Morgunblaðið - 05.09.1973, Blaðsíða 32
Laugavegi 178, sími 21120.
SILFUR-
lá SKEIFAN
________BORÐSMJÖRLÍKI
SMJÖRLÍKID
SEM ALLIR ÞEKKJA
MIDVlKITDAflUR 5. SEPTEMBER 1973
Drukknaði
í Hafnarfjarðarhöfn
RCMIÆGA tvítngur maður
drukknaði í Hafnarfjarðar-
höfn skammt fyrir framan
Fjarðargötu í gærkvöldi.
Tveir ungir menn, sem voru á
ferð á Nýju bryggju, en sú
hryggja er fyrir framan frysti
húsið, ákráðu að fá sér sund-
sprett í höfninni og synda yf-
ir sund sem þar er yfir að
Fjarðargötu. Þegar mennirn-
ir voru hálfnaðir með sundið
mun öðnmi hafa fatazt það,
®g sökk hann. Félagi hans
náði landi og lét hann vita um
hvernig komið var.
Þessi atburður átti sér stað
um klukkan 20.00. Var strax
hafin leit að manninum og
ki. 20.35 fann froskmaður
manninn, þar sem hann var í
sjónum. Voru strax hafnar
lifgiinartilraunir á mannin-
um en án árangurs. Ekki er
hægt að gefa upp nafn manns
ins, þar sem ekki hafði náðst
í alla ættingja hans I gær-
kvöldi.
Beituvanda-
málið leyst
NÚ hefur tekizt að útvega það
magn af beitu, sem talið er að
landsmenn þurfi fram að ioðnu-
vertið. Var þetta upplýst á fundi
toeitunefndar í gær.
Kristján Ragnarsson, íormað-
ur LÍÚ, sagði í gær, að síðari
hJuta þessa mánaðar væri rússn-
eskt móðurskip væntanlagt til
íslands mieð 1400 lestir af srnokk
fislki og 100 lestir af makril. —
Verður þessu beitumagni dreift
á þá staði á landimu, þar sem
beiiltu er þörf. Um 2000 lestir
eru til af beitu í landinu og
mieð þessu magná sem kemur í
mánuðinum eiga landsmenn að
Bræla í
Norður-
sjó
— og engar sölur
ENGINN bátur seldi sild i E>an-
möirku í gær, og ástæðan er sú
að bræla hefur verið á miðum
báCamma umd'amfama daga. Er
þetta í íyrsta skipti á sumrimu,
siem söludagur fellur niður vegna
slæms veðurs á miðunum.
Islenzki síldveiðiflotimm er nú
allur við veiðar á Hjaltlamdsmið-
um, og í gærkvöldi voru bátam-
ir byrjaðir veiðar og höfðu sum-
ir fengið góðan afla. Faxaborg
GK var til dæmis á leiðimni með
3000 kassa, en báturimm mun
seija í Hirtshals.
eiga næga beitu fram að loðmu-
vertíð. Þegar loðmuvertíðim hefst
verður loðnan seminilega mest
notaða beitan, enda jafnan
reynzt veQ seim slik.
Sverrir og aðstoðarmaður hans v inna við að koma vængjum véla
iand. — Ljósm. Mbl.: Br. H.
rinnar og öðmm lireyflinum á
Flugvélin er ónýt —
hreyflar lítið skemmdir
býst við að tapa á björguninni
segir Sverrir Þóroddsson
SVERRIR Þóroddsson, stórkaup
maður og flugmaður hefur nú
bjargað þvi, sem bjargað verður
af flugvélinni, sem nauðlenti fyr
ir um það bil tveimur vikum i
sjónum, rétt áður en Inin kom
inn til Iendingar á Keflavíkur-
flugvelli. Hún hafði komið frá
Goose Bay á Nýfundnaiamli í ein
iiih áfanga, en varð eidsneytis-
laus skömmu áður en hún kom
inn til lendingar.
Sverrir ákvað að bjarga vél-
inni og keypti hana af v-þýzku
tryggingafyrirtæki. Si. sunnu-
dag ætlaði hann að fara út með
triMu og svipast um eftir fiak-
inu, en vegna stomra veöiursikih
yirða varð ekki af siglingiunni.
Til þess að gera eitthvað flaug
hann yfir aðflugsleið vélarinnar
og sá þá glitta á vængi vélarinn-
ar í sjónum. Tekið var mið af
húsum og vitum i landi og í
fyrradag fóru svo mennirnir út
á trillunni og settu bauju, þar
sem vélin átti að vera. Fengnir
voru kafarar og fannst védin í 20
metra fjartogð frá baujunni á
13 metra dýpi, 3 km frá landi.
Kafamrnir settu loftbelgi í vél-
ina og lofti var dælt i hana.
Framiiakl á bls. 20.
Z numin úr
Nú hefur stafsetningin breyst
en ekki breytzt
Sjá viðtöl bls. 3
-□
□-
□-
BÓKSTAFURINN Z hefur ver-
ið afnuminn úr íslenzkri staf-
setningu. Menntamálaráðnneytið
hefur fallizt á tiHögur nefndar,
sem endurskoða á reglur um
stafsetningu og greinarmerkja-
setningu, þess efnis að „seta“
verði felld niður úr islenzku rit-
máli. Reglur um þetta eru a.ug-
lýstar í da.g og öðlast þegar
gildi. „Setan“ hefur verið í gildi
frá þvi í febrúa.rmá.nuði 1929.
Halldór Haildórsson, formaður
nefndar þeirrar, er endurstkoðar
stafsetninguna, sagði i safntali
við Morgunblaðið i gær, að sam-
staða hefði orðið í megionatrið-
um innan nefndarininiar um þessa
breytiaiigu. Halldór kvaðst telja
Dollaraseðlar prentaðir í Reykjavík:
Andvirði 16,5 millj. króna eyði
lagt í tætara sjónvarpsins
Dapurlegt að horfa á eyðilegginguna eins
og fjárhag er háttað, segir skrifstofustjórinn
RÍKISSTOFNUN hér í borg
stóð nýlega fyrir stórfeldustu
peningaföisun í sögu landsins,
er hún lét prenta bandaríska
dollara að andvirði 16,5 miilj.
ísl. kr. Tekið skal fram í upp-
hafi að peningafölsun þessi
Visr gerð með heimild Seðla-
bankans og umboðsaðiia
Bandaríkja Norðiir-Ameríku
á íslandi — bandaríska sendi-
ráðsins að Laufásvegi. Föls-
nnin tókst hins vegar svo vel,
að forráðamanna stofnananna
beggja fengu eftirþanka og
voru doliararnir því eyðiiagð-
ir hið bráðasta.
Ríkisstofnun sú er hér um
ræðir er Ríkisútvarpið —
sjónvarp. Svo er mál með
vext)i að sjónvarpið hefur að
undanförnu verið að taka
upp jólaleikritið „Vér morð-
ingjar“ eftir Guðmuind Kamb
an og þar koma stórar fúlg-
ur af bandarískum dollurum
við sögu. Þess vegna var það
í ágústmánuði sl. að sjón-
varpið sótti um heimild til
Seðlabankans og bandaríska
sendiráðsins að fá að gera
Framhald á bls. 31.
afnám Z mikiia eimföldium á sitaf-
setningunni, en hann bjóst við
Framliald á bls. 20.
Nimrod
enn
á ferli
Þiátt fyrir að íslenzika ríkis-
stjómin segist vera búin að fara
þess á leit við NATO, að brezku
Nimrod njósnavélarnar hverfi
frá ísiandsströndum, þá koma
þær hingað daglega, og fljúga
kringum iandið. Á þeirri leið
fylgjast þær með ferðum ís-
lenzku varðskipanna og fislki-
skipa. Vanalega koma þær að
kmdimu á nóttunni og hverfa er
liður á daginn.
Ein Nimrod þota kom upp að
suðvesturströndinni um klukkan
7.50 í gærmorgun, flaug hún norð
ur með Vestfjörðum, síðan au®t-
ur með Norðuriandi og suður
fyrir Dalatanga, þar sem hún
hringsólaði um nokkurn táma.
Um klukkan 14.50 hvarf vélin
svo út af íslenzka flugstjórnar-
svæðinu, en þá var véiin stödd
suðaustur af landinu.