandið við Vestur-Þýzkaland, og
svo kveðið á, að Vestur-Þjóðverjar
verði fyrst að koma á eðlilegu sam-
bandi við Austur-Þýzkaland og Tékkó
slóvakíu, áður en af viðræðum við
Ungverjaland og Rúmeníu geti orð-
ið. Núna virðist aðalumræðuefnið
hins vegar hafa verið samstaða komm
únistaríkjanna.
Leiðtogamir, einkum þó mennirn-
ir i Kreml, hafa haft þungar áhyggj-
ur af að slagorð þau sem þeir hafa
hvað mest haldið á loft undanfarið
um að slaka á spennu og um friðsama
sambúð kynnu að verða skilin oí
yfirborðslega i Austur-Evrópu. Þeirri
áherzlu sem Vesturlönd hafa lagt á
frjáls skoðana- og upplýsingaskipti
milli vesturs og austurs hefur einn-
ig verið tekið illa. Kommúnistastjórn
ir vilja hafa I hendi sér hvaða upp-
lýsingar koma fyrir augu þegna
þeirra. Á svipaðan hátt hafa harð-
linu kommúnistar orðið nokkuð rugl
aðir í ríminu þar sem stefnan hefur
allt í einu breytzt í samvinnu við
hina fornu féndur, kapitalistanna,
eftir margra ára áróður gegn þeim.
Þannig var margt tekið fyrir á
þessum síðasta Krímfundi, en mik-
ilvægasta atriðið er þessi áukna
áherzla á meiri samstöðu og sam-
ræmingu. Varsjárbandalagslöndin
hafa byrjað „að leggja drög að meg-
instefnumiðum i frekari þróun í átt
til algerrar samvinnu . . . á öllum
meiri háttar sviðum.“ Þetta bendir
til þess, að Sovétrikiin hyggi á að
herða pólitíska yfirstjórn sína á Aust
ur-Evrópu.
HUGMYNDAFRÆÐIN
1 fyrsta lagi má gera ráð fyrir að
jafnvel sá litli hugmyndafræðDegi
sveigjanleiki sem mögulegur hefur
verið hjá Austur-Evrópuríkjunum
innbyrðis verði nú lagður undir smá-
sjá og bannaður ef þörf gerist. Dæmi
um hvað slík hugmyndafræðileg sam
ræming getur orðið í verki, er brott-
rekstur nokkurra ungverskra heim-
spekinga og kennimanna úr komm-
únistaflokknum þar í landi fyrir
nokkrum vikum. Þessir menn, sem
voru í tengslum við félagslræðimginn
András Hegedus, höfðu hvatt til þess
að andstæðum þjóðfélagsöflum í
kommúnistaríkjunum yrði gefið
meira frelsi til að útkljá sin mál sjálf,
þar eð hömlun slíkrar tjáningar
myndi leiða til stöðnunar. Þessum
röksemdum hefur nú verið visað á
bug sem andkommúmskum..
Rude Pravo, málgagn tékkneska
kommúnistaflokksins, hvatti nýlega
til æ meira viðnáms gegn innflutn-
ingi vestrænna hugmynda um marg-
ræði og lýðræði, og krafðist þess að
mörkin milli austurs og vesturs yrðu
gerð mun skýrari, þau væru ekki að-
eins landfræðileg mörk, heldur lika
stéttaleig.
Þessar kröfur um meiri pólitíska
.samræmingu hafa lika leitt til end-
urskoðunar á afstöðunni til „frið-
sællar sambúðar." I henni á að fel-
ast stóraukin sókn gegh kapítalisma.
Og um leið verða kommúnistalönd-
in að hefja samkeppni út á við vegna
þess að friðsæl sambúð merkir að
þau verða að skapa sínum eigin hags-
munum sem beztar aðstæður, og skil-
yrði fyrir útbreiðslu hugmyndafræði
sinnar.
■Samstaða V arsj árbandalagsrikj -
anna er einnig nauðsynleg af öðru
tilefni — óttanum við Kina. Ljóst
er, að stjórnin í Kreml Mtur vilja
Kínverja til nánari samvinnu við
Vesturlönd illum augum, og jafnvel
sem meiri háttar ógnun. Þetta skýr-
ir að nokkru leyti af hve miklum
,'T—:v-
í i n
“-V «
forum is
V ----------'' worldfeatures
Brezhnev — stöndum sanian.
ofsa kommúnistaríkin í Austur-
Evrópu hafna flestum stefnumálum
Kínverja.
Sem saigt, nú er „samstafta" orft-
in hallelúja hjá Sovétmönnum og
þeirra fyigiríkjum. Ein af leiðunum
til að auka hana í verki hefur verið
undirritun hugmyndafræðisamþykkta
sem fram hefur farið síðasta ár í
kyrrþey. Mjög lítið er vitað um hvað
þessar samiþykktir fjalla, en að öll-
uih Mkindum leyfa þær leiðtogum
komimúnistaríkis að gagnrýna það
sem þeim mislíkar i þróun annars
kommúnistaríkiis.
Það er ekki sízt stefna Sovétrikj-
anna í utanríkismálum sem þarf á
þessari auknu samstöðu að halda.
Hún á að hjálpa til við slökun á
spennu í samskiptunum við Vestur-
lönd. Og í augnablikinu virftast
Kremlbúar leggja þá merkingu i
„slökun spennu“, að hún þýði auk-
inn flýti í innflutningi vestrænnar
tækniþekkingar, sem mikil þörf er
fyrir í Sovétrikjunum. Það kann að
kalla á kvartamir hinna Austur-
Evrópurikjanna, að þau séu látin
mæta afgamgi um slíka tækniaðstoð
jafnfraimt því að þuirfa að bera hug-
myndafræði sína og stefnu í in-nan-
rikismálum undir Sovétstjórniina.
iger ræðast við.
fjandsamlega hring, sem urn-
lukti þá, og kusu að leita hóf-
anna hjá Randaríkjamönnum
í þvi skyni frekar en Sovét-
mönnum, sem þeim stóð ógn
af, var Kissinger viðbúinn til
andsvara. Hið sérstaka tillag
hans og afrek var að honum
skyldl takast að koma á sam-
skipfcum milli Bandaríkjanna
og Kína án þess að styggja
ráðamenn Sovétríkjanna, sem
framámenn bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins höfðu mjög
óttazt.
Og það, sem hann nú er að
reyna, er í stórum dráttum að
fá komið á jafnvægi, er bygg-
ist á marghliða samskiptum og
valdastöðu í stað þess jafnvæg
is, er áður byggðist á valda-
stöðu stórveldanna tveggja,
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Hann vill færa batnandi
samskipti Bandaríkjanna við
Kína og Sovétríkin inn í ein-
stakar stofnan'r þessara ríkja,
með aukinni verzlun, vopna-
eftirliti og svo framvegis, sam
skiptum á sem flestum sviðum,
sem geri ríkin i vaxandi mæli
háð hvert öðru innbyrðis —
og samtímis reynir hann að
draga inn í myndina Japan og
Evrópu, sem í sífellu aukast
að afli og áhrifum.
K’ssinger ber hag Bandaríkj
anna mjög fyrir brjósti en þó
má sjá þess merki, að rætur
hans liiggja ekki þar. 1 viss-
um skilningi er hann eins og
útlagi, sem á hvergi höfði sínu
að halla. Harvard er
ekki lengur heimili hans. Hann
er skiiinn við konu sina, sem
hann átti með tvö börn og býr
nú einn í Washington ásamt
öryggisvörðum sinum, í óper-
sónulegu húsi rétt við Rock
Creek Park. Hann hefur gam-
an af að fá gesti, en fer yfir-
leitt með þá í veitingahús
fremur en heim til sín — vel-
ur þá gja.rnan kinverska staði.
Hann er ekki fulltrúi neinna
hagsmunaafla né kjósenda-
hóps. Hann áttl það til áður
fyrr að koma fram af nokkru
stæriílæti við kollega sína í
Harvard og margir þeirra telja
hann hentistefnumann i stjóm
málum. Og hann er engum bund
inn pólitískt; hann starfaði
sem ráðgjafi fyrir stjórn Kenn
edys og var einn af helatu ráð
gjöfum Rockefellers, þegar
hann barðist við Nixon um út-
nefningu Repúbkkanaflokksins
til forsetaframboðsins árið
1968.
Þessi tiltölulega einangrun
Kissingers gerir það að verk-
um, að hann er óbundinn hug-
sjónum og þeim óraunsæju og
ýktu vonum, sém svo margir
bandariskir forystumenn utam-
rikismála hafa verið haldnir,
þegar þeir hófu að starfa á
því sviði. Hann gerir sér ekki
meiri vonir um árangur en
efni standa til.
Fyrsta árið, sem stjórn Nix-
ons sat að völdum, var Kiss-
inger einn af fáum mönnum,
sem ekki bar í jakkaboðungn-
um lítið merki með bandaríska
fánanum. Hann sagfti, að tím-
arnir sem við lifðum á, væru
aivarlegri en svo, að menn ættu
að haílida uppi hégómalegum
merkjum þjóðarhroka. Stærsta
hugðarefni hans er að vinna
von manna um tryggara stjórn
málakerfi milliríkjasamskipta
þar sem Bandartkin, Sovétrtk-
in, Kína og önnur ríki gegni
mikiJvægu hlutverki án þess
að ráfta hvert yfir öðru.
Skipan Kissingers I embætti
hefur yfirleitt verið vel tekið,
bæði af t.d. Joseph Alsop á
hægra armi þeirra, sem fjalla
um utanrt'kismálin í fjöilmiðl-
um og Washington Post og New
York Times á vinstra armin-
um.
Þó eru ekki allir tilbúnir að
lofa þessa ráðstöfun, til dæm-
is ekki þeir, sem minnast þess,
að hann tók á árunum 1950—
60 undir hugmyndir um tak-
markaðar kj arnorkustyrjaldir;
ekki þeir, sem telja, að hann
sé að reyna að breyta heimin-
um með hefðbundnum aðferð-
um á tímum kjarnorkuvopna
og það fái ekki staðizt; ekki
þeir, sem telja hendur hans
blóðugar af því að hann hafi
átt sinn þátt í því að bardög-
um í Vietnam var haldið
áfram óþarflega lengi og í því
skyni að halda við völd spilltri
stjórn Thieus, forseta S-Viet-
nams.
Þeir fagna honum heldur
ekki, sem óttast að hann vilji
koma á miíHirtkjakerfi, sem
stjórnað verði af hinum auð-
ugu og valdamiklu þjóðum, en
geri ekki ráð fyrir nægum
ítökum þriðja heimsins, þeir,
sem telja litlu skipta þó hann
sé mikill aðdáandi Roberts
McNamara, forseta Alþjóða-
bankans og hafi orðið fyrir
talsverftum áhrifum frá hon-
um. Sjálfur er Kissinger þeiirr-
ar skoðunar, að til dæmis sam
skipti Bandaríkjanna við Ind-
land, sem versnuðu mjög með
an á stóð styrjöld Indverja og
Pakistana, muni þagar Mður á
haustið verða orðin betri og
þroskaðri en nokkru sinni
fyrr.
Innan utanríkisráðuneytisins
verður stjórnsýsia sennilega
ekki sterkasta híið Kissingers.
Vafalaust mun hann þó reyna
að blása í þær glæður hug-
myndaflugs, sem kunna að
leynast þar innan veggja. Kiss
inger er meira fyrir það gef-
inn að hafa frumkvæði en að
takmarka sig við það eitt að
bregðast við málum, sem upp
kunna að koma hverju sinni
svo sem mjög einkennir skrif-
finnskubákn utajnrtkisþjónust-
unnar.
Sú stefna, sem þegar hefur
verið mörkuð í ýmsum málum
verður væntanlega látin ó-
breytt, — en varðandi deilur
Araba og Israels er eftir að
sjá hvort uppruni Kissingers
verður honum fjötur um fót.
Arabískir diplómatar í Wash-
inigton virðast margir þeirrar
skoðunar að í höndum Kiss-
ingers og Nixons sé þó ein-
hver hreyfing á afstöðu Banda
rtkjanna.
Stóra spurningin er, hvort
Kissinger tekst að marka utan-
rikisstefnu, sem byggist á sam
vinnu hlutaðeigandi aðila. Eðl-
isfar Nixons, forseta, mælir
þar í gegn svo- og tilhneiging-
ar Kissingers sjálfs, menn
hafa stundum á tilfinningunni,
að hann ffiti svo stórt á sjálí-
an sig, að hann telji sig geta
gert verulegar breytimgar til
góðs á ástandi heimsmála ef
hann einungis fái frið til þess.
Hvað um það — hafi hamn
verulegan áhuga á því, kann
vel svo að fara, að honum tak-
ist að vinna hugmyndum sín-
um fylgi meðal bandarisku
þjóðarinnar, sem þegar er
býsna veik fyrir honum. Spurn
ing er, hvort honum tekst að
hafa þá samvinnu við þingið,
sem nauðsynleg er. Hann þekk
ir að Vísu þá, sem sitja í utan-
rtkismálanefnd öldungadeildar-
innar en ekki er Ijóst, hvort
honum eru vinnubrögð þings-
ins nægilega kunn eða hags-
munir, áhugamál og sjónarmið,
sem stjórna störfum öldunga-
deildarþingmanna. Demókratar
hafa forystu í þinginu og vilji
þeirra gengur oft í berhögg
við villja stjórnartnnar. Kiss-
inger verður að læna að semja
viið þessa aftilia heirna fyrir irétt
eims og hann gerði í samninga-
viðræðunum vift Norður-Víet-
nama og Kínverja. Kannski
heppnast honum það.
(Observer — öll réttindi áskilin',