Alþýðublaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaðiS Sunnudagur 24. ágúst 1958 Landhelgin | ÞAÐ fer nú að líða að því' að landhelgin verði færð út og er því ekki úr vegi að minna lítillega á það hér. ekki til að deila um aðdraganda og niður- stöður málsins heldur til að vekja athygH allra bæði á sjó og landi, á að framtíð þessa mildlsverða máls er öll undir þjóðinni sjálfri komin. Við skulum snúa bökum saman og verja rétt okkar til að lifa í landinu ein’huga og samtaka, þá munum við sigra að lokum rúe'ö þolinmæði og krafti þess, sem veit að hann er að gjöra rétt. Yfirgangur erlendra þjóða á íslandsmiðum er ekki ný bóla. Hann htefur alltaf verið staðreynd. Nú í svipinn virðist hann hvað mestur í maga og munni, þessara voldugu ná- granna okkar, sem eiga erfitt með að sætta sig við að þjóðir, er búið hafa við átroðning og ófrelsi á liðnum öldum leiti réttar síns. Við skulum vona að ríkisstjórnir þessara landa skilji sinn vitjunartíma og Jeggi ekki út í nein ævintýri við íslandsstrendur. En allur er varinn góður. Það er því engin fjarstæða að ís- lenzkir sjómenn séu viðbúnir fólskuverkum einhverra er- lendra sjómanna, sém kynnu að láta skapið hlaupa með sig í gönur við að bíða, að því að þeim finnst, lægri hlut og missa spón úr aski sínum fyrir ekki meiri bóg en við erum sem herveldi, enda munum við aldrei sigra sem slíkir. Það er því nauðsynlegt að ÖU þjóðin sé vel á verði oa láti skapfestu, þolinmæði og drenglund ráða gjörðum sínum í þeim viðskipt um sem framundan eru. Skap- ofsi eða lítt hugsaðar aðgerðir eiga hér ekki Við frekar en annars staðar. Verið varkár. Varizt slysin. Slysavarnafélagið hefur lát- ið setja upp spjöld með þessari áletrun á nokkrum stöðum á landinu til aðvörunar vegfar- endum. Þessi varnarorð eiga , þó víðar við en í umferðinni. Á liðnu sumri hafa orðið sorg- lega mörg slys á vinnustöðum og í sveit vegna aukinnar vél- væðingar. Emnig, er menn hafa ætlað að hrista rvkið af fótum sér og njóta ánægjunnar út í náttúrunni hefur það kom ið fyrir að slys hafa hlotizt af lítt eða vanhugsuðum aðgerð- um. Það er því full þörf á að við tökum höndum saman um að hamla á móti þessum vá- gesti á hvern þann hátt sem tiltækdegur er. Það er því nauðsyn á almennri hvatningu til þióðarinnar um að vera var kár og varast slysin og. festa sér það vel í mmni. Fiskleysið í bænum. Það myndu víst fáir trúa því, sem ekk:, þekkja til að fiskleysið í Reykjavík, sé eitt- hvert erfiðasta úrlausnarefni þessa bæjar. En það virðist það vera ef dæma má eftir því hve margir hafa lagt mikið á sig við að gera alls konar til- lögur til úi-bóta í þessum efnum án þess þó nokkuð ætli að ræt- ast úr. Kennir svo hver öðrum um ástandið og enginn veit hverju hann á að trúa. Ég ætla ekki að koma með nfeinar nýjar tillögur í þessu sambandi, það er alveg hægt að notast við eitthvað af þeim gömlu aðeins ef það yrði gjört en ekki látið sitja við orðin tóm. Á. B. c 3 Andarunginn á fjörninni . ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti 19. þ. m. mynd, sem ljósmyndari blaðsins hafði tekið af andar- unga við tjörnina. Unginn var illa útleikinn, — snöru hafði verið vafið um háls hans og fætur. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli og t. d. hefur 1S ára gömul stúlka, Sólveig Ein- arsdóttir, sent blaðinu eftirfar- andi bréf: „Kæri ritstjóri! Er ég í dag sá í blaðj yðar mynd af önd, sem drepir, hafði verið á níðingslegan hátt, fyllt ist ég reiði og viðbjóði. Mér ofbauð að vita, að nokkur mað- ur gæti verið svo mikill níðing- ur að drepa dýr, sem ekki getur 'borið hönd fyrir þöfuð sér, á svo níðingslegn hátt. Og það sem verra er, þetta er ekki í fyrsta skipti, sem slíkt verk er unnið. En þér segið orðrétt: — „Enda þótt spilling og afsiðun ungdmósins nú á dögum hafi ef til vill vérið gagnrýnd einum um of, hljóta atburðir sem þess ir að vekja menn tilalvarlegrar umhugsunar." Hér gefið þér Jjóslega í skyn, að Það hafi ver- ið unglingur, sem vann þetía níðingsverk. Eitthvað hljótið þér að hafa fyrir yður : þessu. En gjörið svo vel að svara mér: Hver er kominn til með að segja, að það hafi verið ung- lingur, sem vann þetta níðings verk?“ | , i ; :; I- r Blaðið verð'ur að hryggja Sól veigu litlu með því, að það hef ur ekki annað fyrir sér í þessu en það, að líklegra hlýtur að teljast, að óvitar hafi verið hér að verki en fullorðið fólk. Börn hafa því miður verið staðin að verki ekki ósvipuðu þessu. En þegar við höfðum lokið við að lesa þetta ágæta bréf Sólveigar, barst okkur annað bréf frá P.J., sem hljóðar svo: „í blaðinu 19. þ. m. var birt mynd af andarunga illa útleikn um. Þó er þarna ekki um ó- þokkabragð að ræða eins og ætla mætti. Fyrir skömmu var ég niður við tjörn og sá þá tvö börn með andarungann, sem ég þekki þarna fyrir hinn sama. Ég tók þau tali, og sögðust þau hafa fundið hann dauðann við bakkann og ætlað að eiga hann. I Síðan foundu þau hann með snæri, sem þau fundu. Járn- renninginn höfðu þau til að | geta borið ungann á milli sín. Ég benti þeim á, að hræið gæti verið eitrað og sagði þeim að henda því. Af þessu má sjá, að þarna var ekki um óþokkabragð að ræða, heldur aðeins barna- skap. Væri æskilegt, að þetta yrði leiðrétt.“ Frásögn P.J. er án efa rétt, o« biðjumst við afsökunar á grun okkar, sem vissulega var ekki ártæðulaus, en reyndist rangur. AUGLÝSIÐ 1 ALÞÝÐUBLAÐINU. Norski rithöfundurinn Agnar Mykle les upn £ Austurbæjarbíói n.k. miðvikudag kl. 7,45. Aðgöngumiðar á kr. 20.00 hiá Eymundsen Eigkimaður minn_ faðir, tengdafaðir og áfi. ÁRNI PÁLSSON, fyrrverandi bifreiðarstjóri, Kópavogsbraut 61 verður jarðsunginn miðvikudaginn 27. ágúst kl. 3 e. h. frá Fossvogskirkju. Ingibjörg Sveinsdóttir Sveinrún Árnadóttir EHn Árnadóttir Sigríður Helga Árnadóttir Stella Árnadóttir Stefán HaraUlsson Bjarni Jensen Hjörleifur Friðleifsson Böðvar Jónsson og barnabörnin. Jarðarför eiginmanns míns, SIGURJÓNS DANIVALSSONAR. framkvæmdastjóra, Reymimel 47, sem andaðist 15. ágúst hef ur farið fram í kyrrþey. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á minningarspjöld Náttúrulækningafélags íslands. Jónasi Kristjánssyni lækni, Náttúrulækningafélagi íslands og öðrum vinum vil ég færa mínar beztu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug. Fyrir hönd vandamanna. ' Sólveig Lúðvíksdóttir. r K. S. I, K. R. R, ÍSLANDSMÓTIÐ1. deild. - í kvöld M. 8 leifca á Melavellinum Valur — Keflavík Dómari: Þorlákur Þórðarson. Línuverðir: Frím ann Gunnlaugsson og Skúli Magnússon. Tekst Keflavík að sigra Val? — Allir á völlinn. Mótanefndin. s $ s s s s s s s s s i s . s s j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.