Morgunblaðið - 05.09.1973, Side 22
22
MORGUN’BLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1973
Grímur Ásgrímsson
— Minningarorð
Fæddur 13. april 1880.
Dáinn 39. ágfúst 1973.
1 dag verður til moldar botrinn
Grírmir Ásgrímsson, Bergþóru-
götu 17. Grímur er fæddur að
Stórhálsi í Grímsuesi hinn 13.
4. 1880 og var því á nitugasta og
f jórða ári, er hanm lézt. Foireldr-
ar Gríms voru hjónim Ásgrímur
Sigurðsson og Þuríður Guð-
mundsdóttir. Áttu þau óvenju
stóran bamahóp, þar eð þeim
varð tuttugu og tveggja bama
auðið. Þótt barnaveikin hyggi
stór skörð í hópimm þeirra, var
ómegð óvenju mikil og lifsbar-
áttan hörð.
Frá Stórhálsi fluttust foreidrar
Grims að Gljúfri í Ölifusi, og
taldi Grímur alltaf þann bæ vera
sitt æskuheiimill og flestar minn
ingar bundnar við. Það liggur í
hliutarims eðli, að við svona að-
stæður hæfist starfsdagurinn
snemma og drengimdr ekki aldn
ir að árum, er þeir urðu að sjá
um gegningar, þegar faðirimn og
eldri bræður voru fjarri heimll-
inu við sjóróðra, sem þá tiðkað-
ist. Strax og Grímur hafði náð
14 ára aldri, var hann sendur til
sjós, fyrst á Eyrarbakka, þá í
Þorlákshöfn og síðar á Suður-
nesjum. Vann hann þá heknilinu,
en svo var það kallað, þegar
aflahlutinn gekk heiil og óskipt
ur til heimillisins.
Eftir tvítugs aldur sneri Grím
ur sér eingöngu að sjómennsku
og réðst á skútur, en síðar á
togara. Hann var alls staðar eftir
sóttur sakir atorku og dugnað-
ar. Hinn 23. 12. 1908 kvæntist
Grimur eftiriifandi konu sinni,
Bryndísi Jónsdöttur, dóttur Jóns
Backmann og Hallfríðar, ljós-
móður í Bolungarvík. Grímur
stundaði sjó til 42 ára aidurs eða
i 28 ár. Réðst hann þá tii Raf-
veitu Reykjavikur, sem þá var
bam í reifum miðað við það sem
nú er og margir frumbýlingsörð-
ugleikar, sem nútimatækni hef-
ur leyst. Eitt var það, að í kulda
t
Sonur minn,
Guðmundur Arngrímsson,
lézt í Englamöi þann 31. ágúst
siðastliiðinn.
Ásta Eggertsdóttir.
tíð safnaðist ís á inntaksiristarn-
ar í EUiðaánum, og voru engin
öninur úrræði en að stjaka frá
með skaftlöingum krökum. Oft
knúði Ágúst stöðvarstjóri dyra
hjá Grími á síðkvöldum, þegar
frostið var biturt, þvi að til
þeirra starfa valdi hann aðeins
þá menn, sem hann treysti bezt.
Ekki var aðfangadagskvöld eða
jólianótt nein afsökun fyrir því,
að Reykjavík yrði rafmagnslaus,
og oftar en einu sinni hélt Grím-
ur sín jól þar efra, svo að aðrir
mættu njóta birtunnar. Eftir
1930 hóf Grímur störf hjá
Reykjavikurbæ. Þegar við göng-
um eftir götum Reykjavíkur,
finnst öBum sjálfsagt, að þar séu
gangstéttar, kantsteinar og rennu
steinar, en fæstir ledða hugann
að þeirri miiklu viinnu með frum
stæðum verkfærum, sem þar
Liiggur að baki. 1 mörg ár var
Grímur að höggva til rennu-
steina, fyrst við Barónstíg, þar
sem nú er Heilsuvemdarstöðin,
og síðar á Eskihlíð. Fljótt á látið
virðiist það ekki gefa mi’kið í
aðra hönd að höggva til rennu-
steina með réttu máli á alla
kanta, og tækin voru spissham-
ar og fleygar. Svo hagur var
Grímur á steína, að hann náði
því, sem nú er kallað að vera yfir
borgaður, og fékk hann þó ekki
nema 30 aura fyrir s'teininn, en
til að ná þáverandi taxta, varð
framlelðslan að vera um 5 stein
ar á klukkustund. Hitt er svo
annað mál, að oft eyddust yfir-
borganir sumarsins í klakahögg
og snjómokstur vetrarins. Á ein
um stað í borginni mun hand-
bragð Gríms sjást um langan ald
ur ölium, sem um veginn fara,
en það er garðurínn, sem blasir
við handan götunnar, þegar geng
ið er út um dyr Sundhafflarinnar,
en Grímur átti þátt í því, að fella
þá steina í skorður.
Grímur og Bryndis eignuðust
4 böm, og eru 3 synir á lífi, en
dóttir þeirra lézt fyrir einu og
hálfu ári. Þegar Grímur lá bana
t
Systir mán,
Halldóra Hjartardóttir
frá Árdal,
Holtsgötu 14,
verður jarðauingm frá Foss-
vogskirkju fimmitudaginn 6.
september kl. 1:30 e.h.
Fyrir hönd vandaimanna,
Guðbjörg Hjartardóttir.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hjaltastaðahvammi,
andaðist að Hrafnistu 4. september. Jarðarförin ákveðin síðar.
Ingunn, Guðrún, Jón,
Baldur, GísP, Bjöm.
t
Útför
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Heimagötu 8, Vestmannaeyjum,
verður gerð fimmtudaginn 6. september. Athöfnin hefst klukk-
an 2. Jarðsungið verður frá Fíladelfiu, Hátúni 2.
Friðrik Guðmundsson.
t
Faðir okkar,
ÞORSTEINN STEFANSSON,
fyrrverandi hafnarvörður á Akureyri,
andaðist í Hrafnistu mánudaginn 3. september síðastliðinn.
Jónas Þorsteinsson,
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
leguna á Landakotsispltaia, sner
ist öll hans hugsun um velferð
eiginkonuninar, sem hefur verið
hans llfsförunautur í yfiir 60 ár.
Hartn dó með ró og fríði í hjarta
og fullviss þess, að hún stæði
ekki eiin eftir, en myndi hlita
forsjá og umhyggju sona og
tengdadætra.
Og nú þegar kuldi og vosfoúð
hinnia virku daga tilheyra fortíð-
irani, stendur ævintýrið eftlr sem
ævarandi minnisvarði um menn,
eins og Grím og hans kynslóð.
Það er að breyta því ísliandi,
sem var, í það, sem er. Það er
að taka þátt í að færa heila þjóð
úr basli til bjargálua og breyta
bæ í borg. Fyrir það á Grímur
og hans kynslóð að fá þökk og
Virðimgu okkar, sem eftir lifum
og njótum.
S.G.
Elskulegi afi minn!
Aðeins örfá kveðjuorð.
Mig langar til að þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
miig, mín bernskuár, þegar ég
7 ára gömul missti móður mína,
Eyrúnu Guðmundsdóttur, fyrri
konu pabba míns, Friðgeirs
Grímssonar.
Pabbi minin fór þá utan tíl
framhaidsnáms í þeiuri von að
geta verið við störf í landi, en
hann var vélsitjóri fyrir, og störf
þá varla fyrir vélstjóra nema á
sjó. Þetta blessaðist allt vel. Hjá
föðurforeldrum mínum í ást og
umhyggju áttí ég gott og öruggt
athvarf þar, sem ég var tekin
sem yngsta barn þeirra, með ein
stakrí nærfæmi, sem góður og
ástkær afi og amma geta bezt
veitt.
Húsakosturinn var þröngur en
heilt ríki samit, þar sem lífið í
öllum sínum myndum leið fram
i kærleiksríkri vemd og umsjá
föðurforeldranna.
Eisku afi minn, þegar þú komst
úr vinnu þreyttur á kvöldin gazt
þú samt sinnt sonardóttur þinni.
Við gengum inn í stofu, þú sagð
ir mér sögur og ævimtýr, það
eru ógleymanlegar sælustumdir
eins og allt viðmót þitt var.
Hjartans afi minn, Guð blessd
þiig, þín somardóttir.
Bergþóra (Lilly).
Valgerður Oktavía
Liliiendahl — Minning
Fædd 11. janúar 1907.
Dáin 24. ágúst 1973.
VALGERÐUR var fædd á Ak-
ureyri, dóttir Ingveldar Eiríks-
dóttur og Nielsar Lilliendahl
verzlunarmanns. Af ýmsum
ástæðum varð móðir hennar að
láta hana frá sér og var henni
komið í fóstur til Katrínar Gísla
dóttur og var hún á Akureyri
fyrstu 6 ár ævi simnar og alltaf
mjög hrifin af þeim stað. Síð-
ar fluttust þær til Reykjavíkur,
með þeim var mjög mikiU kær-
leikur og hjá Katrínu lærði hún
sínar fyrstu bænir og þekkingu
á kristinni trú sem ætíð fylgdi
henni siiðar á lífsleiðinni. Betri
móðurást hefði hún ekki getað
öðlazt, en sökum veikinda Katr-
ínar varð hún að láta Valgerði
frá sér er hún var 8 ára göm-
ul og var þeirn báðum mikill
harmur að. Þá lá leið hennar
austur tiil Stöðvarfjarðar, var
henni þar komið fyrir hjá Karli
Guðmundssyni kaupmanni og
Petru Jónsdóttur. Var þar mann
margt heimili og myndarlegt,
ólst hún þar upp sem eitt af
þeirra börnum, einnig 1 systkina
hópnum alltaf talin sem eitt
þeirra. Auk hennar ólst þar einn
ig upp Guðrún Valdimarsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýndia samúð og vináttu við
andlliát og útför eiginkonu
minniar, móður og dóttur,
Guðríðar Sigfriedsdóttur,
Yrsufelli 15.
Gunnar H. Sveinsson,
foreldrar og börn.
sem með henni kom suður er
hún flutti og telur Valgerði sína
aðra fósturmóður. Tvo hálf-
bræður átti hún, Kari ísfeld rit-
höfund, dáinn 1960 og Georg
Karlsson, búsettan á Akureyri.
Með þeim var ætíð mikil vin-
átta og kærleiksbönd.
Á Stöðvarfirði kynntist hún
manni sinum, Lárusl Jónssyni
og til Reykjavikur kom hún aft-
ur 18 ára. Þann 12. nóvember
1927 giftu þau sig og fluttist
hún þá að Akri hér í Grindavík.
Bjuggu þau þar til ársins 1931
er þau fluttust að Bræðraborg
er Lárus byggði ásamt bróður
sínum 1956, fluttust þau svo að
Víkurbraut 38 og hafa búið þar
síðan. Tvær dætur eignuðust
þau, Katrínu Lilliendahl fædda
1928, gift Helga Hjartarsyni raf-
veitustjóra og Petru Camillu,
fædda 1934, gift Steinari Har-
aldssyni matsvein er báðar búa
hér í Grindavík. Fjögur barna-
börn og tvö barnabamaböm
kveðja nú ömmu sína og þakka
henni öll fyrir alla þá umönn-
un og allar þær'góðu bænir er
hún veitti þeim og kenndi. 1959
var sár harmur kveðinn er barna
barn hennar, Valdís Inga lézt
snögglega þriggja ára að aldri
og var það henni þung raun,
en hennar mikli trúarstyrkur
hjálpaði þar og vilja nú foreldr-
ar Valdísar Ingu þakka henni
þá og ætíð. Eiiginmaður henn-
ar, dætur, tengdasynir og bama
börn þakka henná öll fyrir allar
hennar góðu bænir til okkar og
allt hennar líf sem við vissum
að var lifað í kærleika og móð-
urást fyrir okkur.
Svo viljum við flytja þakk-
læti til allra þeirra sem heim-
sóttu hana og styttu henni stund
ir i veikindum hennar, sérstak-
lega til okkar góðu hjúkrunar-
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför sonar míns,
HJARTAR KRISTINSSONAR,
Kirkjuvegi 1, Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Guðbrandsdóttir.
t
Við þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför
EGILS ARNASONAR, stórkaupmanns.
Asta Norðmann,
Guðrún Steingrímsdóttir, Már Egilsson,
Dorette Egilsson, Árni Egilsson,
Kristín Egilsdóttir, Erlíng Andreassen,
Sigriður B. Árnadóttir og bamaböm.
konu, Ólafiu Sveinsdóttur, sem
með sinni hjálpsemi og v'.náttu
hjálpaði okkur til að hún fengi
að vera heima síðustu stund-
irnar, en þess var hún búin að
óska sjálf að fá að deyja heima
hjá okkur.
Ástvinir.
— Á garð-
bekknum
Framhald af bls. 11
Sá ávöxtur sem líklegri er
til vinsælda og gæti e.t.v. fet-
að i spor tómatanna hjá ís-
lenzkum neytendum, er fagur
rauður eða gullgulur hjarta-
laga ávöxtur af kartöfluætt-
inni eins og tómatarnir. Nefn-
ist hann pipar eða paprika.
Talinn mjög hollur ávöxtur
til neyzlu fyrir fólk með
hjarta og æðasjúkdóma. En
taka mun nokkurn tíma fyrir
fólk að venjast bragði ávaxt-
arins áður en það verður jafn
sól'gið i hann sem fólk er býr
sunnar í álfunni. Þar er hann
stýfður úr hnefa sem lostætí.
Paprikan er hol innan og í
nágrannalöndum okkar þykir
ljúffengast að matreiða hana
á þann veg, að hún er fyllt
upp með kjöthakki og síðan
soðin. Er þá kjötglöðum mönn
um getrt til hæfis. Borin fram
með hrísgrjónum og harðsoðn
um eða steiktum eggjum. Soð
ið notað sem kraftsúpa.
Annar ávöxtur er einnig að
koma á markaðinn til reynslu
og er hann sérstakle-ga for-
vitnilegur fyrir okkur sem
miklar íiskætur. Nafn hans
er eggaldin, dökkgrænn á ldt-
inn, þéttur í sér og fremur
þurr á bragðið en ákaflega
næringarefna rikur. Hann er
bezt að sjóða svipað og rófur
og saxa síðan í sósur (eða
jafning) og borða með fiski
eða kjöti, hvort heldur er soðn
um mat eða steiktum. Egg-
aldin eru sögð sérlega holl
fyrir fólk með meltlngartrufl-
anir.
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent s.f. Nýlendugötu 14
sími 16480.