Alþýðublaðið - 27.08.1958, Side 4
4
AlþýðublaðiS
fiðvikudagur 27. ágúst 1958.
MGSMS
VEGFABANDI skrifar: „Ég
fer flesta virka daga ársins milli
Hafnarfjaröar og Beykjavíkur.
Þess vegna fylgist ég vel með
vegagerð ríkisins og viðhaldi
þessa vegaspotta, sem er með
íiinum einkennilegasta hætti.
Viðhald þessa vegar er með
þeim eindæmum að undrun sæt ■
ir. Hann er skóbættur liingað og
þangað og oft er það þannig,
að þegar lokið er að gera við
hann á öðrum enda, eru komn-
ar gjótur í hann á hinum end-
anum.
í DAG er hann þannig að í
fyrstu frostum mun hann spenn
ast upp og valda skemmdum á
bílum að ekki sé meira sagt. —
Menn spyrja: Hví er ekki sett
slitlag yfir verstu kaflana og
fengnir kunnáttumenn til að
gera þetta. Ég vil nú setja fram
eina tillögu í fullri alvöru og er
hún þessi:
EF BÍKIÐ hefur ekki efni á
að viðhalda þessum vegi þannig
að hann sé sæmilega fær allan
ársins hring, þá verða notendur
hans að taka í taumana þannig:
Allir bílar, sem aka allan veg-
inn greiði lágt umferðargjald
fyrir hverja ferð: Vörður sé við
Álftarnesvegamót og annar í
Fossvogi til innheimtu. Allir
bílar, stórir og smáir, greiði á-
kveðið gjald, stórir bílar meira
litlir bílar minna. Sé þessi skatt
ur notaður til þess að fullgera
veginn og gæti þá komið til
mála að gera tvær akbrautir og
minnka þannig slysaiiættu.
ÞESSI HATTUB er viða í
Þýzkalandi og Ítalíu og talinn
sjálfsagður og gefst vel. Marg-
ra ára reynsla hefur sýnt og
sannað að þakviðgerðir á vegin-
um mun halda áfram með lík-
um hætti og áður, sem sjálfsagt
er að kenna féleysi vegamál-
anna. Og með því að skapa
Stefnt að því að aðalveg-
irnir út úr borginni verði
steyptir,
Kleppsvinnan á Hafnar-
fjarðarvegi.
Rykmökkurinn á vegun-
um.
Vegaskattur til þess að
standast kostnað við
varanlegar endurbætur.
Sementsverksmiðjan opn-
ar nýjar Ieiðir.
þannig öruggar tekjur, eins og
hér er stungið upp á, myndi við-
hald og breikkun vegarins
tryggt.
ÉG EB ÞESS viss, að allir
sanngjarnir vegfarendur myndu
greiða þennan hæfilega háa
skatt, með glöðu geði, með þaö
fyrir augum að fá síðar ailtaf
veifæran veg, sem ekki skapaði
farartækjum slysahættu eins og
oft vill verða nú.
ÉG SKORA á vegamálastjórn
ina að taka nú þessa tillögu
mína til athugunar og veit ég
að ritstjóri pistla þessara myndi
ljá rúm fyrr svar við uppá-
stungu þessari. Gæti hér líka
verið um tilraun að ræða, sem
færa mætti frekar út, t. d. dett
ur mér í hug vegurinn frá Hval-
eyrarkoti til Keflavíkur og ef
til vill fleiri leiðir.“
AF TILEFNI þessarar uppá-
stungu vil ég segja þetta: Um
líkt leyti og sementsverksmiðjan
tók til starfa ók ég austur yfir
fjall. Það var á laugardegi. Óslit
in bifreiðalest rann austur veg-
inn og var vegurinn í moldar-
kafi. Mjög erfitt er að aka þegar
þannig er og mikil slysahætla
bæði við framúrakstri og þegar
bifreiðar koma þjótandi á móti
út úr kafinu .Er þá alveg sleppt
að ræða um óhollustuna.
ÉG FÓR að hugsa um það að
mikill munur yrði á þegar búið
væri að steypa veginn, þó að
ekki væri nema austur að Sand
skeið og hið sama yrðiþáaðnorð
urleiðin yrði ekki steypt nema
upp að Kollafirði. Nú þyrítum
við ekki að eyða gjaldeyri í sem
ent og ætti það að gera okkur
auðveldara fyrir um að gera
þær vegabætur, sem bráðnauð-
synlegar eru. — En samt sem
áður myndi þetta kosta offjáv og
varla hægt að vænta þess að
það yrði gert á minna en einum
áratug.
ÞÁ DATT mér í hug hvort
ekki væri rétt að taka upp sér-
stakan vegarskatt á þessum leið-
um til að byrja með til þess ems
að hrinda verkinu af stað. Mönn
um finnst nóg um skattana, og
það er von, en menn, sem ég
hef minnst á þetta við hafa allir
tekið þessu vel. Gjaldið þarf
ekki að vera hátt til þess að
heildarupphæðin yrði veruleg,
og því mikill stuðningur við
verkið. Öll bíðum. við þess með
óþreyju að aðalvegirnir verði
steyptir. Við bíðum þess fyrst
og fremst vegna þægindanna
en einnig vegna þess að bifreið-
arnar endast betur. Ég tek þvi
undir áskorun Vegfaranda hér
að framan.
Hannes á horninu.
Þorvaldur
yfirprentari
Kveð juorð
MÉR.er nokkur vandi á hönd
um, er ég á að mæla eftir Þor-
vald Þorkelsson látinn. Ekki þó
vegna þess, að mig skorti kynni
á störfum hans og persónu, öllu
heldur hið gagnstæða. Við and-
]át hans er skyndilega rofin
dagleg umgengni við hann, sem
staðið hefur hátt á fjórða tug
ára, og undir slíkumi kringum-
stæðum er ekki nema eðiilegt
að minningarnar sæki ört á. —
Þær beinlínis hrannast upp, svo
að ógerningur er að hemja þær
í stuttri blaðagrein
Þorvaldur Þorkelsson var
Árnesingur að ætt, fæddur á
Eyrarhakka 20. desember 1893,
sonur hjónanna Þorkels Hreins
sonar trésmiðs og Elínar Magn-
úsdóttur hreppstjóra að Ljóts-
stöðum. Þorvaldur hóf prent-
nám f prentsmiðjunni Guten-
berg 1. október 1908, jauk námi
1912 og vann þar síðan í nokk-
ur ár, en í október 1916 hóf
hann vinnu í Félagsprentsmiðj-
unni og vann þar alla tíð síðan
og sem verkstjóri samfellt frá
árinu 1919. Þorvaldur var
kvæntur Áróru Guðmundsdótt-
ur og lifir hún mann sinn á-
samt tveim börnum þeirra
hjóna. Þorvaldur Iézt hinn 17.
ágúst síðastliðinn og fer útföi
hans fram í dag (27. ágúst) frá
Fossvogskirkju. ;, {,,,,
Þorvaldur Þorkelsson.
Með Þorvaldi ÞorkeUsyni er
traustur i'ð’naðarmaður fallinn
í valinn. Hann lagði ávallt
mikla rækf við starf sitt, vann
heill og óskiptur, sýndi alúð og
skyldurækni í kepnsiustörfum
og brýndi vandvirkni fyrir
þeim, sem lutu hans forsjá. —
Vegna hans langa verkstjóra-
ferils er nemendafjöldi sá, sem
hann hefur leiðbeint, fyrr og
síðar, orðinn geysifjölmerinur,
og þar eftirlætur hann prentara
stéttinni mikinn iðnfræðilegan
arf. Fyrr á árum gegndi Þor-
valdur trúnaðarstörfum fyrir
stéttarfélag sitt, prentarafélag-
ið. Var hann ritari þess 1922 og
^ftur ,1928,t u |... ■j:
Það mun ekki hafa ver.ið nein
tilviljun, a;ð Þorvaldi var falin
verkstjórastaða aðeins 26 ára
gömlum. Augljósir hæfileikar
hans, alúð og smekkvísi í störf
umi mun ekki hafa dulizf fyrir-
rennara hans. Það er langf frá
því að vera vandalaust, að
halda vinsældum f hinu mai'g-
þætta starfi verkstjórans, þar
kemur fleira til greina en verks
vitið eitt. Skapgerð og réttar
umgengisvenjur er ekki síður
mikilsvert, ef sneiða skai hjá
árekstrum og missætti. En Þor-
valdur var þeim kostum búinn
að þessu leyti, að ég tel allt að
því einsdæmi. Þó hann væri ein'
beittur og fastheldinn nokkuð
á venjur sínar og skoðanir, þá
var rólyndið og prúðmennsk-
an svo 'mikils ráðandi í sam-
skiptum við þá, sem hann um-
gekkst, að ekki fór hjá því, að
vinsældir hans unnu sífellt á.
eftir þvf sem lengra leið.
Starf verkstjórans er svo er-
ilsamf á stundum, að flestir
þurfa á öllu sínu að halda til
þéss að halda skapgerð sinni
ótrufiaðri, en svo virtist, sem
geðprýði Þorvaldar færi aldrei
úr skorðum, á hverju sem gekk.
— Þetta á ekki sízt við um þá
sem unnu undir hans stjórn.
. FraiqJhald á 2. síðu.
Vestfirzku krækiberin eru komin,
góð og fín.
Blóma- og grænmetisverzlunín
Frá sjúkrahúsinu í Keiiavík
Samkvæmt fyrirmælum reglugerðar um ráðningu
sjúkrahúslækna framlengist hér með umsókmar-
frestur um stöðu sjúkrahússlæknis í Keflavík, til
11. okt. n.k.
Stjórnin.
Húsnæði í Hafnarfirði
fyrir verzlun, skrifstofur eða iðnað til leigu
á ágætum stað í Miðbænum. Neðri hæðin, í ca. 100
ferm. steinhúsi, leigist allt í emu lagi eða að hluta.
ÁRNI GUNNLAUGSSON hdl.,
Austurg. 10, Hafnarfirði,
sími 50764 k]. 10—12 og 5—7.
Tannlæknir óskast.
Tannlæknir óskast til Sigiufjarðar 1. október næst
komandi. Verður tryggt tannlæknisstarf við skóla bæj-
arins. íbúð til staðar, einnig tannlæknastofa með
nokkru af tækjum. Umsóknir sendist undirrituðum,
sem gefur allar nánar.j upplýsingar varðandi starfann,
fyrir 15. september n.k.
Siglufirði 22. ágúst 1958.
Bæjarstjórinn í Siglufirði.
Sigui'ión Sæmundsson.
Stiilka vön
karlmannafatasaum
óskast strax.
Bragi Brynjóífsson
klæðskeri -— Laugaveg 46
Útför eiginmanns mms
KARLS KRISTJÁNSSONAR 7
Norðurbraut 17 — Hafriarfirði
fer fram frá Fossvogskapellunni, föstudaginn 29. þ. m. kl.
1,30.
Athöfninni verður útvarpað.
Blóm eru afbeðin, en þeim sem vilja minnast hans 'er
vinsamlega bent á krabbameinsfélagið. .
Stefanía Jónsdóttir.