Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 1973
3
16 skíðalyftur eru á
Rey k j aví kurs væðinu
r
Sæmundur Oskarsson kjörinn formaður SRR
Staldrað
við:
Hörður
Sigmarsson
SÁ íslenzkur handknattleiks-
maður, sem vakið hefur hvað
mesta athvgli það sem af er
keppnistímabilinu f hand-
knattleik, er Ilörður Sigmars-
son. Því var það, að við stöldr-
uðum við stutta stund hjá
Herði og ræddum lítillega við
hann, ien ætlunin ér, að stutt
kynning á íþróttamanni —
keppnismanni, forystumanni
eða áhugamanni — verði á
þessum stað í íþróttabalaði
Mbl. á hverjum þriðjudegi í
vetur.
Ilörður Sigmarsson er 19ára
og vinnur nú sem stendur í
Straumsvík. Hörður varð
stúdent síðastliðið vor og hóf
nám í lyfjafræði í haust, en
hætti því fljótlega. Segist ætla
að hvíla sig frá námi f eitt ár og
gera í staðinn það, sem hann
getur, til að ná langt í hand-
knattleiknum. Næsta haust
hefur Hörður svo mikinn hug
á að komast utan til náms í
sjúkraþjálfun, þar hugsar
hann sér að iðka handknattleik
,með nánánu, eins og t.d.
Bjarni Jónsson hefur gert í
Árósum.
Er Hörður hóf að æfa hand-
knattleik, lék hann í marki
með FH, en er hann fór upp í
þriðja flokk tók hann fljótlega
að leika úti á vellinum. Það eij
skemmtileg saga i kringum
fyrsta ár Harðar sem útispil-
ara. — Hallsteinn Hinriksson
þjálfaði þriðja flokk og hjá
honum sat ég á varalnanna-
bekknum næstum allan vetur-
inn, hjá Geir Hallsteinssyni,
sem þjálfaði annan flokk lék
ég hins vegar með allan vetur-
inn, þótt ég væri yngri en flest-
ir hinna, segir Hörður
Ilörður hóf að leika með
meistaraflokki FII í fyrra, en
sat þó lengstum á varamanna-
bekknum. Hann fékk að vera
talsvert með í þremur leikjum
og í þeim skoraði hann 10
mörk. Nú hefur Hörður leikið
þrjá leiki með Haukum í 1.
deildinni og skorað 19 mörk í
þeim.
Það kom nokkuð á óvart í
haust, er Hörður var valinn til
að leika með landsliðinu á móti
Norðmönnum, hann hafði lítið
sýnt í erfiðum leikjum, enda
ekki fengið tækifæri til þess.
Segja má, að hann hafi hoppað
af varamannabekknum hjá FH
og í landsliðiö. Hörður var
fyrst valinn til landsliðsa;finga
sfðastliðið vor og æfði þá af
krafti til að byrja með. Þetta
var einmitt á sama tíma og
hann var í stúdentsprófunum
og féll ekki að fara að æfa inni
f loftlausu íþróttahúsi að lokn-
um erfiðum lestri. Þvf hætti
hann landsliðsæfingunum, en
einbeitti sér í staðinn að próf-
lestrinum og æfingum með
láukunnl ‘ knattspvrnu. 1 ágúst
manuði síðastliðnum kom svo
Karl Benediktsson til
Framhald á bls.g
Á aðalfundi Skfðaráðs Re.vkja-
víkur, er haldinn var 30. október
s.l., var Sæmundur Óskarsson
kjörinn formaður ráðsins. Kemur
hann í stað Þóris Lárussonar, er
verið hefur formaður sjö undan-
farin ár, en baðst nú undan
endurkosningu.
Meðal þeirra mála, sem efst eru
á baugi hjá ráðinu nú, er upp-
bygging skíðasvæða í nágrenni
borgarinnar, og ber þar hæst þá
uppbyggingu, sem nú er hafin í
Bláfjöllum. fyrir tilstuðlan þess.
Mikil ánægja ríkir hjá skíða-
mönnum með þá aðstöðu, sem þar
er að skapast og þann áhuga, sem
opinberir aðilar hafa sýnt mál-
efnum skíðaíþróttarinnar að und-
anförnu, fyrst með byggingu var-
anlegrar lyftu við skíðaskálann í
Hveradölum og nú með Iagningu
vegar og raflfnu í Bláfjöll og
byggingu skála þar.
Skfðadeildir fþróttafélaganna
hafa notfært sér aðstöðuna í Blá-
fjöllum, að svo miklu le>ti, sem
þeim hefur verið heimilað
það, en ennþá er unnið að rann-
sóknum og skipulagi á svæðinu og
verða varanlegar framkvæmdir,
svo sem bygging á föstum skíða-
lyftum, að bíða.þartil niðurstöður
fjarðar hefur nýlega st‘nt frá
sér fréttatilkynningu, þar sem
það kynnir starf sitt á s.l. suniri.
Var starfsemi sambandsins fjöi-
breytt að venju og tók fjöldi ung-
menna þátt f henni.
Knattsp.vrna virðist vera vin-
sælasta íþróttagreinin í héraðinu
s.l. sumar. UMSE tók þátt f 3.
deildar keppni Islandsmótsins og
var i Islandsmótsins og var i
Norðurlandsriðli, ásamt þremur
liðum öðrum, og fór þar með sigur
af hólmi eftir tvísýna vtðureign
og komst í undanúrslit keppninn-
ar, sem fram fór í Reykjavík. Þar
lék UMSE við lið Fáskrúðs-
firðinga og Sandgerðinga og
tapaði báðurn leikjunum. Stein-
grimur Björnsson frá Akureyri sá
um þjálfun knattspyrnuliðsins s.l.
sumar!
I sumar gekkst UMSE fyrir
hraðkeppni innan héraðs og tóku
5 lið þátt f henni. Sigurvegari
varð lið UMF Skriðuhrepps, sem
sigraði UMF Framtíðina f úrslita-
leik. i héraðsmóti UMSE í knatt-
spyrnu sigraði hins vegar UME
þeirra athugana liggja fyrir, en
það mun sennilega verða næsta
sumar. Skíðaráðið mun beita sér
fyrir því að samræma fram-
kvæmdir einstakra skíðadeilda
þannig, að aðstoð hins opinbera
njóti sín sem bezt, m.a. með gerð
heildaráætlunar um uppbyggingu
skíðasvæða í nágrenni borgarinn-
ar, er tilgreini framkvæmdaröð,
en tillaga þar að lútandi var sam-
þykkt á aðalfundinum.
I fréttatilkynningu SRR segir.
að síaukin þátttaka almennings i
skíðaíþróttinni sé mikið ánægju-
efni og vill Skíðaráðið beina þeim
tilmælum til alls skíðafölks, að
það taki beinan þátt i starfsemi
íþróttafélaganna með því að ger-
ast félagar f skíðadeildum þeirra.
Með þvf móti verði þeir kraftar
bezt sameinaðir, sem vilja vinna
að framgangi iþróttarinnar á öll-
um sviðum. Skíðadeildirnar séu
með öðrum orðum ekki einungis
opnar þeim, sem vilji iðka skíða-
íþróttina sem keppnisíþrótt,
heldur einnig þeim, sem vilja
iðka hana sér til heilsubótar og
ánægju og fá til þess aðstöðu og
tilsögn. Segir f fréttinni, að Skíða-
ráðið muni á ýmsan hátt stuðla að
aukinni þátttöku almennings.
Reynir, sem vann alla sína leiki. I
öðru sætf varff lið UMF Ársólar og
Árroðans. Háð var knattspyrnu-
mót fyrir drengi, 15 ára og yngri,
og sigraði lið UMF Re.vnis i því.
Þá lék sameiginlegt lið yngri fl-
okka UMSE nokkra leiki á Akur-
eyri og víðar við IBA, Þingeyinga
og Keflvíkinga með allgóðum
árangri.
UMSE efndi til samæfinga hjá
frjálsfþróttafólk sambandsins
fh. sumar, en þessar æfingar
voru það ítla sóttar, að þær voru
lagðar niður. Iléraðsmót UMSE
fór fram í ágúst og sigraði UMF
Re.vnir í þvf. 1 kvennamóti sam-
bandsins sigraði UMF Svarfdæla
og það félag sigraði einnig i
drengjamóti, sem fram fór í júlí.
UMSE átti marga keppendur i
Norðurlandsmeistaramótinu, sem
fram fór á Sauðárkróki og átti þar
sigurvegara í 8 greinum og hlaut
annað sætið í heildarstigakeppni
mótsins. Þá kom frjálsiþróttafólk
frá IlSÞf keppnisheimsókn og fór
UMSE með sigur ;tf hólrni úr
þeirri viðitreign. Innan UMSE er
m.a. með því að standa fyrir fram-
kvæmd göngukeppni í héraðinu,
sem verður með svipuðu sniði og
norræna sundkeppnin og verður
háð milli allra héraða landsins i
vetur, einnig hefur ráðið hug á
því að koma á fót upplýsingamið-
stöð, er gefi sem gleggstar upplýs-
ingar úm ástand vega til skíða-
svæða f nágrenni borgarinnar, svo
og skíðafæri þar og lyfturekstur.
Meðal fyrstu verkefna ráðsins
verður að skipuleggja skíðamót f
héraðinu i vetur. Tillögur hafa
þegar verið lagðar fram og kennir
þar ýmissa nýmæla svo sem stökk-
keppni, en skíðastökk hefur ekki
verið iðkað hér fyrir sunnan i
mörg ár. Utlit er fyrir, að haldin
verði 15 opinber skíðamót í hérað-
inu á næsta starfsári og verða
mótsdagar þá samtals 30.
Ilápunktur skiðamótanna verð-
ur Islandsmótið, sem haldið verð-
ur hér um páskana.
Aðildarfélög Skíðaráðs Reykja-
víkur eru nú níu: Skíðadeildir
Armanns, tR og Fram hafa að-
stöðu sina í BláfjöIIum. Skíða-
félag Reykjavíkur hefur sína að-
stöðu í Hveradölum, skíðadeildir
Vals og Víkings i Sleggjubeinsdal
innan við Kolviðarhól og skfða-
deildir KR. Hrannar og íþrötta-
félags kvenna hafa aðstöðu sína i
Skálafelli.
I Bláfjöllum munu Armann, tR
og Fram reka 10 skíðalyftur i
vetur. 1 Hveradölum rekur
Reykjavfkurborg eina lyftu og í
Skálafelli rekur KR fjörar lyftur.
Alls munu því 16 skiðalyftur
standa íbúum höfuðborgarsvæð-
isins til boða f vetur.
Sæniundur Óskarsson, formaður
SKRR
margt efnislegt frjálsiþróttafólk
og náði sumt af þvf sínum bezta
árangri í sumar. Æfingar voru þó
yfirleitt ekki nógu vel fram-
kvæmdar.
Eitt sundmót var haldið á veg-
um UMSE. F<ir það fram i ágúst
og lauk með sigri UMF Narfa í
Hrisey.
Efnt var tíl kvennamóts UMSE
í handknattleik og töku þrjú lið
þátt í því. Sigurvegari varð A-lið
UMF Svarfdæla.
S.l. sumar gekkst UMSE fyrir
ungmennabitðanámskeiði og voru
í því 54 þátttakendur. drengir og
stulkur á aldrinum 9—14 ára.
Þótti námskeið þetta mjög vel
heppnað.
Að venju gekkst sambandið svo
fyrir nokkrum samkomum. t.d.
bændahátfð Eyjafjarðar í sam-
vinnu við Búnaðarsamband Evja-
fjarðar og bindindismóti að
Hrafnagili t' samvinnu við félaga-
samtök á Akureyri og itr S-Þing-
eyjarsýslu.
Staldrað
við:
Palle Nielsen
FLESTIR íslenzkir handknatt-
leiksunnendur kannast við
danska handknattleiks-
manninn Palle Nielsen. Ilann
lék hérlendis á sinum tíma,
bæði með liði sínu HG, og
danska landsliðinu. Palle Niel-
sen hefur jafnan vakið mikla
athygli, hvar sem hann hefur
komið og farið, enda maðurinn
sérkennilegur i háttum. Viður-
nefni hefur hann fengið ófá,
en „villimaðurinn" var það,
sem hann var oftast kallaður i
heimalandi sinu.
Palle Nielsen var á sfnum
tíma vandræðabarn dönsku
íþróttanna. Ilann hikaði ekki
við að fá sér í hasspfpi, ef svo
bar undir, lék aðalhlutverk í
klámmyndum o.s.frv. Varð
framkoma hans til þess. að
hann var settur út úr danska
landsliðinu, og loks gafst félag
hans einnig upp á honum. Það
var þó ekki sársaukalaust að
HG lét Palla fara. Ilann var
nefnilega frábær handknatt-
leiksmaður, sérstaklega skot-
viss og skotharður. Atti hann
ekki lítinn þátt i velgengni
HG, en liðið var um árabil
bezta handknattleikslið
Danmerkur.
Palle Nielsen stundaði ekki
handknattleik í tvö ár. en i
haust bættist hann að nýju i
HG-hópinn. og hefur verið
einn bezti leikmaður liðsins.
það sem af er keppnistimabil-
inu. Þykir sennilegt. að hann
verði valinn i danska lands-
liðið, sem mun keppa í loka-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar í Austur-Þýzkalandi.
Þótt Palle sem enn hárprúður
og með mikið alskegg, þykir
hann nú breyttur maður. og
framkoma haiis er nú öll önn-
ur en fyrr.
— Ég er orðinn borgaralega
sinnaður, hefur Palle sagt i
blaðaviðtölum. Ilann er
kvæntur og býr skammt utan
Kaupmannahafnar. Vinnur
fyrir sér tneð kennslu. og
drýgir tekjur sínar með
hænsnarækt. Auk hænsnanna
á hann tvo hunda. Martha og
Henry heita þeir. og er sá
siðarnefndi nefndur eftir
Henry Christensen, sem var
lengi liðsstjóri HG-liðsins.
Kunnugir segja. að Palle
Nielsen hafi hafið aftur hand-
knattleiksiðkanir, sökum þess.
að hann hafi þráð athygli
áhorfenda og fjölmiðla.
Sjálfur segist hann ekki hafa
getað verið án handknattleiks-
ins. — Það er nauðs.vnlegt að
halda sér i, líkamlegu formi.
sagði hann, — ég reyndi að
stunda aðrar iþróttagreinar.
en fékk lítið út úr þeim. Iland-
knattleikurinn er geysilega
erfið iþrótt, og þess vegna er
hún skemmtileg. Ég verð líka
að játa það, að ég saknaði ákaf-
lega þess félagsskapar. sem ég
hafði meðan ég lék með HG.
Piltarnir þar voru vinir mínir i
blíðu og striðu. Auk þess hafði
það svo mikið að segja. að IIG
æfir í Gladsaxehöllinni, sem er
skammt frá heimili mínu.
Mikið verður um að vera i skíðafþróttum hér
sunnanlands í vetur. Hápunkturinn verður
Skíðalandsmöt íslands, en þar mun Haukur
Jónasson frá Akureyri, sem þessi mynd er af,
væntanlega verðameðal þátttakenda.
Fjölþætt starf UMSE
UNGMENNASAMBAND Evja-